"Ég syng bara um lífið" ...

"Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur" .. eða hvað?  Getum við þakkað það sem við höfum, það sem við eigum í dag?  

Ég fékk kvíðakast nýlega þegar ég leit á bankareikninginn minn, með því næst lágmarkslaun er ekki von á því að hann fari upp á við á næstunni,  og yfirvofandi atvinnuleysi í júlí.  (Ekki það að ég sé ekki að vinna í því að redda því). 

En svo gerðist það,  þessa sömu helgi,  að elsku litla sonardóttirin varð mjög veik og þurfti að fara inn á spítala.  Þá þurrkuðust þessar ómerkilegu áhyggjur út.  Það eina sem skipti máli var sólargeislinn hún Eva Rós - og þetta voru mér dýrmæt og mikilvæg skilaboð.  Hún er sem betur fer búin að ná sér í dag og kemur að horfa á Júróvisjón með ömmu í kvöld. Eva Rós

 

 Hvernig get ég annað en verið þakklát þegar ég horfi í þessi augu?  Og hvað með okkur öll?  Börnin sem fæðast eru börn jarðarinnar, börnin okkar allra og ábyrgð okkar allra.

 

 

 

Í gær fékk ég svona snert af kvíðakasti,  þegar að gsm sími dóttur minnar fannst í garði í Vesturbænum.  Ég hugsaði strax að eitthvað hefði komið fyrir hana. Leitaði að henni hjá vinum hennar, hringdi í vinnuna hennar og svo endaði það með því að ég keyrði úr vinnunni minni heim til hennar.  Ég ætla ekki einu sinni að byrja að lýsa öllu því sem búið var að fara í gegnum hugann að hefði komið fyrir,  en ég hugsaði reyndar um leið, hvað ég ætlaði mér að muna eftir að vera þakklát fyrir hversdagsleikann.  Að allt væri bara "normal" .. og að það sem mér þætti venjulega sjálfsagt væri kannski ekki alltaf sjálfsagt.   Að ég hefði bara hreinlega fætur, og það hrausta til að ganga á - þakka fyrir allt það góða sem dagurinn færir mér á hverjum degi. 

Dóttir mín var heima,  og ég var glöð að heyra rödd hennar í dyrasímanum og enn glaðari að faðma hana að mér.  Símann hafði hún misst á skokki fyrr um daginn. 

Ég held að við höfum flest,  ef ekki öll verið þarna einhvers staðar.  

vi_oll_bru_kaup.jpg

 

Mamman og dæturnar tvær,  Jóhanna Vala (sú sem týndi símanum!!)  og Eva Lind á brúðkaupsdegi þeirrar síðarnefndu.

 

 

 

 mai_sumar.jpg

 

 Litla Elisabeth Mai, dótturdóttir sem varð tveggja ára 7. maí! 

Við röbbuðum á Skype á afmælinu hennar og hún gaf ömmu að borða! 

 

 

 

 

 

mani_blom.jpg

 

"Stóri" dóttursonurinn Ísak Máni nýtur þess að blása á biðukollur.  Náttúran er líka eitthvað sem er þakkarverð og það kostar ekkert að henda sér í blómabreiðu og njóta ;-) 

 

 

 

Ég verð fimmtug á árinu og ég á aðeins eina ósk - og það er að við náum öll að koma saman vinir og ættingjar.  Hvort sem það verður á afmælisdaginn eða ekki.  Því að það þarf að safna fólkinu heim frá Danmörku líka ;-)  

Mamma sagði alltaf þegar hún var spurð hvað hún vildi í afmælisgjöf, - "ég vil bara góð börn" .. Ég held að ég taki undir það með henni.  Góð börn eru mikil gjöf. (svo þigg ég ilmvötn, bækur og blóm Wizard - smá væmnisjöfnun) 

 

"Ég er ánægð með söng í hjartanu og saltkorn í minn graut ... "

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Mæli svo með þessum fyrirlestri Brene Brown: Smellið hér.

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.5.2011 kl. 08:53

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að allt endaði vel hjá þér Jóhanna mín, og víst eru börnin manns og barnabörnin það dýrmætasta sem maður á..... hefur til láns

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2011 kl. 09:28

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Tek undir með þér Ásthildur, við erum með þau að láni.  Öll börn eru í raun góð, ég trúi ekki að nein manneskja fæðist vond.  Þau fæðast ekki brotin, svo ef þau verða brotin er það lærð hegðun úr umhverfinu.  Þess vegna er svo mikilvægt að halda í kjarnann sinn, halda í barnið í sér - og láta ekki umhverfið og aðra taka völdin.

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.5.2011 kl. 09:32

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ekki hægt annað en að vera smmála þér Jóhanna mín. Megi Guð og Gæfan fylgja þér alla tíð. KV Bláskjár.

Eyjólfur G Svavarsson, 10.5.2011 kl. 13:12

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka góðar kveðjur Eyjólfur Bláskjár.

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.5.2011 kl. 14:03

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Do not spoil what you have by desiring what you have not; remember that what you now have was once among the things you only hoped for~Epicurus"

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.5.2011 kl. 14:55

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sammála því Jóhanna mín, við þurfum að halda í barnið í okkur ekki síst til að geta skilið litla fólkið og muna hvernig við hugsuðum.  Með aldrinum kemur viskan, ef maður leggur á sig að muna það sem var.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2011 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband