12.8.2010 | 09:23
Nýja lífið og sparnaðarráðin ...
Hér ætla ég að deila ýmsum ráðum sem ég hyggst nota á næstunni, þar sem ég verð formlega atvinnufrjáls (nota frjáls í staðinn fyrir laus) 1. september nk. og þar sem fátt er svo með öllu illt að ei boði gott ætla ég að gera ýmislegt sem ég hef ekki haft tíma til hingað til:
1) Fara í endurvinnsluna með marga poka af flöskum og dósum sem hafa safnast upp.
2) Sortera föt og skó og selja á barnalandi - gefa það sem ekki selst til hjálparstofnana
3) Gefa mér tíma til að versla í matinn þar sem er ódýrast og spara í öllum aðkeyptum mat, þ.e.a.s. panta ekki mat, hvorki pizzur né kínamat. (Ekki eins og það sé daglegt brauð).
4) Vanda mig betur við matarinnkaup, gefa mér tíma til að sjá hvað er hagstæðast og ekki versla of mikið svo að ég sé ekki að henda því sem rennur út á dagsetningum.
5) Fara yfir tryggingamál - athuga hvort ég get fengið hagkvæmari tryggingar annars staðar.
6) Spara í bensínkostnaði, ganga meira og láta loksins gera við hjólið mitt og fara að hjóla.
7) Segja upp óþarfa áskriftum.
8) Líta vel út með því að hreyfa mig og gæta að mataræði, þá get ég notað fallegu fötin mín og þarf ekki ný.
9) Nú ef ég fæ "urge" til að versla föt eða fylgihluti, kaupa þá hjá Hjálpræðishernum, hef góða reynslu af því! ...
10) Sortera í baðskápnum - svo ég sé ekki að kaupa eitthvað sem ekki vantar!!.. (er reyndar búin að því og fann a.m.k. 3 pakka af plástri!!!.. hehe) Nú er vörutalning á hreinu svo ekki verða keypt andlitskrem eða "body lotion" á næstunni..
Röð og regla er málið...
.....
Kannski eitthvað fleira sem ég man ekki eftir í augnablikinu, en þetta er a.m.k. það sem ég get gert! .. Auðvitað eru þetta atriði sem hægt er að huga að þó fólk sé í fullri vinnu, en mun minni tími þó. Tíminn er svo sannarlega peningar.
Athugasemdir
Ég hef nú bara alltaf haft þetta svona, lifi mjög spart og skipulega, leyfi mér stundum samt einhverju "vitleysu" til að létta upp hversdagsleikann. Knús til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2010 kl. 13:37
Hér eru nokkrar hugmyndir í viðbót:
Fara yfir banka og visa yfirlitin í amk. 1-2 skipti og sjá í hvað peningarnir fara.
Losna við óhagstæð "lán" eins og yfirdrátt og visa, það eru okurvextir á þeim. Fá frekar "alvöru lán" ef það er nauðsynlegt.
Baka eigið brauð, það er ódýrt og baksturinn kemur manni í gott skap!
Ekki hringja í gemsa fólks sem er hjá Nova, það er dýrara að hringja í þá en að hringja til Honolulu á Hawaii, ég er ekki að grínast.
Kári Harðarson, 12.8.2010 kl. 22:32
Takk fyrir góð ráð Kári!
Ásdís, góð - ég hef ekki alltaf haft þetta svona, því miður!
Jóhanna Magnúsdóttir, 13.8.2010 kl. 01:06
Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2010 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.