Bloggsaga - Grefillinn sjálfur

Lilla vinkona hringdi í gær og bað mig að rölta með sér upp á Esju,  af því ég er svona manneskja sem  set ekki upp hindranir heldur sé möguleika þá sagði ég sko "að sjálfsögðu"  tökum Esjuna á klukkutíma eða "less".  Við keyrðum á glænýja eldrauða Benzinum mínum (sem greiddur var "cash" á borðið - ekkert gengiseitthvað lán vesen, skil ekkert hvað fólk var að pæla!!)  upp að Esjurótum,  íklæddar 66° Norður frá toppi til táar.  Ekki það ég sé neitt að auglýsa það!  Ég var með dagpokann minn með mér,  fullan  heimatilbúnu orkumúslí sem ég hafði útbúið kvöldið áður.  Lilla sá um drykkina,  en hún hafði soðið niður sérvalin fjallagrös og kælt.  Nammm.. ekkert er eins dásamlegt eins og fjallagrasateið hennar Lillu.

Þar sem við vorum báðar í toppformi skokkuðum við létt upp fjallshlíðina og tókum klettana með vinstri en skrifuðum í gestabókina með hægri.  Það var allt morandi í liði þarna á Esjunni of ég er ekki frá því að ég hafi séð Önnu Kristjáns facebookvinkonu þarna álengdar við myndatökur.

Útsýnið var auðvitað  alveg frábært,  og ekki spilltu fyrir tveir hollenskir "hönkar" sem stóðu fyrir framan okkur.  Ekki það að við Lilla séum að virða fyrir okkur aðra karlmenn en eiginmenn okkar!

Við ætluðum að sjálfsögðu ekki að eyða öllum deginum þarna á Esjutoppi svo við renndum okkur fótskriðu niður klettana og skokkuðum síðan niður í bíl. 

Lilli hennar Lillu hringdi  (hversu leim er að vera kölluð Lilli og Lilla?) og sagðist vera byrjaður að elda sjávarréttasúpu og bauð mér og mínum að koma. Ég lét þau aftur á móti vita að það stæði til að ég og minn ætluðum að eiga rómantískan kvöldverð saman, "just the two of us" yfir kampavíni, hvítlauksmarineruðum humar ásamt aioli en það er svona majones-og sýrð rjómablanda með hvítlauk og síðan nýbakað brauð.  Arineldur yrði kveiktur með fjarstýringu.   Við áttum nefnilega 25 ára "vera saman" afmæli í gær, við höldum algjörlega upp á allt.  Það er leyndóið á bak við þetta einstaklega farsæla samband okkar Kalla ásamt því að fara ekki í kvöldgöngur heldur hreinlega valhoppa úti á kvöldin.

Jæja, ég skutlaði Lillu heim í Lindahverfið en sjálf keyrði ég heim til míns heittelskaða. Þegar ég kom inn barst á móti mér spákonuilmur eða eitthvað,  haldið ekki að Karl hafi verið búinn að leigja nuddara fyrir okkur bæði, kveikja kertaljós og reykelsi og setja svona  panpíputónlist á! Vááá... gvöðdómlegur þessi maður! ..   Ég henti af mér 66°Norður gallanum, skellti mér í iskalda sturtu (svona til að kæla mig niður)  og lagðist svo á annan nuddbekkinn sem nuddfólkið hafði sett svo faglega upp inni í bláu stofunni. 

Bláa stofan hentaði auðvitað best,  þar sem blátt er svo róandi.  Við ákváðum (eða ég ákvað) að hafa svefniherbergið rautt - ask no more! ;-)   Mæ ó Mæ,  hvað þetta var æði,  nuddararnir voru frá Kína eða Japan,  eða hvað veit ég,  en þeir töluðu íslensku svo það var ekki vesen.  

Eftir hálftíma af panpíputónlíst (það er hægt að fá nóg af slíkri tónlist) kvöddu Víetnamarnir og við vorum loksins ein í húsinu,  ég og Karl Volkenstein.  Já Kalli er hálfþýskur, það gerir hann svo dularfullan.  Við fórum bæði í léttan klæðnað frá Sævari Karli  og Kalli sem hafði gert allt klárt fyrir humarveislu - tók til óspilltra málanna að reiða fram veitingar - Pop - kampavínstappinn flaug yfir hálfa borðstofuna,  og svo hellti hann í glösin.  Það er best að vara við því að kampavín gerir mig býsna hmm... hvernig er best að segja það á bloggi, æ, nei best að segja það ekkert ..

En nú var allt til reiðu.  Humarinn á fallega fatinu frá Rosenthal,  hluti af stellinu sem ég fékk í brúðargjöf þegar við Kalli fórum með heitin okkar í annað skiptið fyrir æðsta presti í Vantrúarsöfnuðinum. Ákváðum að gera ekki upp á milli safnaða. 

Þetta var fullkomnað,  ég sleikti smjörið af humrinum og svo kyssti ég Kalla freyðandi kampavínskossi.  Það var ekki laust við að myndin af "hönkunum" á Esjutindi birtist í svipan, en ég eyddi því jafnóðum - vildi ekki stunda andlegt framhjáhald! ..  Karl var meira en nóg fyrir mig.  Stór, sterkur - karlmenni fram í fingurgóma og samt svo blíður og næmur, sérstaklega í fingrunum.  Mikið er ég heppin kona, svona svipað og Jónína með sinn Gunnar í Krossinum.  Eða ég er eiginlega heppnari en Jónína þar sem ég er ekki með neinn Svan lækni á eftir mér eins og greyið Jónína. 

Við Kalli sporðrenndum örugglega kílói af humarhölum þarna, en ég hafði reiknað út að það mátti ég alveg - þar sem kaloríurnar komu út á sléttu miðað við Esjugöngu.  Önnur kampavín var komin í umferð og það þýddi aðeins eitt;  rauða herbergið með uppábúnu himnasænginni varð meira og meira freistandi-  en ekkert panpípuvæl í svefniherberginu takk,  þar er það aðeins Josh Grobain sem fær að syngja á meðan leikið er - Karl vippaði mér upp úr stólnum  Thank god fyrir spengilegan fiðurléttan líkamann hugsaði ég bara.. hlakkaði svo til að setja einhvern djúsí status á Facebook á morgun til að gera vinkonurnar grænar af öfund .. ding, dong, .. ding, dong HVAÐ!!..  dyrabjallan klukkan ellefu að kvöldi. 

Við vorum of forvitin til að láta þetta fram hjá okkur fara.  Fyrir utan stóð asni, já asni!!  Grefillinn sjálfur!  Hann sagðist vera í krossferð gegn Kristni (já með stórum K-i) og vildi að við Karl  skrifuðum einverri Soffíu frænku bréf á ritstórn Mbl.is um að hann fengi bloggið sitt opnað aftur  - er ekki allt í lagi með sumt fólk/asna? 

Nú er spurning hvort að ég eigi eitthvað að vera að segja frá framhaldinu, en lesendur geta velt eftirfarandi spurningum fyrir sér; 

1) Náði Grefillinn að stöðva rómantíkina? 

2) Hvað gerðist í rauða herberginu eftir að Grefillinn var farinn? 

3) Ná Grefill og Kristinn sáttum (kannski í rauða herberginu) og eru þá erjur þeirra dulbúin ást? 

4) Munu þeir láta gefa sig saman (enda ný hjúskaparlög í gildi) og verður Theódór faðir Kristins sáttur við ráðahaginn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég náttl botna ekkert í þessari færslu en get samt brosað út í annað, held þetta sé allt spuni, er ekki svo??

Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2010 kl. 15:49

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Elsku Ásdís,  þetta er allt bull og vitleysa (með smá stríðnisundirtón) - var bara í svona skapi í morgun! ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 3.8.2010 kl. 19:23

3 identicon

Ég glotti vel út í annað!

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 22:04

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Frábær saga. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.8.2010 kl. 00:52

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 4.8.2010 kl. 09:48

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir brosin og .. Þetta er svona hálfgert Tobba Marinós hittir Vantrú eða eitthvað í þá áttina.

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.8.2010 kl. 10:42

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ok, ég hef sjálfsagt misst af einhverju sem hefur verið á blogginu :)

Ásdís Sigurðardóttir, 4.8.2010 kl. 11:23

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ef farið er í heitustu umræðurnar snúa þær allar um þras Kristins Theódórssonar og Guðbergs Ísleifssonar sem kallar sig Grefil.  Upphaflega var þetta þras um trú og/eða trúleysi en snéríst í persónuleg átök milli þessarra aðila sem þróuðust í það að Kristinn kvartaði til blog.is  þar sem hann var m.a. kallaður mannorðsmorðingi eða eitthvað álíka og bloggi Guðbergs var lokað.  Undir það skrifaði einhver Soffía hjá mbl.is    Sagan á undan er auðvitað ekkert tengd þessu,  en það er bara endirinn og spurningarnar í restina. 

Þetta spannst svona upp úr þessu, og ekki nema von að fólk skilji ekki ef það veit ekki forsöguna! :D  .. Annars setti ég inn tengla - og ef smellt er á það sem er undirstrikað skýrist ýmislegt.

Knús 

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.8.2010 kl. 11:28

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ohhhhh og eru þá engin Lilla og Lilli heldur?

Hrönn Sigurðardóttir, 8.8.2010 kl. 21:27

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

 

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.8.2010 kl. 12:38

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þar hvarf sumsé sú sápukúla líka....

Hrönn Sigurðardóttir, 10.8.2010 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband