Ég setti hér til vinstri upp skoðanakönnun, í von um að taka einhvers konar þjóðarpúls á hvaða hug menn bera til stöðu Karls Sigurbjörnssonar sem biskups þjóðkirkjunnar.
Þær skýra sig væntanlega sjálfar, en velkomið að spyrja ef eitthvað er óskýrt!
Velkomið er að sjálfsögðu að leggja inn athugasemdir.
Ég ætla þó að leyfa mér að tína burt athugasemdir, sé velsæmis ekki gætt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Hefur þú farið ein/n í bíó?
Nei - aldrei 23.2%
Einu sinni 19.0%
Nokkrum sinnum 19.2%
Oft 19.5%
Fer alltaf ein/n 19.2%
694 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann ef...
- Það er til nóg af peningum í heiminum, en ekki nægur kærleik...
- Mætti taka alla flugelda úr umferð fyrir mér ..
- Ég vil þakka þessu fólki fyrir að vera fulltrúar þjóðarinnar ..
- Nóg af landi, nóg af mat, nóg af peningum .... en ekki nógu m...
Færsluflokkar
Bloggvinir
- milla
- roslin
- asthildurcesil
- martasmarta
- huxa
- ollana
- amman
- jodua
- kt
- beggo3
- stjornlagathing
- zordis
- nonniblogg
- sunnadora
- evaice
- muggi69
- larahanna
- don
- zeriaph
- adalbjornleifsson
- jenfo
- ieinarsson
- svanurg
- siggith
- lehamzdr
- jon-o-vilhjalmsson
- luther
- sigvardur
- siggisig
- saemi7
- percival
- agbjarn
- reykur
- valdimarjohannesson
- thorhallurheimisson
- maggadora
- icekeiko
- olijon
- omarbjarki
- maggimur
- huldumenn
- arunarsson
- minos
- ragnarbjarkarson
- joklamus
- einar77
- omnivore
- beggas
- skrekkur
- bookiceland
- ammadagny
- elfarlogi
- elisae
- ameliafanney
- elnino
- diva73
- hildurheilari
- hronnsig
- huldagar
- bassinn
- kuldaboli
- krisjons
- kjana
- kristjan9
- lausnin
- lenaosk
- wonderwoman
- meistarinn
- bjornbondi99
- siggifannar
- sattekkisatt
- athena
- dolla
- stefanjul
- summi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heil og sæl; Jóhanna !
Eins; og ég gat um, í grein, á síðu minni, gærkveldis; legg ég til, að Karl Byskup fái eyðijörð góða, vestur í Gufufirði, til ábúðar (hjá frændum mínum; Barðstrendingum) - og verði þar kyrr, um hríð.
Þetta fimbulfamb; sem óleyst Þjóðkirkju vandamál, frá miðbiki síðasta áratugar 20. aldar, tefur aðeins fyrir samheldni - sem og nauðsynlegum undirbúningi landsmanna, að byltingu í landinu, gegn þeim skaðræðis öflum, sem enn véla hér, með völd og áhrif; þér, að segja.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 01:18
Þér er flest vel gefið Jóhanna en hér klúðrar þú algjörlega þessari könnun þinni. Hún er svo leiðandi sem mest má vera. Menn eiga ekki kost á að styðja Karl biskup nema að skrifa um leið upp á að engu þurfi að breyta. Ég er sannfærður um að flestir þeir sem vilja Karl áfram sem biskup geta vel hugsað sér ýmsar breytingar eða telji þær jafnvel alveg nauðsynlegar. En með valkostinum um afsögn hans fylgja hinir jákvæðu "fersku vindar." Út úr þessu er óhugsandi að komi sanngjörn niðurstaða.
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 07:37
Takk Jóhanna fyrir þína könnun.
Við almenningur í landinu höfum ekki kost á að kjósa okkur biskup því miður.
Ég held að Karl Sigurbjörnsson sé góður maður og að hann geti komið á breytingum innan kirkjunnar. Persónulega vildi ég sjá hann fá tækifæri til að taka á þeim málum sem nú eru í deiglunni og fylgjast svo með, a m k um sinn hvert stefnir.
Ég hefði reyndar óskað þess að dóms og kirkjumálaráðherra kæmi að breytingum innan kirkjunnar en fyrst hún lýsir yfir að valdið sé hjá biskupi þá er það svo. Ég vil hinsvegar viðurkenna að ég þekki ekki mjög vel til. Það er kannski ekki við hæfi að spyrja á þessu stigi - hverjir aðrir en Karl væru líklegir og góðir kandídatar?
Marta B Helgadóttir, 26.8.2010 kl. 10:06
Góðan dag, var nú bara fyrst að sjá fyrstu niðurstöður. Það er rétt hjá þér, Gunnlaugur, ég hefði getað orðað svarið um að styðja Karl öðruvísi. Ég var bara að reyna að fá fram þá sem væru sáttir við hans störf og sáttir við kirkjuna eins og hún er í dag, en að sjálfsögðu er það réttur punktur - en að hluta til kemur það fram í að hann eigi að sitja áfram en aðrir að víkja.
Þar sem enginn er búinn að haka við þann lið ætla ég að leyfa mér að breyta þessu "eftirá" þó það sé ekki sérstaklega prófessjónalt.
Takk fyrir að benda á þetta Gunnlaugur.
Jóhanna Magnúsdóttir, 26.8.2010 kl. 10:16
Takk fyrir þitt innlegg Óskar Helgi, þú ert alltaf kjarnyrtur. Ég tel nú að Karl eigi að fá að ráða sínum íverustað, hvort sem hann segir af sér sem biskup eða ekki. Eins og tímarnir eru í dag, þá þyrfti biskup í raun að vera með próf í mannauðsstjórnun, eða a.m.k. með sterka leiðtogahæfileika. Hann birtist mér ekki þannig og ég tel að hann þurfi núna að hugsa hvað er best fyrir hina íslensku þjóðkirku, en ekki hann sjálfan.
Jóhanna Magnúsdóttir, 26.8.2010 kl. 10:23
Búinn að kjósa, og ber ég fullt traust til Sr. Karls Sigurbjörnssonar. Menn virðast gleyma mannlega þættinum í þessu öllu, hann getur vel gert mistök eins og hver annar Jón eða Jóa. Lærum að fyrirgefa og forðumst að persónugera persónu Ólafs fyrrverandi biskups sem núverandi Biskup. Þetta eru tveir ólíkir einstaklingar!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.8.2010 kl. 10:28
Sæl Marta,
Ég hef hugsað það sama og þú, "að Karl sé góður maður og geti komið á breytingum innan kirkjunnar" ..
Óánægja mín með biskup (of yfirstjórn kirkjunnar) skiptist aðallega í þrennt:
1) Mannaráðningar - en þar hefur iðulega verið pottur brotinn. Fólk "handvalið" í prestsembætti, stöður ekki auglýstar, jafnréttislög brotin og farið í manngreinarálit. Þetta hef ég allt "hlerað" í gegnum vini og kunningja sem eru annað hvort vígðir eða óvígðir þjónar kirkjunnar. Fyrir nokkrum árum hélt félag guðfræðinga (sem ég held að sé dáið) málþing, en þá sagði ég mína skoðun hreint út - að þegar væri búið að þjálfa upp prestsefni og fólk búið að fá stimpil á sig sem "hæfur" prestur. (Nú tíðkast það, en var ekki áður) þá ætti viðkomandi bara að fá úthlutað næsta lausa embætti, eða a.m.k. tækifæri á að hafna því. Þetta er nokkurs konar starfsaldurslisti eins og tíðkast í fluginu.
Þetta kerfi er ekki gallalaust, en hindrar m.a. það að "Vel ættaðir" eða tengdir guðfræðingar séu teknir fram fyrir í röðinni. Eflaust þyrfti ekki að taka þetta kerfi upp, ef að allt væri normal.
Það er mikið niðurbrot fyrir suma guðfræðinga sem hafa þurft að sækja um stöður kannski 10 sinnum, svo kemur eitthvað ættarbarnið blautt bak við eyrun út úr guðfræðideildinni og fær vinnu innan nokkurra mánaða. Þessu ætti biskup m.a. að breyta.
Varðandi jafnréttislögin, þá er sama saga þar, þá hafa þau verið brotin oftar en einu sinni og valdið miklum sárindum einnig. Allt undir stjórn biskups.
..to be continued..
Jóhanna Magnúsdóttir, 26.8.2010 kl. 10:39
Karl á að segja af sér, það á að taka kirkju algerlega 100% frá ríki.
Kirkjan á ekki að koma að neinni sannleiksnefnd.. Dómsmálaráðherra á að skipa rannsóknaraðila, allir sem liggja undir grun eiga að láta af störfum á meðan rannsókn stendur yfir
Það er ekki neinn millivegur.
doctore (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 10:45
..ég er enn á lið 1 en þurfti að taka pásu ;-)
Þegar ég tala svona um mannaráðningar gæti fólk haldið að ég væri ein af þessum guðfræðingum sem hefði sótt um aftur og aftur, en það hef ég ekki gert. Ég þekki aftur á móti til þessa fólks.
Einhverjir hafa að lokum fengið sitt brauð og eru þá orðin sátt og tala ekki um hvernig var brotið á þeim áður. T.d. hvað þau voru spæld þegar einhver var ráðinn án auglýsingar í embætti sem þau dreymdi um. Þetta eru staðreyndir.
Eina skiptið sem ég hef persónulega skrifað biskupi bréf var þegar ég var að ljúka starfsþjálfun minni og átti eftir viku. Það er ekki fyrr en eftir starfsþjálfun sem að embættisgengi er gefið út.
Ég sá brauð auglýst á Snæfellsnesi en var í vafa hvort ég mætti sækja um vegna þess að ég var ekki komin með umrætt embættisgengi - sem er skjal frá biskupi.
Jæja, ég skrifaði honum sem sagt, en fékk svar um að þar sem ég væri ekki komin með embættisgengið væri ég ekki hæfur umsækjandi. Ég man ekki lengur hver fékk þetta brauð, enda gildir það einu.
Stuttu síðar er annað embætti auglýst og annar guðfræðingur í sömu stöðu og ég - s.s. jafn langt kominn og ekki með embættisgengi var HVATTUR af biskupi til að sækja um stöðuna sem hann og gerði. Þegar af þessu fréttist kvartaði vinkona mín sem einnig var guðfræðingur til biskupsstofu og veitti athygli á því svari sem ég hafði fengið og guðfræðingurinn var látinn draga sína umsögn til baka.
Þetta er langt í frá eina klúðrið, en þetta er eina sem ég hef lent í persónulega. Ég verð að viðurkenna að þetta fældi mig frá og þarna var fyrstu efasemd minni sáð um biskupinn og störf hans. Seinna kom svo margt, margt, í ljós en það voru upplifanir frá öðrum guðfræðingum.
Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi ekki verið sár á sínum tíma, en ég hef aldrei hangið í fortíðinni og hef ekki verið að bera svona hluti upp. En nú er nauðsyn að tala - ekki mín vegna heldur vegna okkar allra. Ég hef einu sinni síðar sótt um embætti - en að vísu hér í Reykjavík og vissi fyrirfram að ég fengi það ekki þar sem það var vinsælt brauð og margir prestar um hituna, en ég vildi prófa að fara í gegnum umsóknarferlið einu sinni og sjá hvernig gengi.
Mér þykir mjög vænt um kirkjuna, ólst upp í henni og kynntist yndislegu fólki. Starfaði við barna-og unglingastörf og hef margoft flutt hugvekjur og prédikanir. En ég komst fljótt að því að yfirstjórnina var ég ekki sátt við og það fældi mig frá.
Ég hef í raun starfað sem prestur, því að sálgæsla og að hlúa að fólki hefur verið mitt stóra hlutverk á flestum vinnustöðum og ekki síst á þeim síðasta sem var framhaldsskóli.
2) Aðkoma að málefnum samkynhneigðra. Vegna íhaldssamra skoðana biskups dró hann ekki aðeins fæturnar þegar hópur presta og guðfræðinga vildi bera upp tillögu um að kirkjan styddi ein hjúskaparlög áður en til þess kæmi að samþykkja það á alþingi, heldur beitti hann ógnarstjórn með því að láta að því liggja í ræðu á kirkjuþingi að þessir aðilar væru með því að bera þessa tillögu upp að kljúfa kirkjuna. Með því kom hann inn samviskubiti og olli þeim hugarangri. Hann gaf aldrei upp afstöðu sjálfur, en hafði eins og alþjóð veit, einhvern tímann talað um að það mætti henda hjónabandinu á ruslahaugana ef að samkynhneigðir gengju í hjónaband. Þar var hann búinn að opinbera sína skoðun, og hann hafði ekki komið fram með nýja fyrr en hann var tilneyddur vegna óánægju að biðjast afsökunar.
Í framhaldi af því má spyrja sig hvort að eðlilegt er að biskup segi svona oft hluti sem hann þarf að biðjast afsökunar á?
Hefði ekki verið meira grand og eðlilegra af þjóðkirkju að ganga í fararbroddi með samþykkt nýrra vígslulaga en að þurfa að "beygja sig undir" ný vígslulög og vera svo að tauta afsakanir í framhaldi af því?
Jóhanna Magnúsdóttir, 26.8.2010 kl. 11:10
3. atriðið er auðvitað uppákoman í dag, en þá sögu þekkja allir - og öll aðkoma biskups að því. Hálfkæringur og seinagangur.
Eflaust eru önnur atriði sem aðrir þekkja en ég, en nú hef ég talað.
Ég hef það lífsmottó að lifa af heilindum. Ekki það að ég hafi ekki syndgað og gert rangt og mistök. Ef eitthvað af því sem hér kemur frá mér að ofan er ranglega með farið bið ég þann sem veit betur að leiðrétta. Svona snúa hlutirnir að mér.
Ég gafst upp á að verja kirkjustjórnina og störf hennar. Þeir sem þekkja mig vita að ég geng ansi langt til að halda frið og einingu, en óréttlæti og mannréttindabrot læt ég ekki líðast undir einhvers konar friðarfána. Hvorki gagnvart mér né öðrum.
Það var sárt skref að taka að skrá sig úr kirkjunni MINNI, en það voru mín þöglu mótmæli - og nú kannski ekki svo þögul, gegn þeirri stjórn, eða óstjórn sem þar ríkir.
Marta, þú spyrð um biskupsefni. Það úir og grúir af sterkum leiðtogum innan kirkjunnar, enda yfirleitt leiðtogar. Mikilvægast er að það sé manneskja sem allir, eða flestir séu sáttir við. Manneskja sem er hugrökk, sinnir vel sínum prestum og starfar að heilindum - og síðast en ekki síst: starfar í anda Jesú Krists.
Jóhanna Magnúsdóttir, 26.8.2010 kl. 11:26
Haukur, takk fyrir þitt innlegg og kosningu. Það er mjög erfitt að halda persónu biskups frá embætti biskups. Því að þetta er mjög persónulegt starf. Ég hef oft haldið aftur af mér að ræða um hann einmitt þess vegna og að það sem ég skrifa virkar særandi fyrir hann og jafnframt þá sem standa honum nærri. Helst er ég þá að hugsa um Einar bróður hans, sem var einn af mínum uppáhaldskennurum og mér þykir alltaf vænt um. Hann er yndislegur maður. Ég hef í raun ekki kynnst biskupi neitt persónulega - en ég hef, eins og hér kemur fram kynnst störfum hans.
Ég er að deila á störf hans, ég tel að kirkjan þurfi létta byltingu, ekki síður en þjóðfélagið allt.
Kasta af sér yfirborðsmennskunni og flottræfilshætti og fara "back to basics" ..
Þannig starfar hún að mörgu leyti í dag - þannig starfa margir prestar nú þegar, þannig að það á ekki að þurfa stórkostlegt átak, aðeins hugarfarsbreytingu.
Dæmi um það sem mér finnst rangt innan kirkjunnar eru glæsihallir - og nú er ein á teikniborðinu í Mosfellsbæ. Þetta tel ég ekki Guði þóknanlegt.
Annað dæmi (skil Flóka vel) er skurðgoðið í Langholtskirkju, orgelið sem er fyrir miðju kirkjunnar - bak við altarið.
"Less is more" er ágætis hugtak að hafa í huga þegar að kirkjunni kemur. Fyrir mér snýst hún um andann, um samveru og um vináttu Guðs.
Jóhanna Magnúsdóttir, 26.8.2010 kl. 11:33
Þú ert að misskilja mig Jóhanna. Ég sagði:
Karl er ekki Ólafur, og ber ekki syndir hans, þótt vissulega er gagnrýnivert hvernig hann tók á málinu á sínum tíma.
Þú vilt fá Biskup sem er hlynntur samkynhneigðum, ég fæ ekki betur lesið úr þínum orðum hér ofar. Það þykir mér mikil einföldun á góðum biskup, en það er bara mín skoðun.
Algjörlega sammála, þess vegna var þessi skellur sem hefur dunið yfir þá undanfarna daga þótt þvingaður væri ALGJÖRLEGA nauðsynlegur og tímabær.
Aftur sammála, og bendi ég á 150 millj. orgel í Grafarvogskirkju og allt annað sem þú segir er ég sammála. En mér þykir einstaklega vænt um Karl Sigurbjörns vegna þess að karlinn fermdi mig.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.8.2010 kl. 11:54
Takk Haukur, ég held biskupunum alveg aðgreindum. Ég er hér að ræða störf Karls biskups, algjörlega. Þeir eru tvær ólíkar persónur. Ég held það velkist enginn í vafa um sekt eða sakleysi Ólafs og um það þarf ekki að ræða meira að mínu mati. Það er aðkoma þjóðkirkjumanna og biskups að því máli sem nú er uppi á borðinu.
Rétt í þessu var ég að sækja Fréttablaðið, þar er mynd á forsíðu af málverki af Ólafi Skúlasyni sem hangir uppi á biskupsstofu. Hver á að stjórna því að hún sé tekin niður? Eða á ekki að taka hana niður kannski?
Jóhanna Magnúsdóttir, 26.8.2010 kl. 12:15
Það að biskup sé hlynntur samkynhneigðum er ekkert eitthvað sem ég bara "vil" - ég tel það eðlilegt og í takt við það sem trúin blæs mér í brjóst. (þá er ég ekki að tala um stafi í bók)
Og ég sagði hvergi að það væri það eina sem hann þyrfti að hafa til að bera - talaði líka um að eiginleikar biskups þyrftu að vera hugrekki, sinna sínum prestum vel (og öðru fólki má bæta við hér) og starfa af heilindum. Ef að biskup t.d. hefur ótrú á hjónavígslu samkynhneigðra, en neyðist til að samþykkja hana vegna landslaga þá þarf hann að hugsa sinn gang. Ef hann hefði verið samþykkur þessum lögum, hefði hann væntanlega skipað sér í fylkingarbrjóst þeirra sem studdu nýju lögin, eða hvað?
Jóhanna Magnúsdóttir, 26.8.2010 kl. 12:27
Gagnrýnivert hvernig Karl tók á málinu... HALLÓ miðað við fréttir þá hreinlega traðkaði hann á fórnarlömbum... En Guðsteinn elskar hann vegna þess að hann fermdi hann... Það er semsagt gamall kunningsskapur sem orsakar það að Guðsteinn horfir öðruvísi á Karl en vel flestir aðrir...
Ég get vel samþykkt að sjálfstæð kirkja geti hafnað að gifta samkynhneigða.. en ríkiskirkja getur það ekki... prestar innan hennar eiga ekki að getað fengið undanþágur svo þeir þurfi ekki að þjónusta stóran hóp af ÍSLENDINGUM... Hver sá ríkiskirku prestur sem neitar slíku, hann á að reka um leið.
Annars verða kristnir að átta sig á einu.. þeir eru "hommar" framtíðarinnar, þeir munu taka við í skápnum sem þeir samkynhneigðu voru settir í.... þannig að það er vissara fyrir kristna að skoða sjálfan sig og stöðu trúar sinnar... ella verður skilningur á þeirra málstað minna en enginn í framtíðinni.
Ég veit að það verður erfitt fyrir ykkur, því þið þurfið að dissa stóra hluta biblíu...
P.S. Ég sé Guðstein fyrir mér ... ef þetta væri td íslam... myndi Guðsteinn vera í fyrirgefningargírnum ef svo væri... nosiribob, þið getið hengt ykkur upp á það sko... Svona er tribalismi trúarbragða.
Praise humanity shun religion
doctore (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 12:28
Komið þið sæl; á ný !
Jæja; Jóhanna mín !
Sízt af öllu; vildi ég særa þig persónulega - eða verða þér, til nokkurs tjóns;; miklu fremur, vildi ég hjálpa þér við, að yfirgefa stuðnings vettvang þessarra andstygglegu manna,sem Þjóðkirkja Íslendinga hefir ENN, innan sinna vébanda, eftir að ég hlýddi á fölskvalausan vitnisburð Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur, í Kastljós þætti (á RÚV) Sigmars Guðmundssonar, ný loknum.
Meira að segja; Gufufjörður - væri of góður dvalarstaður, fyrir Karl þennan Sigurbjarnarson - og varla; myndu sjófuglarnir í Eldey, kæra sig um návist hans, þar syðra heldur.
Þvílíkir rummungar; sem Karl - Hjálmar Jónsson - Pálmi Matthíasson og Vigfús Þór Árnason hafa reynst verið hafa, í raunum þessarrar konu, auk þeirra fleirri.
Ég vona; að þið Guðsteinn Haukur, fornvinur minn (spjall/blog vinur), berið gæfu til, að endurskoða afstöðu ykkar, til þessarra hrakmenna, sem yfir Þjóðkirkjunni véla, nú;; um stundir.
Með; kveðjum undrunar - sem gremju, að þessu sinni - en; þeim beztu, til þín Jóhanna mín, og annarra skrifara /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 20:18
Ég tel að menn sem klúðra málum eins og þessi maður hefur gert, eigi að hverfa úr embætti. Það á líka við um marga aðra sem gegna lykilstöðum í samfélaginu. Ef við ætlum endalaust að líta fram hjá mistökum, spillingu og hyskni ráðamanna, fáum við aldrei rétt samfélagið við. Það væri gott að byrja á byskupnum, svo mættu pólitíkusarnir koma á eftir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2010 kl. 20:26
Er að miklu leit sammála Ásthildi her á undan,nema eg vill að dómstólar fjalli um mál fyrv. Biskups Ólafs Skúlasona og meint brot hans ,annars verður þetta eylíft/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 26.8.2010 kl. 21:57
Góða kvöldið, mann setti hljóðan við að horfa og hlusta á kastljós í kvöld og að mér læddist þessi hugsun.
Hvað höfum við í raun með Biskup eða ég tala ´nú ekki um marga Biskupa að gera í okkar litla landi.
Er ekki hægt að spara með fækkun á þeim vetfangi og hafa bara presta og smá skrifstofu til að vinna að málefnum safnaða ?
krumminn, 26.8.2010 kl. 23:55
Það verður interesting að heyra hvað vinur minn hann Guðsteinn segir núna... um gamla góða Karl sem fermdi hann hahaha
Ég hef bara eina ráðleggingu til Jóhönnu... Hætta að reyna að verja hið óverjanlega, kirkjuna þína og trú þína.
Þetta er svo langt frá því að vera bara nokkrir menn í kirkjunni, þetta er kirkjan og biblían... þú veist það, ég veit það, við vitum það öll...
Að auki þá vitum við það öll að þetta er lífið okkar eina... ekki kaupa neitt sem segir annað, það er bara svikamylla.
Peace og Praise humanity shun religion
doctore (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 08:57
Karl á að fara og ætti að vera löngu farinn.
Ef einhverjar töggur væru í kristnu fólki á Íslandi þá hefði honum verið grýtt öfugum út eftir að hann sat með slepjusvip undir kóransöngli í Hallgrímskirkju.
Hvernig er hægt að réttlæta slíkan gjörning?
marco (í táradalnum) (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 09:15
Það er ekki töggur í kristnu fólki marco, öll innprentun á kristni gengur út á: Don't ask, don't tell.... Reward in hevn
doctore (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 09:30
Kaus "annað" þar sem skoðanir mínar á því sem á að gera við barnaníðinga og þá sem hylma skipulega yfir með þeim er ekki valmöguleiki þarna hjá þér.
Arnar, 27.8.2010 kl. 10:21
Bæði karl og Hjálmar komu sannanlega að því að þagga mál Ólafs niður, og því eru þeir samsekir, lögum samkvæmt, og ber að færa fyrir dómara.
Biskup skal vera flekklaus, og skínandi hreint fyrir hans dyrum...allavega meðan hann þiggur laun hjá okkur (ríkinu)....mér sama um forstöðumenn annarra safnaða/klúbba, séu þeir ekki brotlegir við landslög. En Karl er það hinsvegar, þeas brotlegur við lög.
Annars á, að mínu mati, að aðskilja ríki og kirkju, og gera kirkjunnar menn brottræka úr skólum og leikskólum landsins.
Haraldur Davíðsson, 27.8.2010 kl. 16:43
Þú skrifar vel um þessi mál. Takk fyrir.
Billi bilaði, 28.8.2010 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.