Ég þegi heldur ekki á safnaðarfundum ..

 Johnny  biður um biblíuleg rök fyrir hjónabandi samkynhneigðra.  Þau eru m.a. eftirfarandi: 

„Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Matt. 22.37-39)

„Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ (Matt 7.12)

Samkynhneigðir eru náungi minn og  samkynhneigðir eru "aðrir menn" ...

Guð er í náunga mínum,  sbr. "Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér." (Matt.)

Samkynhneigðir eru skv. læknavísindum samþykktir,  þ.e.a.s. þeir hafa það eðli að þeir hafa tilfinningar og kynhvöt sem snýr að sama kyni.   Þeim er ekki "snúið" og kynhvöt þeirra er ekki val,  ekki fremur en gagnkynhneigðs fólks.

Samkynhneigðir eru því bræður okkar og systur. Systkini bæði stærst og minnst.

Samkynhneigðir óska þess að fá að lifa undir sama lagabókstaf og með sömu réttindi og gagnkynhneigðir. Hvílík frekja!! Tounge  Sumir hafa alist upp við kristin gildi,  eru skírðir og fermdir í kirkjunni.  Prestar eru líka samkynhneigðir - kynhneigðin fer ekki í manngreinarálit. 

Hvers vegna ekki gifting líka? 

Þegar ósk samkynhneigðra um hjúskap undir einum lögum og síðan undir augliti Guðs með hjónavígslu í kirkju er skoðuð,  þarf að skoða hvort að ósk þeirra sé á forsendum æðsta boðorðsins um elsku til Guðs og elsku til náungans. 

Já, varla fer fólk að gifta sig án elskunnar? 

Við förum svo sannarlega ekki eftir öllu sem í Biblíunni stendur,  við konur þegjum svo sannarlega ekki á safnaðarfundum!! ..  svo má minna á deilur um helgi hvíldardagsins, en auðvitað var hann gerður mannsins vegna en ekki maðurinn vegna hvíldardagsins eins og frelsarinn benti réttilega á. 

Hjónabandið var líka gert mannsins vegna en ekki maðurinn vegna hjónabandsins. 

Guðfræðilegar og Biblíulegar forsendur fyrir að samþykkja hjónaband samkynhneigðra eru KÆRLEIKUR og ELSKA sem birtist í kærleiksboðorðum og í frásögnum Biblíunnar. 

Sögunni af miskunnsama Samverjanum sem var ekki að lesa lögmál um að hann mætti ekki snerta blóð, heldur gekk að náunga sínum og hjálpaði.  Presturinn og Levítinn  sneru nefinu upp,  höfðu nýverið verið að lesa lögmálið og fóru eftir rituðu orði sem þeir töldu vera orð Guðs. " Tjah.. það eru engin Biblíuleg rök fyrir því að ég eigi að hjálpa Samverja,  best að ganga fram hjá þessum liggjandi manni,  ég gæti lent í ónáð hjá Guði og ekki komist í himnaríki, ómægod" .. hugsaði Levítinn  e.t.v. með sér. 

Þeir þorðu ekki að hlusta á hjarta sitt vegna hlýðni við orð sem þeir töldu orð Guðs..  Jesús benti á þetta og kenndi okkur að fara eftir skynsemi,  eftir innsæi og eftir kærleikanum. 

Orð Guðs er nefnilega ekkert læst í bók og lyklinum hent í burtu.  Orð Guðs þróast og þroskast með okkur. 

Hjónaband er eining tveggja einstaklinga,  við erum vissulega vön að þessir einstaklingar séu af sama kyni.  En heimurinn er ekkert svona einfaldur.  Ef heimurinn væri svona einfaldur væri hann í svart hvítu.  Sem betur fer er heimurinn litríkur,  við erum með svona fólk og við erum með hinsegin fólk.  

Það eru í raun aðeins ein guðfræðileg rök fyrir hjónavígslu para af sama kyni og þau eru kærleikur og kærleikurinn er það sem toppar allt og trompar allt.   Það er aldrei hægt að bjóða betur.

Lífsstíll samkynhneigðra er staðreynd, þ.e.a.s. þeir elskast,  mynda sambönd,  eru í sambúð o.s.frv. Það ætti bara að vera góð viðbót fyrir kristna einstaklinga  að  fá hjónavígslu  í sinni kirkju.  Sú hjónavígsla á ekki að káfa upp á þig eða mig,  vegna þess að við elskum náunga okkar eins og okkur sjálf og eigum að gleðjast með honum en ekki fordæma vegna ástar hans eða löngunar til að ganga í hjónaband við kirkjulega vígslu á sama hátt og maður og kona myndu gera.  Ritualið verður í höfn,  allt er til reiðu 27. júní 2010.

Ef að um væri að ræða einhvers konar ofbeldi þá gætum við sagt stopp.  En þarna er ekkert verið að ræða slíkt og auðvitað andhverfu ofbeldi,  eða enn og aftur:  kærleikann

Fleiri rök má lesa á síðunni um ein hjúskaparlög.  Mæli ég þar t.d. með grein sr. Sigfinns Þorleifssonar,  sem er alþekkt "góðmenni af Guðs náð. "

Veltum okkur upp úr dögg elskunnar og gleðinnar .. 

 

380-BIRDSPebbly-RainbowLorikeets-LovePairBEST-400

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Þeir þorðu ekki að hlusta á hjarta sitt vegna hlýðni við orð sem þeir töldu orð Guðs..  Jesús benti á þetta og kenndi okkur að fara eftir skynsemi,  eftir innsæi og eftir kærleikanum.

Mér sýnist sem fari fyrir þér og Levítanum og öllum öðrum, sem hafa reynt að sníða orð heilagrar bókar eftir eigin hentugleika. Ég held að það sé kristaltært að Jesús boðaði ekki afnám lögmálsins, hafði um það reyndar sterk orð. Hinn nýi sáttmáli, sem m.a. byggir á fyrirgefningunni hefur að innihaldi að ekki skuli fordæma syndarann heldur syndina. Margt fleira er hægt að segja um þetta en úr því að vitnað er í hið heilaga orð, þá hlýtur það að vera ljóst að okkur mönnum er ekki gefið vald til þess að velja eða hafna því sem hentar okkur, öðrum kosti erum við að semja ný trúarbrögð. 

Réttindabarátta samkynhneigðra lítur að lagalegum rétti þeirra, ekki að því að neyða þjóna kristinnar kirkju til þess að starfa gegn trú sinni og sannfæringu.

Ólafur Als, 24.6.2010 kl. 10:48

2 identicon

Jóhanna mín, hvað ætlar þúað semja marga þræði um þetta málefni? Þú ert kjöftuð í kaf á hverjum einasta þræði, enda algjör rökleysa sem þú heldur fram.  Þú brýtur gegn boðum Guðs marg sinnis hér. Í fyrsta lagi eru þessir þræðir í heild sinni brot gegn boðorðunum því þú ert að búa þér til nýjan Guð sem gefur afslátt á einni synd en ekki annari, hvernig dómari er það? Væri það sanngjarn dómari?

 

Það er ekki okkar mannanna að dæma heldur Guðs, en þú tekur það uppá þitt einsdæmi að semja reglurnar, ert þú nýji dómarinn? Hefur Guð sagt þér að þau orð sem snúa að samkynhneigð í Biblíunni eigi ekki við í dag?  Hver gaf þér umboð til þess að koma fram með þennan þvætting?

 

Ég ætla að benda þér á eitt Guðlast í skrifum þínum og biðja þig um að gæta þín næst þegar þú skrifar, en þú skrifaðir eftirfarandi:

 " Tjah.. það eru engin Biblíuleg rök fyrir því að ég eigi að hjálpa Samverja,  best að ganga fram hjá þessum liggjandi manni,  ég gæti lent í ónáð hjá Guði og ekki komist í himnaríki, ómægod" 

Ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma Jóhanna ef þú ætlar að kalla þig Kristinn og ef  þú elskar Drottinn Guð þinn af öllu hjarta þínu skaltu ekki reyna að gera sjálfan þig æðri honum.

Valur (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 11:14

3 Smámynd: Billi bilaði

Frábær pistill og sannkristinn.

Valur, skammastu þín.

Billi bilaði, 24.6.2010 kl. 11:17

4 identicon

Ég tek það fram að ég svara ekki neinum hér nema Jóhönnu. Athugasemdinni er beint til hennar.

Valur (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 11:50

5 Smámynd: Odie

28Ef maður hittir mey, sem eigi er föstnuð, og hann tekur hana og leggst með henni og komið er að þeim,
29þá skal maðurinn, er lagðist með henni, greiða föður stúlkunnar fimmtíu sikla silfurs, en hún skal verða kona hans, fyrir því að hann hefir spjallað hana. Honum skal eigi heimilt að skilja við hana alla ævi sína. (Fimmta bók Móse 22:28-29)

Hér er nú ágætt dæmi um lögmál sem guð biblíunnar gaf og sumum eins sjúkt og það er líta á sem kærleik.  Leyfum konunni að búa með nauðgara sínum það sem er eftir er ævi hennar.  En þetta er nú eitt af lögmálunum sem Ólafur Als vill augljóslega taka upp, enda er guð hans að boða honum þessa geggjun.  

Odie, 24.6.2010 kl. 12:31

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Odie, þetta er lögmál fyrir Gyðinga í fornöld, ekki kristna. Þú þarft líka að sanna hér, að þarna hafi verið um nauðgun að ræða. Orðin "tekur hana" og "lagðist með henni" þarftu að greina málfarslega, áður en þú getur ályktað, að þarna hafi verið um nauðgun að ræða. Það er líka stór munur á orðunum "tekur hana" og "tekur hana með valdi", komum að því á eftir.

Greinilega lítur Biblían svo á, að mærin hafi verið spjölluð – annar maður haft samfarir við hana en sá, sem hún var trúlofuð. Þá sé sá trúlofaði ekki lengur bundinn við trúlofun sína, af því að trúlofunin hafi verið rofin. Af þessu má ráða, að jafnvel þótt "nýi" maðurinn í taflinu hafi beitt brögðum til að komast yfir meyna, t.d. kjaftað sig inn á hana, þá beri hún sjálf ábyrgð. Það voru lög líka hjá Gyðingum, að við nauðgunartilraun ættu stúlkur og konur að hrópa hátt á hjálp, svo að til þeirra heyrðist. Frumstæð aðferð, en óvitlaus miðað við aðstæður, átti t.d. að virka innan borgarmúra.

En hér færðu afar harkalegt Gamla testamentis-réttlæti: 5. Mós. 22.23-24: "Nú er mey manni föstnuð, og karlmaður hittir hana innan borgar og leggst með henni, þá skuluð þér leiða þau bæði að borgarhliðinu og lemja þau grjóti til bana, stúlkuna vegna þess að hún kallaði ekki, þó að hún væri inni í borginni, og manninn vegna þess að hann spjallaði konu náunga síns. Þannig skalt þú útrýma hinu illa burt frá þér."

Sjáið svo muninn á þessu og framhaldinu, 25.-27. versi: "En ef maðurinn hittir föstnuðu stúlkuna úti á víðavangi, og hann tekur hana með valdi og leggst með henni, þá skal maðurinn einn deyja, sá er með henni lagðist. En stúlkunni skalt þú ekkert gjöra. Hún hefir ekki framið neitt það, sem dauða sé vert, því að hér stóð eins á og þegar maður ræðst á náunga sinn og drepur hann. Því að þar sem hann hitti hana úti á víðavangi, kann fastnaða stúlkan að hafa kallað, en enginn verið við til að hjálpa henni." Hér stendur Gamla testamentið með stúlkunni, en nauðgarinn fær sinn dauðadóm.

Sjálfgefin ályktunarorð Odies: "Leyfum konunni að búa með nauðgara sínum það sem er eftir er ævi hennar," virðast mér því röng og að hér hafi hann ekki rökstudda ástæðu til að telja lögmál Gyðinga "sjúkt".

PS. Ég er "heiðraður" hér með því að vera kallaður "Johnny" og til skrifa minna vísað. Svara mun ég því Jóhönnu sjálfri.

Jón Valur Jensson, 24.6.2010 kl. 13:06

7 identicon

Jóhanna, hver er hinn lagalegi munur á staðfestri samvist og hjónabandi? Svarið er að engin lagalegur munur er á þessum tveimur samvistar formum. Samkynhneigðir hafa lengi haft ÖLL hin sömu réttindi og gagnkynhneigðir.

Hinsvegar hafa samkynhneigðir það svo gott að nauðsynlegt er að fara í hugtaka baráttu vegna skorts á málefnum. Þá er ég að nefna baráttuna um hvort samkynhneigt par getur kallast hjón. Eru það mannréttindi að fá titilinn hjón? Hversvegna?

Jóhanna, þau sem eru á þínu máli grípa alltaf til einhverra mannréttinda þvaðurs sem þið fylgið ekki til enda. Ef það er mannréttindi að fá að vera hjón og að ríkið skuli ekki "mismuna" einstaklingum byggt á samvistarformi, væri þá ekki best að afnema alfarið hjúskaparlög? Ég meina hvað fólkið sem vill búa við fjölkvæni? Er það ekki mannréttindi að allir fá að taka þátt á sama grundvelli? Eiga múslímar ekki að fá að hafa sínar 4 eiginkonur?

Hér er engin að halda því fram að samkynhneigðir ekki elskast eða mynda ekki sambönd eða skapa hamingjusamlega samvist, það efast engin um þetta og er öllum frjálst að gera eins og þeim sýnist og má drottin einn dæma líf manna. Þessar ofangreindu staðreyndir eru þó ekki rök með hjónabandi samkynhneigðra. Það er svo oft í þessari umræðu að jafnvel þjónar drottins kasta frá sér rökhugsun og setja þar í stað tilfinningarleg rök og pólitískan rétttrúnað.

Jóhanna boðar óvandhugsaða guðspeki. Kærleiki er oft nefndur; Vissulega er kærleiki stór hluti af kristinni trú, þó er ólíklegt að drottin gefi sér tíma í það að setja fólki reglur bara til þess að segja að þær eru allar orðnar ógildar og nú máttu gera allt eins og þú villt vegna þess að þér verður fyrirgefið hvort sem er. Hljómar þetta meira eins og verið er að setja drottin í hlutverks eiginkonu ofbeldifullans áfengissjúklings, alltaf er honum fyrirgefið og hleypt aftur inn heim ekki er gerð nein krafa um raunverulega iðrun og endurbætt ástand. Þetta ber bara einkenni þess að þjóðkirkjan er farin að velja hvað hún vill taka úr biblíunni sem styður tilvist hennar í hinum pólitíska rétttrúnaði íslensks samfélags.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 13:33

8 Smámynd: Odie

Tökum þá bara ensku þýðinguna fyrst JVJ skilur ekki Íslensku og áttar sig ekki á því að engin kona myndi samkvæmt lögmálinu leggjast með öðrum en manni sínum enda hætta á því að verða grýtt til dauða fyrir að vera ekki hrein mey á brúðkaupsnótt.

 28 If a man happens to meet a virgin who is not pledged to be married and rapes her and they are discovered, 29 he shall pay the girl's father fifty shekels of silver. [a] He must marry the girl, for he has violated her. He can never divorce her as long as he lives.  (Deuteronomy 22:28-29 (New International Version))

Já eins viðbjóslegt og það er þá voru konur sem ekki voru hreinar meyjar á brúðkaupsnótt sinni grýttar til dauða.   En vert er að benda á að þú JVJ trúir aðeins á einn guð geri ég fastlega ráð fyrir og þetta er sá sami guð sem fyrirskipar þennan viðbjóð.

20En ef það reynist satt, og sönnur verða eigi á það færðar að stúlkan hafi hrein mey verið,
21þá skal fara með stúlkuna að húsdyrum föður hennar, og borgarmenn skulu lemja hana grjóti til bana, því að hún hefir framið óhæfuverk í Ísrael, með því að hórast í föðurgarði. Þannig skalt þú útrýma hinu illa burt frá þér. (Fimmta bók Móse 22)
 

 En eins og oft hefur verið bent á þá hafa þessi lögmál í sjálfu sér ekki verið tekin úr gildi (sjá bara túlkun Ólafs hér að ofan).  Að auki skiptir það akkúrat ekki neinu máli því að þetta var ósk GUÐSINS þins og þetta er kærleikur hans til þeirra kvenna sem er nauðgað.  Þó að einhverjum hafi nú verið bent á að þeir væru nú allir syndugir og ættu því ekki að kasta fyrsta steininum, þá er lögmál guðs þins þarna ritað engu að síður og þetta vildi hann að þegnar sínar gerðu.

 En eins og sjá má þá er konugreyið seld nauðgara sínum fyrir 50 silfur eins og hvert annar búfénaður, enda skemmd vara hér á ferð sem þarf að bæta föður hennar fyrir.  Hún fær síðan þá helvítisvist að lifa með nauðgara sínum, eða vera útskúfuð það sem eftir er og geta ekki gengið í hjónaband án þess að eiga á hættu að vera grýtt til dauða af samborgurum sínum að skipun guðs.  Enda segir hann skýrt: "Þannig skal þú útrýma hinu illa burt frá þér". 

Odie, 24.6.2010 kl. 13:49

9 Smámynd: Ólafur Als

Odie, annað tveggja er að þú stígur ekki í vitið eða þú ert svo forpokaður að það birgir þér sýn og réttlæti. Þú mátt velja. Það, að segja frá innihaldi biblíunnar gerir ekki þann aðila kristinn, hvað þá að sá hinn sami vilji taka upp forna siði Gyðinga. Mér þykir það fráleitt að ætla að neyða upp á þjóna tiltekins trúfélags að framkvæma athafnir sem stríða gegn þeirra sannfæringu eða trú. Þó það nú væri. Og þetta á ekki bara við um kristna söfnuði. Ég hef lagt það til að hér ætti að taka upp það kerfi sem t.d. viðgengst í Frakklandi og víðar; að aðskilja hina borgaralegu giftingu og hina trúarlegu.

Ólafur Als, 24.6.2010 kl. 13:59

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er alveg rétt hjá Ólafi Als. Þessi boð Gama testamentisins eru EKKI KRISTIN BOÐ. Jesús sjálfur hefur gefið okkur ANNAÐ BOÐ: Að dæma ekki hórsekar konur til dauða (Jóhannesarguðspjall, upphaf 8. kafla). Það er kristindómur og á fullkomlega við um þetta tilfelli líka. Odie ætti að reyna n´st að ræða þetta mál við menn af Gyðingatrú.

Svo er "enska þýðingin", sem Odie vitnar hér, einfaldlega ein af mjög mörgum enskum þýðingum, og hann hefur því ekki afsannað svo einfaldlega mál mitt hér ofar.

Jón Valur Jensson, 24.6.2010 kl. 14:13

11 Smámynd: Odie

Sæll, Ólafur Als.  Það er nú einu sinni þú og þínir sem eru að ríghalda í það sem stendur í þessari bók og teljið hana heilagan sannleika komin frá guði.  Þannig að ég lít á að höfundur biblíunnar hafi ekki stígið í vitið og þú veist nú hver höfundurinn er ekki sagt.  Annars er ómögulegt að ræða við tvo trúaða á sama tíma því túlkun ykkar á ritningunni er alltaf svo ólíkur að það er bara fyndið.  Nú veit ég ekki en hver skoðun þín er mörgu sem í biblíunni stendur, en sumir telja hana heilaga ritningu skrifaða af guði.  Þannig að samkvæmt því er ljóst að það sem þar stendur er guðs orð.  Síðan eru það hinir sem eru búnir að átta sig á því að þetta er manna verk en vilja ekki alveg losa sig við guðstrúna og vilja túlka alla bókina út og suður.  

Prestarnir sem hér vilja leyfa samkynhneigðum að giftast eru augljóslega búnir að átta sig á að bókin er mannanna verk þó að þeir vilji gefa guði sínum eitthvað af völdum textum sem óhætt er að halda að almúganum.  Og sjá að söfnuður þeirra er umburðalyndari en guð biblíunnar og þurfa því augljóslega og gera eitthvað ef þeir vilja áfram fá laun frá ríkinu.

P.s. er ekki kristinn :-) 

Odie, 24.6.2010 kl. 14:24

12 Smámynd: Odie

Var ekki guð, Jesús og heilagur andi allt sami guðinn ?  Þið vitið þrír einn og öll sú vitleysa.  Guðinn hans Jesú var guðinn sem vildi grýtta óhreinu meyjarnar.  Sem er nú einu sinni Jesú eða sonur guðs og bara hann sjálfur.  Þetta er svo ruglingslegt  Jesú var guð eða ekki guð en var sonur guðs.

Alla veganna Faðir hans Jesús var ekki á móti grjótkasti og hann er nú einu sinni þessi eini og sanni guð sem allir sem trúa á Krist eru að tala um.   

Síðan skulum við bara sleppa að velta fyrir okkur hvort konugreyið hafi verið nauðgað, því guð vil líka grýta konur til dauða fyrir að vera ekki hreinar meyjar,  þannig að það er ljóst að guð ykkar vill grýta konur til dauða fyrir fáránlegar sakir.

Odie, 24.6.2010 kl. 14:35

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, það sést, Odie er ekki kristinn.

Og honum tjóar ekki að reyna að halda hér í Gamla testamentis-boð, sem Kristur sjálfur hefur upphafið og boðað okkur nýtt kærleiksboð í staðinn fyrir.

Hitt er enginn kærleikur að bjóða mönnum upp á það, sem reynist þeim óhollt og hvorki þeim né samfélaginu til góðs. Bannið gegn samförum fólks af sama kyni er ekki aðeins í GT, heldur líka margítrekað í Nýja testamentinu. Ennfremur er Kristur þar (Matth. 19, Mark. 10) augljóslega að staðfesta, að hjónabandið er einungis fyrir mann og konu, ekki fyrir tvo karla eða tvær konur.

Það mætti halda, að Jóhanna sé að halda því fram, að sjálfur Jesús Kristur, sem hefur guðlega þekkingu og mátt, hafi ekki "fattað" það, að hann átti ekki að tala um hjónaband bara fyrir mann og konu – að vegna tvöfalda kærleiksboðsins og Gullnu reglunnar hefði hann átt að afnema öll önnur boðorð og reglur!!! – Til dæmis væri sjálfsagt, út frá meginhugsun Jóhönnu, að setja það í lög og líka í giftingarrítúal Þjóðkirkjunnar, að gifta beri systkini, ef viðkomandi fólk óskar eftir því, jafnvel feðgini eða feðga, mæðgini og mæðgur!!!

Jón Valur Jensson, 24.6.2010 kl. 14:39

14 Smámynd: Odie

Kristur hafði nú ekkert á móti þrælahaldi og meira að segja boðorðin ítreka það að vissu leiti með að benda trúuðum að þeir eigi ekki að ásælast þræla eða ambáttir annarra.  Kristur benti síðan þrælum á að hlýða eigendur sínum því að það er kristið að eiga þræla, enda stunduðu Páfar þrælasölu í denn.  En sem betur fer þá hefur þetta lagast mikið, núna níðast þjónar páfa aðeins á börnum og gera sitt besta að fela það.  (Þannig að það fari nú ekki milli mála þá eru það ekki margir þjónar hans sem gera þetta, en Vatíkanið hylmir yfir þeim)

Odie, 24.6.2010 kl. 15:17

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er alrangt g rangt með farið, sem Odie segir hér um afstöðu Krists til þrælahalds. Vitaskuld er hinn ókristni Odie enginn talsmaður Krists hér. Þar að auki var ekki þrælahald í Landinu helga í sömu merkingu (hvað þá í sama mæli!) og í Rómaveldi eða Grikklandi hinu forna. Þrælar (eða þjónar) höfðu MJÖG MIKIL réttindi í Gyðingalandi samkvæmt sjálfu lögmálinu MIÐAÐ VIÐ RÉTTLEYSI ÞEIRRA Í NEFNDUM TVEIMUR STÓRRÍKJUM. Þetta var engan veginn sambærilegt.

Annars má finna meira af skrifum mínum um þrælahald á ÞESSARI vefmöppu minni á Kirkjunetinu.

Jóhanna, lestu svo ÞETTA um Lúthers afstöðu til samkynja kynlífs!

Jón Valur Jensson, 24.6.2010 kl. 15:30

16 Smámynd: Ólafur Als

Heyrðu mig Odie, sem telur þig umkominn að vitna í menn með fullu nafni en felur þig svo á bak við heimska teiknimyndafígúru; ég mun seint teljast sannkristinn, þó svo að ég kannist að nokkru við texta heilagrar ritningar. Það, að þér er í nöp við kristinn texta, er þér algerlega frjálst. Galgopaleg orðræða þín á ekkert skylt við umræðuefnið hér, þ.e. hvort kristinn texti heimili trúarlega giftingu. Það er einfaldlega ekki í höndum löggjafans að neyða fólk til þess að starfa gegn sannfæringu sinni og trú. Hefur víst eitthvað með mannréttindi að gera.

Hins vegar virðist sumum það lítið mál að vilja breyta innihaldi þeirra trúarbragða sem þeir sumpart eru algerlega ósammála, líkja jafnvel við hindurvitni eða annað kukl. Þeir hinir sömu telja sig umkomna að breyta sannfæringu annarra og virðast reiðubúnir að nota til þess þvingunarlög, allt í nafni sjálfskipaðs ágætis.

Sem ég segi, einstaklingar sem fela sig á bak við nafngift teiknimyndafígúru eru vitanlega ekki miklir í andanum, þó svo að þeir telji sig geta breitt út sitt galgopalega viðhorf. Mikið leiðist manni svona liðleskjur, sem geta ekki komið fram undir eigin nafni.

Ólafur Als, 24.6.2010 kl. 15:42

17 identicon

Nú vil ég spyrja JVJ einnar spurningar. Þú segir aftur og aftur að það sem Odie sé að halda fram sé lögmál Gyðinga og í Gamla textamenntinu. Er þá allt í Gamla textamenntinu tóm tjara?? Er þá bara sumt í lagi í Gamla textamenntinu?? Hver ætlar að dæma um það hvað er í lagi og hvað ekki í Gamla textamenntinu?? Ég er alveg ruglaður á þessu. Mig grunar samt að þú takir það sem er hagstætt í hvert skipti og segir það sannleika kominn beint frá Guði. Er þetta ekki kallað að vera tækifærissinni? 

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 16:43

18 Smámynd: Rebekka

Jóhanna, lestu svo ÞETTA um Lúthers afstöðu til gyðinga!

Nei annars, ekki lesa það, enda setti ég engan hlekk.  Marteinn Lúther var gyðingahatari.  Hafði hann rétt fyrir sér þar vegna þess að hann heitir Marteinn Lúther og stofnaði lúthersk-evangelísku kirkjuna?  Eða er bara svona heppilegt að geta plokkað út það sem maður er sammála og gleyma hinu.  Jafnvel gleyma að Lúther sjálfur var rekinn frá kaþólsku kirkjunni fyrir að mótmæla kenningum hennar?

Marteinn Lúther dó fyrir næstum 500 árum síðan, skoðanir hans eru orðnar frekar úreltar.

Hvernig væri svo að Biblíufræðingarnir útskýrðu fyrir okkur vesælum trúleysingjum hvernig sami fullkomni guðinn getur verið ósammála sjálfum sér í sömu bók?

Af hverju samdi hann sérstök lög fyrir gyðinga yfirleitt?  Því ekki að skella saman FRÁBÆRUM lögum fyrir alla sem hægt væri að fylgja alltaf?  

Hvers vegna þurfti hann að koma og fórna sjálfum sér til að skipta um skoðun?

Ég spyr bara í einlægni.  Er voða undarlegt að mörgum finnist eðlilegra að dæma hvert og eitt mál út frá nútímasamfélagi, frekar en frá 2000 ára gamalli bók?

Rebekka, 24.6.2010 kl. 16:58

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég startaði þessum pistli í morgun, vegna þess að ég vildi halda kyndlinum á lofti,  enda að koma að þeim viðburði að ný lög taka gildi 27. júní nk. og ég tel rétt að sem flestir sjái ljósið hvað varðar mál samkynhneigðra. 

Ég get lífsins ómögulega svarað öllu hér lið fyrir lið, enda mjög upptekin kona. Svo sannarlega að sinna fleiri málefnum en málefnum samkynhneigðra, sérstaklega, þó að Jón Valur, sem ég í gáskaskap kallaði Johnny í upphafi pistils, hafi haft áhyggjur af því að ég verði of miklum tíma í þessi mál. 

Jón Valur, þú óskapast út í róttæka presta og guðfræðinga,  en hvernig var ekki látið við Jesú sjálfan?  

"Jesús var róttækur þegar kom að kærleika, sannleika og góðmennsku"  er haft eftir Martin Luther King Jr.

Meira síðar, er enn að klára vinnu. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.6.2010 kl. 17:04

20 Smámynd: Odie

Þessi umræða á nú alveg rétt á sér, enda verið að nota trúarritningu og það sem þar stendur til að stoppa lýðræðislega breytingu á stjórnskipan landsins.  Þá er rétt og eðlilegt að skoða hvað stendur í þeirri ritningu sem prestar og aðrir trúaðir eru endalaust að vitna í og skoða nú boðskapinn þeirra.  En það er eðlilegt að ríkið hafi skoðanir á hjónabandi og hvernig því er háttað í þjóðkirkjunni enda eru þau ekki aðskilin.  Það einna rétta er að skilja þarna á milli og þá skiptir þessi umræða ekki lengur máli.  Kirkjan hefur nú ekki mikinn áhuga á því geri ég ráð fyrir.  Enda er gott að vera á reikisspenanum.

Það er ástæða fyrir nafnleysinu og er hún til að gefa trúaðri móður minni frið frá að vera útskúfuð af samborgurum sínum vegna skoðana minna.  En já ég hef ekki meira álit á vinahópi hennar innan kirkjunnar þó að þið telið ykkur betra fólk.  Síðan eiga trúaðir það til að vilja henda okkur trúleysingjum á brennur, en líkt og margt annað sem hefur sem betur fer lagast mikið þá voru nú ófáir brenndir fyrir skoðanir sínar eða galdra.  Ekki að ég hafi nú áhyggjur af slíku hér á landi.  En hvað veit maður ef kristinn stjórnmálasamtök nái völdum í landinu. (P.s. hún veit hvaða skoðun ég hef á þessu öllu saman)

Þrælahald var örugglega ekkert skárra hjá Ísraelsmönnum til forna en öðrum þjóðum, enda þó þeir hafi sett sér reglur um meðferð á þeim.  Ég bendi nú aðeins á meðferð Ísraelsmanna á samborgurum sínum í dag.  Stór hópur þeirra fær að búa í gettói.  Ekki litist mér vel á hvernig þeir kæmu fram við þá ef siðferði afþjóðasamfélagins heldi ekki aftur af þeim.  Enda eru þeir sannfærðir um að vera guðs útvalda þjóð sem má drepa allt og alla,  en heilög ritning gaf þeim leyfi til að drepa borgarbúa hinna ýmsu borga fyrir litlar eða engar sakir.   Það er nú bara óskhyggja að halda öðru fram varðandi meðferð á þrælum.  Enda stendur í ritningunni að eigandi megi nú lemja þræll sinn og ef hann deyr eftir tvo daga þá er það bara í lagi, enda eign hans.  Hins vegar er eigandinn skammaður eitthvað ef hann dó fyrr.  En þræll er áfram þræll þó hann hafi einhver réttindi.  Enda er mér algerlega fyrirmunað að skilja hver vegna ekki má vinna á hvíldardaginn, en ekkert tekið á þrælahaldi í boðorðunum 10.  

Odie, 24.6.2010 kl. 17:14

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Rebekka, af hverju ertu að segja mér frá Lúther? Ég trúi ekki á Lúther!

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.6.2010 kl. 17:24

22 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Haldið endilega áfram að rökræða, það er hollt - sjálf þarf ég að fara að heimsækja mömmu mína á hjúkrunarheimilið,  en treysti ykkur fyrir að vera stillt hér heima á minni bloggsíðu og góð hvert við annað!

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.6.2010 kl. 17:27

23 identicon

Góð innleggin frá Vali og Gunnlaugi . Meira svona strákar !

enok (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 18:24

24 Smámynd: Rebekka

Ég var frekar að vekja athygli JVJ á því hvað Lúther segir um annað en samkynhneigt kynlíf, það væri áhugavert að vita hvort Jón Valur sé sammála honum í fleiri málum  (ég efa það samt).

Svo má minnast þess að Boðorðin 10 koma frá Gamla testamentinu, kom Jesú með ný boðorð í stað þeirra eða eru þau ein af því fáa sem fær að standa óhaggað?  (og af hverju þá boðorðin en ekki annað úr GT?) 

Rebekka, 24.6.2010 kl. 19:28

25 identicon

Boðorðin 10 koma ekki frá Guði heldur frá gamalli lögbók sem konungur Babílóníumanna er talin hafa samið(Codes of Hammurabi í kringum 1800 fyrir Krist). Þarna kom fyrst fram auga fyrir auga og svo framvegis. Gyðingar tóku þetta beint upp eftir eldri menningarríkjum. Þeir tóku þetta upp og sögu að þetta kæmi beint frá Guði. Það er í reynd frábær aðferð til að fá guðhrætt fólkið til að hlíða. Þannig að Biblían(Gamla Textamenntið) er svona rjóminn af því besta sem kom frá fyrri kynslóðum. Hún er eins konar lærdómsbók eða samansafnaður lærdómur kynslóðana. Þetta var það sem kynslóðirnar þurftu til að lifa í sátt og samlyndi. Menn halda þeirri fyrru ennþá í dag að þetta komi beint frá Guði.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 20:55

26 identicon

Pistlarnir þínir eru ljós í myrkrinu. Takk fyrir.

Elísa (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 21:04

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Get ekki svarað alveg strax.

Jón Valur Jensson, 24.6.2010 kl. 21:27

28 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Valur segir: "Jóhanna mín, hvað ætlar þúað semja marga þræði um þetta málefni? Þú ert kjöftuð í kaf á hverjum einasta þræði, enda algjör rökleysa sem þú heldur fram. " 

Nei, Valur ég er ekki kjöftuð í kaf,  magn innleggja ykkar kjaftar mig ekkert í kaf krúttið mitt. Þessa dagana er verið að undirbúa fyrstu hjónabönd samkynhneigðra og því finnst mér mikilvægt að tala upphátt og vera áberandi. Samtökin 78 eru þakklát fyrir vinnu okkar róttækra guðfræðinga og presta og ég þakklát fyrir að geta gert gott. 

Takk Elísa.

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.6.2010 kl. 22:03

29 identicon

Jóhanna, ég er með eina samvisku spurningu til þín:

Forsenda: Segjum sem svo að við sem skrifum hér á móti einum hjúskaparlögum höfum rétt fyrir okkur og Biblían hafi verið skrifuð af mönnum sem voru innblásnir af Heilögum anda (orð Guðs) og þar með allt satt og rétt sem í henni stendur.

Þar sem þú hefur í þessari "herferð" þinni brotið gegn tveimur boðorðum Guðs, hvernig heldur þú að þú yrðir dæmd á dómsdegi þegar að því kemur?  Þegar þú stendur frammi fyrir dómaranum og hann fer yfir brotin þín með þér?  Hvað gerir réttlátur dómari frammi fyrir sakborningi sem er sekur, ekki bara um eitt brot heldur fleiri en eitt?

Þar sem ég er orðin þreyttur á þessum skrifum og þessi samviskuspurning gæti misskilist af einhverjum ókristnum hér þá vil ég taka fram eftirfarandi:

Jesús Kristur dó á krossinum fyrir syndir okkar og við eigum öll lausn og frelsi fyrir benjar hans, (nánast) sama hvað við höfum gert (lastmæli gegn Heilögum anda ef þú hefur kynnst honum er reyndar ekki fyrirgefið).  Þannig að það eina sem við þurfum að gera er að leita Drottins og biðja um þessa lausn, okkur verður fyrirgefið en það er ekki nóg.  Við þurfum að yðrast synda okkar og snúa okkur frá syndinni (sýna betrun).

Ég veit að ég get ekki neitt þig til neins Jóhanna en ég vildi óska þess að þú tækir sönsum í þessu máli og hættir að brjóta gegn boðum Guðs, þín vegna.  Þó svo það hljómi hálf skringilega þá er mér farið að þykja vænt um þig og ég vil ekki sjá þig kveljast á dómsdegi.

Guð veri með þér.

Ps: Athugasemdum frá ókristnu fólki verður ekki svarað

Valur (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 23:15

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gef mér reyndar lítinn tíma til að svara Rebekku og Þorvaldi Þórssyni.

Nei, Rebekka, ég fylgi ekki sérskoðunum Lúthers í mörgum málum. Ég mundi heldur ekki tjá mig eins og hann gerir um samkynhneigða (þið ættuð bara að líta á hvað hann segir!!! – sjá hér ofar kl. 15:30), en mér finnst full þörf á því að minna þessa nafn-lúthersku klerka og guðfræðinga á hvað hann sagði í raun.

Þorvaldur þú ert ekki að segja neitt merkilegt um boðorðin 10. Þau eru reyndar þekkjanleg af náttúrunni einni saman, með ígrundan í náttúrlegri siðfræði og því eðlilegt, að þau séu víða kunn. Og þó að ýmislegt (m.a. themu í sköpunarsögunni eða "rammi" hennar) sé sagngeymd sem kom frá Mesópótamíu til Landsins helga og náði að hafa áhrif á helgar ritningar, þá er ekkert að því, meðan það voru menn undir áhrifum Anda Guðs sem héldu um pennann og skrifðuðu – ekki nákvæmlega eins og austrænni prestar, skáld og sagnamenn gerðu, heldur eins og hin sanna trú og opinberun bau þeim. T.d. höfðu sól og tungl e.k. guðaeðli skv. hugmyndum að austan, en það allt var hreinsað út í hinni endanlegu sköpunarsögu fyrstu kafla I. Mósebókar og viðkomandi himinhnettir færðir duglega niður í virðingarstiganum með því að kalla þá "stóra ljósið" og "minna ljósið", þvi að jafvel nafnið 'sól' skyldi ekki nefnt, til að forðast að fólk tengdi það trúardýrkunarhugmyndum um hana.

Skýringarfræði (aitiology) Þorvaldar, þ.e. tilraun til skýringar, á tilkomu boðorðanna 10 í Biblíunni, að þetta væri bara til að fá menn til að hlýða (prestunum), er einfaldega hans hugmynd og hefur hér ekkert vægi gegn margítrekuðum frásögnum af því, sem við bar í brottförinni frá Egyptalandi til landsins helga.

Jón Valur Jensson, 25.6.2010 kl. 01:45

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ásláttarvillur! Rétt: bauð þeim (og eflaust fleiri).

Þetta eru réttmætar spurningar hjá Rebekku: "Hvernig væri svo að Biblíufræðingarnir útskýrðu fyrir okkur vesælum trúleysingjum hvernig sami fullkomni guðinn getur verið ósammála sjálfum sér í sömu bók? – Af hverju samdi hann sérstök lög fyrir gyðinga yfirleitt? Því ekki að skella saman FRÁBÆRUM lögum fyrir alla sem hægt væri að fylgja alltaf?"

En Guð valdi þá leið að útvelja eina þjóð og ala hana upp í hlýðni við lögmál sitt og til að fylgja leiðsögn sinni. Hún skyldi einnig verða þjóð hins fyrirheitna frelsara, og margt í guðsdýrkun hennar og helgisögu skyldi verða fyrirmyndan Krists, þ.e. benda til hans (þessi þáttur þarfnast mun meiri útskýringa).

Rebekka ætlast kannski til þess, að Guð hefði gert það sama fyrir allar þjóðir, en var það unnt án þess að ofbjóða skynsemi okkar og þvinga vilja okkar og skerða valfrelsi okkar? Þótt Guð hefði getað þetta, t.d. í Japan, Suður-Ameríku, Suður-Afríku, Svíþjóð, Indlandi og Síberíu, allt á sama tímanum, allt nákvæmlega eins (að því mikilvægasta slepptu), þá var það ekki hans leið, enda hefði það ægt skynsemi okkar eftir á að fá að vita það, að allt stemmdi saman, og þá hefðum við eiginlega ekki valfrelsið lengur að trúa eða ekki trúa, því að augljóst væri öllum, að hér hefði komið til utanaðkomandi ... já, og guðlegt afl. Þar að auki fæddist frelsarinn aðeins af einni þjóð. Eitt er hjálpræðisverkið, krossdauði hans eins, ekki margra slíkra, og birtingarmyndir Guðs voru ekki margar, eins og Indverjar trúa (á 'avatars'), heldur Kristur einn.

Guð er ekki ósammála sjálfum sér, en hann hafði fullveldi til að ákvarða Ísraelsmönnum hinum fornu ströng lög, þeim til uppeldis í hlýðni og réttlæti, lög sem þó komu líka til móts vi frumstætt ástand þeirra og voru þess vegna í sumu linari en lög þau, sem kristnum voru sett, t.d. um hjónaskilnaði) og jafnframt (t.d. margt í hreinsunarákvæðum þeirra) Ísraelsmönnum til verndar, svo sem gegn sýkingum (ergo hreinsun kvenna; enn um 1900 voru Gyðingakonur í Vínarborg eftir þessu, og læknar uppgötvuðu þá, hve gagnlegt þetta var, því að á meðan barnadauði herjaði á kristnar fjölskyldur, sluppu Gyðingafjölskyldurnar – vegna hlýðni við lögmálið).

Gerum ekki lítið úr lögmálinu, og lesum 119. Davíðssálm.

Jón Valur Jensson, 25.6.2010 kl. 02:02

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Odie, þú ert bara að fúndera og fabúlera hér um þrælahald meðal Ísraelsmanna að fornu, það er greinilegt að þú hefur ekkert kynnt þér þau mál fræðilega, leyfir þér jafnvel að draga einhverjar ályktanir um þau út frá (meintu) framferði Ísraelsmanna nú, eins og það hafi eitthvað með þrælahald að gera!

Byrjaðu nú á því að kynna þér hlutina, álykta síðan, hvort þrælahald Ísraelsþjóðarinnar að fornu hafi komizt í nokkurn hálfkvisti við gimmd Rómverja. Ég las nóg í Seneca o.fl í mínu latínunámi í HÍ til að sannfærast um ómannúðlega grimmd þeirra, og það var nánast fallegt að lesa um verndarákvæði Gamla testamentisins til samanburðar, gagnvart ánauðugu fólki (sem var yfirleitt stríðsfangar og þeirra fólk; óhjákvæmilegt var að fornu, að þjóðir, sem börðust fyrir tilveru sinni og landi, tækju stríðsfanga, en margar slátruðu þeim öllum), rétt eins og gagnvart ekkjum og munaðarleysingjum og "útlendingunum í landinu": öll skyldu eiga sér sín réttindi, nánar útfærð í lagabálkum Gamla testamentisins.

Jón Valur Jensson, 25.6.2010 kl. 02:12

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

... Enn um 1900 fóru Gyðingakonur í Vínarborg eftir þessu ...

Jón Valur Jensson, 25.6.2010 kl. 02:18

34 Smámynd: Odie

JVJ, Já ég fabúlera jafn mikið og þú um þrælahaldið í Ísrael því það er ljóst að þú hefur ekki minnstu hugmynd um hvernig þrælahald var þarna til forna.  En grimmd þeirra var alveg á pari við grimmd annarra á þessum tíma.  Það er ljóst ef þú trúir einhverju af því sem stendur í biblíunni þinni.

20Þá æpti lýðurinn heróp, og þeir þeyttu lúðrana. Og er lýðurinn heyrði lúðurhljóminn, æpti lýðurinn heróp mikið. Hrundi þá múrinn til grunna, en lýðurinn gekk inn í borgina, hver þar sem hann var staddur. Þannig unnu þeir borgina.
  21Og þeir bannfærðu allt, sem í borginni var, bæði karla og konur, unga og gamla, naut og sauði og asna, með sverðseggjum.  (Jósúabók 6:20-21)

Og þar sem JVJ þarf orðskýringar þá er "bannfærðu"  notaða þarna í merkingunni að drepa.  Enga miskunn þarna að finna.  þeir voru ekki mikið að miskunna sig yfir óbreyttum borgurum.

48En Ísraelsmenn sneru aftur til Benjamíns sona og felldu þá með sverðseggjum, bæði menn og fénað og allt, sem þeir fundu. Þeir lögðu og eld í allar borgirnar, sem fyrir þeim urðu.  (Dómarabókin 20 )

Hér er orðið að "felldu" notað í merkingunni að drepa, ekki að bregða fæti fyrir eða annað slíkt rugl.   

Síðan enda ég með Fjórðu bók Móse 31:7-18, en þar drepa þeir alla nema hreinu meyjarna sem þeir tóku sem herfang til eigin nota.  Ég leyfi ykkur að ímynda ykkur var hverju þeim var hlíft, en það var örugglega ekki vegna kærleika.

7Og þeir börðust við Midíansmenn, eins og Drottinn hafði boðið Móse, og drápu alla karlmenn.
  8Þeir drápu og konunga Midíansmanna, auk annarra, er þeir felldu: Eví, Rekem, Súr, Húr og Reba, fimm konunga Midíansmanna. Bíleam Beórsson drápu þeir og með sverði.
9Ísraelsmenn tóku að herfangi konur Midíansmanna og börn þeirra og rændu öllum eykjum þeirra, öllum fénaði þeirra og öllum eigum þeirra.
10En þeir lögðu eld í allar borgir þeirra, sem þeir bjuggu í, og í allar tjaldbúðir þeirra.
11Og þeir tóku allt ránsféð og allt herfangið, bæði menn og skepnur,
12og færðu Móse og Eleasar presti og söfnuði Ísraelsmanna hið hertekna fólk, herfangið og ránsféð í herbúðirnar, til Móabsheiða, sem eru við Jórdan gegnt Jeríkó.
13Móse og Eleasar prestur og allir höfuðsmenn safnaðarins gengu í móti þeim út fyrir herbúðirnar.
14Reiddist Móse þá hersveitarforingjunum, bæði þeim er settir voru yfir þúsundir og þeim er settir voru yfir hundruð og komu úr leiðangrinum,
15og sagði við þá: "Gáfuð þér öllum konum líf?
16Sjá, það voru einmitt þær, sem urðu tilefni til þess, að Ísraelsmenn að ráði Bíleams sýndu Drottni ótrúmennsku vegna Peórs, svo að plágan kom yfir söfnuð Drottins.
17Drepið því öll piltbörn. Drepið og allar þær konur, er samræði hafa átt við karlmann,
18en látið öll stúlkubörn, er eigi hafa átt samræði við karlmann, lifa handa yður.

En eitt skal ég fúslega viðurkenna að reglurnar sem snúa að meðferð þræla er ólikt betra en þrælar margra þjóða þurftu að þola.  Hins vegar er einnig ljóst að þessar reglur í biblíunni eru tvískiptar og eru annars vegar fyrir útlenska þræla og hins vegar Ísraelsmenn sem verða af einhverjum sökum þrælar og réttindi þessa hópa var langt frá því sá sami.  En gleymið ekki aðalatriðinu  þetta var þrælahald og guðinn ykkar gerði engar sérstakar athugasemdir um það.

Odie, 25.6.2010 kl. 10:59

35 Smámynd: Arnar

JVJ, Odie, þetta er lögmál fyrir Gyðinga í fornöld, ekki kristna.

Hah, þetta er aumasta afsökun sem til er.  Hef samt heyrt hana þónokkrum sinnum.  Og svo notar sama fólk einhvern texta um að Jesú hafi ekki komið til að afnema lögmálin heldur halda þau til að réttlæta það að fylgja einhverri annari bókstafstrú.. aftan úr förnöld.

Eina sem þessir valkvæmu-bókstafstrúarmenn eru að gera er að velja og hafna því sem þeim sjálfum hentar úr biblíunni.

Mikið er ég ánægður að það er til trúað fólk eins og Jóhanna.

Arnar, 25.6.2010 kl. 12:32

36 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka þér fyrir Arnar,  þræðirnir lengjast og lengjast, en ég hef ekki haft tíma til að sinna því að svara öllu,  sumt er svo "steikt" að mínu mati að það er ekki svaravert.  Eins og t.d. að bera saman eiturlyfjasjúklinga og samkynhneigða. 

Hinir "sanntrúuðu" hafa barið sér á brjóst fyrir að "kjafta mig í kaf" en gera sér kannski ekki alveg grein fyrir því að magn þarf ekki að þýða það sama og gæði.  Einnig hefur Valur áhyggjur af sálu minni á dómsdegi og hvetur mig til að  snúa frá villu míns vegar. Það fannst mér nú eiginlega bara sætt.

Ég held ég sé hætt að taka þátt í umræðum í bili,   en mun láta nokkur orð falla með niðurstöðum úr skoðanakönnun sem ég birti á morgun. 

May the Force be with you all!

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.6.2010 kl. 13:19

37 identicon

Það er reyndar ekki bara þín sál sem ég hef áhyggjur af. Þú ættir að huga að því líka að það er ekki bara þín sál sem er í húfi hér ef þú hefur rangt fyrir þér, heldur sálir allra sem á þig hlusta, þú ert fræðimaður og það er hlustað á þig, þannig berð þú ábyrgð. Hugaðu að þessu.

Ef t.d. ég hef rétt fyrir mér, þá er þetta ekki bara einhver svona leikur, vekja athygli á einhverju málefni fram að einhverjum tíma.  Áhættan sem þú tekur með því að taka þessa afstöðu í andaheiminum er mikil og þú þarft að gera þér grein fyrir því að þó svo að þú bjargir kannski þinni eigin sál einhvertíman á lífsleiðinni þá er ekki víst að þú getir bjargað þeim sem þú hefur hugsanlega afvegaleitt.

Valur (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 14:09

38 Smámynd: Mofi

OdieSegir Biblían að fórnarlamb nauðgunar eigi að giftast nauðgaranum?

Jóhanna
Eins og t.d. að bera saman eiturlyfjasjúklinga og samkynhneigða. 

Ef þú ert að vísa til þess sem ég sagði þá var ég ekki að bera saman eiturleyfjasjúklinga og samkynhneigða. Ef þú skildir það þannig þá endilega lestu þetta aftur með smá löngun til að skilja.

Mofi, 25.6.2010 kl. 14:31

39 Smámynd: Rebekka

Valur:   Í alvöru.  Dómsdagur?  Andaheimur?  Ég vara þig við, ef þú ekki hlýðir og biður bænirnar, þá verður þú étinn seinast.

Svona hljómar það sem þú segir í mínum eyrum. Hver verður étinn fyrstur? 

Fyrirgefið tröllaskapinn, þetta var bara einum of.  Ég styrkist stöðugt í trúleysinu við að lesa svonalagað. 

Rebekka, 25.6.2010 kl. 20:01

40 Smámynd: Odie

Mofi: Odie, Segir Biblían að fórnarlamb nauðgunar eigi að giftast nauðgaranum?

Nei það segir hún ekki.  Hún segir að stúlkan skuli vera seld nauðgara sínum fyrir 50 silfurpeninga eins og hver annar búfénaður. 

28 If a man happens to meet a virgin who is not pledged to be married and rapes her and they are discovered, 29 he shall pay the girl's father fifty shekels of silver. [a] He must marry the girl, for he has violated her. He can never divorce her as long as he lives. (Deuteronomy 22:28-29 (New International Version)) 

Odie, 25.6.2010 kl. 20:09

41 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Odie illa upplýsti, hann er látinn borga föðurnum sekt.

Og nei, Odie, að margt í lögmálsbókum Gamla testamentisins er lögmál fyrir Gyðinga í fornöld, ekki kristna, er EKKI "aumasta afsökun sem til er," heldur sannleikurinn. Jesús lýsti t.d. sérhverja fæðu hreina (Markúsarguðspjall 7:19), það er gerólíkt Gamla testamentinu.

Svo er yfirborðsleg umfjöllun þín um þrælahald enn þrælskökk! Og farðu nú að halda þig við efnið á þessum þræði.

Valur á hér skildar þakkir vegna innleggja hans, en Jóhanna þverskallast við að svara hans alvarlegu, mjög svo skynsamlegu spurningum í raun. –Jóhanna, við köllum hér eftir einlægum svörum!

Mofi, það er svolítið fyndið hvernig Jóhanna o.fl. hér hafa barið hausnum við stein og reynt að rangfæra samlíkingu þína – eða bara ekki fattað hana!

Jón Valur Jensson, 26.6.2010 kl. 04:25

42 identicon

Var ekki Jesús Gyðingur? Og sagði Jesús ekki að hann var ekki komin til að breyta neinu?

Matteusarguðspjall 5:17-19

17Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla. 18Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram. 19Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki.

Anyway, gamla testamentið, er þetta ekki sami guðinn og er í nýja testamentinu? Mér var alltaf sagt að guð breytist ekkert..

Mér var líka reyndar alltaf sagt að guð væri friðsamur en biblían segir hann vera stríðsmann....

Goldberg (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 07:28

43 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Valur: Hvernig veistu að þú hefur rétt fyrir þér en ekki Jóhanna? Sannleikurinn er sá að hvorugt ykkar getur vitað hvort Guð Biblíunnar sé til eða hvernig hann vill helst að fólk hagi sér. Hvorugt ykkar hefur hitt hann.

Jón: 

Jesús lýsti t.d. sérhverja fæðu hreina (Markúsarguðspjall 7:19), það er gerólíkt Gamla testamentinu.

Það er þín túlkun. Ég veit ekki betur en að Mofi sé t.d. ósammála þessu, og telur hann sig þó ekki minna kristinn en þig. Jesús segir líka að hann sé ekki kominn til að afnema lögmálið, svo skv. því færi hann varla að afnema fæðureglur. 

Þatta þykir mér alltaf skemmtilegt: Jesú lagði mikla áherslu á auðmýkt. Samt eru allir fylgjendur hans svo uppfullir af sjálfsánægju að þeim þykir trúlegt að þeir hafi getu til að túlka gerðir og vilja einhverrar veru, sem samkvæmt þeim sjálfum er svo flókin og óútskýranleg að það er ekki í mannlegum mætti að skilja hana. En þeir vita nákvæmlega hvað hún vill! Það er þá aldeilis auðmýktin.

Þetta á svosem við "líberalistana" líka.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 26.6.2010 kl. 11:36

44 Smámynd: ibbets

mig langar að svara þessum spurning ef það er í lagi. --> Svo má minnast þess að Boðorðin 10 koma frá Gamla testamentinu, kom Jesú með ný boðorð í stað þeirra eða eru þau ein af því fáa sem fær að standa óhaggað?  (og af hverju þá boðorðin en ekki annað úr GT?)>Rebekka.<

Testament merkir sáttmáli. boðorðin 10 tilheyra gamla sáttmálanum sem Guð gaf á Sanai fjalli. Boðorðin eru heilög og sönn, það er ekkert að þeim. Vandamálið við gamla sáttmálan voru mennirnir. Þeir gátu með engu móti haldið þessi boð. Sem hann gaf fyrir um 3500 árum.

Guð gerði sáttmála við Abraham fyrir um 4000-5000 árum minnir mig, og sá sáttmáli líkist þeim sáttmála sem við erum undir í dag. Þegar Abraham hlýðir Guði og ætlar að fórna syni sínum vegna þess að Guð bað hann um það, þá er Guð að búa til lögleiða leið til þess að senda sinn son í heiminn.


Sáttmálinn  virkar þannig, að allt sem þú átt og ert er mitt og allt sem ég er og á er þitt. Þannig þegar Abraham gefur Guði son sinn, þá verður Guð líka að gefa son sinn. Þarna kemur Guð hjálpræði sínu í heiminn á löglegan hátt. Það er útaf þessu loforði sem Israel var útvalin Guðs þjóð. Israel átti alltaf að vera ljós Guðs og bendafólki á fyrirheitið.

Síðan má lesa allskonar samlíkingar frá þessari frásögn t.d. tók leiðin að fjallinu 3 daga eins og kristur var í gröfinni í 3 daga, ísak bar sjalfur  eldiviðinn upp fjallið eins og kristur bar eldiviðinn upp fjallið. Ísak gaf líf sitt, vegna þess að Abraham var yfir 100 ára gamall en Isak í kringum 16 ára og hefði léttilega getað komið í veg fyrir þetta. 

Í dag erum við öll fædd undir eitt og sama lögmál sem við túlkum það á misjafnan og hátt. Þetta lögmál er lögmál dauðans, við deyjum öll, við verðum öll veik, við dæmum og refsum okkur sjálf,  við dæmum aðra, mörg okkar eigum engan tilgang og erum  óuppfyllt. Við vitum að við getum gert betur en gerum ekkert í því. Það sem við viljum gera gerum við ekki og það sem við viljum ekki gera gerum við. Við erum föst undir lögmáli þessa heims. 

B10 sýna okkur og minna okkur stöðugt á að það er til lögmál sem er æðra því lögmáli sem við fæðumst í, vandamálið við gamla sáttmálann var að við erum ekki nó of góð. Þessvegna sendi Guð Son sinn, tilþess að við gætum aftur átt samfélag við Föður okkar á himnum. Guð gerði nýjan sáttmála fyrir okkur og Kristur fullkomnar sáttmálan fyrir okkur. Hann fullkomnar Boð 10 og fer í gegnum lífið án þess að fremja synd, og tekur svo á sig synd heimsins,, Refsingin sem við áttum skilið og dómurinn sem beið okkur lenti á Jesú. Hann er hið fullkomna lamb og æðsti prestur komandi tíma. Þessvegna fer Guð ekki í manngreiningar álit, ef þú ert sammari, þá hefur Guð ekkert á móti því, Hann elskar þig jafn mikið og alla aðra.Hann elskar okkur vegna Jesú Krist. Við mennirnir búum til lög og reglur í kringum orð Guðs. Það eina sem Guð vill okkur er að hjalpa okkur að eignast nýja lífið sem hann hefur fyrirbúið okkur í kristi Jesú.

Nýi sáttmálinn er gjör ólíkur þeim gamla, Gamli sáttmálinn var háður manninum, Guð blessaði og bölvaði eftir því hvernig mennirnir stóðu sig. Do good get good, do bad get bad sáttmáli. þess vegna eru flest boðorðin, þú skalt, þú skalt og þú skalt. Í nýja sáttmálanum eða í fagnaðarerindinu segir Guð eg vil ég vil og ég vil. Í Dag horfir Guð ekki á verkin okkar heldur hjartað. 

Ef þið viljið sjá hvað Guði finnst um ykkur þá skuluð þið lesa um hvað Guði finnst um Jesú. Því eins og Kristur er þannig ert þú líka. Hann gefur okkur nýtt líf, nýtt nafn, nýtt lögmál, eilífðin fæðist innra með okkur. Eina fólkið sem Jesú gat ekki hjálpað voru farísearnir, því lögmálið kom í veg fyrir að þeir myndu sjá. Það skiptir ekki máli hvort þú ert föst eða fastur undir boð 10 eða þínum eigin lögmáli, Ef þú dæmir sjálfan þig, sýnir þú sjálfum þér að boð 10 eru rétt og sönn. 

Kristur kom til þess að frelsa okkur undan þessu kringumsæðum, Allt í nýja sáttmálanum er Já og Amen. Við eigum ekki að vera að rífast um hvað má og hvað má ekki, við eigum að segja frá Fagnaðerindinu. Við sem tilheirum Kristi kunnum oft ekki að hegða okkur normalt, við kunnum ekki að tala af skynsemi um fagnaðarerindið og stígum stöðugt á tær annara og erum lúnkinn við að særa fólk með orðum. Kristur særði aldrei neinn sem lifði í synd, hann skammaðist bara í þeim sem voru fastir undir Boð 10. Andstæðan við trú er verk í bibliunni, þú færð ekki lífið sem Guð gefur í Kristi fyrir verk eða að vita betur en náungin, það fæst aðeins fyrir trú, að trúa að Kristur hafi dáið og risið upp. Verkin eiga að koma fyrir trúnna en ekki öfugt.


Þannig boðorðin 10 fylgja ekki nýja sáttmálanum, heldur er allt í kristi, þar er lækningin okkar, þar er velgegni, þar er ást og kærleikur, þar er viska, heilagleiki, réttlæti, blessanir, lausnir trú og eilfðin. Guð ákvað að hafa þetta svona til þess að við gætum ekki hrokast upp í sannleikanum.

En þar sem fólk særist og þar sem fólk upplifir sig ekki velkomið, þar sem slæmt og dæmandi andrúmsloft er þar er sannleikurinn ekki.


Ef þú ert í kristi dæmir samviska þín þig ekki, heldur kennir náð hans þér að lifa.

ibbets, 26.6.2010 kl. 16:09

45 Smámynd: Odie

JVJ: Nei, Odie illa upplýsti, hann er látinn borga föðurnum sekt. 

Já enda er hann búin að skemma vöruna hans.  Og ekki bara það nú á konu greyið enga möguleika að giftast enda spjölluð mey og útskúfuð.  Og ef hún vogar sér að ganga í hjónaband þá getur hún átt von á því að verða grýtt til dauða fyrir það að hafa verið nauðgað og að vera af þeim sökum ekki hrein mey.  Þannig að hún getur annað hvort verið útskúfuð piparmey eða ganga að eiga nauðgara sínum.

 
JVJ: Og nei, Odie, að margt í lögmálsbókum Gamla testamentisins er lögmál fyrir Gyðinga í fornöld, ekki kristna, er EKKI "aumasta afsökun sem til er," heldur sannleikurinn. Jesús lýsti t.d. sérhverja fæðu hreina (Markúsarguðspjall 7:19), það er gerólíkt Gamla testamentinu.

Þannig að þú afneitar guði þínum og því sem hann boðar í gamla testamentinu.  Það er ágætt í sjálfu sér, enda er sá guð sem þar er lýst frekar ógeðfeldur og er þá vægt til orða komist.  En hommafóbían þín á þar upphaf engu að síður.

JVJ: Svo er yfirborðsleg umfjöllun þín um þrælahald enn þrælskökk! Og farðu nú að halda þig við efnið á þessum þræði. 

Það er nú einu sinni skoðanir guðs þins sem við erum að skoða.  Honum þótti eðlilegt að grýta til dauða konur og samkynhneigt fólk.  Þannig að með því að ræða það sem við augljóslega fyrirlítum þá sjáum við að þessi gamla skrudda er augljóslega barn síns tíma og boðskapur hennar er tímaskekkja.   

Hér erum við að ræða breytt viðhorf.  Viðhorf okkar til þrælahalds er ekki það sama og það var fyrir 2010 árum síðan.  Í dag fyrirlitum við algerlega allt þrælahald og þykir það ómannúðlegt og viðbjóðslegt.  Það sem vekur náttúrulega furðu er að siðferði okkar og guðs fer ekki saman hér.  Það er held ég aðeins á einum stað í biblíunni þar sem litið er niður á þrælahaldara.   Í þokkabót er að vissu leiti ýtt undir þrælahald með að fordæma það ekki t.d. í boðorðunum 10, en í staðin benda mönnum á að ásælast ekki þræla annarra.   

En ég sé JVJ að þú hefur ekkert sérstaklega á móti þrælahaldi ef það er svona sunnudagsskóla biblíu þrælahald.  En ég er á móti þrælahaldi hvernig sem það er.  

###

ibbets,  Það er bara dálítið sjúkt að stunda mannfórnir og líta á mannfórn á saklausum manni sem friðþægingu við heimsku manna.  En eins asnalegt og það er þá er Kristni byggð á mannfórn og guðinn þinn benti nú nokkrun sinnum á að það sé mikil synd að láta saklaust fólk taka út refsinugu fyrir brot annara.  Þetta gerir guðinn þinn engu að síður (Reyndar oftar en einu sinni). 

ibbets: Þegar Abraham hlýðir Guði og ætlar að fórna syni sínum vegna þess að Guð bað hann um það, þá er Guð að búa til lögleiða leið til þess að senda sinn son í heiminn

ROFL.  Guð er orðin lögfræðingur og þurfti löglega leið.  Ég er nú fegin að hann fer að lögum, en hvaða lögum ?  Hvaða GUÐ setti honum leikreglurnar?  

Odie, 26.6.2010 kl. 23:30

46 Smámynd: Jón Valur Jensson

Goldberg, Guð breytist ekkert og aldrei í eilífu eðli sínu, en hann getur ætlað einum í jarðríki eitt og öðrum annað. Ísraelsþjóð hin forna hafði sérstakt hlutverk, sem öðrum þjóðum var ekki ætlað, a.m.k. ekki með sama hætti. Í þessu fólst útvalning, en ekki til einberra forréttinda, heldur einnig til meiri skyldna og ábyrgðar en aðrar þjóðir höfðu, og Guð hafnaði oft þessari þjóð sinni eða öllu heldur refsaði henni tímabundið, m.a. með útlegð úr landi sínu og enn verri hlutum, en val þeirra viðburða var hins vegar þjóðarinnar sjálfrar og leiðtoga hennar &#150; Guð leyfði þessu að gerast og lögmáli illra verka og afleiðinga þeirra, sem og lögmáls-óhlýðninnar, að sýna sig.

Ísraelsþjóð fekk opinberanir Guðs í skömmtum, eftir því sem hæfði þekkingu hennar og þroska &#150; opinberanir bæði um eðli Guðs og um siðrænan vilja hans. Horfðu ekki fram hjá því, hve grimmt siðferði manna var um þær slóðir á þeim tíma. Og taktu ekki allt í Gamla testamentinu (GT) í frásögn af gjörðum Ísraelsmanna sem grænt ljós á þær frá Guði.

Kristur er hin endanlega opinberun Guðs, þótt enn fyllri verði hún við endi heimanna og birtingu Guðsríkis.

Hann opinberaði margt ýtarlegar um siðferðisskyldur en GT og á nýjan hátt, m.a. að við eigum að sýna t.d. hórdómskonu miskunnsemi, og það getur átt við fjölda annarra syndara, en hann sagði líka: "Far þú, syndga ekki framar" (Jóh. 8). Þetta á ennfremur við um þá, sem stundað hafa samkynja mök: Páll postuli talar ekki aðeins um þau sem háalvarlega synd, sem útiloki frá Guðsríki (I. Kor. 6.9-10), heldur talar hann í næsta orði um þau sem synd sem hreinsast megi af og fá réttlætingu og helgun frá Guði (I. Kor. 6.11). Megi það gerast hjá sem flestum sem hafa þetta að baki eins og þeir, sem Páll ræddi þarna um í Korintu.

Jón Valur Jensson, 27.6.2010 kl. 01:08

47 Smámynd: ibbets

Nei hann er ekki lögfræðingur, hann er höfundur og skapari, hann starfar í gegnum sáttmálan sem er í gangi núna sem við fengum fyrir Krist Jesú. Það er þitt að trúa eða ekki, hvort sem þú ert sammála eða ekki, þá stendur Guðs orð stöðugt. Hann er réttlátur Guð og neyðir engan til þess að velja sig, hann elskar þig samt.

Hann er ekki eins og kirkjan heldur að hann sé, Hann er ekki dæmandi Guð, þvert á móti hann er elskandi Guð. Leikreglurnar eru, þú skapar þitt eigið líf með eða án Guðs. Það sem hann þráir er að draga fram það góða í þér og veita þér frið og velgegni fæða eilífðina innra með þér.

nýi sáttmálinn er bara já og Amen, fræddu þig um loforð Guðs, þau eru ekki léleg, í Kristi eru þau öll þín. Hættu að lesa biblíuna með lögmáls gleraugum og leifðu Honum að sýna þér hvernig biblían er gagnleg.

Hann starfar ekki eins og þú heldur að hann starfi, hann er trúfastur þessum sáttmála, hann klikkar ekki, allt sem hann segir stendur hann við.  Jesús er sáttmáli okkar. Hann er leið okkur til Föðurins. Eg veit ekkert um aðra Guði, En ég veit eh um minn Guð, hann elskar og hann læknar, hann blessar en bölvar ekki. Kristur dó í okkar stað. 

ibbets, 27.6.2010 kl. 01:15

48 Smámynd: Odie

 
2Drottinn er vandlætissamur Guð og hefnari. Drottinn er hefnari og fullur gremi. Drottinn hefnir sín á mótstöðumönnum sínum og er langrækinn við óvini sína.

3Drottinn er seinn til reiði og mikill að krafti, en óhegnt lætur hann ekki. Drottinn brunar áfram í fellibyljum og stormviðri, og skýin eru rykið undir fótum hans.

4Hann hastar á sjóinn og þurrkar hann upp, og hann lætur öll fljót þorna. Þá fölnar Basan og Karmel, þá fölnar jurtagróðurinn á Líbanon.

5Fjöllin skjálfa fyrir honum, og hálsarnir renna sundur. Jörðin gengur skykkjum fyrir honum, heimskringlan og allir sem á henni búa.

6Hver fær staðist gremi hans og hver fær afborið hans brennandi reiði? Heift hans úthellist eins og eldur og björgin bresta sundur fyrir honum.

7Drottinn er góður, athvarf á degi neyðarinnar, og hann þekkir þá sem treysta honum.

  8En með yfirgeisandi vatnsflóði mun hann gjörsamlega afmá Níníve, og myrkur mun ofsækja óvini hans. (Nahúm 1:2-8)

ibbets, Þú ættir að skoða hvað biblían sjálf segir.

2Ég vil gjörsópa öllu burt af jörðunni _ segir Drottinn.
3Ég vil sópa burt mönnum og skepnum, ég vil sópa burt fuglum himinsins og fiskum sjávarins, hneykslunum ásamt hinum óguðlegu, og ég vil afmá mennina af jörðunni _ segir Drottinn.
4Ég mun útrétta hönd mína gegn Júda og gegn öllum Jerúsalembúum og afmá nafn Baals af þessum stað, nafn hofgoðanna ásamt prestunum,
5svo og þá er á þökunum falla fram fyrir her himinsins, og þá sem falla fram fyrir Drottni, en sverja um leið við Milkóm,
6svo og þá sem gjörst hafa Drottni fráhverfir og eigi leita Drottins né spyrja eftir honum. (Sefanía 1:2-6)
 ...
 18Hvorki silfur þeirra né gull fær frelsað þá á reiðidegi Drottins, heldur skal allt landið eyðast fyrir eldi vandlætingar hans. Því að tortíming, já bráða eyðing býr hann öllum þeim, sem á jörðunni búa. 

Svo elskar hann að hann ætlar að drepa alla. 

### 

 Ég sé að JVJ trúir á þróunarkenninguna, en fólk til forna virðist hafa fæðst eitthvað þroskaheft ef eitthvað er að marka það sem hann segir.  Enda gat það augljóslega ekki skilið að þrælahald væri glæpur eða að nauðgun væri glæpur sem ekki ætti að verðlauna með hjónabandi.  Það má reyndar velta fyrir sér hvort fólkið á þessum stað (Ísrael) hafi staðnað eitthvað þar sem það getur ekki leyst einföld vandamál við að búa saman og vera vinir.

JVJ staðhæfir síðan að Kristur sé hin endanlega opinberun guðs.  En ég hef það fyrir satt að Múhameð telur sig vita betur.  En allir hugandi men vita að Brian er hinn sanni boðberi guðs.  

Odie, 27.6.2010 kl. 02:16

49 identicon

Ég ætlaði nú reyndar ekki að svara ókristnum hér en get varla staðið á mér eftir athugasemdir Rebekku og  Tinnu.

Rebekka, ert þú fermd? Allir þeir sem hafa fermst í Þjóðkirkjunni hafa játað tilvist dómsdagsins með munni sínum.  Rifjaðu upp trúarjátninguna og þá færðu þetta svart og hvítt.

Tinna: Þú skalt finna stað þar sem ég fullyrði að ég hafi rétt fyrir mér umfram Jóhönnu og þá skal ég svara þessari spurningu.  Þetta snýst ekki um að hafa rétt eða rangt fyrir sér heldur sannfæringu hvers og eins.  Hins vegar er ég að beina þessari spurningu til hennar Jóhönnu þar sem hún er fræðimaður í Kristnum fræðum en boðar svo trú sem samræmist ekki Kristninni eins og hún er útskýrð í Biblíunni.  Mínar vangaveltur beinast aðalega að þeim möguleika að við sem trúum því að Biblían sé Orð Guðs getum haft rétt fyrir okkur, og ef svo er, hvar er Jóhanna þá stödd í dag. (Og enn og aftur ef þú skyldir misskilja mig: Orð Guðs=skrifuð af mönnum sem eru innblásnir af Heilögum anda)

Menn geta svo haft sínar skoðanir á þessu.  En erfitt að útiloka eitthvað. Svo ég tali um mína reynslu þá var ég trúlaus áður en ég endurfæddist af andanum.  Ég játaði með munni mínum, eins og Rebekka, allt það sem tilheyrði trúarjátningunni við Ferminguna en síðan gleypti heimurinn mig eins og flesta og ég var í heiminum og af heiminum þangað til núna nýlega.

En þó svo að ég hafi lokað á Biblíuna í öll þessi ár þá gerðist ég aldrei svo hrokafullur að útiloka hana eins og margir í heiminum hafa gert. Hins vegar þá bjó ég mér til mína eigin trú sem hentaði mér best þannig að ég gæti farið í gegnum lífið, frjálslega og af hentisemi. Þessi stefna bað skipbrot svo vægt sé til orða tekið.

Líf mitt hefur breyst til batnaðar eftir frelsunina og það er minn vitnisburður.  Sumir vilja bara halda áfram að lifa sínu lífi eins og áður og þá skulum við bara ræða þessi mál eftir 10 ár og sjá hvort okkar hafi betri vitisburð fram að færa.  Ef þinn vitnisburður reynist betri skal ég í auðmýkt minni játa það að ég hafði rangt fyrir mér.  Ef minn vitnisburður reynist betri þá skalt þú líka játa slíkt hið sama.

Núna gæti margur spurt hvaða frelsi sé í því að fylgja svona reglum. En málið er nákvæmlega þetta:  Það er frelsi í reglum, án þeirra erum við ekkert. Ég get tekið dæmi um fótboltaleik þar sem dómarinn kann ekki reglurnar og leikmenn fá að spila eins og þeim dettur í hug, það yrði kaós og engin hamingja fyrir leikmenn.  Ef það yrði skipt um dómara í hálfleik sem væri með þetta allt á hreinu, fengjum við hamingjusamari leikmenn sem gætu gert það sem þeir eru bestir í, að spila fótbolta.

Valur (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 10:36

50 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jóhanna, hvernig geturðu talið eftirfarandi (eins og þú gerir í upphafi pistilsins) "biblíuleg rök fyrir hjónabandi samkynhneigðra":

&#132;Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.&#147; (Matt. 22.37-39)?

Að elska Drottin Guð af öllu hjarta, allri sálu og öllum huga felur alls ekki í sér að óvirða lögmál hans og vilja með okkur mennina. Þessi vilji skaparans er jafnvel ljós af sköpunarverkinu sjálfu: blessun barneigna er af sambandi karls og konu, ekki tveggja karla eða tveggja kvenna. Gagnkynja samband og gagnkynja mök hljóta alltaf að hafa meira gildi, ef svo má segja, heldur en samkynja samband og samkynja mök, sem eru ávaxtalaus, og m.a.s. samkynhneigt fólk þrífst á því, að til er eða var gagnkynhneigt fólk (foreldrarnir). Þannig er gagnkynhneigðrasamband frumlægt, skapandi gildi í hverju samfélagi, en samkynhneigðrasamband er það EKKI.

En þetta var e.k. útúrdúr. Að elska Drottin Guð af öllu hjarta, allri sálu og öllum huga felur ekki í sér, að maður eigi að yfirgefa kristið siðferði helgra postula og fyrirrennara okkar í trúnni til að taka upp einhverja tízkustefnu.

Að elska náunga sinn eins og sjálfan sig felur ekki í sér, að maður eigi að liðka fyrir því, að hann velji sér óholla kynlífshætti, sem fela í sér skemmri lífslíkur yfir heildina talið heldur en hjá þeim, sem venjulegt, gagnkynja kynlíf stunda. Þú værir ekki að elska sjálfa þig, ef þú veldir þér slíkar leiðir.

Að elska náunga sinn eins og sjálfan sig hvetur ekki til þess, að maður syndgi fyrir hann né hjálpi honum til syndar. Hafi maður réttilega verið dæmdur í fangelsi, er það ekki eðlilegur náungakærleikur gagnvart honum að hjálpa honum að flýja. Það er heldur ekki náungakærleikur prests, þegar iðrandi syndari vill játa syndir sínar, að segja honum, að þær séu alls engar syndir, heldur eitthvað eðlilegt og gott.

Jón Valur Jensson, 28.6.2010 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband