Fólkið á bak við gluggatjöldin...

Það þurfa allir á ást að halda, þó að ástin skapi kannski ekki lífsviðurværi eða þak yfir höfuðið kemur hún manni býsna langt.  Hér er að vísu verið að ræða ástina - sem eros, þ.e.a.s. ástartilfinningar sem kvikna milli elskenda.  Annars konar ást er ekki síður mikilvæg - vinarþel (filos)  og svo skilyrðislausa ást (agape) til dæmismilli foreldra og barna (agape).  þessi "lærðu" nöfn eru grísk.

Það er jafn mikilvægt að fá tækifæri til að veita ást eða elsku eins og að þiggja hana, í hvaða formi sem hún er.

Félagsleg einangrun kemur stundum í veg fyrir þetta tækifæri til elsku.  Sumir eru lokaðir inni, svona í orðsins fyllstu merkingu.  Lokaðir inni á heimilum sínum,  t.d. vegna örorku, atvinnuleysis eða sjúkdóma.  Aðrir eru lokaðir inni andlega, þ.e.a.s. þeir ná ekki að tengja við annað fólk.  

Þegar við tölum um að einhver sé inni í skápnum, hugsa flestir til þeirra sem eru lokaðir inni vegna kynhneigðar sinnar.  Þeir einstaklingar hafa ekki tækifæri til að gefa eða þiggja ást að hætti elskenda, en gætu,  að sjálfsögðu, átt marga vini og elskandi foreldra.  Sumir eru að vísu hræddir við að koma út úr skápnum af ótta við að ást foreldranna sé ekki skilyrðislaus.  Þ.e.a.s. að foreldrarnir elski þau ekki nóg til að samþykkja samkynhneigð þeirra.  Það er því miður sorgleg staðreynd.  Það er því mikilvægt fyrir foreldra að upplýsa börn sín og vera skýr í því að gera þeim grein fyrir ást sinni og að upplýsa þau fyrir kynþroska um fordómaleysi sitt í garð samkynhneigðra til að börnin hafi ekki ranghugmyndir um viðbrögð foreldranna.  

Flest vitum við hvað mikilvægt er að eiga góða vini eða a.m.k. einn náinn vin.  Vinir geta gert kraftaverk.  Vinátta getur að sjálfsögðu verið milli elskenda og  fjölskyldumeðlima,  þannig að elskan getur verið fjölbreytileg. 

En hvar kemur að fólkinu bak við gluggatjöldin?  Ég rölti mikið í hverfinu mínu og horfi á gluggana,  stundum sé ég inn (afsakið!) en sumir gluggar eru með þykkum tjöldum og ég hugsa hvort að bak við sum tjöldin  sé fólk sem er eitt - án ástar - án vina, án maka, án fjölskyldu? .. 

Hvernig líður þessu fólki sem hefur ekki tækifæri til að gefa né þiggja - ást?  

Ég er eiginlega viss um að það eru einhverjir lokaðir inni,  en segja engum.  Líka sumir sem eru alls ekkert inni - heldur úti - en á bak við ósýnileg gluggatjöld. 

Í gær fylgdist heimurinn með þegar 33 námuverkamönnum var bjargað úr iðrum jarðar.  Ég held að enginn sem fylgdist með fréttum - jafnvel "live"  hafi verið ósnertur.   Engum datt í hug að láta þess menn eiga sig,  láta þá bara veslast upp og að lokum deyja.  Allt var sett í gang - ekkert til sparað.  Forseti Chile stóð vaktina.  Heimurinn stóð vaktina.  

Það er víða neyð, svo sannarlega. Skalinn er á svo ólíku stigi og neyðin birtist á ólíkum stigum. Við getum ekki áttað okkur á neyð nema með samanburði. 

Þetta er hvorki endanleg (vantar rétta oriðið í staðinn fyrir endanleg)  úttekt á neyð né ástinni .. aðeins svona hugsað upphátt um og til þeirra sem eru í andlegu dýpi jarðar - þetta blogg er tileinkað þeim,  og bara öllum sem vilja þiggja ...

Sorry - ég er í væmna skapinu í kvöld (hvenær ekki LoL) ... 

Heart

 

 

 


mbl.is Ástin linar allar þrautir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir yndislegan pistil Jóhanna mín, ástin er svo ómissandi í hvaða mynd sem hún er, ég er svo lánsöm að elska og vera elskuð af mínu fólki, en ástina á karlmanni hef ég ekki fundið enn, gerir ekkert til, en samt væri gaman að eiga vin í ellinni.

Ég var 7 ára er ég fylgdist með fyrstu björguninni, í heila viku var ég eins og fest upp á þráð, en svo kom að öll væru þau lifandi og það var hoppað, grátið og faðmast af gleði.

Neyð hef ég aldrei upplifað, en horfði upp á hana í æsku og féll strax í þann jarðveg að þakka guði fyrir mig og gefa með mér.

Í dag á ég ekkert til að gefa nema brosið og að tala við fólk.

Kærleik til þín kæra vinkona

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.10.2010 kl. 09:05

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 15.10.2010 kl. 10:51

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert krútt stelpa

Hrönn Sigurðardóttir, 15.10.2010 kl. 18:34

4 identicon

Satt er það að koma útúr skápnum getur þýtt margt. Nú nýlega erum við byrjuð að nota þetta um fólk sem eru með geðraskanir. Og ég þar á meðal og er býsna stoltur af því að geta tekið það skref í átt að bata. Og að minnka fordóma gagnvart fólki með geðraskanir er mikilvægt vopn í dag. Og þar á meðal er Hugarafl.is  öflugt verkfæri í dag!

Hörður Torfa var hrakinn úr landi fyrir að vera hommi en nú ganga 50-60þús manns niður laugaveginn á gay pride einsog ekkert sé. Vona samt að það þurfi ekki allan þennan tíma til að fá viðhorfsbreytingu gagnvart geðröskunum! Öll viljum við okkur láta líða vel! Svo aðgát skal höfð í nærveru sálar og berum virðingu fyrir hverjum öðrum. Og takk fyrir þinn pistil og ágætt að vera í væmnu skapi 

Eymundur Lúter Eymundsson (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 11:43

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk þið öll, nú er ég víst að fara í viku frí erlendis og þar af leiðandi í bloggfrí.

Takk fyrir þitt innlegg Eymdundur og til hamingju með þig

Jóhanna Magnúsdóttir, 17.10.2010 kl. 12:29

6 identicon

Góða ferð og takk fyrir að vekja máls á þessu málefniFallegur hugsunarháttur og virðing lýsir  innri manni

Eymundur Lúter Eymundsson (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband