Þakkir á mánudagsmorgni ...

Góðan dag heimur, ... efst í huga er því miður óhugnaðurinn í okkar "macho" tölvuleikjaveröld.  Mér finnst aldrei loftárásir á vonda kallinn réttlætanlegar þegar að það þýðir að það þarf að fórna fullt af góðu fólki. Stríð er ógeð. 

Stríð er andstaðan við Frið.  

Ég vil þakka fyrir friðinn á íslandi, þó vissulega sé ekki hægt að segja að hér sé mjög góður andlegur friður.  Það er mikil ólga í fólki og óánægja og innri strið eru mörg. Ég held að best sé að skipta út stjórninni. Það er eitthvað svo mikið klúður í gangi að fólk er orðið svo reitt.  Ekki síst út af skólamálunum. 

Mjög margir eru þó að leita sér að innra friði, finna aðferðir til að slaka á, fara út og anda að sér fríska loftinu eða njóta náttúrunnar á annan hátt. Það er margt í boði og kostar lítið eða ekkert.  Það er svo margt gott í boði á Íslandi. Hreint vatn úr krana, hreint loft og hrein náttúra. Það ættu því að vera hæg heimatökin að hreinsa sig af hverju sem er. 

Í dag kl. 12:00  er málþing um kynþáttafordóma í Neskirkju og ætla ég að kíkja á það. 

Eigum góðan dag. 

Birti hér að lokum ljóð sem yljar .. frá Facebookvini: 

Kristjan Hreinsson

SÓLARLJÓÐ

 

Í frosti mín vitund fer á sveim

þá finn ég yl í huga mínum,

ennþá mig sækir söngur heim

...og sólarljós í augum þínum.

 

Þegar ég heyri villtan vind

vafra um í næturfrosti

vaknar í huga himnesk mynd

af heitri sól sem til mín brosti.

 

Ennþá mig heillar hjartnæmt ljóð

sem heyrði ég í faðmi þínum,

og ennþá hún syngur sæl og góð

sólskríkjan í huga mínum.

 

:-)



 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég verð að viðurkenna að mér líður betur að vita að Gaddafi hefur verið aðeins stoopaður af.  Ég var með martröð yfir hvað hann myndi gera við blessað fólkið sem var að reyna að mótmæla honum, eða var fast inn í gildrunni meðan her hans af fullum þunga var með árásir á sitt eigið fólk. 

Þó segi ég að stríð er aldrei réttlætanlegt, en í þessu tilfelli ser ég sáttari við það en til dæmis innrásina inn í Írak, sem var algjörlglega gerð út í gegn af lygi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2011 kl. 10:00

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég er alltaf að vonast eftir öðrum lausnum en stríði. Eitthvað svona "Gandhi style" .. alþjóðasamfélagið myndi útiloka Gaddafi.  Það var komið flugbann - en hvað svo? .. Skiletta ekki alveg!

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.3.2011 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband