Bjartsýnisspá fyrir 2011 - Lifðu í lukku en ekki í krukku!

Ég hef ekki komist til að lesa völvupána í Vikunni, en hef lesið sumt af því á blogginu um það sem þar er verið að spá. Það var ekkert sérlega upplífgandi og reyndar var það bara óhollt vegna þess að mér varð ekkert gott af því. 

Mannshugurinn er ótrúlega sterkt fyrirbæri og ég er viss um að við hreinlega getum látið spár rætast, a.m.k. að hluta til.  Ég heyrði einu sinni sálfræðing lýsa því að þegar við segjum við barn sem er að hella úr mjólkurfernu "ekki hella niður" að það sé mun líklegra að barnið helli niður en ef við segðum ekki neitt.

Bara orðin "hella niður" eru þau sem greipast í huga barnsins, þetta ekki skiptir engu máli.

Eins er hægt að segja við okkur;  Ekki hugsa um hest.  Enginn sem les þetta sér eitthvað annað en hest fyrir sér. Orðið ekki skiptir þá engu máli.   En ef við segðum í staðinn;  hugsaðu um ljón,  þá færum við að sjá ljón og hesturinn hverfur. (Þessa líkingu heyrði ég hjá Guðna í Rope Yoga).

Ég ætla því að taka bjartsýnisstefnu í spádómum fyrir árið 2011.  Þessu get ég t.d. spáð:

Það munu koma margir sólardagar,  þar sem fólk getur notið sín t.d. á Austurvelli og fengið sér cappuchino eða sódavatn á Café Paris,  nú eða t.d. á Ráðhústorginu á Akureyri! Við munum hafa nóg af fersku lofti til að anda að okkur og gnægð ferskvatns til að svolgra í okkur. 

 Margir munu njóta vináttu. Margir munu finna ástina, eiga unaðsstundir saman - mörg heilbrigð börn munu fæðast á árinu. (Í sumum tilfellum afrakstur unaðsstundanna).   Mörgum mun ganga fanta vel í vinnu og námi,  margir munu njóta þess að syngja - bæði einir í sturtu og í kórum.  Við eigum örugglega heimsmet í kórsöng.

Margir munu fá hlátursköst á árinu og margir munu finna að lífshamingjan er ákvörðun sem hægt er að taka.

Sú sem hér skrifar,  mun opna heimasíðuna www.lifshamingjan.is  þar sem hún ætlar að skrifa um mannbætandi hluti og er að vinna í nokkurs konar mannbætimiðstöð líka sem hægt er að sjá á síðunni www.lausnin.is  (Mín persónulega síða kemur með kalda vatninu, er með fínan strák mér til aðstoðar, að hjálpa mér að búa hana til).  

Að lifa í lausnum og lífshamingju er svona svipað og að lifa í lukku en ekki í krukku! Smile

Endilega bætið við í athugasemdum einhverju sem þið spáið að muni gerast á árinu og nú skulum við bara setja athyglina á hið góða,  því það sem við veitum athyglii VEX.  

Ég er ekki með þessu að segja að fólk eigi að stinga höfðinu í sandinn og vera ekki með meðvitund um umhverfi sitt og ástand,  en að með því að veita plúsunum meiri athygli fækkar mínusunum.  Þó að stormar geysi allt í kring þá er hægt að eiga innri frið og gleði í hjarta. 

Hérna er ein hress ömmustelpa - verum jákvæð fyrir okkur sjálf og ungu kynslóðina sem er að vaxa úr grasi  Smile ..  

p1010012.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það munu líka mörg yndisleg börn fæðast á árinu. 

Þú ert yndisleg Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2010 kl. 12:51

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Smá viðbót: Öll höfum við tækifæri á góðum félagsskap - með okkur sjálfum! ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.12.2010 kl. 12:52

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ó já Ásthildur mín, það munu örugglega fæðast mörg yndisleg börn! Hvar mætist svo fólk á góðviðrisdögum á Ísafirði? Er það ekki Silfurtorg?

Knús á þig!

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.12.2010 kl. 12:56

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Lífið er gott ef maður vill og leggur sig fram.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2010 kl. 14:27

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Já Ásdís, við höfum alla veganna val um viðhorf okkar.

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.12.2010 kl. 14:33

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sá að Baggalútur er eins svartsýnn og völva Vikunnar - og búinn að spá í allt milli himins og jarðar! http://baggalutur.is/frettir.php?id=5213

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.12.2010 kl. 15:16

7 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég spái því að það verði búið að lýsa yfir herlögum í Bandaríkjunum innan 7 mánuða, þá líklega eftir hryðjuverk þar í landi (heimasmíðað eins og 9/11 og flest hryðjuverk), annað hvort með því að sleppa einhverjum vírus lausum eða "skítugri" sprengju.

Vona samt að spá mín (sem er byggð á rökstuddum grun) verði ekki til þess að þetta gerist vegna þess

Georg P Sveinbjörnsson, 29.12.2010 kl. 20:09

8 Smámynd: Anna Guðný

Venjulega hef ég nú keypt Vikuna á þessum tíma, aðallega til að lesa spánna. Eftir að hafa heyrt aðeins um það hverju völvan spáir ákvað ég að kaupa hana ekki. En ég hlustaði á spánna hjá Siggu Kling. Hún er mun jákvæðari.

Og það er einmitt það sem ég ætla að vera: Jákæð og bjartsýn.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 29.12.2010 kl. 23:08

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Georg - þetta átti bara að vera bjartsýnisspá!! ;-) en þú ert fyndinn!

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.12.2010 kl. 01:33

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sæl Anna Guðný, hef ekki heyrt spána hjá Siggu Klingenberg - en hún kann svo sannarlega jákvæðni ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.12.2010 kl. 01:33

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Verum bara bjartsýn og gefum hana með okkur og endilega að muna að það er í lagi að biðja um hjálp ef þörf er á.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.12.2010 kl. 20:07

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sammála þér Milla - og voðalega er þetta flott mynd af þér! ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.1.2011 kl. 22:50

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jóhanna mín maður verður svo flottur þegar maður er glaður og jákvæður verð það svo sannarlega þegar sem flestir af mínum eru hér.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.1.2011 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband