Sann-leikur, leikur sá er mér kær!

Við eigum einstaklega skemmtileg orð í íslenskunni yfir "Truth" = Sannleikur og "Love"= Kærleikur, sem auðvitað er hægt að þýða beint yfir í ást og/eða elsku.

Þessi íslensku orð hafa það sameiginlegt að hafa viðskeytið -leikur!

Ef við iðkum að segja satt og vera kær þá förum við "leikandi" þrönga veginn og rötum inn um þrönga hliðið. 

Um leið og við förum að ljúga að sjálfum okkur og öðrum, förum að hata í stað þess að elska þá erum við í hættu að detta inn um "breiða hliðið" .. 

Það sem kemur hér á undan er svona nett túlkun á eftirfarandi Biblíutexta: 

Gangið inn um þrönga hliðið.
Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður,
sem liggur til glötunar,
og margir þeir, sem þar fara inn.
Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur,
er liggur til lífsins,
og fáir þeir, sem finna hann.

Matteus 7:13-14 

Það er nú svolítið mikil bölspá í þessu, en þarna má segja að glötunin sé að lifa óheiðarlega og ástunda ekki kærleika. Auðvitað glötum við sjálfum okkur (og öðrum) ef við lifum ekki af heiðarleika og ástundum ekki kærleika.

heart_earth.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jóhanna.

-leikur/-leiki er viðskeyti í íslensku, sterk- og
veikbeyging nafnorða í sama kyni.
Þetta er ekki samsett orð í hefðbundnum skilningi.

En burtséð frá öllu málfræðistagli þá er fögur hugsun
þarna að baki, - að því er best verður séð!

Ræður ekki Adam för og hitt notað ef það hentar?!

Húsari. (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 21:47

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Vegurinn.

Þú kemur inn á hinn þrönga vegi kærleikans.Þá velti maður því fyrir sér,hvað oft er rætt um veg mannkynsins.

Þá ungur ég var söng ég."Hafið bláa hafið hugann dregur,hvað er á bak ystu sjónarrödd.Þangað liggur beinn og breiður vegur,bíður mín þar æsku-og draumalönd."En þennan veg fór ég,og starfaði mína starfsævi.

Það má líka nefna veg,sem allir fara,en við vegbrúnina bíða illir vættir(td.Bakkus og Mammon).og hrifsa menn til sín ef þeir nálgast vegbrúnina.Sumir sleppa,en aðrir ekki.

Þá nefna veg þann,sem allir fara.En því miður horfum við á eftir samferðafólki fara út af,verður þá oft djúpur söknuður hjá þeim,sem eftir verða,ekki síst þegar börn og ungt fólk eiga í hlut.Við sem erum komin vel yfir miðjan aldur,verðum var við fjölgun þeirra samferðamanna,sem hverfa af braut.Brátt kemur röðin að manni sjálfum.

Ingvi Rúnar Einarsson, 6.9.2011 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband