24.12.2010 | 07:20
"Út með illsku og hatur, inn með gleði og frið" ...
Það er gott að vakna á aðfangadagsmorgun, þótt það sé kannski full snemmt svona klukkan sex eitthvað, með allt í góðum gír. Æðruleysi er orð dagsins, ég gera það besta úr þeirri stöðu sem ég er í. Er þakklát fyrir að vera bara í gír yfirhöfuð!
Ég var með með árlega "Opið hús" í gær og fékk fjölskylduna og nána vini í heimsókn. Allt fólk sem mér þykir gríðarlega vænt um og er svo innilega þakklát fyrir að eiga að. Ég útbjó hlaðborð með ýmsu góðgæti og svo drukkum við heitt kakó með rjóma, gos og/eða öl! ..
Eftir að vinir og vandamönn höfðu kvatt og ég hafði gengið frá að mestu leyti, leyfði ég mér að setjast niður og horfa á Örvæntingafullu eiginkonurnar á RUV plús, en þar dúkkar alltaf eitthvað óvænt upp. Þátturinn í gær átti að gerast um Þakkargjörðarhátíðina, sem er ekki síður mikilvæg hátíð í Bandaríkjunum en jólin. Á þakkargjörðarhátíð minnist fólks þess sem það er þakklátt fyrir og hjó ég eftir þessu "To Count your Blessings" bein þýðing "Að telja blessanir þínar" sem er auðvitað bara að rijfa upp það sem þú getur verið þakklát/ur fyrir.
Jólin eru þannig tími, að við getum sest niður - með öðrum, eða með sjálfum okkur og rifjað upp það sem við erum þakklát fyrir.
Ég hef margt að þakka þetta árið, en það sem stendur upp úr er fólkið sem ég hef í kringum mig, bæði það sem ég hef þekkt lengi og nýja fólkið sem ég hef fengið að kynnast og hefur rekið á fjörur mínar. Ég nota viljandi þetta orðalag "að hafa rekið á fjörur" því að stundum er merkilegt hvernig fólk kemur til manns eins og okkur sé ætlað að hittast.
Talandi um að telja blessanir sínar; "Barn er blessun" og ég eignaðist nýtt barnabarn á árinu, og eru þau því orðin þrjú talsins og það er svo sannarlega eitt af stóru þakkarefnunum. Í mótlæti minu varðandi aðdraganda og uppsögn og síðan baráttu mína við að verja skólastarf Hraðbrautar hef ég fengið endalausan stuðning og styrk frá fyrrverandi og núverandi nemendum - í formi tölvupósta, kveðja á Facebook og svo hafa þeir tjáð sig á blogginu mínu. Fyrir það er ég afskaplega þakklát. Ég er líka þakklát öðru góðu fólki sem hefur haft samband varðandi þetta og annað og hvatt mig áfram og sýnt stuðning. Ég met það mikils.
Ég er þakklát fyri nýja starfið mitt, bæði við að fara að sinna málum varðandi brottfall nemenda úr skóla og svo hjá Lausninni, en hvað er dásamlegra en að fara að starfa að lausnum? Ég er líka sérlega þakklát fyrir samverkamenn mína þar, sem ásamt sr. Önnu Sigríði Pálsdóttur og Margréti Scheving tókst að kenna mér loksins hvað meðvirkni þýddi í raun og veru. Ég er líka þakklát fyrir Dale Carnegie námskeiðið sem ég fór á, góða fólkinu sem ég kynntist þar og frábærum þjálfara. Ég er þakklát fyrir hvað ég er hraust og að ég hafi orku til að gefa af mér.
Ég næ aldrei að þakka allt hið góða sem mér hefur verið fært á sl. ári og árum í upptalningu hér, en ég held áfram að hugsa í þakklæti. Þakklæti fyrir fjölskyldu, vini og velviljað fólk. Þakklæti til þín sem hefur gefið þér tíma til að lesa hugleiðingar mínar og deilt með mér gleði og sorg. Ég ætla ekki að gleyma sjálfri mér - en ég er þakklát fyrir sjálfa mig! (Við eigum það nefnilega til að gleyma okkur sjálfum).
Um leið og við þökkum það sem gott er hugsum til þeirra sem hafa minna úr að moða, eru einmana eða sárir - hugsum til þeirra með umhyggjusömu hjarta og sendum þeim birtu og yl. Sendum þeim því ekki áhyggjur okkar heldur bæn um betri tíð og blóm í haga.
MEÐ EINLÆGRI ÓSK UM GLEÐI OG FRIÐ UM JÓL!
Athugasemdir
Gleðileg jól til þín líka Jóhanna mín, og megi nýja árið verða þér gæfuríkt. Takk fyrir alla ljósu punktana sem þú hefur gefið okkur bloggvinum þínum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.12.2010 kl. 13:21
Gleðileg jól mín kæra Ásthildur og óska þér og þínum sömuleiðis gæfu á nýju ári. Mig langar að hafa það að markmiði á næsta ári að koma við í Kúlunni þinni! Þakka þér fyrir þín mörgu hlýju og styrkjandi orð bæði á blogginu þínu og í minn garð!
.http://naflaskodun.blog.is/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Heart.png
Jóhanna Magnúsdóttir, 24.12.2010 kl. 14:23
Það átti að koma þarna hjarta í restina - sem breyttist í eitthvað forritunarmál - en bæti úr því snögglega!
Jóhanna Magnúsdóttir, 24.12.2010 kl. 14:25
Mér hlýnar alltaf um hjartaræturnar að lesa póstana þína. Ég svara víst fáum en fæ því meira af hlýju og væntumþykju úr skrifum þínum. Hjartanlegar hátíðaróskir til þín og þinna.
Mbkv, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 24.12.2010 kl. 15:53
Þakka kveðjuna Björn bóndi! Það er ekki amalegt að fá svona "bændahátíðarkveðju!
Kær kveðja á móti,
Jóhanna
Jóhanna Magnúsdóttir, 25.12.2010 kl. 10:06
Stórhátíðarkveðja til þín
Hrönn Sigurðardóttir, 25.12.2010 kl. 16:22
Takk sömuleiðis Hrönn mín!
Jóhanna Magnúsdóttir, 25.12.2010 kl. 20:13
Gleðileg jól :)
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.12.2010 kl. 01:51
Gleðileg jól Jóna Kolbrún! ;-)
Jóhanna Magnúsdóttir, 26.12.2010 kl. 09:13
Gleðileg jól Jóhanna.Þú vekur upp huga hvers og eins,þar sem lýsir því,sem flestir eiga.Fjölskyldu og vini.Hverjir eru meira dýrgripir,eigu fólks.
Ég átti yndislega stund í kvöld,er við hjónin höfðum jólaboð fyrir fjölskylduna.Ég horfði yfir hópinn og hugsaði.Ríkur er ég Að eiga slíka gersemi verður maður stoltur og aldrei ósáttur um gjörðir sínar.
Ég vil nota þetta tækifæri,að þakka þér,fyrir skrif þín,þú hefur vakið fólk,við að skoða sjálft sig.Það er grundvöllur ,að fólk finnur að það hefur hlutverk í þessu lífi.
Góðar stundir.
Ingvi Rúnar Einarsson, 27.12.2010 kl. 03:36
Ásdís Sigurðardóttir, 27.12.2010 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.