Bjarni Ben eða Pétur Blöndal ?

Jæja, nú færist smá spenna í leikinn hjá Sjálfstæðismönnum. Hvorn myndir þú kjósa ef þú YRÐIR að kjósa annan hvorn og Sjálfstæðisflokkurinn væri eini flokkurinn á landinu! Hvorum myndir þú betur treysta fyrir sjálfum/sjálfri þér? 

Þetta er auðvitað til gamans gert, en könnunin stendur til 23:00 í kvöld hér vinstra megin á síðunni.

Eigum svo góðan og gleðilegan dag. 


mbl.is Skorast ekki undan ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

19 atkvæði komin og Pétur með 73,7%  og Bjarni með 26,3%   -  skyldi þetta vera marktækt?

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.6.2010 kl. 11:22

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Enn dregur á milli Pétur 78,3 og Bjarni 21.7%

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.6.2010 kl. 11:34

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Pétur er eflaust afar vel gefinn fjármálasnillingur, en ég get ekki tekið við þeim orðum sem hann hefur haft um lífeyrisþega í gegnum tíðina.


Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.6.2010 kl. 11:40

4 identicon

Af tvennu heimsku þá trúi ég ekki að fólk vilji Pétur!! Þvílíkar yfirlýsingar sem þessi maður hefur komið með......Hann er náttúrulega stundum ekki með fulla femm!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 11:43

5 Smámynd: Bumba

Ég myndi kjósa hvorugan, leggja flokkinn bara niður í núverandi mynd og stofna hann upp á nýtt. Hvorugur er kosturinn góður, en af tvennu illu kýs ég þó Bjarna. Með beztu kveðju.

Bumba, 26.6.2010 kl. 12:30

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

78% Pétur  22% Bjarni  41 hefur svarað ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.6.2010 kl. 13:57

7 identicon

Pétur er náttúrlega heilmikill snillingur en grjóthörð andstaða hans við alla leiðréttingu lána vegna verðtryggingar kemur í veg fyrir að ég geti stutt hann. Hann er einn skæðasti andstæðinur leiðréttinga glæpsamlegra stökkbreytinga á höfuðstólum og afborgunum verðtryggðra lána.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 14:12

8 Smámynd: Púkinn

Það er þetta með Pétur - hann hefur mjög ákveðnar skoðanir og það er enginn vafi á fyrir hvað hann stendur - ég er kannski ekki alveg sammála öllu sem hann segir en hann er sjálfum sér samkvæmur....bjarni er svona....meh....hálfgerður vindhani í samanburði.

Það eru hins vegar of margar aðrar ástæður gegn því að ég geti kosið sjálfstæðisflokkinn.... meðan flokkurinn gelur Árna Johnsen,sem í mínum huga er holdgerfingur spillingar og eiginhagsmunastefnu vera hæfan til framboðs er þetta ekki flokkur fyrir mig - svo ég nefni nú bara eina ástæðu.

Púkinn, 26.6.2010 kl. 17:56

9 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Pétur er einn af þeim fáu á Alþingi,sem starfar eftir sannfæringu sinni,er það vel.

En ég er ekki sáttur,hvernig hann kom því til leiða,að Sparisjóðarnir voru einkafæddir og seldir óprúttnum aðilum.Hann sagði,að í sparisjóðunum væri fé án hirðis.Öll vitum við afleiðingar,þeirri aðgerð.

Þarna voru stofnfjáreigendur(m.a.Pétur),sem fengu dollaramerki í augu.

Ingvi Rúnar Einarsson, 27.6.2010 kl. 11:42

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sjálfstæðismenn völdu Bjarna Ben, þó að niðurstaða skoðanakönnunar meðal "þjóðarinnar" leiddi annað í ljós.

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.6.2010 kl. 13:39

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvorn hefðir þú kosið?

Hrönn Sigurðardóttir, 28.6.2010 kl. 22:09

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Góð spurning,  epli eða appelsínu?  Ég hefði kosið Pétur.

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.6.2010 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband