Í blíðu og stríðu - en hversu stríðu? ....

Þeir - þau - þær sem hafa verið í sambúð vita hversu flókið slíkt getur verið. Tveir einstaklingar með sínar þarfir, sjónarmið, væntingar og þrár mætast og þurfa að flétta þetta saman.

Fléttan vill oft flækjast og stundum fara þarfir annars aðilans að víkja fyrir hins og öfugt. 

 

Það er góð æfing fyrir par/hjón að setjast niður og skrifa í sitt hvoru lagi niður: 

a) sína framtíðarsýn - t.d. eftir eitt ár og svo eftir tíu ár.  Hvar vil ég vera stödd/staddur? 

b) sínar hugmyndir um hvernig leiðin að markmiðinu skuli farin og hvaða atriði þurfi að koma þar inn í til að leiðin verði ánægjuleg. 

c) hvaða gildi á að hafa að leiðarljósi?  

Þegar þessu er lokið getur parið sest niður og borið saman það sem það skrifaði niður og rætt.

Eflaust er framtíðarsýnin og óskin hjá báðum að vera hamingjusöm með hvort öðru.  

Parasamband þarf næstum að vinna eins og verkefni, það er betra að hafa einfaldar en góðar leikreglur heldur en að láta hlutina reka á reiðanum og sigla stjórnlaust, og því þarf að setjast niður t.d. mánaðarlega og fara yfir gildin og markmið sem eru sett til styttri tíma.  

Eru þau að ganga upp, er verið að fara eftir gildum.  Segjum að gildið "heiðarleiki" sé leiðarljósið.  Eru báðir aðilar búnir að koma fram af heiðarleika? 

Ef að þetta er flókið og fólk hrætt við að særa hinn aðilann - þá verðum við samt að hugsa hvort að sárin verði ekki að koma fram, leyfa þeim að blæða og gróa,  hvort það sé ekki heiðarlegra en að vera að blekkja?  Verður ekki annars bara til eitthvað kýli eða krabbamein sem enginn talar um og hlutirnir versna bara og versna?

Báðir aðilar verða að vera duglegir að líta í eigin barm,  setja sig í spor maka síns reglulega. Jafnvel prófa að rökræða út frá sjónarhóli hins.  Það er ótrúlega góð æfing - og endar örugglega í óvæntum uppgötvunum. 

Þetta hef ég lært "the hard way"  Læra að segja hvað ég vildi og hvað ég vildi ekki.  Ekki bara reynt að haga mér eins og segl eftir vindi hinna.  Við erum sum svolítið mikið  í þeim leik.  En þannig erum við ekki heiðarleg. 

Börnum er best að alast upp við heiðarleika og væntumþykju.  Þau eru næm á foreldra sina og finna ef að það er spenna eða óánægja sem grasserar.  Jafnvel þó að þau rífist aldrei upphátt fyrir framan þau.  Þau læra síðan það sem fyrir þeim er haft og halda uppteknum hætti foreldranna, nota sömu "tækni" við úrlausn vandamála.  Sumir foreldrar rífast svo hástöfum, en þegar börnin spyrja hvað sé að setja þau upp pókerfeis og segja "allt er í lagi" .. Halo  Börnin eiga betra skilið. 

dots-happy-family-cartoon.gif

Ég hef ákveðið að starfa 100% hjá Lausninni frá og með 1. ágúst og get aðstoðað pör/hjón með slíka markmiðasetningu.  Nánari upplýsingar og tímapantanir má sjá á síðu Lausnarinnar  www.lausnin.is

Hlutverk mitt er þá að sýna hjónum/pörum hvernig þau geta sjálf unnið í sínum málum.  Hjálpa fólki til sjálfsþekkingar - en það er grunnurinn að því að vita hvað maður sjálfur vill og vill ekki. 

Það er mikilvægt að fólk geti gengið nokkurn veginn í takt, til þess þarf vilja, getu og framkvæmd. 

 

 

Algeng vandamál þar sem hjón eru ekki í takt: 

Hreyfing 

Kynlíf 

Umgengni

Vinna (utan og innan heimilis) 

Áhugamál 

.... 

 

Talið ekki illa um hvert annað, niður til hvers annars,  né til ykkar sjálfra.

Þið verðið að hleypa að ferskum vindi á milli ykkar svo þið hafið ferst loft til að anda.  Samband á ekki að vera sem skuld og innheimta  - heldur gjöf - að gefa er að þiggja. 

Kahil Gibran segir að við eigum að fylla hvers annars bikar, en ekki drekka úr þeim sama. Það er fallegur siður að gera það líka í raun og veru, þ.e.a.s. að hella í glös hvers annars þegar þið sjáið að glasið er að verða tómt.  Það kennir manni líka að veita glasi hins athygli - ekki bara sínu eigin glasi. 

Með þessari íhugun, markmiðasetningu og sjálfsskoðun - og gagnvkæmri virðingu eru strengirnir stilltir saman til að spila tónlist.

Hér er um að ræða tvo strengi en ekki aðeins einn, en ef að annar strengurinn er vanstilltur þá verður tónlistin fölsk.

Ekki gefa hjarta þitt, því þá verður þú sjálf/ur hjartalaus.  Opnaðu það heldur og gefðu og þiggðu gjafir hjartans sem eru elska, virðing, væntumþykja, heiðarleiki og traust.


 funny_engagement_and_wedding_cartoon_card-p137900765688030173tdtq_400.jpg

Þegar hið vonda sem hjónabandið eða samband gefur af sér er orðið meira en hið góða, þarf að skoða viðhorf og sögu beggja aðila,  hvers vegna var farið af stað upphaflega og allt þar yfir, undir og um kring. 

Kannski var haldið af stað á röngum forsendum? .. 

Munum að ef við viljum breytingar þurfum við að byrja á að  breyta sjálfum okkur. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þú ert frábær Jóhanna!

Bergljót Gunnarsdóttir, 22.5.2011 kl. 16:17

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Bergljót ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 23.5.2011 kl. 07:00

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott... og ekki við öðru að búast frá þér

Jónína Dúadóttir, 23.5.2011 kl. 18:24

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.5.2011 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband