4.11.2010 | 10:24
Öfganna á milli ...
Hófsemd telst til höfuðdyggða (eða dygða ef komið er af dugur).
Það fer væntanlega ekki fram hjá neinum sem fylgist með mínu bloggi að þar geysa oft ansi ákafar trúmálaumræður. Ég ætla ekki að ræða um efnisatriði trúar hér, aðeins hvað mér finnst að öfgatrúmenn og öfgatrúlausir eigi oft mikið sameiginlegt.
Þeir segja allt fyrir málstaðinn, án þess að blikna. Þeir hanga á ákveðnum Biblíuversum eða hugmyndum úr Biblíunni eins og það sé eitthvað óumbreytanlegt, og reikna ekki með gagnrýnni hugsun manna.
Einhvern tímann kom út bókin Konur eru frá Venus og Karlar frá Mars og þá var verið að ræða um hegðun og tungutal kvenna annars vegar og karla hins vegar.
Ég held að fígúran Doctore sé frá Plútó og kannski eru einhverjir öfgatrúarmenn það líka?
Ég mæli með því að þeir sem eru á jörðinni ástundi virðingu og velvild í garð náungans og gangi ekki of hart í dómum sínum.
Leyfum fólki að vera samkynhneigt í friði, trúhneigt, trúleysishneigt í friði o.s.frv... alltaf með formerkjum hófsemdar og gagnkvæmrar virðingar.
Samfélagsleg gildi ber að virða, að sjálfsögðu líka.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Ég var einmitt að skrifa svar við öfgafullri morgunblaðsgrein eftir ríkiskirkjuprestinn Gunnlaug Stefánsson, sjá: Prestar og pólitíkusar
Það eru nefnilega ekki bara trúlausir bloggarar og á köflum hómófóbískir sértrúarsafnaðarmeðlimir sem eru öfgafullir, klerkar frá Heydalaprestakalli og víðar kunna þetta líka.
En auðvitað þurfa allir að líta í eigin barm og athuga hvort þeir séu að kasta grjóti úr glerhúsi. Ég hef leyft mér að kalla mig húmanista og hef nú ákveðið að reyna á hverjum degi að renna augunum yfir gildin sem Siðmennt tilgreinir sem gildi húmanista. Þar eru margar sjálfsagðar dyggðir útlistaðar og ef ég er ekki að reyna að fara eftir þeim á ég náttúrulega ekkert að vera að kalla mig húmanista.
Trúaðir ættu vitaskuld að gera slíkt hið sama með gildi trúarhreyfinga sinna (sem vonandi fjalla flest um góða hegðun en ekki það að myrða eða limlesta trúvillinga), því það er þrátt fyrir allt það dót sem á að tryggja okkur góða tilveru, hvort heldur á jörðu eða handan þokunnar miklu, svo það kemur í sama stað niður hver tilgangurinn er.
Þegar menn froðufella af bræði yfir skorti náungans á umhyggju og heiðarleika eru þeir náttúrulega gjörsamlega búnir að gleyma hvernig hegðun það er sem er líklegust til kveikja slíka hegðun hjá öðrum.
Svo ég taki nú aðeins þátt í væmninni hennar Jóhönnu.
-bloggsonurinn
Kristinn Theódórsson, 4.11.2010 kl. 10:48
Má ég benda þér á smágrein sem ég skrifaði í gær og er á blogginu.
Annars er ég sammála þér, góð grein!
Bergljót Gunnarsdóttir, 4.11.2010 kl. 10:49
Af hverju helur þú að Kristin trú, sé svona sterk og útbreidd? Er það vegna boðskapar, sem kemst fyrir á póstkorti eða er það vegna þess að hún var slægust frekut og ofbeldisfyllst?
Umburðarlyndi er ekki án takmarkanna. Það veistu. Bullshitþröskuldur minn má vera svolítið lágur og jafnvel fyrir hjólastóla, en yfirgangur og kúgun má aldrei líðast, hvort sem hún er fýsísk eða andleg. Þá komum við að réttlæti og heiðarleika.
Telur þú framkomu kirkjunnar undanfarið vera réttláta gagnvart trúuðum jafnt sem trúlausum? Telur þú forkólfa þessarar stofnunnar vera heiðarlega? Telur þú þá jafnvel praktísera það sem þeir pédíka?
Bergljót skrifar grein þar sem inntakið er að við ættum að sjá í gegnum fingur okkar með afglöp kirkjunnar af því að við gætum þurft að grípa til trúarinnar á ögurstundu.
Sérðu einhverja alvarlega hugsanavillu í þessu? Vertu alveg heiðarleg, sem ég veit ð þú getur verið á góðum degi.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2010 kl. 11:48
Sæll Jón Steinar,
Ég var að svara bloggi Bergljótar - en þar skrifaði ég:
Sæl - ég skráði mig utan trúfélaga í vor - af princip ástæðum. Ég er í fyrsta lagi alls ekki trúlaus, á fjölskyldu, fullt af vinum og kunningjum innan kirkjunnar og lít upp til margra þjóna hennar.
Kirkjan er að glíma við að kirkjan stendur fyrir þrennt, yfirstjórn + biskup, kirkjan sem hús, kirkjan sem samfélag trúaðra.
Ég sætti mig við samfélag trúaðra og þeirra sem láta sig náungann varða.
Ég var innanbúðar, þ.e.a.s. fékk að vera á fundum og á póstlista presta og guðfræðinga, þegar verið var að ræða hjónavígslu samkynhneigðra, þar blöskruðu mér viðbrögð biskups og framkoma hans og sumra presta innan kirkjunnar svo svakalega að ég ákvað að fara í mín "þöglu" mótmæli og segja mig frá stofnuninni þar til að mér liði þannig að yfirstjórn talaði máli náungans.
Svo hefur nú bara frekar bætt í heldur en hitt. Fyrst biskupsmálið (þ.e.a.s. vegna Ólafs Skúlasonar) og hvernig yfirstjórn dró fætur í því máli. Nú er það nýjasta að prestar hafa misst sig og þá biskup líka í hvössum yfirlýsingum vegna tillagna mannréttindaráðs. Yfirlýsingum og orðum sem voru kirkjunni ekki til framdráttar og sýndu engan tón sáttar - umburðalyndis eða neins af því sem kristnin á að standa fyrir.
Sem betur fer dúkkaði upp prestur, Hildur Eir Bolladóttir, sem var tilbúin að líta í eigin barm - eða réttara sagt barm kirkjunnar og fara í samtal við náungann en ekki bara að tala yfir honum eða siða.
Hún vakti með mér nýja von hvað þjóðkirkuna varðar og þjóna hennar. Reyndar eru fleiri í þeim hópi - svo sannarlega.
Biskup sagði að verið væri að höggva að rótum trúarinnar í sinni yfirlýsingu gagnvart mannréttindaráði. Að sjálfsögðu er ekki höggvið að rótum trúarinnar, það var höggvið að kirkjunni sem hafði minni möguleika á að hafa áhrif inni í skólakerfinu.
Ég er ekki viss um að trúin risti djúpt hjá þeim sem lýsa yfir trúleysi þrátt fyrir hegðun ákveðinna aðila eða forsvarsmanna kirkjustofnarinnar.
Trúin verður seint frá mér tekin.
Því er ég sammála þessum orðum þínum - "því trúin er innra með fólki og einhverjir afvegaleiddir prestar geta engin áhrif haft á hana"..
Ég tek það fram að ég hef starfað mjög mikið innan kirkjunnar, ólst þar upp við sunnudagaskóla - hef prédikað og lært innan þessarar stofnunar - og eins og áður sagði á fjölmarga vini.
Því var það sárt að segja mig frá stofnuninni Þjóðkirkjunni - en ég tel mig alltaf tilheyra kirkju Jesú Krists á jörðu.
Jóhanna Magnúsdóttir, 4.11.2010 kl. 11:56
Og meira Jón Steinar, alveg er ég sammála þér með umburðalyndið, við eigum aldrei að umbera ofbeldi - eða vera svo svakalega umburðalynd að láta óréttlæti líðast.
Jóhanna Magnúsdóttir, 4.11.2010 kl. 12:02
Að auki vil ég spyrja, af því að mitt minni brestur sennilega:
Manstu eftir einhverjum tíma þar sem hefur ríkt sátt um kirkjuna eða innan hennar, svona í þinni tíð? Manstu eftir friði og sátt yfirleytt í heimi trúarbragða? Telur þú von um líka sátt?
Það má vel vera að fólk finni hugfró í trú, en það er þá vegna þess að það hefur mótað hana með sér sjálfum af eigin eðlishvöt og innsæi. Ekki vegna þess að það hafi kynnt sér ögu hennar eða innihald ritanna. Þá horfði öðruvísi við.
Kristnir eru alveg clueless á samhengi hlutanna þegar að kemur að þessu vala og fjárplógsbákni, sem hellir fordómum sínum stöðugt yfir minnihlutahópa og heldur eldræður til varnar glöpum sínum yfir grunlausum sem álpast í kirkjur á sunnudögum í leit að huggun. Skítkast og reiðiræður, flokkadrættir, fordæming og sjálfvorkunarvæl í bland við kvabb og betl er það sem fólk fær nú úr stólum hinna geistlegu fulltrúa.
Þarf fólk þetta til að trúa i sinni heimatilbúnu lífssýn um kærleik og vinarþel?
Þarf það þetta batterí utan um þessi örfáu mannakorn, sem kostar þrivar sinnum rekstrarfé landhelgisgæslunnar að reka, svo það villist ekki af leið og geri náunga sínum og börnum illt?
Ég er annað hvort svona stjarnfræðilega heimsskur að já þetta ekki eða þá að vandinn liggur handan borðs.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2010 kl. 12:04
Takk fyrir gott svar við fyrri athugaemd. Hildur kemur með nýjan tón og telur það vera guðllega vitrun, ef ég kil hana rétt, en ég held einfaldlega að þetta sé bara ný strategía. Ef þú lest vel, þá er hún að biðja kirkjunni griða en ekki boða sátt. Hún er að réttlæta batteríið, vona rétt eins og þú gerir hér með að líta á þetta sem einhvern nýjan, einstakann og tímabundinn vanda kirkjunnar.
Er ykkur ekki kennd saga í guðfræðinni? Er hún eitthvað ritskoðuð? Hefurðu fylgst með fréttum svona tja....segjum s.l. 30 ár?
Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2010 kl. 12:10
Ég er sagður hafa réttlætiskennd sem er þremur númerum of stór að sögn minna nánustu. Hvað sem til er í því. Allavega er það mér oft til vansa að tjá mig um þessa "ósnertanlegu" hluti þegar mér ofbýður heimkan, hræsnin, fáfræðin og sérgæskan.
Yfirgangur kirkjunnar og áróður ofbýður mér algerlega. Ekki vegna trúleysis míns og prinsippum því tengdu. Ég veit þú skilur hvað ég er að fara. Ég hef lesið mig í keng um sögu og tilurð þessara hluta og þykist vita að þetta sé ófyrirleitnasta svindl og kúgunarafl í mannkynssögunni, byggt á lygi og uppdiktuðum fáránleik. Því miður.
Ég tel það gott má þegar fólk finnur sér fró í einhverskonar góðri hugmyndafræði og mannbætandi vegvísum, enJueo kristin trú eru ekki hugmyndafræði til framgangs friði og virðingu heldur hugmyndafræði og trategía um alvaldtakmörkuðum aðli til handa. Þessvegna stendur hún sterk. Hún hefur makkað með kúgurum þessa heims í 2000 ár.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2010 kl. 12:26
Ef krikjunnar nyti ekki við, þá hef ég þá vona að fólk kæmi saman í stofum og jafnvel sumarbútöðumsem í fyrndinni og talaði um það góða og hvað mætti betur fara án þess að hafa bók milli handanna, sem það þorir vart að lesa. Hvað þá með tákn á sér til aðgreiningar og sjálfsréttlætingarsvip.
Kannski er það bara heimskuleg fantasía í mér.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2010 kl. 12:32
Obb, obb, obb... þetta kemur svo ört hjá þér Jón Steinar.
Áður en svörin fara að berast frá mér - sem gætu tafist þar sem ég þarf að sinna smá lífi utan skjás núna næstu klukkutíma, langar mig að spyrja þig:
Hvar staðsetur þú þig í þessu hófsemdarrófi? .. Ert þú staddur á miðjunni eða finnst þér þú þurfa að setja slagsíðuna í aðra áttina til að rétta af skipið - svipað og með rök feminista gegn feðraveldinu?
Jóhanna Magnúsdóttir, 4.11.2010 kl. 12:48
Varðandi síðasta innlegg þitt. Ég hef sagt svipaða hluti, en það eru þó ekki allar samkomur kirkjunnar eins og þú lýsir og langt í frá. En þær eru þó enn til.
Reyndar stofnaði ég hóp á Facebook - sem heitir Mannrækt viska-virðing-vinátta sem átti akkúrat að hafa þennan anda sem þú lýsir. Svona "veggjalausar" samkomur þar sem fólk gat hist, styrkt hvert annað, rökrætt, spáð og spekúlerað til betri heims. Í þessum hópi er fólk af öllu "sauðahúsi" .. trúaðir sem trúlausir - með þann tilgang að láta gott af sér leiða. Ég hef aðeins tvisvar kallað okkur saman - einu sinni í göngutúr og mættum við þá fimm og í seinna skiptið mættum við þrjár systur, einn vinnufélagi og einn fyrrv. nemandi, sem er reyndar orðin formaður UVG í dag - svakalega öflug stelpa.
Ég hef verið framtakslaus hvað þennan hóp varðar - en kannsk ég blási nú til leiks á ný ;-) ... gott að fá innblástur.
Jóhanna Magnúsdóttir, 4.11.2010 kl. 12:54
VVV Mannrækt
nú verð ég að rjúka!
Jóhanna Magnúsdóttir, 4.11.2010 kl. 12:58
Gagnvart Kirkjunni og opinberum trúarbrögðum almennt, er mlirinn löngu orðinn fullur. Á hófsemdarrófinu er ég því algerlega á vindborðið og hef enga von um að ég sjá mér ástæðu til að færast nær miðju.
Gerðu þó greinarmun á því að hér er ekki um óvild eða hatur að ræð. Það er annað róf. Umburðarlyndið er bara zero. Ef það væri öðruvísi þá er gengið á lagið. Það er allt í okkar menningu útsvínað í þessu, rétt eins og í táknfræði einræðisríkja ónefndra. Þeir eigna sér allt af góðum toga án þess að eiga nefil í því en afneita öllu misjöfnu og koma því helst á aðra.
Þetta eru algerir hryggleyingjar, sem aldrei gagnrýna nein voðaverk í nafni trúar né ófyrirgefanlega öfga innan þessara trúarviðkipta, hverju nafni sem þau nefnast. Enda vita þeir að þeir stnda jú í glerhúsi.
Ég verð alltaf gapandi hissa þegar venjulgt fólk ver þetta apparat sannfært af áróðri þeirra um að öllum góðum gildum verði úthýst úr samfélaginu ef þeirra njóti ekki við.
Það er jú svo himinhrópandi óheiðarlegt að ég ætla ekki einu sinni að byrja á að segja skoðun mína á því.
Líst vel á þessa facebook hugmynd þína. Líklega allt sem þarf. Er sjálfur svo lítil hópsál að ég er ekki fésari. Skil hvað þú ert að gera. Held þú sért ekki Kristin, heldur ertu skilyrt frá bernsku til að bergmála slíkt. Kristni er svo líka lygasaga og loddaraskapur eins og þú væntanlega veist. So why bother?
Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2010 kl. 14:17
Kristinn -
"Það eru nefnilega ekki bara trúlausir bloggarar og á köflum hómófóbískir sértrúarsafnaðarmeðlimir sem eru öfgafullir, klerkar frá Heydalaprestakalli og víðar kunna þetta líka."
Mannlífið er fjölbreytt innan prestastéttarinnar. Ég er ekki viss um að klerkurinn frá Heydölum, eins og þú kallar hann álíti sig öfgamann. En vissulega tekur hann stórt upp í sig - og mér finnst eins og margar af nýlegum prédikum séu of tilfinningahlaðnar vegna sárinda prestanna.
Það er staðreynd að þeir margir eru að vinna gott starf við sálusorgun, .. ég heyri oft í fólki t.d. eftir dauðsfall eða skilnað sem segir: Oh, presturinn var svo yndislegur og hjálpaði mér í gegnum þetta. Prestar t.d. koma til fólks eftir að jarðarför hefur farið fram. Sálfræðingar koma ekki til fólks - og fólk er ekkert endilega mjög upplagt að leita sér hjálpar út á við, heldur þarf að fá heimsókn sálgæsluaðila.
Þá er presturinn svo sannarlega bróðir eða systir í raun. Nýlega sá ég heimildarmyndina "Liljur Vallarins" sem var unnin af hlutlausum kvikmyndagerðamanni, Þorsteini Jónssyni. Þar var viðtal við ekkju sem lýsti því að kirkjan hefði verið eins og klettur í hafi, eftir dauðsfall manns hennar. Þessi kona tók það fram að hún væri ekkert sérstaklega trúuð ... Þessi mynd sýnir á mjög góðan hátt hlutverk kirkju í samfélagi sveitarinnar, sem einhvers konar sameiningartákni.
Ég er komin út fyrir efnið - ástæða fyrir að ég fór að segja frá þessu - var að ég tel að prestar upplifi tillögur mannréttindaráðs sem gagnrýni á störf sín og bregðist við í vörn - enda prestar mannlegir.
Þeir hafa sumir hverjir tekið býsna stórt upp í sig - og farið í gagnárás, sem er þeim eða kirkjunni ekki sæmandi né til góðs.
Allt held ég að þetta sé útspil særðra tilfinninga.
"En auðvitað þurfa allir að líta í eigin barm og athuga hvort þeir séu að kasta grjóti úr glerhúsi. Ég hef leyft mér að kalla mig húmanista og hef nú ákveðið að reyna á hverjum degi að renna augunum yfir gildin sem Siðmennt tilgreinir sem gildi húmanista. Þar eru margar sjálfsagðar dyggðir útlistaðar og ef ég er ekki að reyna að fara eftir þeim á ég náttúrulega ekkert að vera að kalla mig húmanista."
Gott hjá þér! .. ég er að reyna að muna þettta hvern dag - á tvö svona megingildi: Að vera heil og taka mig ekki of hátíðlega, við það má svo sannarlega bæta að líta í eigin barm áður en ég dæmi náungann, en það er einnig ástæðan fyrir heiti bloggsins míns "Naflaskoðun" .. það er þetta með flísina og bjálkann, sko.
"Trúaðir ættu vitaskuld að gera slíkt hið sama með gildi trúarhreyfinga sinna (sem vonandi fjalla flest um góða hegðun en ekki það að myrða eða limlesta trúvillinga), því það er þrátt fyrir allt það dót sem á að tryggja okkur góða tilveru, hvort heldur á jörðu eða handan þokunnar miklu, svo það kemur í sama stað niður hver tilgangurinn er."
Totally agree - sjálfsupphafning er löstur og það er því miður hætta á að sumir trúaðir falli í þá gryfju, og hafa gert, að klappa sér á brjóst og telja sig betri náunganum einungis á þeirri forsendu að þeir eru með ákveðinn stimpil á sér. En að því sögðu þá held ég að meirihlutinn sé nú ekki þannig þenkjandi - sem betur fer.
"Þegar menn froðufella af bræði yfir skorti náungans á umhyggju og heiðarleika eru þeir náttúrulega gjörsamlega búnir að gleyma hvernig hegðun það er sem er líklegust til kveikja slíka hegðun hjá öðrum."
Þarna erum við komin að samskiptagreindinni. Smile to the world and the world will smile to you - all except Doctore. (eru ekki alltaf undantekningar á reglum?) ..
Þegar við erum að skrifa þá þurfum við að íhuga í hvaða hóp við erum að skrifa. Það er MJÖG erfitt á blogginu. Ég tala öðru vísi við trúfólk - nota næstum annað tungumál - en trúlausa og þess vegna verður umræðan oft svo kaótísk og skilar engu. Ég er kannski að svara athugasemd hófsemdar trúmanns, þá hoppar inn í annað hvort öfga trú- eða trúleysingi og fer að býsnast yfir því að konan sé ekki kristin miðað við það sem hún skrifar, eins og það sé issjúið.
Ég er ánægð með undirskriftina þina! Styð það að vera væmin og gay! Það er víst nóg af hinu í heiminum.
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.11.2010 kl. 08:57
Bergljót - ég átti eftir að þakka þér fyrir athugasemdina. Var annars búin að svara á þínu bloggi ;-)
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.11.2010 kl. 08:58
Jón Steinar - Varðandi kirkjuna og söguna - þá er kennd kirkjusaga í guðfræði. Tveir áfangar að mig minnir. Bæði er farið í erlenda og innlenda kirkjusögu og ég man nú ekkert hvaða bækur við lásum, en þær voru allar erlendar að mig minnir. Jú, man hvað þær hétu "Kirkehistorie" hehe... Það er heilmikil kritík stunduð í guðfræðideild, trúðu mér - þar er sko verið að pæla mikið. Gunnar í Krossinum hélt einu sinni heita tölu YFIR mér og fleirum guðfræðinemum að það væri slæmt að fara í deildina því að þar missti fólk trúna! ..
En eins og við höfum rætt áður - þá ristir trúin ekki djúpt ef hún byggist aðeins á sannleiksgildi adams- og evu sagna. Ég tel að trúarvitund þroskist og breytist með aldri - þekkingu og reynslu. Svo er alveg stór klípa af tilfinningum í trúnni - sem ekki verður hægt að skýra.
Þess vegna er spurning hvort að sumir heilar séu ekki bara trúvíraðir og aðrir ekki?
Ég er alveg dæmi um manneskju sem trúir á allt eða margt sem Vantrú er að fordæma. Alls konar sem fólk kallar yfirnáttúru! .. En það kemur að sjálfsögðu ekki úr lausu lofti. Ég hef gaman af því, nota það mér til uppbyggingar - til að nálgast annað fólk o.s.frv. Við Ásthildur Cesil erum á svipuðu plani hvað þetta varðar.
Mér finnst algjör óþarfi að berja þetta úr okkur, eins og mér finnst svo margir vilja gera. Það er eiginlega bara svipað og þegar öfgamaðurinn vill berja samkynhneigðina úr hinum samkynhneigða.
Varðandi kirkjurnar og allt það - þá eru þar plúsar og mínusar. Það eru til góðar messur og vondar messur. Góð messa er samtal - og gefur mörgum andlega næringu og er jafnvel skemmtileg. Vond messa er þegar talað er yfir fólki - það fer álútt heim og messan er leiðinleg. (Þetta eru svona tvö extreme dæmi, að sjálfsögðu til millivegur).. Ég hef mínar efasemdir um skrautklæðin -og ýmsa fjármuni sem fara í kirkjubyggingar. - Hið ytra - því að það eru að sjálfsögðu innviðir kirkjunnar sem skipta mestu máli. Sama á við um skóla, heimili og annað sem fólk kemur að.
Jæja - nóg í bili.
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.11.2010 kl. 09:14
Jóhanna
Það getur nú seint talist áreiðanlegur mælikvarði á öfgar að menn telji sjálfir vera öfgamenn.
Málið er einfaldlega að ef einhver opinber aðili hefði talað svona um kristið fólk eins og Gunnlaugur gerir um þá sem ekki aðhyllast kristni myndu menn kalla það hroka, öfgar og þröngsýni.
Kristinn Theódórsson, 5.11.2010 kl. 11:43
Rétt hjá þér Kristinn, það eru ekki allir sem játast eigin öfgum. Ég ætla að skoða prédikunina betur - og athugasemdir. Var búin að lesa bæði einu sinni, en ekki skoða "grundigt"..
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.11.2010 kl. 13:22
Það er allavega ljóst að sum málefni eru heitari en önnur, á báða bóga ein af þeim eru eimnitt trúmál, sem allir virðast hafa skoðun á hvort sem þeir aðhillast trúfélög eða frelsi í trúmálum. Ég held að meint trúleysi sé ekki til, því öll trúum við á eitthvað jafnvel þó það séu stokkar og steinar. Þessi hvöt ber okkur áfram í lífinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2010 kl. 11:53
Ég er ekki að reyna að berja neitt úr fólki og hef ekkert á móti trú í einhverjum almennum og afstæðum skilningi. Þ.e. að fólk hafi einhverja draumóra utan veruleikans sér til fróunnar. Það er ekki sanngjarnt að vera með slika útúrsnúninga.
En ef þessi viðtekna trú knýr fólk án nokkurra skynsamlegra raka til að verja valdabatterí einhverra trúarstofnanna, þá finnst mér hún gersamlega misskilin, og byggð á grunnhyggni, fáfræði og hræsni.
Hér kemur svo Ásthildur vinkona mín með eitt af þessum sándbætum, sem koma málinu ekkert við. Það er ekki verið að tala umorðið trú og breiða og oft á tíðum afstæða merkingu þess. Það er enginn trúleysingi að halda slíku fram.
Ég get hreinlega ekki botnað í hversvegna fólk getur ekki reist hugan upp úr þessu merkingarlausa hjólfari nema ef vera skyli að það væri að gera það til að forðast nánari skoðun á trúarbrögðum. Það er jú gegnumgangandi í allri þessari umræðu að Kristnir grípa til slíkra fullyrðinga til að forðast umræðu um eitthvað sem ekki er hægt að verja á nokkurn hátt, nú eða til að komast hjá því að opinbera fáfræði sína um viðkomandi trúarbrögð. Nema að hvort tveggja sé.
Þegar fólk jarmar um trú, þá er það að tala um trú á guð, án nokkurra raka, trú á Jesú krist, sem er hugarburður og að hræsna, sér til yfirbótar og yfirbreiðslu.
Ég vil bara að fólk lesi þetta krapp og sé heiðarlegt. Segi satt en bergmáli ekki eitthvað af ótta við fordæmingu, sem jú er innifalin í boðskapnum. Lesi um þetta og kynni sér tilurð þessara hluta frá öðrum sjónarhornum en blekkingarmyllu trúarbragðanna sjálfra og skynji hverslags ógeð skipulögð trúarbrögð hafa tíð verið. Hvernig þau ofbjóða allri skynsaemi og greind og vinna gegn þekkingu, sannindum og heiðarleika.
Ég veit ekki óheiðarlegra fólk en þá sem verja þennan viðbjóð á handvöldum réttlætingum út úr öllu samhengi. Réttlætingum, sem eru raunar bundnar almennri siðgæðisvitun en ekki tilkomnar vegna þessa fyrirbrigðis.
Stundum finnst mér eins og ég sé að ræða við segulband þegar ég ræði við trúaða. Þetta er gríðarlega skæður og skemmandi heilaþvottur og ekki að undra að kirkjan vilji krækja í ómótaða huga til að þessi vitfirring festi rætur.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2010 kl. 15:02
Kirkjusaga sú, sem kennd er í guðfræði er blygðunarlaus skrumskæling og fölsun staðreynda. Bara svo þú vitir það. Þetta sýnist oft afar málefnalegt og blátt áfram en það er langur vegur frá. Kínversk sögufölsun bliknar við hliðina á þessu. Ég myndi þó fallast á að eitthvað af þeirri fráteknu "visku" fái nú að rennan neðar í skólakerfið, svo fólk fái allavega að sjá þær ginnungasprungur, sem eru í þeirri ímynd, sem þar er kennd.
Í skólum landsins er einungis kynnt ein og gljáfægð mynd af þessu sem á nánast ekkert með veruleikann að gera.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2010 kl. 15:11
"En ef þessi viðtekna trú knýr fólk án nokkurra skynsamlegra raka til að verja valdabatterí einhverra trúarstofnanna, þá finnst mér hún gersamlega misskilin, og byggð á grunnhyggni, fáfræði og hræsni."
.. Er að reyna að skilja þig Jón Steinar.
Mér finnst orðið valdabatterí segja allt sem þarf í raun og að kirkjan (stofnunin þjóðkirkja) þurfi virkilega að skoða á hverju hún er byggð og hvort að stofnunin sé ekki farin að taka sig of hátíðlega. Því miður er reynsla mín ekki góð af þessu "batteríi" þ.e.a.s. þarna er t.d. lagt upp með góða hluti eins og jafnréttisáætlun en hún er brotin (oft) af yfirstjórn kirkjunnar. Prestsembættum er í sumum tilfellum úthlutað svona á ská eftir hver á í hlut. Þarna gildir sama kunningja-og einkavinavæðing og í öðrum batteríum á Íslandi.
Það var ekki kirkjan (þrátt fyrir mikinn vilja margra þjóna hennar) sem gekk í fararbroddi til að viðurkenna jafna vígslu óháð kynhneigð. Hún var "skikkuð" til þess af ríkinu, þar sem þjóðkirkjan þarf að fylgja landslögum. Kaþólska kirkjan eða minni einkareknir söfnuðir virðast ekki þurfa þess. Kaþólska kirkjan kemst upp með það einnig að ráða einungis karlmenn sem presta. Þegar trúarsannfæring, kreddur og kenningar eru orðnar til þess að mismuna þegnum þá lítur það svo sannarleg út sem að trúin sé hið ráðandi vald sem virkar til mismununar.
Biskup Þjóðkirkjunnar segir vegið að rótum trúar - ef að farið verður að tillögum mannréttindaráðs. Þannig að hann setur í raun = milli trú og kirkjan, eins og margir vilja gera. Trúin hefur sitt sjálfstæða líf að mínu mati - trúin lifir svo sannarlega með fólki og með samfélagi fólks, en spurning hvort að stofnanavæðing trúarinnar sé ekki það sem í raun vegi að henni? .... eða það sem þú kallar skipulögð trúarbrögð.
Margir eða flestir þjónar þjóðkirkjunnar, prestar eða aðrir eru að gera mjög góða hluti - við að aðstoða fólk í neyð, sálusorga, hressa, bæta og kæta. Myndin sem dregin er upp af reiða prédikaranum sem talar yfir álútum söfnuði er frekar gamaldags - og þannig gengur það bara alls ekki fyrir sig í dag, eða það eru þá undantekningar. Það er því óþarfi að bregða upp of dökkri mynd - og ósannri.
En það sem ég skil - í "boðskap" margra sem eru á móti kirkjunni nú eða gegn trú yfirleitt - er að stökkið yfir í vonda boðskapinn eða valdið sé svo stutt. Þannig að jafnvel góð trú ýti undir og styðji við valdið. Mér dettur ekki í hug önnur samlíking en að t.d. að ef að barn byrji að púa tyggjósígarettur - sé líklegra til að fara í alvöru tóbak eða að framleiðsla á þeim ýti undir löngun í "hard stuff" ??..
"Kirkjusaga sú, sem kennd er í guðfræði er blygðunarlaus skrumskæling og fölsun staðreynda. Bara svo þú vitir það."
Hvaðan kemur þér sú vitneskja? Hefur þú kynnt þér bókakostinn?
Jóhanna Magnúsdóttir, 6.11.2010 kl. 23:09
Þetta er það sem ég óttast við trúarbrögð:
"Er ekki vissara að "leiðrétta" hneigðir hjá fólki, svo það eigi möguleika á að ganga í ríki Guðs ?
Það má vera að þú getir vísað í "þéttar" rannsóknarskýrslur hér og þar, og fært ýmis rök fyrir máli þínu Jóhanna, en breytir það ákvörðun Guðs um það hverjir munu ganga í Ríki hans ?"
Skrifað af: enok (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 15:55" ....
Svona hugsunarháttur er exklúsivismi sem ég er algjörlega á móti. Þetta er sem betur fer ekki mainstream hugsunarháttur á Íslandi - en mjög ríkjandi í vissum ríkjum Bandaríkjanna til dæmis. Þessar hugmyndir eru studdar af Biblíulestri - það er bara staðreynd, og þó að reynt sé að höfða til fólksins með nútíma félagsfræði, líffræði og læknisfræði þá rígheldur það fast í setningar sem það segir sagðar af Guði sjálfum, og vissulega er því haldið að fólki að bókin sé "Orð Guðs" .. líka af hinum "skaðlausari" trúmönnum, eða sígarettutyggjófólki.
Jóhanna Magnúsdóttir, 6.11.2010 kl. 23:38
Jóhanna, mig langar að vita aðeins hvað þú átt við með því að vera "hófsamur" eða "öfgamaður". Hvað er það sem gerir þig til dæmis að "hófsamri"? Er t.d. Vantrú "öfgafullt" félag? Er Þjóðkirkjan "öfgafull"? Það sem þú segir í bloggfærslunni um þetta finnst mér frekar óljóst, þeas þetta:
Þar sem að þú minnist á ónefndan trúleysingja og doktor, þá finnst mér þú vera að segja að það sé "öfgafullt" að átta sig ekki á því að það séu til "frálslyndir" trúmenn. Er það allt og sumt?
Í friði? Hvað áttu við með því?
Þú verður að afsaka mig, en alltaf þegar ég sé fólk stilla sér upp sem fulltrúa "hófsemdar" og andmælendur sína sem "öfgafulla", þá finnst mér viðkomandi bara vera að klappa sér á bakið.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.11.2010 kl. 04:53
Hjalti - Í hvert sinn sem ég skrifa er ég að tala til sjálfrar mín, "prédika yfir eða fyrir sjálfa mig" .. ég reyni að hlusta á eigin rödd og íhuga um leið hvort að það sé ég sem sé dómhörð. Að vissu leyti er ég það - því að ég er dómhörð í garð þeirra sem taka bókstafinn og beita honum gegn öðrum. Eflaust er ég því einhverskonar öfga-frjálslynd. Mér finnst að það örli á því bæði hjá kirkjunni og hjá félagssapnum Vantrú að þar sé það hart barist fyrir málstaðinn að stundum verði umræðan óréttlát í garð hinna.
Ég var þarna að tala um öfgatrúmenn og öfgatrúleysi. Eins og ég spurði Jón Steinar - þá þýðir þetta kannski það að farið sé alveg út á eina hliðina, notaði líkingu við skip sem er komið með slagsíðu, að farið sé yfir í hina til að rétta það af. Kannski mætti kalla eitthað af þessu róttækni - en spurning hvenær það er komið yfir í öfgar.
Hafðu ekkert áhyggjur þó ég klappi mér svolítið á bakið - við þurfum öll að gera það við og við. Ef þú ert að meina að ég sé að upphefja sjálfa mig, þykir mér það slæm upplifun af þinni hálfu - það var ekki tilgangurinn og langt í frá.
Jóhanna Magnúsdóttir, 7.11.2010 kl. 10:05
Í friði? Hvað áttu við með því?
Þú veist vel Hjalti að það eru mjög margir samkynhneigðir sem hafa lent í einelti, nýlega var verið að minnast tja.. held það hafi verið fimm ungir menn sem tóku sitt eigið líf, vegna þess að þjóðfélagið samþykkti þá ekki. Nýlega las ég grein eftir ungan samkynheigðan vin sem var lagður í einelti vegna þess að hann var "öðruvísi" .. Margir vilja líka bara fá að vera trúmenn í friði, - en dregið er dár að trú þeirra og gildum og Vantrú er vissulega félag sem er stofnað sem einhvers konar "antitrú" .. þessi neikvæða umræða um trú er að særa marga og gefur endilega ekkert gott af sem maður myndi halda að þið vilduð gera.
Hvað finnst þér sjálfum Hjalti um Vantrú - eru það hófsöm samtök eða öfgasamtök?
Jóhanna Magnúsdóttir, 7.11.2010 kl. 10:17
Ok, að berjast það hart fyrir málstaðnum að umræðan verði stundum óréttlát í garð hinna er einkenni "öfga".
Er það þá öfgafullt að vilja algert afnám þrælahalds (fara út á eina hliðina) og öfgar að vilja að þrælar hafi engin mannréttindi (fara út á hina hliðina) en hófsamt að vilja að þrælar hafi einhver mannréttindi en ekki öll? Þetta er auðvitað fáránlegt dæmi, en mér finnst það sýna að þegar fólk talar um "öfga" er það ekki að tala um að "fara alveg út á aðra hliðina".
Ég skil, þannig að það að fá að vera í friði felur m.a. í sér að gagnrýni og hæðni eins og finnst á Vantrú eigi ekki að vera til. Nei, takk. Vilt þú þá ekki fyrst sýna gott fordæmi og láta bókstafstrúarfólk í friði?
Ég persónulega reyni að nota ekki þetta orð, af því að mér finnst það bara þýða "vont".
Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.11.2010 kl. 19:37
Ég var einmitt að taka eftir mjög góðu dæmi um þessa notkun á "öfgar". Jón Valur talar um að stjórnvöld Spánar séu komin út í öfga af því að þau hafa farið lengra frá skoðunum hans (og kaþólsku kirkjunnar) í nokkrum málum (t.d. réttindi samkynhneigðra).
Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.11.2010 kl. 22:02
Góðar pælingar með þrælahald og öfgar. Food for thought.
Kristinn Theódórsson, 8.11.2010 kl. 22:09
Takk fyrir athugasemdir, ég er fjarri góðu gamni - og hef lítinn tíma núna til að sinna bloggþráðunum mínum, en gott að þið sjáið um þetta Haldið endilega áfram að pæla - þrælahald, öfgar - whatever!
Jóhanna Magnúsdóttir, 9.11.2010 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.