1.7.2010 | 08:10
Þreföld mamma og amma - myndablogg
Þegar að næðir á í vinnunni og úti í samfélaginu finnst mér gott að horfa inn á við, á ríkidæmi mitt; börnin mín þrjú og barnabörnin þrjú en það síðasta bættist við þann 17. júní sl. við mikla hamingju.
Þetta verður svona myndafjölskylduömmublogg í persónulegri kantinum, enda er ég nú yfirleitt bara frekar persónuleg týpa.
Þarna erum við á fallegum degi sl. sumar í brúðkaupi Birtu frænku, f.v. Tobbi sonur minn og Ásta kærasta hans, en þau voru að eignast Evu Rós litlu, svo er það auðvitað ykkar einlæg, síðan Henrik maður Evu Lindar og auðvitað hún sjálf og svo heimasætan Vala lengst til hægri.
Amma með Evu Rós Þórarinsdóttur hálfs dags gamla og dásamlega. Fíngerð og falleg, fæddist 12 merkur og 49 sentimetrar.
Amma og Elisabeth Mai, sem er nú orðin eins árs síðan 7. júní sl. en amma hefur ekki séð hana síðan um páskana og saknar hennar og stóra bróður mikið.
Dugnaðarforkur og skemmtileg stelpa, sem bræðir ömmu inn að beini. Hún er nú ekki alveg svona "beibíleg" lengur - en alltaf jafn falleg og set nýrri mynd neðar.
Amma og Mánalingur (Ísak Máni) sex ára "stóri strákur" og dásamlegur drengur. Við segjum sögur saman um fljúgandi svan og strjúkum bak - það er uppáhalds hjá okkur báðum.
Fröken Mai, sæta, sæta í sumrinu í Danmörku.
og herra Máni orðinn skemmtilega tannlaus, staddur í "Djuurs Sommerland" en þetta eru víst árin þar sem tannleysi er fagnað!
Eva Lind og Máni falleg, það rignir víst líka í Danmörku.
Börnin að leik í kvöldsólinni.
Stórt bros út í heiminn frá fröken Mai - krúttapútti sem situr þarna og gæðir sér á "Dansk snörrebröd" .. eða snúrubrauði - en það er brauð eldað á spýtu yfir eldi.
Og þarna er hún Eva Rós svo mikil písl og algjör draumur.
Það er svo gaman að fylgjast með ungu foreldrunum, þau eru svo meðvituð, búin að lesa fullt af bókum og fara á námskeið en jafnframt yfirveguð og full af elsku til litla ungans.
Þetta var svona smá fjölskyldusaga ;-)
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Þarna snertir þú í raun hinn sanna tilgang lífsins. Einfaldur og áþreifanlegur.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.7.2010 kl. 09:09
Þakka þér Jón Steinar, sammála þessu.
Jóhanna Magnúsdóttir, 1.7.2010 kl. 10:59
Yndislegt elsku Jóhanna mín innilega til hamingju með þau öll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2010 kl. 12:01
Takk Ásthildur mín
Jóhanna Magnúsdóttir, 1.7.2010 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.