"Kristur í Oss" - Guð í oss?

Af hverju ætli okkur þyki sumar bækur góðar?  Ég varði helginni á prestsetrinu á Reykhólum og komst þá í bókasafn Elínu Hrundar sóknarprests Reykhólahrepps og víðar.  

Þar fann ég bók sem heitir "Kristur í oss" sem er skrifuð 1907 af ókunnum höfundi og þýdd af ókunnum þýðanda - spooky? ...  Þessa bók sá ég að hægt er að fá á Þjóðarbókhlöðunni,  en Elína sagði mér að hún hefði fengið hana á bókamarkaði fyrir einhverjum árum síðan. 

Ég held að mér hafi þótt þessi bók svo góð vegna þess að ég kannaðist við svo margt í henni og var svo sammála mörgu. Það komu fram öðruvísi hugmyndir en í hefðbundinni guðfræði, en líkara hugmyndum sem eru eins og t.d. með lögmál aðdráttarafls og alheimssálina,  sem ég hef mikið pælt í og veit ekkert hvaðan sú hugmynd er upprunalega.

Eftirfarandi eru nokkrar tilvitnanir sem ég skrifaði niður:

 

  • Að vera heilagur er að vera heill 
  • Þar sem Guð er, þar eru engar takmarkanir
  • Heimurinn er hugsun Guðs
  • Biblían er stigi hinna dauðu kennisetninga, hinna dánu einstaklinga 
  • Mannlegt mál er algjörlega ófullnægjandi til að túlka andleg sannindi (höf. tekur það fram í upphafi að bókin sé skrifuð með það í huga, að gera sitt besta en þessi takmörk séu fyrir hendi)
  • Sköpunaröfl eru ósýnileg - myndin á striga listamannsins er aldrei sú sama og kemur á strigann
  • Himnaríki er vitund um Guð, ekki staður 
  • Kirkjur og kapellur eru aðgreiningarmúrar 
  • Hlýddu andanum innra með þér 
  • Láttu hjarta þitt vera fullt af Guði
  • Það er í hjartanu sem skilningurinn býr
  • Smámunasemi má ekki ná valdi á lífi okkar og taka stjórn
  • Hver einstaklingur skapar framtíð sína með hugsun sinni
  • Heilinn nærist af andanum 
  • Leitaðu ekki elskunnar,  gefðu hana - það er næring
  • Bænin er andardráttur lífsandans
  • Það er röng afstaða að bíða eftir sælu í fjarlægri framtíð 
  • Þegar þú biður fyrir veiku fólki sjáðu það þá heilt fyrir þér en ekki veikt  
  • Þú ert alltaf - og munt verða
  • Hið eina sem hefur hjálpað þér til æðri þekkingar á Guði hefur komið innan að 
  • Hugsun er útöndun orðsins - Orðið er innra með þér
  • Þú ert vegna þess að Guð er
  • Það er óttatilfinning sem skapar aðgreinandi múra 
  • Sjáðu og viðurkenndu aðeins það góða í þínum nánustu - traust þitt á þeim skapar í þeim nýja von
  • Elskaðu af öllu hjarta, sál og huga og þér mun enginn hlutur ómögulegur
  • Kristur er uppspretta sem aldrei þrýtur
  • Við erum öll þríein og lifum á þremur tilverustigum, sviði andans, sálar og líkama
  • Leyndardómur við lestur Biblíunnar er innblástur (þinn eigin innblástur ekki þeirra sem skrifuðu)
  • Bækur skal nota sem farvegi 
  • Eilífðin er núna
  • Kastaðu á djúpið,  djúpið er Guð
  • Hangið ekki við hlekkina, sleppið þeim
 
Þessar tilvitnanir var ég búin að skrifa niður - en þó ekki búin að lesa nema hluta bókarinnar.  Mér finnst svo mörg umhugsunarefni þarna og þetta skiptir a.m.k. mig miklu máli.
 
Kristinn Theódórsson sem er bloggvinur minn,  kallaði mig "Meistara inklúsívismans" .. og kemur það mér ekki á óvart,  því andstæða inklúsívisma er exklúsívismi. 
 
Mín einlæg trú er sú að við eigum, hverju sem við trúum að geta setið við sama borð og neytt saman matar þó við þurfum ekki á bragða á því sem hentar okkur ekki eða okkur þykir vont.  Borðið er gnægtarborð,  hlaðið mat úr öllum fæðuflokkum og eldað á alla mögulega vegu (líka hráfæði Smile) .. 
 
Hver og ein/n þarf að velja það sem hentar honum/henni og við þurfum ekki að amast við jurtaætunni eða jurtaætan að amast við okkur.  
 
"Hvað með þá sem borða af hömluleysi eða borða ekkert eins og t.d. anorexíusjúklingar?" gæti einhver spurt.  
 
Á því þarf að taka eins og hverjum öðrum sjúkleika. 
 
Líkingar hafa alltaf sín takmörk, en þessi líking fannst mér ná einna skást til að lýsa því hvernig mismunandi trúaðir/trúlausir einstaklingar eiga að geta lifað sem ein heild án þess að þurfa að byggja veggi sín á milli.
 
Ég er ekki á móti kirkjum eða samkomum yfirhöfuð - reyndar alls ekki.  Flest fólk er félagsverur og finnst oft gott einmitt að vera saman til að biðja, syngja eða hlusta á hugvekjur eða prédikanir.  Sumu fólki finnst styrkurinn aukast með því að deila saman rými, bænum og hugsunum sínum.  
 
Þegar talað er um að kirkur eða kapellur skapi múra, þá hlýtur það að vera í þeim tilfellum þegar að þeir sem innan "múranna" eru telja sig betri en þeir sem eru fyrir utan.  
 
Þetta snýst í raun um hugsanamúra.  
 
Hvað með "Þú ert vegna þess að Guð er" .. þetta er það sem höfundur segir og ég er sammála þessu, þ.e.a.s. ég trúi þessu einlæglega "Guð er" .. en hvað segir þá sá eða sú sem ekki trúir á Guð?  "Ég er vegna þess að ég er"  .. það kemur á sama stað niður:   "Ego eimi" .. sagði Guð   "Ég er"..
 
Guð er í oss. Heart
 
p1010096.jpg
 Frá Reykhólum, - en ég féll alveg flöt fyrir þessari fallegu sveit. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Mikið er ánægjulegt að sjá fólk koma fram með þennan vinkil á heiminum.

Ég legg til að þú kynnir þér dulspekingin, hinn danska Martinus. Það er samhljómur með hans kenningum og þeim hugsunum sem koma upp í bloggi þínu.

Bestu þakkir Jóhanna og haltu áfram að lesa og hugsa ! Þegar þú gengur á svona vegi þá kemur margt mikilvægt í pokann þinn.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 30.8.2010 kl. 18:00

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gaman að þessu hjá þér Jóhanna mín.   Mikil speki mörgu sem kemur þarna fram bæði tilvitnunum sem þú kemur með úr bókinni og í þínum eigin orðum.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 30.8.2010 kl. 19:13

3 identicon

Jóhanna þú hefur fundið rit sem er fullt af guðspekilegum hugarþanki,guð er í oss öllum og öllu er lífsanda dregur,þ.a.e.a.s. öllu hans sköpunarverki,misjöfn er skynjun hvers einstaklings á guðdómnum eftir því hvað hver og einn reynir að nálgast hann .Sumir hafna guði í sjálfum sér og umhverfi sínu og finnst allt ömögulegt og óguðlegt nema það sé ritað í bækur,sem í mörgum tilfellum stangast á við sinn eiginn boðskap.Kristur sagði leitið og þér munuð finna,knýið á og fyrir yður mun upplokið verða,ef aldrei er leitað finnst ekkert ef aldrei er bankað kemur enginn til dyra, ef aldrei er beðið er enginn að hlusta.Ef maðurinn leitar finnst það sem leitað er að.Ekki síst innra með sjálfum sér finnst það sem leitað er eftir,Gangi þér vel í leitinni Jóhanna.......

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 22:04

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka ykkur, Sigurður, Margrét og Sigurgeir fyrir málefnalegar athugasemdir.

Mér finnst pælingin svolítið skemmtileg - að það efni sem okkur finnst gott eða skemmtilegt er það efni sem við stundum þekkjum fyrirfram. Hugsanir okkar (stundum duldar) sem eru settar í orð af einhverjum öðrum. Ef þær eru mjög "familiar" þá segjum við í hljóði "sko, þetta sagði ég".. það var a.m.k. þessi uppgötvun sem ég gerði við lestur þessarar bókar - og vissulega annarra bóka.

Hver dagur er dagur nýrra uppgötvanna.

Ég kíki á þennan Martinus Sigurður.

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.8.2010 kl. 22:55

5 identicon

Eitt af þeim atriðum sem þú hefur punktað niður og það er hvernig skal höndla bækur um andans mál, en ég er einmitt sammála því að innblástur er það sem maður leitar eftir, rétt eins og við hlustun tónlistar, maður leitar eftir samhljóm sem tónar við eitthvað sem býr með okkur.  Ég segi oft að það er ekki hægt að ljúga með tónlist, annaðhvort hreyfir hún við sálinni eða ekki, eins er með ritverk, annaðhvort er tónlist í spekinni eða ekki.

Ræður og varnarræða Meister Eckhart ( 1260-1327)  er eitt af mínum uppáhalds ritverkum þegar ég leita innblásturs, magnaður texti hjá þessum ábóta sem þýddi upp úr biblíunni fyrir landsmenn sína og leitaði í heimspeki langt út fyrir ramma kirkjunnar, og kemur ekki á óvart að hann þurfti að verja sig fyrir rannsóknarréttinum sem fordæmdi hann og hans verk.. hann lést af ókunnum orsökum skömmu eftir réttarhöldin og greftrunarstaður er óþekktur.
http://en.wikipedia.org/wiki/Meister_Eckhart

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 23:01

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir þetta Ólafur. Ég sé að ég hef af nægu lesefni að taka. Þakka líka ábendinguna!

Jóhanna Magnúsdóttir, 31.8.2010 kl. 09:06

7 identicon

Frábær lesning .. ég á þessa bók til og er hún ein af mínum uppáhalds bókum.Hún var til sölu á opnum fundi í félagsheimilinu á Blönduósi  sem hafði yfirskriftina "er eðlilegt að vera andlegur " og Úlfur heitinn "læknir  var með fyrirlesturinn.Hún hefur farið manna á milli og þannig vill hún rata í "réttar hendur ;)Ég er svo alsæl með að geta lesið hugvekjur og greinar eftir þig. Langaði til að benda þér á bæna-Íhugun

Minni á Centering Prayer bænastundirnar:

 

Í safnaðarheimili Mosfellsprestakalls, Þverholti 3, 3ju hæð miðvikudaginn 1. september kl. 17:30 – 18:30.

 

Í Guðríðarkirkju, Grafarholti fimmtudaginn 2. september kl. 17:30 – 18:30.

 

Byrjendur mæti kl. 17:00 í Guðríðarkirkju og safnaðarheimili Mosfellsbæjar.

 

Í Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. september kl. 20:30 – 21:30.

 

Verið hjartanlega velkomin.

 

Kær kveðja, Sigurgjörg Þorgrímsdóttir er leiðbeinandi.

Hún er yndisleg manneskja með góð og ljúfa nærveru.

 

Gangi þér allt í haginn.

Kv. Jóhanna.

Jóhanna V. Harðardóttir (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 10:02

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En hve þetta er fallegt og trúverðugt Jóhanna mín.  Ég ætla að taka mér bessaleyfi og prenta þetta út svona fyrir mig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2010 kl. 10:54

9 identicon

Er hann erfiður síðasti þröskuldurinn Jóhanna :)
Við erum í okkur, there is nothing else... we are alone in the mess

doctore (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 11:32

10 identicon

doctore... þú hefur svona verundarlandamæri við húðskrápinn... þ.e.a.s. það sem er fyrir innan húð er "ég" en allt þar fyrir utan er "ekki ég" :) ... er það ekki rétt skilið ?

Annars er mikið til í þessu sem þú segir, "við erum í okkur"... en við erum í okkur í því og það er í okkur, við og það erum eitt.... það sem er eitt er því "alone in the mess" :)

Eini munurinn á þér og mér er IP talan sem þú fékkst úthlutað í tímarúminu við getnað lífsformsins sem egó þitt finnur sig í :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 13:34

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Doctore - trú mín og sannfæring um guðdóminn styrkist bara dag frá degi, eftir því sem ég þroskast og eflist.

Jóhanna Magnúsdóttir, 31.8.2010 kl. 14:07

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ásthildur mín - endilega - vona að þetta nýtist sem flestum. Ég skrifaði þetta upp í fljótheitum, þar sem þetta var það sem talaði til mín sérstaklega. Verð að fjárfesta í þessari bók.

Jóhanna Magnúsdóttir, 31.8.2010 kl. 14:08

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sæl nafna - hey, fyndið þetta með að "bókin rati í réttar hendur" .. hún gerði það svo sannarlega í þetta skiptið, en þarna voru hundruðir spennandi bóka, en þessi varð fyrir valinu. ;-)

Takk fyrir að láta vita af bænastundunum, Sigurbjörg var samferða mér í guðfræðinni á tímabili. Ég sé hvort að ég kemst ;-)

Gangi þér sömuleiðis allt í haginn,

Kær kveðja,

Jóhanna

Jóhanna Magnúsdóttir, 31.8.2010 kl. 14:16

14 identicon

Ertu viss um að það sé guð sem þú ert að spá í... Ég er með það á tæru að það ert bara þú sjálf og forgengileiki þinn sem þú ert að spá í...

Tala af mikilli reynslu um þessi mál... þekki svo margar sögur... ég meira að segja hef séð nákvæmlega svona skrif hjá öðrum túuðum... sem eru trúlausir í dag... þetta er bara skref hjá þér.... spurning hvort þú þorir alla leið inn í raunveruleikann :)

doctore (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 14:45

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er nú bara tær snilld, þarna loksins er búið að orða fyrir mig það sem mig hefur alltaf langað að segja, svona er mín trú. Yndislegt og takk innilega fyrir, ég ætla að prenta þetta út eins og Ásthildur. Þú ert góð manneskja

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2010 kl. 16:44

16 Smámynd: Morten Lange

Þetta er fallegur texti, Jóhanna. Mér varð pínu hlýtt um "hjartarætur".  Bara ef að trúarbrögðin gætu verið meira þannig, og einning að ekki væri auðvelt að misnota trú fólks á Guð/guði. 

Ég þakka jákvæða umsögn þína við blofggfærslu mína um úrsagnir úr þjóðkirjuna.

Morten Lange, 4.9.2010 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband