17.9.2010 | 13:45
Játningar Jóhönnu ..
Þetta eru ekki trúarjátningar heldur svona hálfgerðar ljóskujátningar. Hér ætla ég nefnilega að hvíla trúarbloggið en langar að deila svolítið fyndnu sem kom fyrir mig í morgun.
Ég vaknaði um áttaleytið við ýlfrið i Simba ofurhundi, eða réttara sagt gólið því að hann á það til að fara að góla svona á morgnana. Það er verra þegar það skeður um sexleytið, sérstaklega nágrannanna vegna!
Jæja, ég ætlaði nú ekkert strax framúr, heldur greip eina af sex bókum sem eru nú í lestri hjá mér; "Leggðu rækt við ástina" .. og fór að lesa. Ágætt að vera undirbúin ef að ástin bankar á, tilbúin með skóflu og vökvukönnuna sko! Las slatta, en tók þá "Key to Living the Law of Attraction" .. ágæt blanda þessar bækur, get kannski dregið að mér ástina!
Nóg um það, ég fann fyrir - á meðan að á lestri stóð, einhvers konar pílum fyrir brjóstið. Þar sem mér fannst líklegra að þetta væri ekki neitt en að ég væri að fá hjartaáfall lét ég þetta bara eiga sig.
Þegar Simbi fór að verða órólegur klæddi ég mig síðan upp í göngu/hlaupadressið og ég ákvað að ganga okkar klassíska göngutúr út á Seltjarnarnes.
Eldhúsið var í smá "messi" hjá mér en ég hugsaði mér að taka til þegar ég kæmi til baka.
Á leiðinni út fann ég aftur sting fyrir brjóstið og fór alvarlega að íhuga hvort ég ætti kannski að taka gemsann með mér ef ég dytti nú niður, en lét það eiga sig. Svo skaut annarri, mun alvarlegri hugsun niður í kollinn!! .. Ef ég skyldi nú detta niður og lenda á spítala, þá gæti svo farið að einhver annar eða önnur kæmi að eldhúsinu í rusli! .. Auðvitað hló ég að sjálfri mér og vitleysunni, en svona getur hugurinn leikið mann. Þarna var það orðið að stærra máli hvort að eldhúsið væri í messi eða konan lenti á spítala með hjartaáfall! ..
Það skal tekið fram að ég er við hestaheilsu og eldhúsið orðið "spik and span" gekk minn klukkutíma með Simbaling sem b.t.w. kúkaði þrisvar á leiðinni (pælið í brennslunni) en að sjálfsögðu var kúkurinn hirtur eða í einu tilfelli grafinn undir steini þar sem umhverfið bauð upp á það.
Kom heim í dásamlega sturtu. Pressaði mér dýrðlegan morgunsafa með eplum, klementínu, gulrótum og engifer ... nammi, namm!
Eigum góða helgi.
Athugasemdir
Heil og sæl Jóhanna! Það er hilmikið gagn af þessu apparati í hausnum á okkur. Þú mátt greinileg ekki vamm þitt vita. Held þessir stingir séu nokkuð algengir hjá manneskjum á fullu gasi í vinnu,alla vega kannast ég vel við þá,jafnvel enn á gamals aldri. Lifðu vel og lengi.
Helga Kristjánsdóttir, 17.9.2010 kl. 18:48
Skemmtileg færsla
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.9.2010 kl. 01:13
Sæl Helga, Já, já, .. ég hef fengið þetta svo oft að ég tek þá ekki sérlega alvarlega. Eitthvað stressmerki. Þakka góðar óskir um langlífi og óska þér hins sama.
Takk Jóna Kolbrún ;-)
Jóhanna Magnúsdóttir, 18.9.2010 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.