"Friður sé með yður" ... og Davíð, Sigmundi Davíð, Jóhönnu, Bjarna, Þór Saari, Friðriki Þór, Sigurjóni, Steingrími J., Jóni Gnarr, Ólafi Ragnari o.s.videre ...

.... og Guðrúnu Axfjörð og öllum öðru forystufólki ungliðahreyfinga, -  bætið endilega við þeim sem þið óskið friðar þarna úr fyrirsögn, - ég held ég hafi munað eftir forystumönnum stjórnmálaflokkanna, ritstjóra Moggans - borgarstjóra og forseta - en auðvitað eigum við öll heima þarna og allir leiðtogar (áhrifamenn - og konur þjóðarinnar) 

Ég sá grínmynd af Davíð í fyrradag og grínmynd af Jóhönnu í morgun, það var sannleikskorn til í þeim báðum. Allt Davíð að kenna og Allt Jóhönnu að kenna.  The Blaming game continues. En ég sé bara engan árangur af þessum ásökunum,  háði, níði, skítkasti o.s.frv. - ég sé ekki að náist árangur með stríði.  Í skásta falli einhvers konar "Win - Lose situation" - Hvernig væri að við stefndum á "Win - Win situation?" .. Er það hægt, eða er a.m.k. hægt að sjá fyrir sér fleiri ánægða (friðsæla) en ella? ..   

Friðurinn byrjar innra með okkur,  þaðan stækkar hringurinn út til fjölskyldu, vina og annara í okkar samfélagi, þaðan fer hann út um allt land, síðan út í heim og vonandi út í alheim.

Hvernig væri að við færum að breyta um taktík, í staðinn fyrir að skrifa illa um, tala niður til, hæðast og rægja þau sem eru okkur annarrar skoðunar í pólitík, að óska þeim friðar og senda þeim kærleiksbréf. 

Skreyta myndir þeirra með hjörtum (svona til að fara út í extreme) og reyna að setja okkur í þeirra spor? - 

Þarf pólitíkin virkilega að snúast um það að skrifa pistla um heimsku Jóhönnu eða birta hæðnisorð og myndir um hana. Þarf pólitíkin að snúast um að rægja Davíð og gera grín að mataræði Sigmundar Davíðs? - Ég nenni ekki að halda áfram svona. 

Föttum við  ekki, fullorðið fólk,  að við erum að búa til fyrirmyndir fyrir börnin í samfélaginu, fyrirmyndir um hvernig koma eigi fram við fólk andstæðrar skoðunar? - Jafnvel þó við virðum ekki þessa skoðun, eða séum henni algjörlega andnúin þá í öllum tilfellum verðum við að virða að hver manneskja hefur sitt manngildi, - burtséð frá pólitík.  Hún á fjölskyldu, hún á vini og hún á sál - sem örugglega vill vel. 

Ég held að ef við höldum áfram að senda eiturpílur í fólk þá gangi því verr að vinna vinnuna sína!  Allir hafa eitthvað að gefa, og það er sannleikur í máli þeirra allra.  Þetta er ekkert svart hvítt. 

Prófum að blogga/tala á uppbyggilegan hátt um það sem okkur liggur á hjarta .. 

Friður sé með okkur öllum.

 

 


mbl.is John væri ekki ánægður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt og vel orðað! Vá hvað allt væri betra ef það væri minna af pirruðu, blótandi fólki út um allt.
Friður sé með yður
Dagrún

Dagrún (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 13:24

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk sömuleiðis Dagrún.

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.10.2011 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband