Hugrekki .. að lifa af heilu hjarta

Ég hlustaði á mjög góðan fyrirlestur á ted.com í gær,  þar sem Brene Brown sagði sína reynslu og frá sínum rannsóknum á Mætti berskjöldunar eða varnarleysis.  "Power of Vulnerability" .. Ég er í vandræðum með þýðingu á þessu!  

Það er hægt að  skoða margt í þessum fyrirlestri,og ég er búin að skrifa marga punkta, en það sem mér er efst í huga núna er það sem hún minntist aðeins á en það er hugrekkið, eða "courage" .. 

Íslenska orðið hugrekki bendir til hugans, en courage bendir til hjartans, en er komið af latneska orðinu core, sem þýðir hjarta. Á frönsku er hjartað coeur.  Enskan tekur core og notar það fyrir kjarna. 

En hugrekkið er eitthvað sem kemur frá kjarnanum, frá hjarta manneskjunnar. Það er þó umdeilt í  andans fræðum hvort að kjarni hugsunar manneskjunnar sé í maganum (gut feeling)  eða hjartanu (follow your heart).  Kannski bara bæði.  Naflinn er a.m.k. miðpunktur og skil ég vel pælingarnar með það - enda með nafnið á blogginu mínu "Naflaskoðun" ..  sem þýðir auðvitað að líta inn á við, líta í sinn innsta kjarna. 

En hvaða hugrekki er Brene að tala um?  Hún er að tala um hugrekkið: 

- við að sætta sig við að vera ófullkomin

- við að leyfa sér að lifa, 

- við að  lifa eins og við viljum sjálf 

-  að lifa eins og við erum í innsta kjarna en ekki eins og utanaðkomandi vilja eða halda að maður vilji lifa

-  til að meta sjálfa sig sem gilda manneskju

 --------

Fólk sem er tilbúið að faðma sjálft sig fyrst og svo aðra, er hugrakkt.

 Fólk sem er tilbúið að vera það sjálft, láta af því að vera það sem aðrir vildu að þeir væru.

- til að samþykkja varnarleysi sitt eða viðkvæmni sína,  varnarleysi er nauðsynlegt.

Það þarf hugrekki til að ganga inn í erfiðar tilfinningar, við eigum það til að svæfa þær eða deyfa með neyslu, fá okkur tvo bjóra, rauðvínsglas, of mikið af mat.  En málið er að það skilar okkur ekki hamingjusömum.  

Til að geta upplifað hamingju, gleði, ást - þá þurfum við líka að hafa hugrekki til að ganga inn í andstæðuna; óhamingju, sorg, reiði o.s.frv.  Það er það sem það þýðir að vera tilfinningavera.

Að fara inn í sorgarferli krefst því hugrekkis.  Nýlega var grein þar sem var talað um að fólki væri gefið lyf við sorg. Það er ekki lækning, aðeins deyfing.  

Hugrekki - er þá þor til að takast á við tilfinningarnar, horfast í augu við þær, vera sýnilegur þeim og fólki út á við.  Jafnvel bera þær á torg, sem þótti mikið tabú hér áður.

Við þurfum að hafa hugrekki til að ganga inn í aðstæður, án þess að vita hver útkoman verður. Hætta að strengja öryggisnet fyrir tilfinningar. 

Ástæðan fyrir því að við oft höfnum ást er óttinn við að vera hafnað sjálfum, eða óttinn við að særa aðra.   Það þýðir að við erum farin að setja óttann í forgang fyrir ástina.  Hugrekki er að fara af stað þrátt fyrir óttann, þannig sigrumst við á honum. Útkoman verður bara að koma í ljós, en ef við stöðvum okkur vegna óttans verður engin útkoma og við lifum í stöðnun. 

Það sem hér á undan kemur er blanda af mínum eigin hugrenningum og Brene Brown. 

Hlustið endilega á þessa Brene Brown (smellið á nafnið hennar).  það er margt sem hægt er að læra af henni. Ég er að safna mér fyrirmyndum og hugmyndum í mína körfu, hún er komin. 

Fann svo þessa fallegu mynd af jörðinni sem hjarta - það er gott að hugsa til hennar sem hjartað sem slær fyrir okkur öll sem eitt. 

 heart_earth.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

skrifaði svo þetta í Facebook - statusinn:

Er enn með hugann/hjartað við hana Brene Brown sem ég hlustaði á í gær, .. það er svo dásamlegt að hlusta á svona fræðinga staðfesta það sem maður hefur verið að hugsa og velta upp og hjálpar mér í þá átt að þora að vera bara ég í öllum mínum ófullkomleika.  Það er svo mikill léttir ;-) .. og að þurfa ekki alltaf að vita "hvað næst" og hvernig fer þetta eða hitt.  Það stöðvar mann í áskorunum sem okkur er ætlað að takast á við, aftengir okkur frá fólki sem okkur er ætlað að þekkja og kynnast.  Við þurfum ekki, og eigum ekki, að vera alltaf að skammast okkar fyrir þetta og hitt.  "Skammastu þín" er eitt það ljótasta sem hægt er að segja við fólk, hvað þá við okkur sjálf. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.3.2011 kl. 08:45

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er allt satt og við stöðnum ef við tökum ekki næsta skref í sjálfstrausti og laus við óttann, verðum að sleppa honum og sér í lagi að óttast að maður særi aðra, það er nefnilega þeirra mál að takast á við sinn ótta, okkar að takast á við okkar.

Við verðum víst endalaust að grafa í þessu, þannig erum við sporðdrekar.

Knús í daginn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2011 kl. 08:51

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Akkúrat!  Ef að áin hættir að renna myndast fúlir pyttir. Við verðum aldrei fullnuma - en gott að geta deilt. Taka til sín og bera áfram, svo að unga kynslóðin þurfi ekki að átta sig á því seint og síðar meir að það er ok að vera ófullkominn! .. 

.. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.3.2011 kl. 09:13

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þakka góða grein Jóhanna, þetta er þörf hugleiðing.

Hvernig finnst þér Vald yfir varnarleysi?

Bergljót Gunnarsdóttir, 26.3.2011 kl. 12:33

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábær eins og venjulega Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2011 kl. 15:14

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sæl Bergljót og takk, .. ég er ekki alveg að skilja spurninguna, getur þú orðað hana nákvæmar?

Takk  Ásthildur.

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.3.2011 kl. 17:44

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

He, he, skil núna - þú varst að þýða "Power of vulnerability" .. Jú, ætli það segi ekki það sem þarf að segja.. hmmm..

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.3.2011 kl. 17:47

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Í raun fjallar þetta um að sleppa, vera ekki alltaf að reyna að vera við stjórn í einhverju sem við fáum ekki stjórnað.  Hún tekur dæmi um að við getum ekki stjórnað né vitað hvaða niðurstaða kemur úr ræktuninni á sýnin sem var tekið, getum ekki stjórnað því hvaða svar við fáum frá aðila sem við segjumst elska, en við þurfum að gefa frá okkur valdið að reyna að stjórna því, okkur mega fallast hendur og við megum leggja okkur í hendi Guðs.  Það er mín aðferð og þar finnst mér gott að hvíla.

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.3.2011 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband