Silfur Egils og Jóga á mánudagsmorgni ... "emotional landscape" ..

Ég veit að lagið Jóga var samið fyrir aðra Jógu, en ég held að allir megi taka það til sín. Sjálf er ég sem landið, hið tilfinningalega landslag, sem undir niðri krauma sem kvika í eldfjalli og langar til að brjótast út yfir jarðskorpuna.  Elvira Mendez ýtti svolítið við kvikunni í Silfri Egils í gær,  þegar hún kynnti ritið, eða ritlinginn: Indignez vous eftir hinn 93 ára Stéphane Hassel;   "Cry out" er heitið á ensku .. Heykslist sagði Egill Helga.  Ég myndi bara kalla ritið Vaknið! .. 

Við þurfum að vakna og halda okkur vakandi. Ekki samþykkja samfélag þar sem fjármagn er sett í forgang en fólkið og félagsauður er sett aftar í röðina. Í bókinni er mælt með friðsamlegri byltingu gegn kapítalískri áhættufjárfestingu.  En mikilvægt atriði sem kom fram í máli Elviru "The Banks will not change if we don´t change" .. (Bankarnir breytast ekki ef við breytumst ekki - eða breytum ekki hegðun okkar).  Þetta fer eftir framboði og eftirspurn. 

Við þyrftum að skoða þessi mál og ræða með röksemi í stað karpsemi (sem Gunnar Hersveinn kynnti - einnig í Silfri Egils)  Góðu fréttirnar eru að það er fullt af fólki sem er mjög vel vakandi og margir farnir að ýta við þeim sem enn sofa eða eru fastir jafnvel í martröð. Að vera vakandi þýðir í þessu samhengi að vera meðvitaður.

..smá um karpsemi vs/röksemi: 

Karpsemi er andstæða röksemi. Einkenni á karpi er löngun til að sigra andstæðing (viðmælandi þá álitinn andstæðingur) karpið verður persónulegt, og þar birtist vissa, og einkenni er að hlusta ekki á hinn.  (könnumst við við þetta?)

Röksemi - þá er markmiðið að leita að svari, en svarið ekki fyrirfram gefið. Aðferðin er að hlusta, hlusta á umhverfið og viðmælandann og jafnvel að geta skipt um skoðun.

Við hljótum að sjá hver stigsmunurinn er á virðingu eftir hvort við körpum eða rökræðum. Getur verið að við séum ekki nógu góð í að virða hvert annað? ..  Nú eða sjálf okkur, - því hver er sjálfsvirðingin í því að valta yfir náungann?  

Brosið okkar kemur aftur á endanum til  okkar og á það þá ekki líka við um ullið okkar ...  "Ullaðu á heiminn og hann ullar á þig" .. ?  

Þetta er spurning um að samþykkja ekki óréttlæti,  við þurfum ekki að hneykslast eða hvað?  Þurfum við ekki bara að fara að taka þjóðgildin hátíðlega, um heiðarleika, jafnrétti,  o.s.frv. og meina það sem við segjum ... "Nennir einhver að vera heiðarlegur" ? .. spyr Gunnar Hersveinn

"Thousands of candles can be lit from one candle without diminishing it's life. Happiness never decreases by being shared" - Buddha

 

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"The Old times are fading away but the New times are not yet here" .. "we live in strange times".. Elvira Mendez ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.4.2011 kl. 08:36

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þetta varð svo svaka smátt:

"The Old times are fading away but the New times are not yet here".. we live in strange times" .. Elvira Mendez 

Kannski svolítið til í þessu að tíminn sé "hvorki né"  ... eða millibilsástand. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.4.2011 kl. 09:07

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

En svo styður Björk Glóbalismann af heilum hug. Hún er væntanlega svo illa að sér að hún veit ekki að orðið fjölþjóðahyggja er þýðing á orðinu Glóbalismi. Sér sennilega fyrir sér edensgarð með allskonar litu fólki í sátt og samlyndi í stað þess Corporativisma og auðhyggju sem útópían í raun felur í sér. Útflatning þjóðareinkenna, einsleitni og vélræn menning á glóbal skala með fjármálaöflin við stýrirð. Mannfólki tannhjól í maskínu.

Já það er alveg rétt hjá Elvíru að hvetja fólk til að vakna.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2011 kl. 09:34

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með þér Jóhanna mín.  komin tími til að vakna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2011 kl. 12:27

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég held að Björk sé vel meinandi,  vonandi. Ég þekki ekki nógu vel til hennar til að segja um það. Mér finnst tónlistin hennar mögnuð. 

"Mannfólk sem tannhjól í maskínu" minnir mig á lagið "Another brick in the Wall" sem ég var að rifja upp í fyrradag.  Það er því miður, grátlega margt satt í þeim texta og myndinni "The Wall"  en eins er hvað það varðar,  menntun þarf að endurskoða miðað við 21. öldina. Við erum svolítið á eftir sjálfum okkur,  kannski er það þess vegna sem við lifum í þessu millibilsástandi? ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.4.2011 kl. 13:38

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Er að rumska Ásthildur  

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.4.2011 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband