13.11.2010 | 09:53
Komið þið sæl
Góðan dag,
Merkilegt nokk, ég hef aðeins hvílt mig á netheimum sl. viku og í morgun var ég að íhuga hvernig og hvort ég skyldi halda áframm með blogg, því mér er farið að leiðast ískyggilega "óhefluð umræðumenning" eins og talað er um þarna í fyrirsögn.
Ég ætla nú samt ekki að láta það hrekja mig frá, en hef ákveðið að breyta mínum áherslum á þann veg að ég birti ekki nafnlausar athugasemdir óheflaðra aðila, og reyndar bara engar athugasemdir sem eru settar fram af ókurteisi.
Það er alveg hægt að ræða saman, og vera ósammála án þess að fara í einhverjar skotgrafir og hvað þá að gefa leyniskyttum tækifæri á að ganga lausum og drita úr sínum hríðskotabyssum á allt og alla.
Markmið með mínu bloggi er ekki að "skapa deilur" heldur að finna lausnir, velta upp hlutum sem vissulega skapa umræðu, leggja mitt til mála líðandi dags. Lausnirnar finnum við vonandi í sameiningu og samvinnu en ekki með stríði og persónuárásum.
Þetta gamla "sameinuð stöndum vér - sundruð föllum vér" mottó lifir ágætu lífi og verðugt að hafa í huga.
Ég hef örugglega tekið þátt í því einhvern tímann að sundra, er ekki að setja mig hærra en aðra, en ætla að hafa þetta í huga og vonandi gera það allar manneskjur sem vilja láta gott af sér leiða. En ÞETTA blogg er MITT rými og ég ætla að stjórna því.
Sendi svo ljós og frið í hjörtun ykkar og óska öllum góðrar helgar.
Óhefluð umræðumenning Íslendinga í netheimum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
æji haltu kjaft!!! :)
Sleggjan og Hvellurinn, 13.11.2010 kl. 16:43
Haltu kjafti sjálfur!
Jóhanna Magnúsdóttir, 13.11.2010 kl. 17:12
Til lukku með þessa ákvörðun.
Eðlileg sjálfsögð kurteisi er nokkuð sem maður gerir kröfu til í samskiptum í daglega lífinu bara svona almennt, og hvers vegna ekki að ætlast til þess á blogginu rétt eins og annarsstaðar.
Reyndin er sú að mjög margir sem hafa bloggað um dægurma´l um nokkurt skeið kjósa að ritstýra bloggsíðunni varðandi athugasemdir - og eigungis af illri nauðsyn því sumt fólk fer offari.
Ég samþykki helst ekki nafnlausa bloggara á minni síðu. Mér finnst ekki áhugavert að vita álit fólks sem ekki tjáir sig undir eigin nafni. Öllum óviðurkvæmilegum og ómálefnalegum athugasemdum hafna ég alveg hiklaust. Þegar um hitamál er að ræða er ótrúlega oft sem fólk leyfir sér að senda frá sér það sem ég kalla óhróður.
Stundum er eins og að illa innrætt fólk fái útrás fyrir "frustration" sína á netinu
og kemur um leið illu orði þetta annars skemmtilega og frábæra fyrirbæri sem bloggið getur verið.
Marta B Helgadóttir, 15.11.2010 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.