Hvernig er Draumalandið þitt?

Á Dale Carnegie námskeiðinu sem ég er á þessa dagana og vikurnar,  þá er mikil áhersla á að hafa  sýn "vision" um framtíðina - sjá fyrir sér hvar maður vill vera og setja sér markmið.

Ég get sett niður svona sýn, markmið eða óskir á blað fyrir mig sjálfa,  en svo fór ég að íhuga hvort að ég gerði mér grein fyrir hvaða sýn ég hefði fyrir landið mitt. 

Við erum svo fá í þessu landi og því hlýtur að þurfa að setja fram öðru vísi markmið en ef að ég byggi t.d. í Danmörku og þá Kaupmannahöfn.  

Dæmi er t.d. um almenningssamgöngur,  þá er dýrt að reka strætó - en væri vissulega ódýrara ef að fleiri nýttu sér vagnana og þá væri (kannski) hægt að fjölga ferðum. 

Ég er ekki hrifin af álverum, vildi óska þess að hægt væri að vinna meira í sjálfbærni - við ynnum t.d. fiskinn hérna heima en sendum ekki óunninn út.  Mig vantar í rauninni svona þankahríð frá sem flestum,  hvernig þeir sjá fyrir sér að sem flestir sem hér á landi búa geti unað sáttir við sitt. 

Hvernig stuðlum við að því að: 

  • Allir hafi nóg að borða
  • Allir hafi þak yfir höfuðið
  • Allir hafi atvinnu - sem geta unnið
  • Aðrir, öryrkjar og aldraðir hafi úr nógu að spila einnig 

Er hægt að gera þetta allt án þess að misbjóða náttúru landsins?  Er möguleiki á að við séum tilbúin að klípa af okkar "lúxus" til að  aðrir hafi það betra?  Getum við einhvern tímann orðið þakklát bara fyrir að hafa nægan aðgang að þessu fína neysluvatni?  Verðum við ekki fyrst að líða skort til þess að verða þakklát fyrir það sem okkur finnst sjálfsagt í dag? .. 

Er til eitthvað draumaland - eða er það útópía? 

Segið endilega ykkar skoðun, I´m all ears!! .. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Engin/n með sýn á draumalandið? ...

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.10.2010 kl. 18:56

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er mjög fylgjandi sjálfbærni, og finnst mér að við ættum að rækta allt grænmeti, ávexti og korn...  Að ræktendur fengju rafmagn á sama eða svipuðu verði og álverin...  Þar væri hægt að fjárfesta í íslenskum krónum í íslenkum krónum..  Sjálfbærni er framtíðin...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.10.2010 kl. 00:18

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir þetta Jóna Kolbrún,  ég er algjörlega sammála þér.

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.10.2010 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband