Brian Tracy, hefðin, siðirnir og auðvitað - kærleikurinn .. EKKI LESA ÞETTA BLOGG! ..

Pistillinn á undan þessum fjallar um að breyta siðum sínum, ávana (habits) - til hins betra.  Til þess þarf endurtekningu og æfingu.  Til að hætta vondum sið og hefja nýjan.  Þessi siður getur átt við allt eða allflest í okkar lífi, hvernig við hugsum um okkur, svefnvenjur, áhorf á sjónvarp, bókalestur, hvernig við tölum við og um aðra, um okkur sjálf, hvað við gerum með fjölskyldunni og svo framvegis.

Við virðumst oft læra eina aðferð eða sið eða hefð og halda okkur við hann og fara á "automatik" og brjótumst sjaldan út fyrir hefðina. 

Þegar allar vikur eru orðnar eins hjá okkur, verður lífið svolítið eins og flöt lína. Í stað þess að læra á hverjum degi, sem við gerum vissulega, getum við lært enn meira. 

Ég hlustaði á einn af fjölmörgum fyrirlestrum Brian Tracy í gær (á youtube), þar sem hann var að tala um hvernig við næðum árangri í lífinu.  

Hann mælti með því að lesa eitthvað uppbyggilegt á hverjum morgni - vakna fyrr (talaði um 2 tíma fyrr en venjulega) nota "The Golden Hour" eða "Morgunstund gefur gull í mund"  til að læra, lesa það sem tilheyrir þinni grein eða áhugasviði,  eitthvað uppbyggilegt.  Þetta er í raun heilarækt, eða rækt fyrir andann eins og líkamsrækt er fyrir líkamann. Og það má bæta við, að flestir tala um mikilvægi þess að borða góðan morgunmat og því ekki mikilvægi þess að hefja morguninn með hollu andlegu fæði? 

Brian mælti síðan með því að þegar því væri lokið, þ.e.a.s. lestrinum  að útbúa lista yfir það sem við ætluðum að gera yfir daginn.  Skrifa það bara fyrst niður og svo setja númer við það eftir mikilvægi. 

krukka.jpg

 

Frá númer 1 (en 1 er þá auðvitað það almikilvægasta)  og uppúr,  og byrja svo á því almikilvægasta fyrst.  Það er svona eins og dæmisagan um hvernig við setjum sand, möl, steina og stóra hnullunga í skál, - við byrjum á stærstu hnullungunum svo við komum öllu fyrir.  Ef við byrjum á sandinum, smáatriðunum náum við e.t.v. ekki að koma hinu mikilvæga fyrir og veltum því á undan okkur yfir á næsta dag og svo næsta? .. 

 

 

 

Hann mælti einnig með því að hlusta á hljóðdiska í bílnum okkar, - hljóðdiska með einhverjum góðum lærdómi.  Pælið í því, þið sem kannski þurfið að keyra í 30 mínútur í vinnuna, hvað hægt er að læra mikið uppbyggilegt í bílnum. Þetta á kannski sérstaklega við á lengri leiðum, og jú - kannski verður ekki eins frústrerandi að lenda í morguntraffíkinni, - gefa sér bara rúman tíma og njóta þess að hlusta? 

En alla veganna, þá er alveg þess virði að skoða eitthvað af þessu hjá Brian kallinum Tracy, - allt sem hann kennir miðar að því að ná árangri í lífinu - á mismunandi sviðum vissulega, en hann er t.d. ágætis fyrirmynd 67 ára og kýrskýr og enn brilljant fyrirlesari! .. Hvað segir það okkur? 

Brian hvetur líka til þess að við lítum  á það í lok dags sem við höfum tekið okkur fyrir hendur, byrjum á því að skrifa niður hvað við gerðum vel og hvar við náðum árangri.  

Í öðru lagi að skrifa hvar við gætum bætt okkur og hvernig við myndum gera það. 

EKKI að rífa okkur niður eða skamma okkur. 

Orðið skamm (shame)  er vont orð, og orð sem við ættum ekki að nota.

Þetta orð límist við okkur og það er þetta orð sem hefur haldið aftur af okkur svo mörgum. Við skömmumst okkar, við erum hrædd við skömmina að gera okkur að fíflum,  við erum hrædd við skömmina að mistakast.   

Þess vegna skulum við ekki segja við barn "skammastu þín" - það er eins og að stinga það með hnífi í sálina og barnið lærir ekkert af því nema skömmina eina og niðurbrotið. 

Ef að barn brýtur af sér eða gerir mistök, þá þarf að nota formúlu Brian Tracy´s .. 

Það má tala um það sem það gerir rétt í fyrsta lagi, og síðan benda því á að það sem það gerði hafi ekki verið rétt, það hafi verið mistök  (því vissulega eru það mistök þegar barn brýtur af sér) og þú treystir því að það geri þau ekki aftur og spyrja síðan barnið hvað það hafi lært af þessu? .. 

Leikskólaorðfærið er ekki "skammastu þín" heldur "þetta er ekki í boði" .. Það er s.s. ekki í boði að lemja aðra krakka, skemma, brjóta o.s.frv.   

Þarna gefur þú til kynna að barnið hafi í raun ýmislegt val, en hið vonda er ekki í boði. 

Af hverju á ekki að nota orðið "skamm" .. .vegna þess að, eins og áður sagði,  þá er það orð sem heldur aftur af okkur,  e.t.v. fram til dauðadags. 

Heldur aftur af okkur þegar við fáum hugmyndir sem okkur langar að framkvæma. Orð sem elur á ótta og efa. Efasemdum um okkur sjálf. 

Varkárni er ágæt - en það er þegar við erum orðin yfirmáta varkár, - við erum hætt að þora sem hún er einungis heftandi.  Þegar hún byggir á óttanum við skömm eða að mistakast.   

Mistök eru til að læra af þeim,  en ekki til að endurtaka. 

Þess vegna m.a. er gott að hætta þeim siðum sem eru mistök,  sem brjóta niður en byggja ekki upp og taka upp nýja. 

Ég hef hlustað á fólk sem segir "Úff hjónabandið mitt er eiginlega mistök" - en gerir svo ekkert í því.  Það eru tvær leiðir.  Fara að vinna í því eða fara út úr því.  Ekki sitja í miðri mistakahrúgunni, örvænta og gera ekki neitt. 

Lífið er lærdómur og það er fyrst þegar við hættum að vera nemendur - sem það fer að vera leiðinlegt.  

295868_206351476100789_100001778133029_463755_1743576677_n.jpg Þegar við stillum okkur á "hlutlaus" eða "meðvitundarlaus" - við erum farin að fljóta með straumnum í stað þess að synda þangað sem okkur langar, synda til að ná árangri - synda til að eiga LÍF - nú eða taka sundtök með straumnum ef það er það sem okkur langar. 

Hvað segir þessi mynd þér? 

 

  Myndí boði Kjartans, samstarfsmanni í Lausninni.

Nýir siðir sem ég hef tekið upp og langar að gera meira af - og hafa nú þegar bætt lífsgæði mín mjög mikið. 

  • Útivera, bæði með og án hreyfingar  (best að komast í nálægð við náttúruna)
  • Bókalestur  (langar að lesa meira og þá uppbyggilegt efni)
  • jákvætt tal og hugsanir  (bæði sjálfstal og um aðra - taka ekki þátt í baktali, öfund o.s.frv.) það þarf varla að segja hvað það hefur mikil áhrif á sjálfan mann að lifa í neikvæðninni - það er ekki að vera í hlutlausum - heldur í bakkgír)
  • Fara fyrr að sofa á kvöldin -  (sérstaklega notó á veturnar að fara upp í rúm með bók ;-) og svefninn á víst að nýtast best ef við förum snemma að sofa (auðvitað mikilvægt ef á að vakna snemma og lesa)
  • Eiga samveru með fjölskyldu og vinum
  • Syngja, dansa og leika

Að auki hef ég leyft mér að lifa og er að búa mér til lifibrauð af minni ástríðu, - þ.e.a.s. að kenna það sem ég hef lært.  Miðla því sem ég kann best og því sem mér finnst skemmtilegast.

Um leið og við erum laus við höftin okkar, óttann, efann - þá getum við farið að ganga þau skref sem okkur var ætlað.  Óttinn lamar en kærleikurinn gefur eldmóðinn til framgöngu.  Kærleikurinn gefur líka styrk til þess að takast á við hindranir, áföll og það sem brýtur á til að stoppa framgönguna.  En í stað þess að gefast upp og falla í gryfju óttans og leiðans á ný,   þá tökum við bara sveigju, hoppum yfir eða brjótumst í gegn og höldum áfram.  Missum ekki fókus á kærleikanum

Höfum hann alltaf með í för og alltaf sem markmið. Leyfum okkur að lifa af heilu hjarta - við vitum þetta en vandamálið er oft að tengjast þessum vilja sínum,  þar þurfum við e.t.v. að biðja okkar æðri mátt um að tengja, koma til móts við okkur, - hvað sem við köllum þennan mátt - þá er hann innra með okkur, jafnt og utan við. Lífið, náttúran, samviskan, Guð - þú ein/n veist hverju þú treystir. 

