Hver er tilgangur lífsins? .. Erum við tilbúin að koma heim til okkar?

"Hvert stefni ég?" 

"Hvern spyr ég?"

"Hvern elti ég?"

"Hvert horfi ég til að fá svör? Hvar er þetta "eitthvað"?"

"Hvar er þess "einhver" sem segir mér hvers vegna ég lifi og dey?"

"Mun ég einhvern tímann uppgötva hvers vegna ég lifi og hvers vegna ég dey? "

Þessar spurningar og fleiri eru settar fram í kvikmyndinni HAIR  frá 1979.  Þessi pistill mun ekki fjalla um kvikmyndina sem heild heldur tilvistarspurningar hennar sem eru sígildar. Þessar sem eru hér að ofan og koma allar fram í söng Claude Bukowski, sem leikur eitt af aðalhlutverkum myndarinnar. 

Þetta eru spurningar sem við höfum eflaust flest spurt, bæði okkur sjálf og aðra og ég hef svo sannarlega spurt að þeim, þetta eru í raun mikilvægustu spurningarnar auk spurningarinnar: 

"Hver er ég?" ..

Þegar það sem kallað er Guð er spurt um nafn sitt, svarar það: 

"ÉG ER" .. eða "ÉG ER TIL"  sögnin "er" í nafnhætti "AÐ VERA" og úr því og orðinu "til" mynduð: 

TILVERA   

Að vera til er því sama og tilvera.  Til stefnir að einhverju og þetta "eitthvað" er: ÉG 

Að vera viðstödd okkur sjálf er því að vera til, að vera með vitund (í meðvitund). 

Þessi meðvitund er okkar og alls annars lífs sem lifir og hrærist á jörðinni og jörðin og himininn ekki undanskilin.  Þannig er fyrirbærið sem margir vilja kalla GUÐ. 

Það er guðfræði nútímans. 

Því er það að vera fjarlæg sjálfum okkur að vera fjarlæg GUÐI. 

Þegar við bara ERUM þá þurfum við ekki neitt annað, ekkert sem aðgreinir okkur frá alheimssálinni, eða alheimsmeðvitundinni.  Ekki stétt, ekki stöðu, ekki prófgráður, ekki hluti, ekki ákveðið útlit eða litarhátt.  Við erum bara.  

Ég er þá ekki hlutverk mitt, stétt, staða, kyn o.s.frv. - heldur ég bara ER og þú ERT. 

Þegar þú ERT þá horfir þú á þig í speglinum og horfir inn í augun þín, speglar sál þína og upplifir verðmæti þitt án alls sem gefur þér einhvern utanaðkomandi merkimiða. 

Þessi sál er ósnertanleg, og hörð eins og demantur - en það geta hafa sest utan á hana hrúðurkarlar og það getur hafa sótað á hana þannig að það verður erfitt að sjá hana og eftir því sem hún fjarlægari því minna sérð þú af ÞÉR. 

þá ertu ekki Með sjálfum þér, ekki með meðvitund og þannig týnir þú eigin vilja, eigin sjálfi og upplifir þig ekki hluta af alheimssálinni.  Þú ert týndur og lifir í fjarveru í stað tilveru. 

Claude spyr hvern hann eigi að spyrja og hvert hann eigi að fara. Hann er augljósega ráðvilltur, en þegar hann áttar sig á því að ganga til sjálfs síns (til gangur) og spyrja sjálfan sig þá fær hann svörin.

Það þýðir ekkert að leita í panik, - því panikið stöðvar flæðið og býr til hindranir. Og þess lengra sem við hlaupum  því meira fjarlægjumst við það sem við erum að leita að.  

NÝ JÖRÐ er hugtak sem mönnum er tíðrætt um. Eckhart Tolle skrifaði bók undir þeim titli og titilinn hefur hann úr Opinberunarbók Jóhannesar. "Og ég sá nýjan himin og nýja jörð ....."  (OP 21:1)

Ný jörð stendur fyrir nýjan heim, breytt hugarfar þar sem við erum komin heim, hvert og eitt okkar. 

Þegar við erum komin heim,  þá þurfum við ekki að metast, berjast, eða stríða og þá verður afleiðingin friður á milli manna.  

"Mun ég einhvern tímann uppgötva hvers vegna ég lifi og hvers vegna ég dey?" spyr Claude. 

Í þessari spurningu felst tilgangur lífsins, - að læra, að þroskast, að upplifa, að finna til, að uppgötva hvers vegna við lifum og hvers vegna við deyjum.  Leiðin að því er leiðin heim, og það er aðeins ein manneskja sem getur svarað henni og það ert ÞÚ. Og þú ert því leiðin. 

Þegar við neitum okkur um að finna til, læra, þroskast - þá villumst við af leið. Það er kallað í daglegu tali "fíkn" - fíkn er flótti frá lífinu, það er ekki tilvera heldur fjarvera.  Ástæða fíknar er yfirleitt sársauki, sársauki sem getur legið í skömm.  Skömm fyrir tilveru sína,  við upplifum ekki eigið verðmæti. 

Við erum öll eða flest fíklar að einhverju leyti, við notum bara misjöfn meðul - það er allt gott í hófi, en um leið og það fer að stöðva þroska okkar og framgang í lífinu,  gang okkar að okkur sjálfum er það komið út fyrir mörkin - við förum frá okkur en ekki til okkar.  Sami hlutur sem leiðir okkur til okkar getur orðið að einhverju sem leiðir okkur frá okkur.  Þetta er spurningin um hinn gullna meðalveg eða meðalhófið.  "Vinnan göfgar manninn" - en þegar vinnan er orðin flótti hættir hún að göfga. Matur er okkur lífsnauðsynlegur,  en þegar að maturinn er orðinn flótti er hann farinn að tortíma.  Þetta voru bar tvö einföld dæmi.  Bæði dæmin eru að færa okkur frá tilfinningalegum upplifunum, einhverri skömm eða sársauka. 

Samfélagið - hin Gamla jörð - elur á skömminni svo að þeir sem upplifa skömm og sársauka bæla hana, fela, halda henni leyndri - með alls konar flóttaleiðum og fíkn.  Eina leiðin til að losa sig við hana er að segja frá því sem veldur upplifuninni.  Sleppa hlekkjum skammar og ótta og þá hætta þeir að draga úr gangi manneskju heim til sjálfrar sín, - til-gangi manneskjunnar. 

Lífið er tilgangslausara eftir því sem þú ert fjarri þér og fjarri Guði (sem í mínum huga er sameinuð alheimsmeðvitund).

Guð er ekki í súkkulaði, Guð er ekki í áfenginu, Guð er ekki í því sem deyfir þig eða veldur þér sársauka. 

Þegar að manneskja sker sig og finnur líkamlegan sársauka er hún að flýja andlegan sársauka.

Þegar við erum að borða það sem gerir líkamanum vont er það af sama toga.

Það er flótti frá lífinu.

Að fella varnir er að opna hjarta sitt, að standa berskjaldaður/skjölduð, opna faðminn og leyfa tilfinningunum flæða inn er að þroskast, er að læra, - það er býsna sárt oft og næstum óbærilegt en þegar upp er staðið stöndum við með sjálfum okkur.

Vegurinn er frá skömm til verðmætis, þíns eigin verðmætis sem þú átt en hefur forðast.

Þegar við erum við sjálf finnum við til þessa verðmætis. Grímulaus, allslaus og óttalaus.

Einu sinni (og í mörgum tilfellum ennþá) voru skilaboð samfélagsins að samkynhneigð væri synd,  menn lifðu með skömmina, en svo fóru þeir að koma út úr skápnum og játast sjálfum sér, viðurkenna sig og þannig stíga stórt skref í átt til sjálfs sín.  Þetta þurfti hugrekki og sjálfstraust og mikinn stuðning. En samkynhneigðir þurfa enn að þola það að fólk samþykki þá ekki, meira að segja er prestum þjóðkirkju heimilt að vígja þá ekki í hjónaband, vegna eigin fordóma.  Vegna þess að þeir eru ekki búnir að fatta verðmæti hverrar manneskju, án kyns, kynhneigðar o.s.frv. 

Nú eru konur að koma "út úr skápnum" konur og menn sem hafa verið ofbeldi beitt í æsku eða á fullorðinsárum.  Losa sig við hlekki skammarinnar sem þau hafa haldið í og sem gera ekkert annað en að halda aftur af mennsku þeirra og verðmæti.  Skömm sem var plantað í þau, sem þau áttu ekki - og því miður eru einhverjir sem enn vilja viðhalda skömminni.

Við þurfum öll að koma út úr skápnum sem ófullkomnar manneskjur, sem ófullkomnar fjölskyldur og hætta að sýnast fyrir hinum ófullkomnu fjölskyldunum, særðu fjölskyldunum sem halda að allt sé fullkomið hjá hinum.  

Ég trúi því að hin NÝJA JÖRÐ hætti að álíta menn fædda synduga -með  skömm, og játi VERÐMÆTI hverrar manneskju frá upphafi.  Álögum syndar verði aflétt með sannleikanum. 

Sannleikurinn er það sem frelsar. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tilgangur lífsins getur ekki falist í því að spyrja stöðugt um hver tilgangur lífsins er. Í aðra röndina ert þú að prédíka núlifun og jafnvægi en í hina röndina ert þú með hausinn einhverstaðar úti í óræðum óravíddum óráðinnar og óráðanlegrar framtíðar. Það fer einfaldlega ekki saman.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2011 kl. 12:09

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Myndir þú vilja fá staðlað svar við því hver þessi tilgangur er?

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2011 kl. 12:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 12:21

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2011 kl. 12:34

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jón Steinar,  - niðurstaðan mín er, eins og kemur fram í þessum langa pistli:  "að læra, að þroskast, að upplifa, að finna til, að uppgötva hvers vegna við lifum og hvers vegna við deyjum.  Leiðin að því er leiðin heim, og það er aðeins ein manneskja sem getur svarað henni og það ert ÞÚ."

Þú getur því svarað því fyrir þig hver tilgangur lífsins er en ekki fyrir mig og öfugt. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2011 kl. 13:03

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. niðurstaðan miðast við daginn í dag, hún getur verið önnur á morgun. En ég er þakklát fyrir að einhver hefur nennu til að lesa þessar pælingar. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2011 kl. 13:05

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir


  .. þessir gaurar tilheyra Ásthildi og Ásdísi .. og þessi: Jóni Steinari ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2011 kl. 13:31

8 identicon

Við erum, nákmæmlega "ekkert".  Og draumórar þínir um "guð" er í raun og veru mikilmenskubrjálæði, þar sem þú ímyndar þér að þú sjálf, sért "guð".,

Í líkama þínum eru atóm, þessi atóm eru byggð af kjarna, þar sem umlyggur elektróna.  Ef þú reiknar með að atómið sé fótboltavöllur, þá kjarni atómsins boltin á vellinum, og elektrónan er fluga sem sveimar umkring.  Með öðrum orðum, þú ert búinn til af tómarúmi, og þér er haldið saman af elektrómagnetískum krafti.

Þú býrð í veröld, himingeiminum, þar sem littla bólur myndast af svokölluðu "plasma" í himingeimnum.  Þetta eru "gravity bubbles", sem verða síðan að plánetum, og vaxa með tíð og tíma til að verða gasplánetur og síðan til að vera stjörnur.  Þú ert líðið annað, en innyfli þessarar plánetu, og hefur lítið annað verksvið, en að binda þá orku sem kemur frá sólinni, og gera að jörð fyrir þessa plánetu sem þú stendur á.  Plánetan vex, og orka hennar eykst, og þú og annað lífform á jörðinni minnkar með tíð og tíma, þangað til að balansinum er náð, og þessi pláneta byrjar á að fleita orku út, í stað þess að draga hana að sér.

Þau tvö öfl sem eru til staðar í himingeimnum, er aðráttarafl, og segulmagn.  Í okkar umhverfi, dregur annað þig að, en hitt hrindir þér frá.

Þetta er raunveruleikinn sem þú býrð við, ekki að það finnst gráskeggjaður gamall jólasveinn í skýjaborg, sem vakir yfir okkur dag og nótt.  Þetta eru bara blekkingar, hinna æðri ... sem í raun og veru eru þeir, sem eru fyrir ofan þig í lífs stiganum.  Skilaboð þeirra eru einföld, vertu þæg og góð, og hættu að berjast fyrir sjálfri þér ... ef þú lefir þeim gráðugu herrum að vera herrar, þá verður þér launað eftir að þú deyrð ...

Ég segi eins og "Morphius" í "The Matrix".  "Wake up Neo, Wake up".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 13:39

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Bjarne - hvar í þessum pælingum mínum sérðu gráskeggjaðan jólasvein? -  

Guðsmynd mín er sameiginleg (alheims)meðvitund okkar, - enda við öll tengd - og erum því öll eitt.   

Prófaðu að lesa án þess að hafa þennan gamla gráskeggling í huga.    Pistillinn er langur svo það getur vel verið að eftirfarandi hafi farið fram hjá þér: 

Lífið er tilgangslausara eftir því sem þú ert fjarri þér og fjarri Guði (sem í mínum huga er sameinuð alheimsmeðvitund). 

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2011 kl. 14:25

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Smellið endilega á þetta: "The cosmos is also within us" -   Á sama hátt og cosmos er fyrir utan okkur, er hann innan okkar. -  Á sama hátt er Guð allt í kring og einnig innra með okkur. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2011 kl. 15:49

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Aðeins nánar:  - tilgangur lífs míns er að þekkja sjálfa mig og ég veit að þegar ég er farin að þekkja sjálfa mig þekki ég Guð ...   

Ég held það sé vont að lifa í tilgangsleysi - og því þarf bara hver og ein/n að átta sig á sínum tilgangi. Ég get ekki svarað fyrir aðra. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2011 kl. 16:05

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir eru eitthvað óöruggir Jóhanna mín. Við erum dropar úr hafinu, einn og einn en samt öll saman, og þegar við förum og erum tilbúin, og það er mislangt í það, þá munum við sameinast alsherjar ljósi og kærleika.  Hvað getur verið betra en að hafa slíka sýn?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 17:24

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég skil þá alveg, - það er líka þetta hugtak "Guð" sem þvælist fyrir, vegna þess að hefðbundin skilgreining á því er einmitt þessi gamli gráhærði, reiði o.s.frv. karl, og oft erfitt að ímynda sér Guð sem heildina, alheimssál og við um leið hluti þessarar sálar. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2011 kl. 17:33

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er erfitt, og svona til að árétta það, þá er það langerfiðast fyrir presta, kardinála, biskupa og páfa ef út í það er farið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 17:36

15 identicon

Við búum í helli, sem engar finnast dyr á.  Á degi hverjum sjáum við skuggan af okkur sjálfum, bera að við hellisvegginn og við veltum fyrir okkur, hver þessi mynd sé sem við sjáum þar.  Við ímyndum okkur, að það finnst eitthvað handan veggsins, og við berjumst við það að halda í þá von að þegar við deyjum, þá muni vitund okkar lifa áfram.

Sannleikurinn er sá, að þetta líf er það eina sem við höfum ... og heili okkar, og starfsemi, eru elektromagnetísk, og egoistisk í eðli sínu.  Okkur ber það eina eina, að reyna að sjá að þetta líf, sé eins gott og hægt er.  VIð höfum einungis skyldum að gegna, gegn þeim sem eru hér megin grafar, og berjast fyrir því að halda því.

Að vera einn af margnum, er ekkert ákjósanlegt, því að það finnst engin "ein" sameiginleg rödd, heldur einungis bergmál radda, þar sem hæðsta röddin yfirgnæfir hinar.  Að vera hluti af þessu, er annaðhvort að vera sú rödd sem yfirgnæfir, eða vera ein þeirra margra radda, sem eru yfirgnæfðar.

Að vilja vera hluti af einverju stærra, er alveg eðlilegt ... en ég held nú, að lífið gangi út á að skilja umhverfið sem við búum við.  Skilja náttúruna ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 17:37

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bjarne minn þú getur ekki fullyrt svona.  Ég veit fyrir mig hvað gerist, en mér dettur ekki í hug að reyna að troða því upp á einhverja aðra.   Mér líður bara vel með það sem ég veit.  Og það er aðalatriðið.  Þú mátt blása eins og þú vilt en sorrý vinur það hrífur ekki á mig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 17:40

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Telur þú að ef lífið hefur engan sérstakan tilgangi í einu eða neinu samhengi, að það sé þá tilgangslaust?  Fattarðu hvað ég er að fara?

 Ég er bara að spyrja spurninga og finnst þú heldur hryssings leg og barnaleg í tilsvörum. 

Afsakaðu að ég skyldi ónáða þig í liggaliggaláinu þínu. Það kemur ekki fyrir aftur.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2011 kl. 18:10

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér  fannst ég bara aldrei hafa lesið jafn innihaldslaust og sjálfmiðað bull á ævinni en reyndi af góðum vilja að komast að því hvort ég væri hugsanlega að misskilja eitthvað.

Ég sé að svo var ekki.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2011 kl. 18:17

19 identicon

Mér finnst þetta bara afskaplega, barnalegt, svo ekki sé meira sagt.  Sjálfselskulegt, og gersamlega ekki í snertingu við raunveruleikann. 

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 19:05

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég trúi því að hin NÝJA JÖRÐ hætti að álíta menn fædda synduga -með  skömm, og játi VERÐMÆTI hverrar manneskju frá upphafi.  Álögum syndar verði aflétt með sannleikanum.

Einmitt og sannleikur einnar manneskju þarf ekki að vera sannleikur annarra.



Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2011 kl. 19:28

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og hver er raunveruleikin Bjarne?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 19:29

22 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Látið Guð um komandii tilveru,verið bara ekki að þvælast fyrir...

Vilhjálmur Stefánsson, 29.10.2011 kl. 21:33

23 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Er of lúin til að taka á móti ásökunum um bull, sjálfselsku, barna- og hryssingsskap, eða spurning hvort að ég vísi því ekki bara heim til föðurhúsanna?  - well, þeir sem eiga það mega amk sofa á því í nótt, ég ætla að sofa á einhverju betra og yndislegra. 

Þakka fyrir málefnaleg innlegg, þið sem þau eiga. Þið vitið hver þið eruð.

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2011 kl. 22:12

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hmmm.. smá "food for thought"  fyrir nóttina:

“Humanity is now faced with a stark choice: Evolve or die. … If the structures of the human mind remain unchanged, we will always end up re-creating the same world, the same evils, the same dysfunction.”  Eckhart Tolle

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2011 kl. 22:18

25 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Það er reglulega ánægjulegt að lesa þennan ítarlega pistil þinn Jóhanna. Ekki síst fyrir það að ég deili heimsmynd þinni!

Þetta er líka kjarninn í flestum trúarbrögðum og hið eðlilegasta sem til er.

Ég sé að það eru fjölmargir sem hafa meiningar þegar kemur að trúarbrögðum.

Því miður tala þeir þó mest og oftast sem eru einhverra hluta vegna á móti því að trúin sé heiðruð og virt.

Það er nú það síðasta sem við ættum að gera að vera að hártogast um trúnna. Það er öllum frjálst að hafa sína trú, vegna þess að það ríkir trúfrelsi í landinu.

Jæja, það er allavega gaman að vera sammála!

Sigurður Alfreð Herlufsen, 31.10.2011 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband