Froskasaga (sein)froskasaga? ...

Tveir forvitnir froskar féllu ofan í stóra rjómakönnu, ekki spyrja mig hvernig þeir fóru að því! 

Það var hátt upp á brún og annar froskurinn gafst fljótlega upp, sá ekki tilganginn í því að sprikla þarna og lét sig sökkva til botns. 

Hinn froskurinn var þrjóskari og spriklaði og spriklaði og hrópaði á hjálp. 

Allt í einu fann hann fast land undir fótum, og gat gripið í brún rjómakönnunnar og stigið upp úr! Ribbid .. 

Hvað gerðist? ....

 smiling-frog.jpg

Mér var sögð þessi saga fyrir nokkrum árum og hef oft notað hana síðan, ekki síst fyrir nemendur sem eru í uppgjafarhug. Ef við spriklum nógu lengi og gefumst ekki upp þá eru miklar líkur á því að rjóminn þeytist og verði að smjöri! 

Ég þekki ekki uppruna þessarar sögu, en hún er vel þess virði að dreifa áfram. 

 

 p.s.  flestir sjá að "pointið" með þessari sögu er hvatning til að gefast ekki upp þrátt fyrir að aðstæður virki jafnvel vonlausar, en orðið tilgangur skiptir líka stóru máli í sögunni.  Þó við komum ekki auga á tilganginn hér og nú með því sem við erum að gera, þá sjáum við hann oftar en ekki eftir á.

 p.p.s. (tveimur tímum síðar) 

Fann við einfalda leit uppruna sögunnar, sem var reyndar í ljóðformi.  

SMELLIÐ HÉR

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhanna þú ert einfaldlega frábær

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2011 kl. 11:17

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ágætis líking Jóhanna!

Sendi þér smá limru sem fæddist við lesurinn, þó ekki sé hún merkileg.

Betr´er   að stökkva úr smjöri en rjóma,

syndandi froskurinn loksins fann út.

Félaginn fallinn,

svo fumlaus, með sóma.

En rjóminn er orðinn kapút.

Bergljót Gunnarsdóttir, 28.3.2011 kl. 21:07

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir limruna Bergljót, var bara að sjá þetta núna!

 Og takk Ásthildur mín -sjálf frábær!

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.4.2011 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband