Erum við flóttamenn lífsins? ..

 

"What is wrong, in my life that I must get drunk every night" .. söng söngvarinn í Fine Young Cannibals.

Hann gæti alveg eins sungið: 

"What is wrong, in my life, that I must work overtime allt the time" ... 

"What is wrong, in my life, that I must stay in my computer all the time" .. 

"What is wrong, in my life, that I must use drugs all the time" ..

"What is wrong, in my life, that I must eat too much all the time, while trying to lose weight" ... 

Já svona virkar lífsflóttinn, svona deyfum við okkur, svona forðumst við hið raunverulega vandamál, því að drykkja, ofát, svelti, vinnufíkn, tölvufíkn o.fl. eru allt birtingarmyndir vandamáls, en ekki vandamálið sjálft. 

Að fara í stríð við ofát er fyrirfram töpuð barátta - að fara í stríð við ofdrykkju er fyrirfram töpuð barátta .. að fara í stríð er alltaf fyrirfram töpuð barátta ... 

Við getum haldið okkur "stabilum" í einhverjum tilfellum í stríðinu, við getum þraukað í svona öndunarvél í þó nokkurn tíma og sumir fara þannig í gegnum lífið allt.  Á flótta frá sjálfum sér. 

"Johnny Come home" 

Við þurfum að koma heim til okkar sjálfra

Það eru eflaust flestir tilbúnir að koma heim til visku og kærleika. Það er að komast til sjálfs sín.

"Ég veit þetta allt en ég geri það ekki" .. við höfum vitið en vantar viljann. 

Trixið er því sameining vilja og visku okkar.  Það er heimkoman.

En hvað er Johnny að flýja, hvað það er í hans lífi vitum við ekki. Kannski líður honum illa og hann kann ekki að tjá það. Kannski á hann leyndarmál sem hann getur ekki sagt frá. Kannski, kannski .. 

Við þurfum ekki að vita hvað hrjáir Johnny, og þú veist vonandi hvað hrjáir þig ef þú leitar í þráhyggju eða fíkn. Kannski hefur þú ekki hugmynd um það, en þá er fyrsta skrefið að leita sér hjálpar til þeirra sem geta hjálpað.  Stundum er nóg að eiga trúnað einhvers sem þú getur treyst. Stundum þarf að leita til fólks sem er utanaðkomandi, sem er tilbúið að leiðbeina þér, hjálpa þér að átta þig á hvers vegna þú flýrð lífið.  Lykilatriðið er að þú ein/n veist það í raun. Því að alveg eins og lausnin er inni í þér, er vandamálið inni í þér. Það er ekki hið ytra.  

Þegar þú ert komin/n heim þá hefur þú fundið sjálfa/n þig og þú hefur sleppt hlekkjum. Sleppt óttanum og sleppt skömminni sem eru yfirleitt tveir verstu óvinir mannkyns. 

Það gerist ekki fyrr en þú ert farin/n að lifa í sannleika því að blekking er vond, sérstaklega sjálfsblekking og óheiðarleiki við sjálfan sig. Óheiðarleikinn er lúmskur - og það þarf virkilega að vekja meðvitundina til að átta sig á honum. 

Spurningarnar sem standa eftir eru:  Hvað er það í lífi þínu sem veldur þjáningu þinni, sem veldur því að þú deyfir þig, - að ef þú værir barn myndir þú kalla á snuddu, snuddu sem birtist í áfengi, mat, tóbaki, fíkniefnum, vinnu ....  

Þetta er orðið að hnykli, sem er í sumum tilfellum stór - en svarið finnst oft ekki fyrr en búið er að vefja ofan af hnyklinum.  Hvað það er sem hefur safnast þarna á lífsbandið þitt sem veldur vanlíðan. 

Það er aldrei of seint að fara að lifa og hætta að þrauka bara lífið.  En það gerist ekki með því að sitja bara og hugsa "happy thoughts" eins og segir í "The Secret" .. Jú, það kemur manni hálfa leið, það er byrjunin - "hugurinn flytur mig hálfa leið" og það skyldi enginn vanmeta - en líkaminn flytur okkur restina.  Það verður að sameina huga og hönd, á svipaðan hátt og sameina þarf visku og vilja. 

Við byrjum eins og barnið að læra að ganga upp á nýtt, - ganga skref fyrir skref ... við dettum örugglega og fáum kúlu, - en þá er málið að gefast ekki upp, ekkert barn hættir við að læra að ganga þó það velti nokkrum sinnum.  Við höldum áfram og fyrr en varir erum við farin að hlaupa um, eins og okkur var ætlað í upphafi.  

Þessi færsla er í boði Lausnarinnar - sjálfsræktarsamtaka - grasrótarsamtaka um betri samskipti og ekki síst samskipti þín við þig. SmileInLoveSmile

Fyrsta skrefið er að játa hvar við erum stödd - þannig hefst gangan .. þannig byrjum við að vinda ofan af hnyklinum ... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband