Fýlupúkar og fussumsveiarar

Yfir íslenskri þjóð hefur hangið þrumuský, allt frá því að Geir H. Haarde bað Guð um að blessa Ísland.  Margir eru i þungum róðri, margir hafa misst fótana fjárhagslega og misst atvinnu.  Andleg líðan er eftir því.  En auðvitað er fólk sem hefur það bara þokkalegt og sumir virðast ekki finna fyrir kreppunni.  Fjárhagsraunir hafa áhrif á líðan okkar,  og þar með talið á sambönd fólks.  Sumir eru illa efnahagslega staddir og/eða eru atvinnulausir en ná samt að halda gleðinni. 

Mitt í öllum þessum raunum er gott að geta hlegið og gott að geta brosað.  Jón Gnarr er þannig gerður að hann fær fólk til að brosa,  reyndar mig til að skellihlægja og í gær hlýnaði mér um hjartarætur við að sjá hann í þessu draggi - og með því einnig að styðja við Hinsegin daga. 

Það að Jón bregði á leik og fari á svið þýðir ekki að hann sinni ekki líka vinnunni á bak við tjöldin,  eða við skrifborðið sitt,  eins og sumir virðast halda. 

Pólitískur rétttrúnaður má ekki verða til þess að menn missi húmor.  Hvað ef að þetta hefði verið Bjarni Benediktsson?  Hefði Stefáni Friðrik þótt hann "hallærislegur" .. ?  

Þessi uppákoma hjá Jóni Gnarr er eins og sagt er á einhvers konar slangi "spot on" .. eða hittir algjörlega í mark og er bara mjög viðeigandi.  Maðurinn er ekki að taka sig of hátíðlega, eða með nefið upp í loftið og megum við mörg taka okkur það til fyrirmyndar.  Lífið á ekki að vera einhver dauðans táradalur og við ganga um hokin vegna þess að þrátt fyrir allt er svo margt gott að gerast og fólk verður að líta á björtu hliðar mannlífsins og taka þeim fagnandi. 

Það hafa allir sinn stjórnunarstíl, þetta er stíll Jóns Gnarr - við erum ekki að kalla á það að Steingrímur J. eða Jóhanna fari að hegða sér eins og Jón Gnarr,  þó vissulega mættu þau kannski vera aðeins glaðlegri! Smile

Legg því til að fussumsveiararnir taki gleði sína á ný - og taki þátt í hinsegin hátíðinni í Kardimommubæ!  Wizard


mbl.is Óvæntur gestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Svakalega væri ég annars til í að sjá Bjarna Ben í draggi ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.8.2010 kl. 08:51

2 Smámynd: Frænkan

Eini borgarstjórinn sem ég hef getað borið virðingu fyrir er gamli góði Villi, jafnvel þó að hárkollan hans væri stundum skökk og á skjön.  Það var þó ekki kvenklæðnaður!

Frænkan, 6.8.2010 kl. 08:53

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ef Jón Gnarr væri ekki atvinnuleikari þá hefði þetta orðið enn meira spot on og yrði það sannarlega ef Bjarni Benediktsson myndi skella sér í gervið  

Ég á enn erfitt með að hugsa til Jóns Gnarr sem borgarstjórna, í mínum augum er hann leikari og ekkert tiltökumál að fólk í þeirri starfsgrein bregði sér í allra kvikinda líki. ;)

Marta B Helgadóttir, 6.8.2010 kl. 09:57

4 Smámynd: Frænkan

Fólk er nú ekki menntað borgarstjórar,  eða er það nám til? Spyr ég eins og asni!

Frænkan, 6.8.2010 kl. 11:56

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jón var góður.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2010 kl. 12:04

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Það má deila um hver er besti borgarstjórinn,  ég held að aðalmálið sé að þar fari leiðtogi sem gefur góða fyrirmynd.  Jón Gnarr velur þá leið að halda uppi húmornum og vissulega á hann auðveldara með að bregða sér í gervi en þeir sem ekki eru leikarar. 

Frænka -  neibb,  en auðvitað eru til alls konar stjórnunarnámskeið og skólar, kannski er Jón búinn að bóka sig á eitthvað svoleiðis.  Veit í raun ekki  mikið um hans bakgrunn né annarra  borgarstjóra til að vera hreinskilin. Leikarar eru örugglega ekkert síðri í stöðuna en margir aðrir þar sem stór hluti starfsins er einmitt að koma fram - og það þykir sumum bara alls ekkert auðvelt, sbr. Jóhönnu Sig., sem er varla Idol týpan með útgeislunina og allt það! 

Ég treysti því lika að Jón Gnarr sé umkringdur fagfólki sem passi upp á sín svið innan borgarinnar.

Fannst svolítið skondin fréttin um daginn um rólóvellina, þar var allt útbýjað í veggjakroti og búið að vinna skemmdarverk, en ekki orð um þá sem ganga svona um aðeins að skammast út í borgina fyrir að taka ekki til strax eftir skemmdarvargana.  Mér fannst vanta þarna smá - "shame on you" við þá sem skemma.  Mér finnst að í raun ætti að setja upp eftirlitsmyndavélar við leikvelli, það er svo lágkúrulegt að skemma svona leiksvæði barna. 

Auðvitað þurfa borgarstarfsmenn að gangast í að lagfæra, þrífa og gera við og vonandi verður það lagfært. 

Bjarni Ben má alveg reyna að koma svolítið á óvart og brjótast út úr kassanum, hann myndi örugglega ekki tapa á því.

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.8.2010 kl. 12:07

7 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæl Jóhanna.Þín hvatningarorð eru gull í gildi,ekki endilega vegna leikaraþátt borgarstjórans,heldur hins að fólk eiga að reyna lifa í dag,en ekki hugsa um daginn á morgun.Staða margra er sú,að ósjálfrátt ber það "fýlusvip". Skal það enginn furða.

 En þegar er hvatt til að finna gleði og kátínu,getur opnast augu fyrir því,að ekki er allt svo slæmt þegar herðir að.Samhjálp og vinskapur,sem áður var gleymt  í hita grægisvæðinguna rifjast upp og fólk finnur tíma til að hittast og kætast.

Erlendur hópur er kominn hingað til lagfæra og hreinsa.Er verkefni þeirra að hreinsa ákveðinn borgarhluta.Því má skora á Reykvíkinga að þeir gangi í lið þessum erlenda hópi og sameinist með að þrífa,lagfæra og breyta því,sem nú orðinn ljóður á höfuðborginni.Hver og einn ætti að skoða sinn nafla.Lifðu heil.

Ingvi Rúnar Einarsson, 6.8.2010 kl. 23:37

8 Smámynd: Billi bilaði

Flott hjá Jóni...

... og þér líka. c",

Billi bilaði, 6.8.2010 kl. 23:49

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sæll Ingvi Rúnar,

Ég tók líka eftir því í viðtali við Karólínu listakonu að hún talaði um þetta alvarlega yfirbragð Íslendinga.  Reyndar verð ég vör við það hjá mörgum útlendingnum líka.  Þó er ákveðinn munur sem ég hef reynt.  Fyrir nokkrum árum var ég í með tveggja ára barnabarn mitt í kerru í Aarhus í Danmörku og hann hafði þann sið að segja hæ við alla  -  langflestir Danirnir tóku undir kveðjuna.  Nokkru seinna kom hann til Íslands  og við fórum í gönguferð - aðeins um 50%  þeirra sem hann heilsaði tók undir kveðjuna og sumir horfðu bara tómum augum á brosandi barnið, sem manni finnst svolítið undarlegt, svo ekki sé meira sagt. 

Ég geng mikið í mínu hverfi og í miðbænum og stunda það að brosa framan í fólk þegar ég mæti því - margir brosa á móti,  og þar sem ég er oftast með lítinn sætan hund með mér taka sumir á það ráð að brosa til hans!  Ég er ekki að segja að við þurfum að ganga glottandi um bæinn,  heldur lyfta aðeins brúninni og setja fókusinn á það jákvæða. 

Ég hugsa meira að segja stundum hvað ég sé hreinlega heppin að geta gengið! 

Mætti einmitt á göngu minni í gær ungum mönnum sem keyrðu vin sinn mikið fatlaðan í hjólastól.  Ég leit ekki undan heldur horfði í augu unga mannsins sem gat ekki sýnt svipbrigði en ég sá að augu hans brostu - því hann var augljóslega glaður að vera á ferðinni með vinum sínum.

Ég tek undir með það að við þurfum svolítið að líta í eigin barm hvað varðar þrifin á borginni.  Ég er alveg miður mín út af sígarettustubbum um allar götur - og um daginn fékk ég dótturson minn í lið með mér og tíndum við upp alla stubba sem við fundum hér á stéttinni fyrir framan húsið  sem ég bý í.  Það voru milli 20 og 30 stubbar!!!..    Þá hugsaði ég hvað það væri sniðugt að hafa reglulega svona "allir fari út að taka til"  daga -  þá myndi maður líka hitta nágrannana ;-)  

Það er margt sem gera mætti betur. Það er víst. 

Takk Billi bilaði, ertu annars nokkuð bilaður? 

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.8.2010 kl. 07:50

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Úps - nú er ég orðin eins og Soffía frænka - farin að fussumsveia yfir óbrosandi fólki og sígarettustubbum!

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.8.2010 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband