Alheimurinn í mér og ég í alheimnum ..

photo_on_2011-03-02_at_09_41_2.jpg Þessi fjólubláa kona horfði á þáttinn um Snæfellsjökul á RUV áðan, margt áhugavert og dularfullt. Þekki sjálf þessa tilfinningu að staðir hafi mismunandi orku, það gildir að sjálfsögðu líka um heimili fólks og stofnanir.

Í miðjum þætti var mér litið upp á málverkið á veggnum fyrir ofan sjónvarpið - "Rauð Jörð" eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur, sem er frænka míns fyrrverandi.  Hún gaf okkur þessa mynd í brúðargjöf, en ég fékk að halda henni og þykir mér vænt um það. 

Myndin er af Snæfellsjökli,  en eins og rautt hraun fyrir framan og svo í anda Þorbjargar setur hún þarna vegg og eina ferkantaða súlu, svo er eins og að jörðin opnist. 

Ég kannast við þetta aðdráttarafl jökulsins og sérstakan anda undir Jökli. Hef dvalið þar og sjaldan upplifað náttúruna eins vel.  Mér finnst þetta svo satt sem söngvarinn (sem ég man ekki hvað heitir en syngur eins og kona) sagði - um að hann hefði upplifað alheiminn í sér og sig í alheiminum.  Svo var talað um hvíta ljósið, alheimsorkuna "sem sumir kalla Guð" ... 

Ef við samþykktum þetta, að við erum öll eitt,  myndum við skilja betur að það sem við gerum öðrum hefur áhrif á okkur.  Bæði það sem við gerum gott og það sem við gerum illt.  

Ég veit alveg að sumum finnst svona tal um álfa, krafta, orku, ljós, tíðni o.s.frv. algjört bull, og ég skil það alveg.  Mér finnst aftur á móti heimur án þess leiðinlegur heimur. 

Heimurinn er voðalega ófullkominn, eins og við sjálf, enda erum við heimurinn. 

 Hér er svo "útsýnið" að sjónvarpinu og Rauðri jörð 

photo_on_2011-03-20_at_23_15_1071302.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband