26.3.2011 | 17:10
Játning kaup(g)óðrar konu ....
Á þessari mynd er kjóll (sem var á 50% afslætti), lífrænt ræktað "Cakao nibs" og "Mulberry berries" sem konan ætlar að nota út á morgunkornið. Solid ávaxtaorkudrykkur, sem var frumkvöðlaverkefni nemenda í FG, smekkur fyrir Evu Rós sem á stendur "Það geta ekki allir verið gordjöss, eins og ég" og samfella fyrir hana sem á stendur "Ég er ekki að kúka ég er bara að hugsa mjög stíft" (amma með frekar spes húmor). Svo er bolur fyrir Elisabeth Mai sem á stendur "Little Miss Chatterbox" (gæti tilheyrt ömmunni að vísu) og að lokum einhver ómissandi olíupenni sem á stendur "Deep relief" og það hefur ekkert með kynlíf að gera!
Þetta var s.s. uppskeran eftir að fara í Smáralind, sem ég venjulega forðast eins og heitan eldinn - og það sama má segja um Kringluna. Fór í þessa ferð með Huldu systur í þeim tilgangi að skoða sýninguna "Heilsa og hamingja" .. en hluti af góssinu er að sjálfsögðu fenginn þaðan!
Ég er að hugsa um að nota ráðið sem ég heyrði hjá konunni, sem setti visakortið sitt ofan í mjólkurfernu fyllta með vatni - og frysti síðan. Slæmt nefnilega að eyða meira en maður/kona aflar!
Þetta gerist sem betur fer ekki oft, .....
Heilsa og hamingja það er málið!
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 26.3.2011 kl. 17:18
Góð
Dagný, 27.3.2011 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.