Hollur skyndibiti, tilheyrandi á Síberíukúr!

pesto-tabouli

Þegar ég var að koma heim úr vinnunni fór matur að svífa í kringum höfuð mitt. Alls konar óhollur matur!!!

Pizzur, hamborgarar og annar skyndibiti því ég var svoooo svöng!  Langaði í eitthvað bragðgott. 

Ákvað þó að fallast ekki í freistni  en elda eitthvað "spicy" en fljótlegt í staðinn sem væri líka hollt.

Reyndar komst ég svo að því að það sem ég eldaði tók innan við 25 mínútur. 

Ég sauð bulgur hveiti (eitthvað svona lífrænt voða fínt, 2 dl í 3 dl vatni í 10 mín og lét standa í 10 mín. Setti reyndar smá Maldon salt í vatnið. 

Svo hellti ég út í þetta einni dós Hunt´s Stewed Tomatoes, kryddaði með "Chili Explosion" kryddi, Herbamare salti, nýmöluðum pipar, og skar niður í þetta niðursoðinn hvítlauk. Þetta leit svipað út og myndin sýnir, en ég átti að vísu ekki svona fínt lauf (held að þetta sé basil)  Örugglega gott að hafa rucola líka.  Meira gerði ég ekki, en nammi, namm.  Kom sjálfri mér á óvart og þurfti enga pizzu þegar svona gúmmelaði er á boðstólum.  Reyndar hugsaði ég með mér að svona væri sniðugt sem meðlæti líka t.d. með lax eða kjúkling! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband