Hefur þú þjáðst nóg? ...

Það er til utanaðkomandi þjáning og svo þjáningin sem við sköpum okkur sjálf. Ástandið getur verið þannig að það sé "hræðilegt" - en það fer líka eftir okkar túlkun eða upplifun hvernig við tökum því.

Þegar við óttumst, upplifum kvíða eða efumst um eigið ágæti, eigið verðmæti eða möguleika á að ná árangri, sköpum við okkur þjáningu.  

Neikvæðni, öfund og lastmælgi - í eigin garð og annarra er það sem stuðlar að eigin þjáningu.

Sjálfsköpuð þjáning. 

Við stundum hryðjuverk bæði á líkama og sál, - það kemur frá sömu rót og eina leiðin til að ná jafnvægi er að fara að elska sig, virða sig og trúa á sitt innra verðmæti. 

Að búa sér til myndir í huganum af öllu því hræðilega sem gæti mögulega gerst, er líka sjálfsköpuð þjáning. 

Við förum ansi langt í huganum. Ég hlustaði, eins og margir, á ræðu Steve Jobs  um hvernig hann lifði lífinu,  með því að hugsa að hann ætlaði að gera góða hluti vegna þess m.a.  að tími okkar er takmarkaður. Þar lagði hann áherslu á það að hlusta á hjarta sitt, ekki láta suðið úr hugsunum eða höfði annarra, eða hugmyndir og kreddur annarra trufla okkur.  -  Að sama skapi megum við ekki láta neikvæðar hugsanir okkar trufla okkur, hefta okkur í för á lífsgöngunni þannig að við förum að hiksta, - jafnvel stoppa alveg og upplifa tilgangsleysi. Steve Jobs lifði fyrir hvern dag, og lifði stórt og skildi mikið eftir sig.

Hann hafði hugrekki til að lifa ástríðu sína vegna þess að hann vissi að tíminn var takmarkaður og hver dagur dýrmætur.     

"Að finna hina dýrmætu perlu, - að finna að himnaríki er innan í þér núna á þessari stundu"  - er ein af lexíum Jesú Krists - og einnig má finna þessa hugmyndafræði í fleiri trúarbrögðum, eins og Búddisma. 

(Trúarbrögð eru ekki alslæm - og í raun eru þau bara eins og mennirnir taka við þeim, og vinna með þau). 

Það er önnur leið til að lifa lífinu en að lifa í neikvæðni, í því að mata sig á því sem er okkur óhollt, hvort sem um líkamlegt fæði er eða andlegt. - 

Þegar við hættum stríðinu, stríðinu við eigin líkama, stríðinu við eigin huga. Hættum að vera eigin hryðjuverkamenn, þá byrjum við að lifa í þeim samhljómi sem okkur er ætlað en ekki í fölskum innra (og ytri) heimi. 

Ef við hættum stríðinu við okkur sjálf öðlumst við frið við okkur sjálf. 

"Make love - Not War" .. 

peace69.jpg

 


 

 

 

 

 

 

Eckhart Tolle talar hér um enda þjáningarinnar, "The end of Suffering" .. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 þú ert frábær, ég er svo heppin að vera á 9 í skalanum hjá þér. Væri í 10 ef heilsa húsbóndans væri ekki eins slæm og hún er, það er það eina sem skyggir á.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2011 kl. 10:44

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já... síðan ég skráði mig í nám er ég ekki frá því að ég sé að ná ca 8.... enda brjálæðislega gaman í skóla. Ég er ekki frá því að ég nálgist himnaríkið  ;)

Get hinsvegar ekki tekið þátt í þessari könnun einhverra hluta vegna.

Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2011 kl. 18:25

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gat heldur ekki tekið þátt í þessari könnun Jóhanna mín, en það er allt í lagi mín vegna.

Kærleik í helgina þína

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.10.2011 kl. 19:14

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

       Heimurinn er kanski falskur,en mikið ,obbosslega,er tll mikið  af góðu fólki. Ég bara get ekki einu sinni farið með faðir vorð upp hátt í kirkju,bæri varirnar og þykist,Falsettó!!!

Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2011 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband