10.8.2010 | 08:53
Í súperátaki í 800 gramma leikfimisklæðnaði ... konublogg
Ég er líklegast ekki eini aðilinn sem er styrktaraðili að líkamsræktartöð. Ég myndi miklu frekar vilja greiða fimmþúsundfjögurhundruðogáttatíu á mánuði til barns í Afríku, reyndar geri ég það líka, en í líkamsrækt þar sem peningum er varið að greiða fyrir þjónustu og aðstöðu sem ekki er nýtt!
Ég keypti s.s. árskort, fyrir nokkuð mörgum mánuðum síðan, man ekki lengur hversu mörgum og fór einu sinni, já einu sinni og svo ekki söguna meir. Það fyndnasta er að mér fannst óþægilegt að vera þarna fyrir framan alla á þröngum líkamsræktarklæðnaði því ég var með umframkíló, pælið í hvað það er röng hugsun!!! ..
Ekki það að ég hreyfi mig ekki svolítið, en heima er ég með "einkaþjálfarann" Simba, sem leyfir mér ekki að sitja aðgerðalaus - heldur fer með mig í reglulegar göngur.
Einkaþjálfarinn Simbi, sem er þarna að skoða yfirborð sjávar, sem betur fer leist honum þannig á að sjórinn væri of kaldur, fyrir utan það að hann er lítið fyrir að vökna, svo hvorki hann né ég þurftum að taka sjósundssprett.
Eins og þeir sem hafa lesið bloggið mitt kannsk vita, tók ég mit til og létti mig um rúm 7 kíló á svokölluðum "Síberíukúr" sem er enginn kúr - bara breytt mataræði. Aðal málið er að vera með meðvitund þegar við borðum. Borða þegar við erum svöng og hætta að borða þegar við erum södd, eða mett. Þá er ég ekki að tala um þegar við erum að srpinga!! Heldur þegar við erum hætt að vera svöng. Svelti er ein versta tegund megrunar því að þá plötum við líkamann og teljum honum trú um að það sé hungursneið og hann fer að geyma þann litla forða sem hann fær og þegar við förum að borða af einhverju viti aftur þá erum við búin að hægja á brennslunni og barbabrellan verður slík að við skiljum ekki hversu hratt við bætum á okkur!
Jæja, ég ætlaði að skrifa um ræktina. "Átak" er eiginlega bannorð, því að öll eigum við að vera í lífsstíl en ekki í átaki. Samt sem áður byrjaði ég ekki bara í venjulegu átaki í gær heldur er það kallað "súperátak" mæting fimm sinnum í viku hvorki meira né minna! ..
Ég er ekki mjög "up to date" í íþróttaklæðnaði - á svona síðar útvíðar stretsbuxur sem ég að sjálsögðu dró fram og mosagrænan hlírabol sem Hulda systir erfði mig af en komst að því að ef ég vil vera töff í ræktinni á ég þá er þetta ekki lúkkið. Þröngar niður buxur, kannski bara svona rétt niður fyrir hné og með rennilás og eitthvað - og svo íþrottatoppur er málið!
Tíminn í gær fór aðallega í að mæla mitti, þyngd og þol. Vigtin hefur aðeins farið upp síðan í Síberíukúr, sérstaklega hafði Danmerkurförin áhrif þar sem við "hugguðum okkur" á hverju kvöldi með ýmsu góðgæti. Líklegast hefur þyngdaraukningin verið tæp tvö kíó.
En á vigtinni í laugum (í útvíðu buxunum og hlírabolnum) var ég 80.8 kg - 80.0 í Evuklæðum í búningsklefanum. Fötin vega því 800 grömm! .. Þ.e.a.s.ef vigtarnar stemma saman. Það skal tekið fram að sú sem þetta ritar er 178 cm á hæð og frekar stórbeinótt. Takmarkið er að vera ca. 75 kg og í formi.
Ég er búiin að ákveða að vera í svona súperlífsstíl, ekki bara átaki - og vera í formi á fimmtugsafmælinu, sem er reyndar ekki fyrr en eftir eitt og hálft ár.
Þar sem ég var að eignast skanna þá skannaði ég inn mynd af mér frá því ég var 21 árs og tekin á ströndinni á Búðum Snæfellsnesi (fyrir ca. 15 kílóum síðan), en átti þá samt sem áður tveggja ára barn. Frekar mikið flott - og stefni svona í áttina að þessu, þó ég viti að 21 verði ég aldrei aftur!
(Sorry hvað ég er mikið montrassgat, að setja bikinímynd af mér á bloggið, verst að myndin er svona úrelt .. ) ...
Athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2010 kl. 11:03
Dugleg ertu! Ég myndi alveg vilja hafa nennuna fyrir átaksstöðvarnar. Ég VAR styrktaraðili en svo hætti ég því sem betur fer... Reyndar langar mig alltaf að byrja öðruhverju en veit að ég myndi ekki nota kortið svo ég fer frekar í sund eða labbitúr. En eftir að ég datt niður á ÞESSA SNILLD HÉR fyrir nokkrum mánuðum þá eru fokin ófá kíló, og ég komin með húð, hár og neglur sem ég vissi ekki að ég gæti fengið án meiks og annara framlenginga.
Edda (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.