Skoðanakönnun - Ertu sammála eða ósammála tillögum mannréttindaráðs varðandi breyttar áherslur í samskiptum kirkju og skóla?

Hver er afstaða þín, lesandi góður,  varðandi tillögur mannréttindaráðs - eru þær ráð eða óráð?

Gott er að lesa þessi viðmið áður en hakað er við í skoðanakönnun.  Þar kemur fram að samstarfið á að vera á forsendum skólanna, sem kannski hefur ekki verið svo vel upplýst um. 

Svo er þetta eini staðurinn sem ég fann bókun mannréttindaráðsins. 

Ef þú hefur eitthvað um þetta að segja, eða finnst skoðanakönnunin gölluð og eigi að breyta, láttu mig þá endilega vita - vil ekki vera ósanngjörn. 

Heart Love all, serve all 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Það er sko, skoðanakönnun hér til vinstri!

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2010 kl. 14:31

2 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Algjörlega með 100.0%

Mikið er fólk samtaka!

Kristinn Theódórsson, 29.10.2010 kl. 14:34

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sex hafa svarað og það er 50/50 .. ég hef sjálf ekki svarað og ætla að bíða með það.

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2010 kl. 14:44

4 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég hefði nú kannski átt að haka við: Með þegar búið er að laga orðalag

Kristinn Theódórsson, 29.10.2010 kl. 14:57

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Æ - ég held að það sé ekki hægt að leiðrétta :-/ .. en veit þá af því .. læt þetta malla meðan járnið er heitt.

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2010 kl. 15:08

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

pælið í því, hér er enn enginn hlutlaus ... 24 hafa kosið

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2010 kl. 15:33

7 identicon

Heil og sæl Jóhanna; æfinlega - sem aðrir gestir þínir !

Já; svo sannarlega, kysi ég landsmönnum öllum þann kost, að sóðaskapur íslenzku Þjóðkirkjunnar, yrði upprættur;; VARANLEGA, úr þjóðlífinu, ágæta Jóhanna.

Nógur andskotinn samt, að þurfa að etja kappi, við ruslara lýð stjórnmála- og embættismanna kraðaksins !

Með byltingarkveðjum; góðum /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 22:52

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð könnun. Við verðum að gefa kirkju okkar einhvað kredit þótt örfáir menn hafi ekki gætt að sér. Þótt ég sé ekkert sérstaklega trúaður þá gegnir kirkjan mikilvægu starfi og er okkar official Trúar stofnun hvað sem minnihluta trúar hópar segja. Þeir koma okkur ekkert við en það er fólk sem iðkar sína trú í friði frá okkur og við viljum því frið frá þeim.

Valdimar Samúelsson, 29.10.2010 kl. 23:23

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

46% (38 atkvæði) Algjörlega á móti

42% (35 atkvæði) Algjörlega með

0% (0 atkvæði) Hlutlaus

9% (8 atkvæði) Með, þegar búið er að laga orðalag

1% (1 atkvæði) Annað

Þetta eru niðurstöður eftir 82 atkvæði, en miðað við umræðuna hélt ég reyndar að það væri "minnihlutahópur" sem væri fylgjandi tillögunum, en miðað við þessi 82 atkvæði eru það fleiri eða, 42% algjörlega með og 9% með, þegar búið er að laga orðalag, sem gera: 51% með tillögum.

46% eru á móti.

Einhver 1 hefur sagt annað, sem ég veit ekki hvað er.

Það sem mér þykir mjög áhugavert í þessu, að þarna er enginn hlutlaus, sem er mjög óvenjulegt og segir manni að þessi mál skipta fólk þó nokkuð miklu. Ég læt þetta malla fram yfir helgi, en það væri að sjálfsögðu marktækara að fá mun fleiri til að taka þátt.

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.10.2010 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband