30.5.2011 | 16:12
Ertu eftirlegukind, eða viltu styðja eftirlegukindur?
Það eru ekki allir sem hafa ráð á einkaþjálfun, svo við getum kannski bara verið okkar einka-einkaþjálfarar? Ég ákalla nú allar sófakartöflur að stíga upp úr sófanum á Uppstigningardag og koma með í göngu, með nýstofnuðum gönguhóp sem kallast Eftirlegukindur.
Kannski svona eftirlegukindur í sófanum? ..
Algengast er að leggja í göngu að Búrfelli frá Selgjár misgenginu við suðausturenda Vífilsstaðahlíðar í Heiðmerkurlandi og við gerum það! ..
Gangan miðast við að fólk sé EKKI í súperformi, en allir velkomnir - svo fyrsta ganga verður í Búrfellsgjá og gengið í ca. einn klukkutíma og síðan til baka, svo áætlið tíma frá 14:00 - 16:00
Afskaplega falleg náttúra.
Við göngum þá til góðs fyrir okkur sjálf og aðra, upplagt að koma með nesti - en skiptir ekki máli hvort að skórnir eru gamlir eða nýir.
Verum öll hjartanlega velkomin! .. hópur Eftirlegukinda á Facebook - komdu með!
(Ath! http://www.facebook.com/#!/home.php?sk=group_207724795932692&ap=1)
Einkaþjálfarinn tekur 30 þúsund á tímann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Loksins segir einhver eitthvað af viti hér í bloggheimum. Eitthvað gagnlegt. Eitthvað með viti.
Steinar (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 01:11
Takk Steinar - það er að bætast í hóp "Eftirlegukinda" .. sem enda auðvitað á því að vera ekki eftirlegukindur ;-)
Jóhanna Magnúsdóttir, 31.5.2011 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.