Hver ert þú?

Gæti verið meira

sem tilheyrir þessu lífi sem ég kalla "mitt" 

en ferðalag í gegnum geiminn 

eða söguþráður?

Meira en líkami sem skynjar 

það sem hugurinn getur ályktað

af reynslu

Byrjar það sem við erum með andardrættinum, 

er það háð formi og endar það með dauða? 

Skrældu burt þessi hlutverk, þessi nöfn

og segðu mér hvað stendur eftir 

og hver þú ert í raun og veru? 

Við mælum árangur

með hlutum sem okkur áskotnast

eða með tengingum sem við myndum

eða með verkum okkar

En það er allt hverfult 

og eins og við rembumst

við að halda í formið, mun formið deyja

En það sem fylgir formsins dansi

er möguleiki að sjá það sem er enn ófætt 

og möguleikinn að henda burt tækifærinu 

og festast í leikritinu 

um það hver við höldum að við séum 

Þetta er þitt lífshlaup, það gæti endað hvenær sem er

Hvar er athygli þín? 

Hvar er bæn þín? 

Hvar er söngur þinn? 

Í lánsömu lífi 

kemur kallið til frelsis

upp úr hjólfari vanans og frá falskri sjálfsmynd 

að vakna frá draumi 

og uppgötva loksins 

sannleikann um tilveru þína

áður en líkaminn deyr

Svo áður en kemur að lokasenunni

líttu á uppstillt leiksviðið

Sjáðu hvað það er sem er að horfa á þessa mig og þig

og þá sérðu, hver þú í raun ert. 

happysad.gif

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við erum til  löngu fyrir tilfærsluna inn í jarðarvíddina sem við búm í núna og einnig yfir í framhaldslíf  handan glærunnar.

Hver ég er í raun, það sem ég tel mig vera er kannski ekki rétt enda allt í lagi með það því ég geri eins vel og ég get og hef vit til hverju sinni.

Gleði í helgina þína Jóhanna mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.8.2011 kl. 12:48

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  ´Í gamla daga varð ég stundum hrædd við spurninguna,sem óvart læddist að manni. Kær kveðja

Helga Kristjánsdóttir, 14.8.2011 kl. 23:13

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2011 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband