18.9.2010 | 11:44
Simbi fær málið ..
Góðan dag, ég heiti Simbi og er tveggja ára hundur, þyki víst ekkert fínn pappír - ólíklegasta fólk er alltaf að spyrja hvaða tegund ég sé eins og það skipti einhverju máli. Ekki færi einhver ókunnur að ráðast að foreldrum og spyrja þau hverrar ættar þau séu, það er nóg að þetta séu falleg og vel upp alin börn.
Nóg um það, það er víst ekki á hverjum degi sem ég fæ að tjá mig svo ég ætla nú bara aðeins að segja frá hvað ég hef verið duglegur að draga hana "grandma" út. Kannski rétt að koma því að að ég fæddist í Ameríku og er bara búinn að vera á Íslandi í nokkra mánuði - svo ég er tvítyngdur en gleymi mér stundum og tala bara amerísku. Mamma mín talar líka oftast við mig á amerísku, segir "stay" og "sit" "roll-over" og "wait" .. enda skil ég það mjög vel. Eitt af fyrstu orðunum sem ég lærði á íslensku er "út" enda hljómar það mjög svipað og "out" og ef einhver segir óvart út fer ég að hoppa og æsast, því ekkert í heiminum jafnast á við það að fara út og þá í góðan göngu-eða hlaupatúr.
Í morgun ákvað ég að væla voðalega mikið svo að Jóga amma myndi vorkenna mér og fara með mig út. Þegar ég sá að hún fór í íþróttabuxurnar sínar kættist ég mjög og hamingjan var fullkomin þegar að hún var komin (loksins) í alla múnderinguna og við á leiðinni út.
Amma Jóga gengur eiginlega alltaf sömu leið út á Seltjarnarnes og er ég farinn að finna mína uppáhalds kúkustaði. Hún er alltaf með eitthvað vesen með plastpoka eftir að ég losa - frekar neyðarlegt að láta einhvern hirða kúkinn sinn upp eftir sig. Nógu erfitt er að þurfa að gera þetta svona á almannafæri!
Amma Jóga hugsar voðalega mikið á göngunni, er að dásama fjöllin og anda að sér sjávarilmi og hugsar um lífið og tilveruna. Hún er ekkert smá heppin hvað ég er duglegur að draga hana út. Ég er mest í því að þefa af umhverfinu og svo er mega gaman þegar ég hitti aðra hunda. Annars mættum við einum brjáluðu litlu kvikindi í morgun sem ætlaði að bíta af mér hausinn, vitleysingurinn.
Við gengum í morgun út að vatnsbrunni þar sem sú gamla fékk sér vatn og svo tók hún á sprett og hljóp til baka alla leið að bæjarmörkum Seltjarnarness og Reykjavíkur. Hún á sér víst draum að vera svona hlaupakona, en á langt í land, er í ferlega lélegu formi! En það kemur vonandi með kalda vatninu, sko þarna úr vatnsbrunninnum hehe..
Nú er ég kominn upp í sófa og ligg hér við tölvuna og amma Jóga liggur við fætur mér. Hún ætlar að gera eitthvað uppbyggilegt í dag og fara á ball í kvöld, en þar sem ég er búinn að fá mína morgungöngu, búinn að drekka og borða (svo ekki sé talað um að kúka) ætla ég nú bara að njóta þess að vera hundur og hafa ekki áhyggjur hvorki af deginum i dag né morgundeginum. Ég vorkenni aumingjans mönnunum með allt baslið, pólítík og páfavesen.
Athugasemdir
Þú ert bara yndislegur Simbi minn og mikið ertu nú duglegur að plata ömmu út með þér, ég vildi að Neró minn gerði slíkt, en nei hann er svo latur þessi elska enda búin að vera á sterum í allt sumar.
Það er gott að þú komst til Íslands þó að það sé verið að spyrja þig um ætterni þá eru fordómarnir verri í henni stóru Ameríku.
Góða helgi til þín með ömmu.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2010 kl. 13:25
Hey, takk Milla - ég er sko svo sprækur að ég gæti farið í marga göngutúra á dag!
Ég skila kveðjunni til ömmu og bið fyrir góðar kveðjur til Nerós. Ég er svolítið fúll að hitta svo sjaldan hunda. Ég vill alltaf leika við þá - en þeir eru stundum fúlir við mig.
Kveðja, Simbi
Simbi (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 13:36
Gaman að lesa - flottur pistill:)
Sigrún Jónsdóttir, 19.9.2010 kl. 00:33
Flott eins og venjulega. Duglegur Simbi minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2010 kl. 12:09
Hey little monkey.. it´s mommy writing from our former home Florida!
Thank you grandma for being so amazing to my little buddy! I bought you a winter coat because your not really made for being in the cold weather, and the big bone I promised you is already in my suitcase I cannot wait to see you and miss you like crazy, your my little best one... you know that!
So so proud of you! You keep taking grandma on those walks.. it makes you both feel better
The dogs in the dog park say hello and are really jelaous that you got to go to Iceland!
Love you buddy
mommy
p.s. as soon as mommy comes home we´ll have to start practicing on the Icelandic.. so be prepared!
Johanna Vala aka. mommy (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.