Hreyfing dagsins - "plankinn" ...

Í gær fór ég í langan göngutúr og í dag fór ég í tíma í World Class,  með ofurhressa aerobikkþjálfaranum.  

Við erum örugglega 40 eða 50 í hóp,  svona 80% konur og þá 20%  karlar.  Ég tók eftir því að karlmennirinir eiga yfirleitt erfiðara með að halda taktinum á pöllunum,  eða að ná sporunum,  sem reyndar voru ekki mjög flókin.  Sjálf ruglaðist ég smá,  og þegar mest á reyndi -  hreyfa hendur líka þá fór allt til andsk.....  þetta má ekki vera of flókið. 

Palla-æfingar gengu annars vonum framar,  svo var stöngin með lóðunum,  beygja arma, rétta arma, klappi klappi klapp... að ógleymdum hnébeygjunum og róðrinum!

Svo kom að magaæfingum - og svo var það ... PLANKINN ..úff, það er erfitt. Þá er að liggja stíf (eins og planki uppi á olnboganum og halda sér uppi.  Ég allt nema dó,  því ég vildi ekki láta mitt eftir liggja. 

Plankinn er svona eins og grískan í guðfræðinni,  eitthvað sem þú þarft að komast yfir og ná árangri í.

Ég býst við að vera með harðsperrur á morgun,  þrátt fyrir þokkalegar teygjur,  en teygði sem eflaust ekki nóg. 

Í kvöldmat var danskt rúgbrauð með lárperu (avocado) og nýmöluðum pipar.  Fékk mér burrito upp úr hádegi í dag,  svo að kvöldmaturinn var eiginlega afgreiddur þá.

Nú eru liðnir 3 dagar af 15 (virkum) dögum námskeiðsins og ég vonast til að vakna í súperformi þegar þessar 3 vikur eru liðnar!...  Wizard

p.s. er byrjuð að kikja eftir djobbi, en draumastarfið fellur vara af himnum ofan eða hvað?  Spurning um að stofna stjórnmálaflokk eða eitthvað og stefna að þægilegri innivinnu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þægilegar innivinnur..... eru þær ekki í rauðu hverfunum?

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2010 kl. 22:47

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

hahaha... það má kannski deila um hversu þægilegar þær séu!

Jóhanna Magnúsdóttir, 13.8.2010 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband