Ef að líkaminn gæti talað ..

fat-woman.jpg

Líkami:  Ég er svangur

Hugur:  Ég skal gefa þér að borða 

Líkami: Ég er saddur

Hugur:  Æ, það er eitthvað tómarúm í mér ég ætla að borða meira

Líkami: Nei, nei, ég mótmæli, mér er farið að líða illa og er orðinn veikur .. 

Hugur: Piff, hlusta ekki á þig líkami, heyri ekki í þer og held bara fyrir eyrun .. 

 

 

skinny-woman.jpg

 Líkami: Ég er svangur

hugur: ég ætla ekki að gefa þér að borða þú átt ekki að stjórna, heldur ég 

Líkami: Ég mótmæli mér er farið að liða illa og orðinn veikur 

hugur: Piff líkami, ég hlusta ekki á þig .. 

 

 

 

 

 

Að elska sjálfa/n sig er að elska sig allan sem heild. Líka líkama sinn. Þarna gæti líka verið mynd af reykingarmanni,  einhverjum sem hreyfir sig aldrei .. eða hvað sem við leggjum á líkama okkar sem er honum slæmt og hefur varanlegar afleiðingar. 

Ég trúi því ekki að einhver vilji einlæglega misbjóða líkama sínum með ofeldi, vannæringu  og að neita að hlusta á hann,  en við þurfum að spyrja okkur hvers vegna við gerum það,  þegar að líkaminn er hluti af okkur?   

Getur verið að þarna vanti einhver tengsl, þarna sé brot í sálinni sem þarf að skoða, neikvæð skilaboð frá umhverfi sem við hlustum frekar á en okkar eigin..  ?

Ég er að kenna sjálfri mér að elska sjálfa mig og rækta, og hef fundið það út að sambandsleysi líkama og hugar er eitt af því sem hindrar okkur í því að lifa heilbrigð.

Þegar þetta sambandsleysi er milli líkama okkar og hugar þá þurfum við að íhuga að laga það. 

Við megum og eigum að láta okkur þykja vænt um okkur sem heila manneskju.  Vanda sig á lífsgöngunni og með því uppskera betri heilsu: líkamlega, andlega og félagslega. 

Að borða með meðvitund,  er að muna eftir því að hlusta á líkamann - garnagaulið, pirringinn þegar við erum svöng,  og einnig hlusta þegar við erum södd.

Geneen Roth setur upp "guidelines" til að hjálpa okkur við að læra að borða með meðvitund, og ljáir þannig kærleikanum rödd. "If love could speak" ..  þessar ráðleggingar eru í takt við að þykja vænt um líkama sinn, um sjálfa/n sig. 

  • Eat when you are hungry.
  • Eat sitting down in a calm environment. This does not include the car.
  • Eat without distractions. Distractions include radio, television, newspapers, books, intense or anxiety-producing conversations or music.
  • Eat what your body wants.
  • Eat until you are satisfied.
  • Eat (with the intention of being) in full view of others.
  • Eat with enjoyment, gusto and pleasure.

Með þessu ertu að segja skilið við kúra, að telja kaloríur, vigta ..hætta stríðinu,  en auðvitað þarf að vita hvað það er sem er gott fyrir líkama sinn. 

Ég hef verið að kynna mér það sem Geneen hefur verið að segja frá í bókinni Women, Food and God, an Unexpected path to almost everything,  langar til að deila því og verð með námskeið sem hefst 9. maí og hægt að skrá sig hjá www.lausnin.is    

"Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli."

Heart 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm smá samviskubit hér, ég veit betur, en svo klikkar eitthvað en ég er sífellt að reyna að hlusta á sjálfa mig og líkaman.   Þetta kemur einn daginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2011 kl. 22:32

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Uss, fuss, samviskubit er vont ...  en góður punktur hjá þér,  ég skrifaði nefnilega "ef líkaminn gæti talað" .. en í raun er hann að tala, en líklegast erum við sein að hlusta, eða of fjarlæg frá honum   .... Það er amk mín niðurstaða.

Eigum alltaf að elska okkur, hvernig sem við erum í laginu, það er grunnurinn að öllu hinu. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 3.5.2011 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband