Fresta framboði um fjögur ár ..

 

"Að íhuga framboð er góð skemmtun."

Að sjá viðbrögð fólks, góð, vond, hæðin, skemmtileg, uppbyggileg  o.s.frv.  er eflaust góður efniviður  fyrir mannfræðinga og félagsfræðinga.

Vinur minn og samstarfsfélagi Percy Stefánsson, sem mér finnst alveg ótrúlega klár maður,  hristi bara höfuðið yfir fyrstu athugasemdum á DV og sagði þetta dæmigert "Jantelagen" - en það eru óskrifuð lög úr bók rithöfundarins Sandemosa,  kennd við ímyndaðan smábæ; Jante, í Danmörku, þar sem engin/n má skara framúr og ef einhver óþekktur Jón Jónsson vill upp á dekk, er honum haldið niðri m.a. með því að hann sé nú ekkert betri en aðrir.  Þetta segja menn svolítið skandinavískt, og kannski ágætt fyrir okkur að íhuga hvort að þetta sé reyndin. 

Að sjálfsögðu er gott að vita og sjá hvaða fólk styður, stígur fram og hvernig fjölmiðlar bregðast við - og ekki við.  Ég er þakklát fyrir réttláta umfjöllun DV, - en álit mitt á þeim miðli hefur breyst við þetta. 

Ég er GÍFURLEGA þakklát fyrir meðbyrinn, trúna og traustið sem mér hefur verið sýnt, fallegu orðin frá fv. nemendum og mörgu samferðafólki, sem þekkir mig og störf mín. En að íhuga framboð þýðir auðvitað að ég var m.a. að skoða hvort að það væri grundvöllur fyrir því. 

Íhugunin hefur leitt það í ljós, og leiddi fljótt í ljós að ég þarf að vera þekktari, undirbúa mig og alla mér nákomna betur, undirbúa mig betur fjárhagslega og koma ráðgjafastarfinu mínu, sem ég er að byggja upp hjá  Lausninni betur af stað. En við erum að flytja þessa dagana í stórt húsnæði sem þarf að klára að standsetja og þar get ég líka unnið að mörgum þeim málefnum sem mér eru kær, mannræktinni, uppbyggingu unga fólksins okkar og okkar allra.  

Ég er í góðu andlegu og líkamlegu formi, formi sem ég hef byggt upp undanfarin ár, með guðfræðinni, góðum námskeiðum, lestri, hreyfingu, útivist,  samskiptum við fólk, börn og barnabörn og með að eiga dásamlega og elskandi fjölskyldu og vini. Ég er auk þess mikinn styrk í trúnni, trú sem er ekki bundin við ein trúarbrögð, heldur trú á lífið, kærleikann, andann, náttúruna - fólkið, en í mínum huga er þetta allt skilgreining á því sem við mörg köllum Guð. 

Ísland og Íslendingar margir eru búnir að vera að ströggla undanafarin ár, frá kreppubyrjun, fjárhagslega, en ekki síður andlega. Neikvæð umræða hefur verið ríkjandi og stundum hefur legið eins og óveðurský yfir landinu.  Fólk er reitt og svekkt og það smitar,  líka í börnin okkar.

Allt sem við tölum um við eldhúsborðið heima, spegla börnin og taka oft sem sína byrði.  Við þurfum að gæta að okkur.  Tölum fallega um og við hvert annað, líka í fjölmiðlum. 

Samtakamátturinn er gífurlega mikilvægur en við höfum verið sundruð vegna ýmissa mála, já hópar og nei hópar hafa myndast og gífurleg pólitísk spenna, svo margir í þjóðfélaginu kvörtuðu að þeir treystu sér varla í fjölskylduboðin, vegna pressu og umræðu við að kjósa hitt eða þetta. Svart eða hvítt.

Veröldin er svo sannarlega ekki svart/hvít.  ESB umræðan er ekki í svart/hvítu, ESB hefur kosti og galla. Við höfum kosti og galla. Ekkert er fullkomið nema ófullkomleikinn. 

Við þurfum öll að huga að okkur, öll að fara í "naflaskoðun" byrja á að breyta því sem breytt verður og bæta það sem bætt verður, en fyrst og fremst draga það fram í okkur sem er gott og jákvætt;  setja fókusinn á styrkleika en ekki veikleika og rækta þá.  Ef hver og ein manneskja gerir það fer hún að verða jákvæðari, lætur umhverfið ekki hafa eins mikil áhrif og fer að standa með sjálfri sér. Hættir að lifa í hugarheimi annarra, og uppgötvar hver hún er og hver vilji hennar er. 

Ég trúi því að við séum öll fædd friðelskendur, við viljum gera gott og við viljum náunganum vel. Það besta sem við gerum í því tilfelli er að reyna að setja okkur í spor náunga okkar, óvinar okkar líka - prófa að rökræða frá hans sjónarhóli.  Það er áskorun. 

Ég þakka fyrir mig, ætla að halda áfram mínu daglega lífi, sinna fjölskyldu, börnum og barnabörnum, rækta mig svo ég verði sterkari, ekki síst til að ég geti verið að gagni fyrir aðra. 

Vonandi kannist þið við mig eftir fjögur ár Heart

Knús á línuna ;-) .... 

"I´m a dreamer but I´m not the only one, söng John Lennon" ... ég er svo sannnarlega "dreamer" og lokatakmarkið í mínum huga er eins og hann syngur í Imagine - "No need for greed or hunger" -  "The World may live as one" - 

 Hér er stuðningssíðan, óþarfi að loka henni ;-)  .. er ekki af baki dottin, þó um lengri veg sé að fara!

 p.s. mæli svo með þessum pistli fyrir okkur öll. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Vel skrifuð grein hjá þér

4 ár eru fljót að líða, tími sem nýta má til margra uppbyggilegra verka.  Gangi þér vel í því sem þú ert að gera flotta kona.

www.zordis.com, 23.9.2011 kl. 08:49

2 identicon

Góð lesning að vanda Jóhanna, ég mundi nú samt vilja sjá þig á Bessastöðum vegna þess sem þú hefur að gefa þjóðinni : )

Bestu kveðjur og góðar óskir um gott framboð hvort sem það verður núna eða eftir 4 ár.

Lóa

Elín Lóa Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 08:56

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

... Thank you sisters! ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 23.9.2011 kl. 09:11

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þau sem hafa áhuga á að kynnast mér - þá verð ég með íhugun/hugleiðslu í Fríkirkjunni í Reykjavík út frá 23. Davíðssálmi 23. október nk. - fylgist með auglýsingum frá Fríkirkjunni.

Jóhanna Magnúsdóttir, 23.9.2011 kl. 09:30

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þinn tími mun koma.  skinsamleg ákvörðun tel ég og góð grein.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.9.2011 kl. 12:31

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Ásdís mín, - minn tími er alltaf ;-) .. bara fyrir mismunandi hluti!

Er ekki sagt að við eigum að lifa í Núinu?

Jóhanna Magnúsdóttir, 23.9.2011 kl. 13:37

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Okkar allra tími er alltaf, alveg rétt, en sumir vita bara ekki hvað þeir eiga að gera við hann, eða bara gera yfirleitt. Skynsamleg ákvörðun að mínu mati, og vonandi rétt. Þú ert svo óútreiknanleg að ég yrði ekki hissa þó ég sæi þig í forsæti á Bessastöðum, hvort sem það verður eftir 4 eða 8 ár. Gangi þér vel, ef hugur þinn stefnir ennþá til þess þá. Ef ekki, gangi þér þá bara allt hitt allt vel í haginn.

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.9.2011 kl. 00:32

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk mín kæra Bergljót, - que sera sera, what ever will be, will be.  Ætla að vera besta eintakið af sjálfri mér,  það er eflaust það besta sem allir geta gert. 

Var að rekast á þetta orðatiltæki á netinu, - langar að deila því hér. 


"When you are good to others, you are best to yourself." - Benjamin Franklin

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.9.2011 kl. 05:51

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Vona að þú hafir ekki tekið glettni minni illa Jóhanna.

Hún var allavega ekki illa meint og því síður til þess að gera lítið úr framboði þínu.

Núverandi forseti er búinn að dæma sig úr leik sökum hlutdrægni, hefnigirni og mikilmennskuæðis.

Ég fagna öllu góðu fólki sem tilbúið er til þess að reyna að rétta þá slagsíðu af.

Í raun er ég þó hræddur um að Ólafur sé búinn að eyðileggja embættið , og lítið annað í stöðunni en að leggja það niður ( allaveg í núverandi mynd )

Kv ( Meðframbjóðandi )

hilmar jónsson, 24.9.2011 kl. 11:09

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sæll Hilmar, þú tekur við keflinu - ég sá alveg í gegnum þinn húmor - og svo þaggaðir þú niður í köllunum sem voru að spyrja liggur við hvað ég borðaði í morgunmat.

Ég hef gaman af húmor, á meðan hann er ekki rætinn og ómerkilegur. Ég stríði fólki alveg helling og ég get sko alveg verið "bitch" .. en ég reyndar hleypi mér ekki þangað. 

Embættið þarf að endurskoða, það finnst mér. Setja það aðeins niður á jörðina, ekki hafa þennan kóngaglamúr.  Ég man eftir Kristjáni Eldjárn og Halldóru, sá hana stundum rölta í poplínkápunni sinni og með slæðuna eftir laugaveginum. Mér fannst smart hvað þau voru látlaus og alþýðleg.  

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.9.2011 kl. 11:21

11 identicon

Mér fannst þetta fyrirhugaða forsetakosninga framboð þitt mjög athyglisvert og mér finnst miður að þú skulir ekki hafa sett fram skýrari hugmyndir um hvernig þú myndir hafa ætlað að móta embættið áður en þú dróst "framboðskönnunina" til baka.

Þú virðist hafa enn ganga með forsetaembættið í maganum, þó framboðsplönin séu komin í ískkápinn í bili.  Vonandi notar þú tímann  í kælinum til að fylgjast með þróun lagalegrar skilgreiningar á hlutverki forsetans og  til að hugleiða hvernig  þú gætir mótað og kynnt þína sýn á hvernig þér finnst Forseti  Íslands eigi að bregðast við þeim verkefnum sem falla innan hans verksviðs.

Ég vonast til þess að þú lofir okkur kjósendum að fylgjast með "þróunarferli" þínum hvað snertir næstu forsetakosningaframboðskönnun þína, ef einhver verður.              

Agla (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 16:39

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

ahh, ég sem var farin að hlakka svo lifandi skelfing til að heyra í þér alla daga og já, t.d. að svara hvað þú hefðir fengið þér í morgunmat.... (að ég tali nú ekki um að heyra hvað þú ætlaðir að gera með vínkjallarann fræga?!)

Magnús Geir Guðmundsson, 24.9.2011 kl. 23:44

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Heil og sæl, - ég skal svara þessu fljótlega Agla.

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.9.2011 kl. 00:05

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Góður Maggi! ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.9.2011 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband