Hreyfing dagsins ..

Já nú snýst lífið hjá mér aðallega um heilsuna, vera á hreyfingu og komast í andlegt og líkamlegt form.  Eins og kunnugir kannski vita sagði ég lausu starfi mínu sem aðstoðarskólastjóra í Menntaskólanum Hraðbraut 1. maí sl., vann uppsagnarfrest og er nú í sumarleyfi til 1. september og atvinnulaus eftir það!..

Langar eiginlega bara að fara að vinna í einhverri skemmtilegri búð eða fyrirtæki í 101,  þá get ég gengið og þarf ekki bílinn nema svona til að sinna erindum eða í heimsóknir.  Miklu skemmtilegra að ferðast gangandi en akandi! 

Þegar ég skrifa að komast í andlegt form,  þá þýðir það ekki að ég sé í einhverju rusli andlega, bara var orðin mjöööög langþreytt eftir mikið álag í vinnu - við leiðinda aðstæður sem komu upp og urðu bara verri og verri þar til mín fékk sig fullsadda og svo fór sem fór.   Konan er því orðin fyrrverandi aðstoðarskólastjóri og núverandi bóhem og líkar það bara býsna vel!

Yfirskriftin á blogginu mínu er "Hreyfing dagsins" og eins gott að standa við það. 

Gekk í 55 mínútur og hljóp meira að segja svolítið líka.  Gekk mína venjulegu rútínu,  Ránargata, Vesturgata,  Grandi og alveg út á Seltjarnarnes að vatnsbrunninum og snéri þar við.  Simbi ofurhundur var að sjálfsögðu með í för og hélt mér við efnið. 

8_agust_2010_003.jpg

Á morgun fer ég svo í tíma hjá World Class og læt eflaust gera út af við mig með einhverjum maga- og rassæfingum.  Námskeiðið byrjaði í gær,  eins og fram kom í blogginu á undan og verður gaman (vonandi) að birta árangurstölur eftir þessar 3 vikur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Heyrðu Jóhanna. Þú mátt ekki gera þig of granna þá hefir þú enga orku á að ganga.

Valdimar Samúelsson, 10.8.2010 kl. 21:08

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Það eru ekki miklar líkur á því - og ég passa upp á orkuna,  en takk fyrir umhyggjuna!

Jóhanna Magnúsdóttir, 11.8.2010 kl. 07:47

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert bara flottust Jóhanna mín
Knúskveðjur frá þessari sem er enn að grubla, í hverju er hin stóra spurning.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.8.2010 kl. 16:39

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gangi þér vel Jóga

Marta B Helgadóttir, 12.8.2010 kl. 11:56

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hey Marta Smarta.... er ekki kominn tími á hitting yfir þínu frábæra salati? Eða þarf fellibyl til?

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2010 kl. 22:50

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hrönnslan mín, jú er í raun löngu kominn tími á hitting. Ég stefni að því bara strax í byrjun sept. Hvernig hljómar t d fiskisúpa um hádegi á laugardegi? 

Marta B Helgadóttir, 13.8.2010 kl. 09:50

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hey frábært,  þið farnar að skipuleggja hér á þræðinum, það hljómar allt vel sem kemur frá þér Marta!

Jóhanna Magnúsdóttir, 13.8.2010 kl. 13:31

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk stelpur mínar.

Ég fer þá bara að drífa íessu - að smala saman góðu konunum mínum úr netheimum og finna hentugan tíma.

 

Marta B Helgadóttir, 13.8.2010 kl. 15:44

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Big læk á það Zordís er að bresta á líka ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 13.8.2010 kl. 18:49

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég næ ekki í Þórdísi, fékk endursendan tölvupóstinn sem ég sendi henni. Ég er sjaldan á fésbók og hef ekki aðgang að þeim vef í vinnunni ... Hvenær kemur hún?

Marta B Helgadóttir, 16.8.2010 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband