30 hafa svarað lífshamingjukönnun ;-)

10% (3 atkvæði)  - 10
10% (3 atkvæði) - 9
23% (7 atkvæði) - 8
10% (3 atkvæði) - 7
16% (5 atkvæði) - 6
6% (2 atkvæði) - 5
10% (3 atkvæði) - 4
6% (2 atkvæði) - 3
3% (1 atkvæði) - 2
3% (1 atkvæði) - 1

 Ég myndi segja að það að vera stödd undir 6 væri ekki nógu gott, en það eru 14 - eða tæpur helmingur svarenda.  Það er gleðilegt að 3 upplifa sig 100% sátta eða hamingjusama, 3 90% og 7 80% .. 7 er ekki svo slæmt heldur. 

Þegar við horfum á hamingju okkar eða velferð þá er margt sem spilar inn í;  samfélag, heilsa, hjúskaparstaða/fjölskylduhagir, efnahagur og starfsvettvangur, svo ég nefni stærstu þættina, sem eiga síðan undirflokka. 

Viðhorf okkar og æðruleysi skiptir miklu máli, - þ.e.a.s. hvað við látum hafa áhrif á okkur og hvað ekki. 

Það er mikilvægt að tileinka sér það að sogast ekki inn í tilfinningalíf annarra, þ.e.a.s. forðast t.d. mjög neikvæðar manneskjur, vegna þess að þær kveikja e.t.v. á neikvæðninni sem blundar í okkur sjálfum.  

Við getum valið okkur vini en ekki fjölskyldu, - og stundum er ekkert í boði að ganga í burtu, - ekki frá fjölskydlu, ekki úr starfi - o.s.frv.  Stundum er það vegna ábyrgðar, t.d. ósjálfráða einstaklingum eða vegna þess að við erum föst efnahagslega og þá er eina leiðin að styrkja sjálfan sig, láta jáið  verða sterkari en nei-ið, þannig að "ljósið sigri myrkrið" ..  en ekki að það fari hina leiðina að við fylgjum hinum, sem er e.t.v. þunglyndur.  Skapferli er nefnilega smitandi, - líka þunglyndi. 

Það er mikilvægt líka að þegar að við umgöngumst þunglynda manneskju að skríða ekki ofan í holuna með henni, heldur standa á bakkanum og hvetja hana upp úr. - Ekki með því að kalla: "Komdu þér uppúr" .. (það virkar algjörlega öfugt) - heldur einmitt með því að vera ljósið á bakkanum,  sýna fram á  með okkar hegðun, með okkar lífi að lífið sé þess virði að lifa því. 

Ég hef fundið ýmis "tæki" sem auka lífshamingjuna: 

  • Lesa góðar bækur
  • Hlusta á góða fyrirlesara, bæði í raun og á youtube
  • stunda útivist, anda að mér frísku lofti (hvernig sem viðrar)
  • upplifa náttúruna
  • skoða umhverfið með jákvæðum hætti (draga fram það sem mér finnst fallegt)
  • veita því sem ég er þakklát fyrir athygli og þakka hið hversdagslega
  • skrifa niður það sem veitir mér gleði og hefur veitt mér gleði í gegnum lífið
  • kalla á vini og eiga stundir saman - ganga saman
  • stunda hugleiðslu, þar sem ég næ tengingu við sjálfa mig 
  • hlusta á fallega tónlist
  • leika sér ;-)
  • horfa á myndir sem eru fyndnar 
  • dæma mig ekki of hart og fyrirgefa mér ef ég geri mistök
  • vera heiðarleg og fylgja eigin sannfæringu
  • muna eftir að fara i réttan "bol" á morgnana - (ekki bolinn sem á stendur "fórnarlamb" ;-))
  • forðast neikvæðar umræður og að taka þátt í þeim
  • tala fallega um náungann og sjálfa mig 
  • ..

Það er auðvitað fleira í þessum pakka ;-) ..  gæti sett inn fleiri punkta ... vonandi ná þessi 50% að vinna sig upp skalann,  því þetta er víst allt á okkar eigin ábyrgð.  Jafnvel þó að vondir hlutir komi utan að, -  alltaf er eitthvað gott sem er að gerast líka og þess meiri ástæða að veita því athygli.

Það er svo margt sem við tökum sem sjálfsögðum hlut, - þar til að við eigum það ekki lengur - 

Við hér á Íslandi lítum á það sem sjálfsagðan hlut að geta drukkið vatn úr krana, farið í heitt bað þegar okkur dettur það í hug, jafnvel 3svar á dag, að búa í friðsælu landi .. o.s.frv.  

Það er SVO gott að skrifa niður þakklætislista á hverjum degi, - og vittu til (já prófaðu það) að það sem þú ert þakklát/ur fyrir fer að vaxa.  Annar listi, er gleðilistinn, - listi yfir hvað gerir þig glaða/n.

Ef þú hugsar til baka í líf þitt, hvenær varstu glöðust/glaðastur og hvað er það sem veldur því?

Er það stund með fjölskyldunni í útilegu, - þar sem allir sátu við varðeldinn og sungu "fram í heiðanna ró" .. ? --  ;-) ..    

Öll eigum við okkar gleði-móment eða augnablik, flestir foreldrar upplifa þessi augnablik bæði við fæðingu barna sinna og svo þegar börnunum gengur vel, ná árangri í því sem þau eru að taka sér fyrir hendur o.s.frv.  Í raun er "stolt" okkar foreldranna miklu frekar það að við samgleðjumst börnum okkar og ég er hætt að segja "ég er stolt af þér" .. því að mér finnst stolt ekkert gott orð.  Ég er bara sam-glöð þegar að einhver, líka aðrir en börnin mín eru glöð með sitt.  

Þetta var s.s. morgunpistillinn, - ég er mjög glöð núna því ég var að sækja stelpuna mína út á flugvöll í morgun og hún var ánægð með fríið sitt. - Það var gaman að sjá Simba voffa fagna "mömmu" sinni.  

lovetrain.jpgSet hér inn mynd af "Love Train" .. lestinni sem við höfum öll tækifæri til að hoppa upp í hvenær sem er og hvernig sem okkur líður -  hún er alltaf til taks. 

Gleðifréttirnar eru .. svona í lokin .. að rúmlega 50% eru yfir miðjunni í hamingjuhitamælinum.

Spurning hvort að ekki sé hægt að bæta "dashi" af kærleika út í alheiminn - og sjá hvort að hitinn rís ekki ;-)  

"Surely the earth can be saved by all the people who insist on love."
- Alice Walker -

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég setti mig nú ekki ofar en 8.  Ég tel að hversu vel sem okkur líður og hve hamingjusöm við erum, þá er aldrei hægt að segja að við séum 100% hamingjusöm.  Það eru alltaf einhverjir litlir hlutir að vefjast fyrir manni, og eitthvað sem þarf að takast á við.  En auðvitað er þetta bara mín skoðun, og aðrir hafa öðruvísi status.  Gaman að þessu Jóhanna mín og takk fyrir þín andlegu skrif.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2011 kl. 10:25

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sæl Ásthildur, - ég er sammála þér - það er kannski ekki nema á hápunktum lífsins sem við getum stillt okkur á 100% .. það er að segja akkúrat á einhverju dásemdar augnabliki.

Takk fyrir þig. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.10.2011 kl. 10:35

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2011 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband