HARPAN OG FJÖLSKYLDUHJÁLPIN ...

Stundum bít ég eitthvað í mig, en svo jafna ég mig síðar (vonandi).   Ég hef t.d. ekki minnstu löngun til að koma inn í Hörpuna.  Hef einhverja óbeit á húsinu.

Glerhöll byggð (fyrir meira en 100% yfir kostnaðaráætlun)  er byggð yfir tónlist og ráðstefnur,  á meðan fótunum er kippt undan listgreinakennslu í leikskólum og sparað sem aldrei fyrr í skólum.  Þakið er byggt - en grunninum fórnað. 

Æ, það er bara eitthvað voðalega skakkt við þetta. Listaverkið of dýru verði keypt. 

Háværar raddir hafa kvartað undan röðum við Fjölskylduhjálp Íslands.  En fólk hefur líka þurft að standa í röðum til að fá miða í  Hörpuna. Ekki vantar aðsókn, en það er víst eins gott - til að fjármagna hana úr því sem komið er. 

Af hverju finnst okkur meiri virðing í því að standa í biðröð til að komast á tónleika í rándýru glerhúsi en í röð til að fá úthlutaðan mat eða brýnustu nauðsynjar? .. 

Verðum við ekki aðeins að taka til í viðhorfabankanum hjá okkur?

Við megum ekki meta gildi manneskjunnar eftir veraldlegum eignum hennar eða þykkt seðlaveskis.  

Gildi manneskjunnar fer eftir því hvernig hún kemur fram við náunga sinn og sjálfa sig.  

Stöndum stolt, hvar sem er  - allar manneskjur eru jafn verðmætar. 

Sólin veit þetta - hún skín á alla jafnt! 

Það sem skiptir máli er að standa með sjálfum sér og virða sjálfan sig, ekki eftir hinu ytra, heldur hinum innri fjársjóði sem mölur og ryð fá ekki grandað, eins og þar segir! ;-) 

 

indians_waiting_in_line.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sæl jóhanna - þarna er ég ekki sammála og að mínu mati alls ekki hægt að bera þessar tvær biðraðir saman - burtséð frá kostnaði við Hörpuna, standa menn þar í biðröð til að borga fyrir andlega fæðu af því að þeir hafa efni á því og geta stolt staðið í þeirri biðröð...........

Hinsvegar er það ill nauðsyn að þurfa að standa í biðröð við fjölskylduhjálpina, vegna þess að menn hafa ekki efni á að veita sér veraldlegrar fæðu og þurfa að betla.......

Íslendingar almennt eru mjög stoltir og vilja standa fyrir sínu - betlibiðröð er erfið og þung - á meðan biðröðin til að njóta andlegrar fæðu er í senn létt og ánægjuleg.....

Eyþór Örn Óskarsson, 29.5.2011 kl. 21:37

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Eyþór, ég er að segja að það skipti ekki máli hvort að fólk standi í biðröð eftir mat eða fyrir framan söngleikahús.  Manngildið eigi ekki að meta eftir því. 

Ég skil vel viðbrögð þín, því að auðvitað eru þetta viðmið sem eru rótgróin. Að það sé óvirðulegt að "betla" mat.  Veit ekki hvort það þarf endilega að nota þetta orð "betl" fólk er bara að sækja sér mat sem verið er að úthluta og á alveg rétt á. 

Við erum líka mjög föst í því að andinn sé meira virði hinu líkamlega, en hvorugt þrífst án hins í þessu jarðlífi.  

Það er ekkert samasem merki milli þess að geta verið stoltur og átt mikið af peningum - eða hafa efni á því að fara t.d. í Hörpuna.  Í röðinni þar er misjafn sauður,  alveg eins og í röðinni hjá Fjölskylduhjálpinni.  

Það getur verið hörkuduglegt og heiðarlegt fólk í röðinni fyrir framan Hörpu og það getur líka verið hörkuduglegt og heiðarlegt fólk í röðinni fyrir framan Fjölskylduhjálpina.   Það hefur bara ekki fengið eins góð spil úthlutuð. 

Að sama skapi getur verið óheiðarlegt fólk, þjófar o.s.frv. í báðum röðum. 

Ég er að reyna að koma því á framfæri að það sé ekki hægt að dæma fólkið í röðunum bara eftir hvorri röðinni það standi í. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.5.2011 kl. 22:23

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. geri mér grein fyrir að þetta er "öðruvísi" hugsun ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.5.2011 kl. 22:28

4 Smámynd: Hörður Halldórsson

Steinsteypu árátta íslendinga. Ekkert víst að menning aukist við svona hallarsmíð.Væri nær að styrkja tónlistarkennslu og listnám hjá ÖLLUM BÖRNUM.

Hörður Halldórsson, 29.5.2011 kl. 22:28

5 identicon

Hvaða biðröð til að komast inn í Hörpuna?  Ég fer einfaldlega á midi.is

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 23:13

6 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sæl aftur - við eru algjörlega sammála þarna og eins og þú segir "Það hefur bara ekki fengið eins góð spil úthlutuð"

- það hvarflar ekki að mér að halda því fram að þeir sem því miður þurfa að standa í biðröð við fjölskylduhjálpina séu eitthvað minna virði en hinir ...........

Mín ósk er sú að ráðamönnum auðnist að stjórna þessu landi það vel að biðraðir við fjölskylduhjálpina og önnur slík samtök verði óþarfar og við getum öll valið hina biðröðina...........

Svona þér að segja, þá held ég að þín hugsun sé ekki að marki frábrugðin minni....

Eyþór Örn Óskarsson, 30.5.2011 kl. 00:11

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

H.T. Bjarnason, ... "hefur þurft að standa" .. ef þú smellir á það í blogginu þá lendir þú á frétt þar sem verið er að segja frá biðröðinni.

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.5.2011 kl. 00:16

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Eyþór - ég held það líka ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.5.2011 kl. 00:17

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hörður,  ég held að við þurfum að styrkja betur grasrótina í tónlistinni, bæði hjá börnum og svo  "bílskúrsböndum" sem eru að koma sér á framfæri,   ég er ekki alveg að sjá að Harpan sé mikil innspýting í það.

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.5.2011 kl. 00:18

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæl vert þú Jóhanna Magnúsdóttir, ég hafði lengi haft samúð með hljómlistar fólki og vænst þess að það fengi aðstöðu við hæfi.  Glerhöllin við sundin blá er trúlega mjög fullkomin í þeim tilgangi og gott ef spár rætast um arðsemi.  

Spurningin er samt vakandi og þú ert ekki krafin um hanna Jóhanna, heldur það fólk sem svara vill.  Fer arðurinn í viðhald og gluggaþvott eða fáum við hann til baka þau okkar sem þar inn komum aldrei vegna íhaldssemi, fátæktar og svo tímaskorts svo og landsstöðu?

Hrólfur Þ Hraundal, 30.5.2011 kl. 01:06

11 Smámynd: Jens Guð

  Ég er tvístígandi í afstöðu til Hörpu (án greinis.  Húsið er nefnt í höfuð á Hörpu frá Hofi í Hjaltadal).  Upphaflega uppskriftin var sú að um einkaframtak Björgúlfsfeðga væri að ræða.  Gjöf til íslensku þjóðarinnar frá dekurbörnum þáverandi ríkisstjórnar sem gaf þeim Landsbankann.

  Eftir að feðgarnir höfðu tæmt bankann var Harpa í reiðuleysi.  Þáverandi borgarstjóri,  Hanna Birna,  og Katrín menntamálaráðherra stóðu frammi fyrir erfiðri ákvörðun.  Startkostnaðurinn var þegar orðinn töluverður.  Var ákjósanlegt að láta hálfkaraða bygginguna grotna niður sem sár og tákn um klikkun frjálshyggjunnar?  Eða klára dæmið með reisn?  

  Seinni kosturinn var valinn.  Sennilega með réttu.  En uppskriftin var aldrei rétt.  Þessi glerhöll verður dýr í rekstri.  En vonandi ekki risabaggi á ríki og borg.

  Ótti margra um að Harpa verði skrauthýsi fyrir "elítuna" er ekki ástæðulaus.  Popparar og rokkarar eru að kynnast nýjum kröfum um fyrirframgreiðslur á leigu og skilyrðum um að fá ekki að selja auglýsingavörur (t-boli,  geisladiska,  plaköt o.s.frv.).  

  Kannski,  vonandi,  leitar þetta allt jafnvægis.  Harpa er glæsileg bygging.  Hljómburður þar er sá besti sem heyrst hefur á Íslandi.  Það gengur víst vel að bóka bæði hljómleika og ráðstefnur og leigja út sali.  Það kæmi mér þó verulega á óvart ef Harpa stendur undir sér og hvorki ríki né borg þurfi að greiða með rekstrarkostnaði.  Ég hef tekið þátt í að setja upp ótal hljómleika í áranna rás.  Harpa er ekki fyrsti kostur í næstu slíkum verkefnum.

Jens Guð, 31.5.2011 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband