31.10.2010 | 12:41
Af hverju á ekki að líta í baksýnisspegilinn?
Það er virkilega flottur frasi að segja "Ekki líta í baksýnisspegilinn, nú þarf að bretta upp ermar og horfa fram á við" .. þetta getur virkað um mjög margt. En það vita það jafnframt flestir að mistökin eru til að læra af þeim - viðurkenna - og gera betur. Ekki að neita að horfast í augu við þau, horfa framhjá og viðurkenna ekki.
Enginn tekur ábyrgð. Menn eru svo fullir af þeirra EIGIN réttlætiskennd, sem fáir aðrir skilja að þeir telja sér trú um að svart sé hvítt. Þetta gildir um stjórnmálamenn - auðmenn - bankastjóra o.fl. o.fl. Kannski gildir þetta um mig lika, hver veit? ...
Við VERÐUM að skoða ástæður þess að "In the land of plenty" að bankarnir hrundu, að þjóðfélagið sé þannig statt að fólk á Íslandi þurfi að berjast um matarbitana í röðum hjálparstofnana á meðan annað fólk á Íslandi sefur með úttroðnar sængur af seðlum í höllum sínum með lykla af, ekki einum eða tveimur lúxuskerrum, hangandi í lyklaskáp fjölskyldunnar og áhyggjuefni helgarinnar er hvaða sort af rauðvíni sé best með steikinni.
Hefði það breytt einhverju ef að Þjóðhagsstofnun (n.b. stofnun um hag þjóðarinnar) hefði ekki verið lögð af?
Þetta skrifaði á sínum tíma Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun, en það hefur ekki dugað til varnar því að ríkisstjórn Davíðs Oddsonar með stuðning Framsóknar tók þá ákvörðun um að leggja stofnunina niður á sínum tíma. Hlusta ráðamenn mikið á sérfræðinga í dag, mætti spyrja sig í framhjáhlaupi?
Eftirfarandi sagði Katrín meðal annars (feitletranir eru mínar):
"Þjóðhagsstofnun tryggir því greiðan aðgang þingmanna allra flokka, aðila vinnumarkaðarins og alls almennings að áreiðanlegum upplýsingum um framgang efnahagsmála og er þessi starfsemi tryggð í lögum um stofnunina.
Verði stofnunin lögð niður verður ekki til sjálfstæð stofnun sem fjallar um efnahagsmál. Samkvæmt frumvarpi því sem lagt hefur verið fram í ríkisstjórn verður gerð efnahagsspáa færð til fjármálaráðuneytis og gæti því ekki talist óháð. Það er sjálfsögð krafa að gerð sé óháð efnahagsspá sem aðhald við spár hagstjórnaraðila eins og fjármálaráðuneytis."
Þeim sem nú eru að hugsa um að eina "vonin" í glundroðanum sé Sjálfstæðisflokkurinn vil ég benda á að líta á fyrri verk flokksins. Það þarf að sjálfsögðu að bretta upp ermar og taka til, en það þarf að gera sér grein fyrir því hver skapaði draslið og hvort að fólk geti þá samvisku sinnar vegna kosið þá sem rusluðu út til að stjórna aftur án þess að þeir nokkurn tímann axli ábyrgð á að hafa ruslað út áður?
"Að fortíð skal hyggja ef framtíð skal byggja" ..
Skrifaði meira hér - ef fólk hefur tíma til að lesa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Að sjálfsögðu er sökin á óförum hrunsins Sjálfstæðisflokk og Framsókn að kenna ,þeir þorðu ekki að taka á málunum af skynsemi af ótta við fylgistap,í dag væla þessir sömu aðilar um áhrifaleysi,en engar vitrænar tillögur koma frá þeim.Aðalmaðurinn í að leggja niður Þjóðhagsstofnun var Davíð Oddsson,eiginlega er furðulegt að hann virðist ætla að sleppa við allar ásakanir um mistök í sínum störfum.það eru margir sem skilja ekki þann hrunadans sem hefur verið stiginn undanfarinn ár,án nokkurrar ábyrgðar æðstu ráðamannna.Hef áður sagt að fækka þyrfti þingmönnum niður í ca. 20 þá kanski hættu þeir að karpa.
Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 18:52
Ég tek undir orð Sigurgeirs með fækkun þingmanna, þeir þyrftu að vera 21 svo það stæði á oddatölu sem er reyndar sú tala sem ég hef haft á orði í ummælum mínum um stjónarfar landsins. Síðan á að handtaka alla framsóknarmennina sem stálu bönkunum og hafa þar Finn Ingólfsson fyrstan, en hann stal einnig Samvinnutryggingum frá fólkinu. En hvað yfirskriftina varðar þá á að sjálfsögðu alltaf að líta í baksýnisspegilinn, bæði til að líta yfir farin veg, til að sjá hvort eitthvað hafi orðið eftir og fylgjast með hvort einhver sé að fara framúr okkur, rétt eins og að aka bifreiðum af öllum gerðum, LÖGMÁLIÐ er til staðar og svíkur ekki ! :-)
Jón Svavarsson, 1.11.2010 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.