En trú er fyrir mér jafn nauðsynleg til lífs og að anda eða drekka vatn. 

 833138_jipaasv1_b.jpg

 "Look at every path closely and deliberately,
then ask ourselves this crucial question:
Does this path have a heart? If it does, then
the path is good. If it doesn't, it is of no use."
             
Carlos Castaneda

 

 

 

 Ef þið viljið lesa meira í þessum dúr - mæli ég (ekki) með pistilinum á undan þessum.

Smá grín í lokin, - ég skrifaði "EKKI LESA ÞETTA BLOGG" .. vegna þess ég veit að það hefur frekar öfug áhrif ;-) ... orðið "ekki" fellur oft dautt niður, - þess vegna eigum við ekki að líma það við neikvæð orð þegar við erum að ræða t.d. við börn, því þau heyra bara hið neikvæða,  "Ekki vera vond/ur" - þá heyra þau bara orðið vondur, - s.s. sitja uppi með orðið "vondur" - en í staðinn er hægt að segja "vertu góð/ur"  og þá stija þau uppi með orðið góð/ur - sem er auðvitað miklu uppbyggilegra. Síðan þurfum við að sjálfsögðu að vera þessar fyrirmyndir í góðu, til að þau í raun og veru skilji hvað er að vera góð! Það er ekki bara nóg að segja, - við verðum líka að gera.

 Óska þér góðs dags.   Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 17.10.2011 kl. 08:47

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Jónína - þið hin sem lesið mættuð alveg skilja eftir merki eða athugasemd, - láta vita ef þið hafið lesið, - ég er ekki að grínast með ykkur þó ég hafi skrifað "EKKI LESA ÞETTA BLOGG" .. heldur aðeins að sanna að í fyrsta lagi virkar ekki ekki (þetta hljómar undarlega) eða virkar frekar hvetjandi til að gera eitthvað en öfugt. Við viljum nefnilega ekki láta banna okkur neitt eða skylda okkur til neins í okkar innsta eðli.

Orðið "skyldulesning" virkar voðalega öfugt á marga til dæmis.  Og ef einhver segir; "þú verður að lesa þetta" þá fer orðið "verður" oft öfugt ofan í okkur líka. 

Þyrftum aðeins að íhuga þetta varðandi skólakerfið. Bækur verða oft leiðinlegri bara við að þær séu "skylda" .. ! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 17.10.2011 kl. 09:11

3 identicon

Takk

Maddý Kr (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 09:45

4 identicon

:)

Linda (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 10:27

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Fékk þetta sent í pósti í morgun, og las eftir að ég skrifaði þennan pistil:

"Every child is an artist. The

problem is how to remain an artist

once we grow up."

      Pablo Picasso

"What is the difference between

children and adults that Picasso

is pointing out?

Limitations!"

Wes Hopper 

... Þegar við lærum að lita í litabækur, þar sem formið er þegar komið þykjum við ekki flink fyrr en við erum búin að læra að lita innan línanna.  Svo má heldur ekki lita hundinn rauðan,  manninn bláan o.s.frv.   Við þurfum öll að læra ákveðin mörk, en kannski erum við að halda of mikið aftur af börnunum með því að leyfa þeim ekki bara að lita í litabækur eins og þeim sýnist, eða frekar að láta þau skapa listaverkið frá grunni. Búa til sínar eigin línur? - 

Jóhanna Magnúsdóttir, 17.10.2011 kl. 10:42

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Linda og takk Maddý 

Jóhanna Magnúsdóttir, 17.10.2011 kl. 10:42

7 identicon

Þetta blogg hitti mig beint í hjartað í dag. Takk fyrir það :)

Anna Þóra (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 18:12

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gott mál Anna Þóra ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 17.10.2011 kl. 21:48

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Búin að lesa Jóhanna mín, bloggin þín er mannbætandi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.10.2011 kl. 21:56

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir að skilja eftir hjarta Milla mín - ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 17.10.2011 kl. 22:27

11 identicon

Takk fyrir góðan pistill :)

Sigrún Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 06:52

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Náðir mér með ekki lesa ;)

Góður pistill hjá þér stelpa.

Hrönn Sigurðardóttir, 18.10.2011 kl. 07:22

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Góð! ;-) .. takk Hrönn mín

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.10.2011 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband