25.3.2011 | 20:39
Afsakið hlé - - - - - - - - - - - - - - - - -
Ég hef ekki bloggað um pólitík né trú undanfarið - en það er meðvituð ákvörðun. Það eru vist nógu margir um hituna hvað það varðar. Er ekki frá því að ég sé komin með vægt, nei höfum það heiftarlegt ofnæmi fyrir Æseif - só tú seif mí ákvað ég gera eins og baggalútsmenn og taka Frúnna í Hamborg á þetta, þar sem hvorki má segja Nei eða Já, Svart eða Hvítt, og segja bara Kannski.
Lífið á gráa svæðinu er virkilega unaðslegt. Lífið á gráa svæðinu er svona eins og að lifa eftir æðruleysisbæninni. Að vera ekkert að böggast í því sem maður getur ekkert að gert! Leyfiapólitíkusunum að vinna vinnuna sína og mér að vinna mína.
Hjúkkit hvað það er mikill léttir. Ég fæ ekkert samviskubit yfir því að vera ekki brjáluð á blogginu út af öllum fj.....
Trúmál og kirkja hefur líka fengið að eiga sig á blogginu hjá mér. Guð sér um sig og sína (við erum öll Guðs) - punktur. Við þurfum ekkert að koma honum/henni/þvi til varnar.
Ýmsir valdamenn innan þjóðkirkju Íslands eru að naga hana innan frá, það kemur Guði ekkert við - og þessir menn breyta ekki Guði.
Nú er ég komin út á hálan ís og hætt að hugsa grátt og komin yfir í svart/hvítt.
Eftir hlé:
Förum nú aðeins út í föstudagsnotalegheitin ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.