Opin dagbók 7. október 2010 margt að hugsa um, einmanaleika og samkennd

Ég er í ótrúlegu stuði núna, svona "bjarga heiminum" stuði.  Maður þarf víst að bjarga (í þessari röð) sjálfum sér fyrst, svo fjölskyldunni, svo vinunum, svo borginni, svo landinu og loksins heiminum. 

Verður allt að gerast í réttri röð sko! ..

Var að pæla hvað allt atvinnulausa fólkið væri að gera - hvort það vildi ekki koma út í göngutúr eða eitthvað.  Það er svo gaman að labba og rabba.  Hægt að kryfja mörg vandamál á þann hátt, eða jafnvel finna lausnir! .. kannski ég formi grúppu - a.m.k. meðan ég er sjálf svona "unemployed" er alltaf að reyna að koma fólki saman, því að það er svo notó að hitta fólk í sömu aðstöðu sem kannski skilur okkur 100% eða amk 90% 

Það hellist yfir mig einmanaleiki við og við en yfirleitt i stuttan tíma (hjúkkit) .. og svo leggst einhvern veginn alltaf eitthvað til.  Dagskráin í dag er einhvern veginn á þessa leið:

  • VMST - fara með skattkort  (heppin að fá að upplifa þá reynslu að vera atvinnulaus og skilja þá líðan) 
  • Fara út með Simba
  • Sækja um vinnu (sótti um starf dagskrárfulltrúa borgarstjóra,  læt kannski tattóvera mig með merki borgarinnar fái ég djobbið,  er það ekki bara? Smile  (þetta er ekki djók)
  • Hádegisfundur með Dale Carnegie fólkinu í Perlunni (hljómar alltaf svo flott að fara í Perluna)
  • Heimsækja mömmu á Droplaugarstaði  (fimmtudagar eru mömmudagar)
  • Fara út með Simba
  • Litun og plokkun (ég er eins og smjörlíki í framan - er með hvít augnahár annars)
  • Hitta Elínu góðu vinkonu í kaffi a Café Paris
  • Fara út með Simba

Kvöldinu er óráðstafað, en það er hægt að hafa það kósý með sjálfri sér.  Langar svo að komast til barnabarnanna í Hornslet í október - sakni, sakn.. - get fengið miða á 19 þúsund vegna vildarpunkta,  en það kostar næstum jafn mikið að ferðast með lestinni milli Köben og Aarhus.

Mig dreymdi svakalegar skítahrúgur i nótt,  ég held það sé ekki fyrir peningum, bara áhrif af öllu þessu kúkastandi á Simba. LoL  .. 

Er enn að íhuga fjallræðuna mína,  en á alveg eftir að skrifa hana niður .. langar að fjalla um réttlætið.  Sigrar réttlætið alltaf að lokum?  Ef ekki þessu lífi þá næsta lífi?  Er til næsta líf? 

Er enn að lesa "Logar engilsins" sem er nokkurs konar frásaga mannveru sem er á milli lífa, hljómar einkennilega en hvað vitum við? 

Kannski sigrar réttlætið ef við stöndum með sjálfum okkur,  jafnvel þó að við líðum þá svíkjum við okkur ekki sjálf? ..  Um leið og við förum að standa með ranglæti höfum við tapað. 

Er að vísu að lesa nokkrar aðrar bækur líka,  þess vegna gengur hver bók frekar hægt. 

Mig langar svolítið til að Íslendingar Feng - Shui Ísland,  þ.e.a.s. allir sem vettlingi geta valdið fari út og taki til í svona 1 -  2 klukkutíma,  bara þar sem þeir eru staddir.  Ef þeir sjá rusl setja það í poka.  Um leið og búið er að tína saman svona mikið rusl,  líður okkur betur.  Þetta virkar á sálina,  svona eins og heimilið okkar.  Mér líður a.m.k. mun betur í hreinu og vel umgengnu heimili en þegar allt er á hvolfi. 

Þú ert yndisleg manneskja að nenna að lesa þetta dagbókarblaður mitt,  þakka þér fyrir og eigum góðan dag. Heart

 

 

p.s. ég hef verið spurð að þvi af tveimur ólíkum aðilum nýlega hvort ég vilji ekki bara stofna nýja kirkju (að sjálfsögðu gerði ég það ekki ein)  .... hægt er að sjá hvernig ég hugsa í slíkum málum t.d. ef smellt er á:  þetta blogg. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2010 kl. 13:38

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ásdís - mér líst vel á þetta - kannski stel ég þessu glimmeri!

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2010 kl. 10:09

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir að leifa okkur að lesa, þú ert svo yndisleg vinkona

Er að hlusta á þessa elsku á meðan ég skrifa hér.


Knús í helgina þína

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.10.2010 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband