Uppáhaldsfólkið mitt - og hundur ;-)

317772_2301724776345_1045957538_2712450_909997681_n.jpgÞað var ekki fyrr en núna í septemberbyrjun að við náðum að sameinast öll, - Amman og barnabörnin, þar sem tvö af þremur búa í Danmörku.

Þarna er Eva Rós Þórarinsdóttir, ég sjálf, Ísak Máni Jörgensen, Elisabeth Mai Jörgensen og svo Simbi Völuson. 

Það var ekkert auðvelt að festa alla á filmu í einu, - Simbi er t.d. ekkert voða mikið fyrir uppstillingar! 

Verður aldrei valinn yfirvegaðasti hundur Íslands ;-) 

 

 

Í dag upplifi ég mikið þakklæti fyrir líf mitt, nóg að stússa og ætla að fara að koma öllu á sinn stað í Lausninni.  Í fyrramálið verð ég hjá Sirrý ásamt Ingu Bjarnason að rabba um Leiklistargleðismiðju fyrir börn, sem er að fara í gang á mánudag, - verkefni sem við erum að vinna að sem á að fylla upp í eyðuna sem myndast í skólakerfinu þegar skapandi listir eru sparaðar.  Enn eru laus pláss, og ég sendi hér hlekk á skráningarsíðuna.  Gjaldið er þegar niðurgreitt af Velferðarsjóði barna.  Hægt er að nýta frístundakort og þess utan, ef að fólk er þannig statt er hægt að sækja um frekari niðurgreiðslu, en endilega hafa samband.  Öll börn sem eru þannig staðsett að geta nýtt sér þetta, á aldrinum 9-13 ára, eru velkomin.  Nánari upplýsingar: johanna@lausnin.is  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott mynd og sammála þér Jóhanna mín, hamingjan er að dúllast með fjölskyldunni sinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2011 kl. 12:57

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Tek undir með Ásthildi, Jóhanna það geislar af þér.

Helga Kristjánsdóttir, 24.9.2011 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband