Þakklæti fyrir sunnudagsmorgun ...

Það stefnir allt í svona "göngum við í kringum" bloggviku hjá mér þar sem þakkað er fyrir dagana. Göngum við í kringum byrjar þó á mánudegi en ekki á laugardegi eins og þessi bloggvika mín. Í gær sá ég að vinkona mín auglýsti á facebook status eftir nafni á dönsku hljómsveitinni sem flytti lag sem verið væri að boxa gaur með rauðum boxhanska. Ég var ekki lengi að kveikja, enda alræmd fyrir að ota þessu lagi fram, og þá nýlega í útskriftarveislu bróðursonar.  Ég smellti því upplýsingum um lagið og tengli af Youtube á síðuna hennar, og hún losnaði við uppsafnaða spennu vanþekkingarinnar.  Enda  skrifaði hún þá Ahhhhhhhhhhhh.. eða eitthvað álíka. 

En þessu fylgdi meira, því rétt á eftir hringdi hún í mig og bauð mér að koma með á árshátíð! Jeii..  Þar sem ég fæ ekki oft tækifæri á glamúr,  sagði ég já, fyrirpartý og allt!  Árshátíðin var hin glæsilegasta, Eurovisjón stjörnur tróðu upp hver af annarri og góður matur.  Til að gera langa sögu stutta, þá er heilsan í dag ekki eins góð og í gærmorgun,  og ekki ætla ég að fara neitt ítarlegar út í það. (Þið eigið að láta þá drekka sem geta það)  (þessi rödd kemur frá fv. tengdó)).   Hressist ef ég fæ mér góðan göngutúr. (Vertu ekki með svona yfirlýsingar ef þú nennir ekkert að fara! (þetta var bara mín rödd)).

Ég er þakklát fyrir vini mína sem hafa hugsun á að hafa mig með - því það er ekkert alltaf gefið að við svona "singles" fáum að vera með í þessu parasamfélagi.  Flest matarboð eru nefnilega pöruð.  Ég er líka þakklát vini mínum sem skutlaði mér heim eftir árshátíðina. (????)  Það er bara til svo mikið af notó fólki sem er tilbúið að dansa saman í kringum einiberjarunn. Stundum er ég þetta tré og stundum ert þú tréð.  Aðal málið er að dansa saman en ekki sundur. 

Ég þakka hér með alla þá vináttu sem mér er sýnd og þakka fyrir að fá tækifæri til að gefa vináttu. (Eretta ekki að verða svolítið of væmið hjá þér Jóhanna?).. andsk.. innri röddin alltaf að bögga mig!Tounge ...  

Vöknum svo hressilega með Thomas Holm og "Nitten" .. textinn er brilljant!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. Ég var spurð að því í gær af hverju fólk bloggaði. Eflaust er það mismunandi - ég hef bara svaka gaman af því að segja frá og ef að einhver hefur gaman af því að lesa þá er þetta svona "win win" situation.  Tapar enginn!  

Hér gæti "innri röddin" farið að blammera mig og sagt "góða þú ert bara athyglissjúk" -  en hún er skrúfuð niður hið snarasta. Munum að við höfum valdið til að skrúfa niður svona leiðinda komment - bæði frá sjálfum okkur og öðrum.  Og auðvitað erum við með valdið - ritstjórar á okkar bloggi, og berum reyndar ábyrgð gagnvart samfélaginu og mbl.is  því það má nú ekki bara skrifa hvað sem er og valta yfir mann og annan, allt í nafni málfrelsis, nei og sei, sei..  

Jóhanna Magnúsdóttir, 20.3.2011 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband