19.6.2010 | 08:28
Trúarsannfæring sem brýtur gegn kærleikanum ?
Ég held ég neyðist til að blogga um orð Séra Maríu Ágústsdóttur í fréttatíma Stöðvar 2 í gær, þar sem hún sagðist myndi neita pari af sama kyni um hjónavígslu á þeim forsendum m.a. að hún væri með því að "sýna samstöðu hinni stóru fjölskyldu kristninnar um hinn stóra heim."
Hvaða skilaboð eru það? Tilheyra samkynhneigðir að hennar mati ekki "hinni stóru fjölskyldu kristninnar um hinn stóra heim?"
Maria skrifar árið 2008 um kristilegt siðgæði á vefinn tru.is og tileinkar erindi sitt minningu föðurbróður míns Dr. Björns Björnssonar, sem lést sama ár.
María skrifar:
"Til kristinna manna eru gerðar kröfur um kærleiksríka framkomu. Það er eðlileg og ljúf krafa, ekki byrði heldur virðingarstaða, gefin af Guði. Boðorðin öll eiga sér samnefnara í tvöfalda kærleiksboðorðinu, um að elska Guð og náungann. Enda segir Páll postuli: Kærleikurinn gerir ekki náunganum mein. Þess vegna er kærleikurinn uppfylling lögmálsins (Róm 13.10)."
og jafnframt:
"Köllun okkar er köllun til kærleika. Hún er ekki köllun til kristilegrar arfleifðar, þó allt gott megi um hana segja. Hún er köllun til lifandi kærleika hvern dag, að við séum samkvæm okkur sjálfum og forsmáum ekki þann kærleika Guðs sem á að vera sýnilegur í lífi okkar."
"Æfingaprógram" Maríu kemur svo í framhaldi:
"Æfum okkur daglega í þessum eiginleikum, sem postulinn telur upp í Ef 4.2. Skoðum okkur sjálf í ljósi þessara hugtaka. Í dag gæti ég einbeitt mér að því að vera lítillát og hógvær. Á morgun gæti ég þjálfað með mér þolinmæði og langlyndi. Næsta dag mætti ég skoða sértaklega hvernig ég umber og elska aðra."
Þetta eru s.s. orð sr. Maríu Ágústsdóttur sem tilkynnti í sjónvarpsviðtali að hún myndi neita samkynhneigðu pari sem leitaði til hennar um hjónavígslu.
"Kærleikurinn gerir ekki náunganum mein." Landslög um ein hjónavígslulög eru orðin staðreynd, lög sem eru sett af vel íhuguð máli, byggð á mannréttindum og manngildi.
Manngildi var eitt af lykilhugtökum frænda míns Björns Björnssonar, og hans milda guðfræði og siðfræði var til fyrirmyndar.
Við verðum að virða manngildi samkynhneigðra að jöfnu við gagnkynhneigðra. Annað er gagnkynhneigðarhyggja og við erum að gera manneskjur æðri öðrum manneskjum eingöngu vegna þess að þær hafa "rétta" kynhneigð. Hver manneskja er sköpuð í Guðs mynd, Guðs sem er kærleikur.
"Köllun okkar er köllun til kærleika, ekki köllun til kristilegrar arfleifðar" .. og þar er ég sammála Maríu.
Mér er lífsins ómögulegt að sjá kærleikann í því að neita pari sem hefur áhuga á því að giftast í kristinni kirkju, pari sem eflaust er bæði skírt og fermt í kristinni kirkju, um hjónavígslu.
Er köllunin í raun ekki til kristilegrar arfleifðar, þegar pari af sama kyni er neitað um hjónavígslu vegna trúarsannfæringar? Gott væri að heyra frá þeim sem geta skýrt hvaða kærleikur liggur að baki slíkum gjörning.
Að lokum vil ég taka undir orð séra Sigríðar Guðmarsdóttur og óska okkur Íslendingum til hamingju með ein hjúskaparlög.
(Ég tek það fram að allt sem er feitletrað eru áherslur minar)
Mér finnst ekki veita af, svona í lokin að rifja upp fyrsta erindið í laginu Stolt sem Páll Óskar syngur af svo mikilli einlægni:
Ég er eins og er,
hvernig á ég að vera eitthvað annað ?
Hvað verður um mig
ef það sem ég er bölvað og bannað ?
Er það líf mitt, að fela mig og vera feiminn,
mitt líf var það til þess sem ég kom í heiminn ?
Fúlt finnst mér það líf að fá ekki að segja:
Ég er eins og ég er!
Og svo má hlusta hér og göngum síðan með gleði inn í daginn!
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:05 | Facebook
Athugasemdir
p.s. Hin stóra kristna fjölskylda í hinum stóra heimi er að mínu mati litrík fjölskylda og það sé ekki í kærleiksanda að stilla sér upp gegn náunganum heldur með honum.
Jóhanna Magnúsdóttir, 19.6.2010 kl. 08:46
Ég geng glöð inn í daginn minn sér í lagi eftir að lagið með Palla sem er bara yndislegur í alla staði.
Það liggur engin kærleikur að baki þeim gjörning að neita fólki að sama kyni um vígslu,
Fordómar á háu stigi, svo ég segi nú ekki meir á þessum fallega degi.
Kærleik til þín Jóhanna mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2010 kl. 09:02
Takk fyrir þessa gagnrýni á sr. Maríu.
Sá ekki viðtalið við hana á Stöð 2 en sá annað viðtal við hana einhvers staðar annars staðar og kommenteraði á það á gudfræingar.is sem þú hefur líklega séð.
Viltu ekki senda þetta þangað inn og reyna að fá upp smá umræðu þar (eða bara senda þetta þangað inn til umhugsunar, þ.e. á gudfræingar.is)?
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 09:10
Góðan dag Milla, Palli svíkur engan.
Ég þarf að minnsta kosti góð rök fyrir því að það sé köllun til kærleika sem liggur að baki því að neita pari af sama kyni um hjónavígslu, eftir að það er komið í landslög en að það sé vegna trúarsannfæringar (byggðri á hverju veit ég ekki) eða að það henti ekki stórfjölskyldunni.
Kærleika inn í daginn þinn sömuleiðis, kærleika án landamæra <3
Jóhanna Magnúsdóttir, 19.6.2010 kl. 09:11
Sæll Torfi, viðhorf Maríu koma mér stöðugt á óvart og valda vonbrigðum mér sem fjölda annarra presta og guðfræðinga. Í fréttum Stöðvar 2 kom jafnframt fram að um að helmingur presta þjóðkirkjunnar myndi neita pari af sama kyni hjónavígslu og er ég nokkuð viss um að þar sé farið með rangt mál. En það mun að sjálfsögðu koma í ljós. Sr. Sigríður Guðmars sagði að samkynhneigð pör myndu ekki leita til presta sem væru með klemmu á nefinu, sem er að sjálfsögðu rétt, en spurning hvernig á að "merkja" þá klemmupresta?
Jú, ég sá þína gagnrýni og tek undir hana og biðst hreinlega afsökunar á að hafa ekki gert það á listanum, en verð við áskorun þinni og sendi þessa kritík og vona að einhverjir fari nú í æfingaprógramið og skoði hvort þeir geti elskað eða umborið náungann og meðtekið alla í fjölskyldunni.
Jóhanna Magnúsdóttir, 19.6.2010 kl. 09:21
María Ágústsdóttir er vanvirða við kristindóminn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.6.2010 kl. 10:03
Hvaða vef er Torfi að vísa til í tvígang sem hvergi virðist vera til? Er ekki hægt að fara rétt með svona vísanir?
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.6.2010 kl. 10:19
Sæll Sigurður, ég vil ekki taka svona djúpt í árinni með Maríu né aðra sem eru á móti hjónavígslu samkynhneigðra, en ég tel að þau séu að misskilja kristilegt siðgæði hrapallega.
Þessi vefur er ekki til gudfræðingar.is heldur er hann að vísa í póstlista sem við guðfræðingar skrifum á. Ef ég fæ leyfi Torfa, þá get ég birt það innlegg hans hér í athugasemd og svar mitt við því í framhaldi.
Jóhanna Magnúsdóttir, 19.6.2010 kl. 10:23
Innilega sammála þér, takk fyrir þitt góða innlegg.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.6.2010 kl. 10:36
Takk fyrir Ásdís, gott að ég gat ropað þessu út úr mér á þokkalega skiljanlegan hátt - en ég þurfti eiginlega að anda í poka þegar ég sá viðtalið til að róa mig niður.
Jóhanna Magnúsdóttir, 19.6.2010 kl. 11:07
Ég vil einmitt taka svona djúpt í árinni og það er ekki verra heldur en sú höfnun og vanvirðing sem prestar eins og María sýna sumum. Það á að klifa á því að þeir prestar sem hugsa eins og hún séu að vanvirða og afskræma kristindóminn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.6.2010 kl. 11:14
Innlegg Torfa Stefánssonar á póstlista guðfræðinga 23. maí sl. með leyfi hans:
"Merkileg eru ummæli héraðsprestsins í öðru Reykjavíkurprófastsdæminu, Maríu
Ágústsdóttur, er hún segir í athugasemd um frumvarp um ný hjúskaparlög, að það
sé "algjörlega óviðunandi að í stað orðanna karls og konu í 1. grein laganna
komi orðalagið tveggja einstaklinga."
Þá segir hún að sér finnist „brotið á eðli hjónabandsins sem stofnunar sem sett
er til viðgangs mannkyni, rammi utan um getnað og uppeldi barna. Um það eru
einstaklingar ekki færir.."!
Þessi rök eru auðvitað algjörlega marklaus því hjónabandið var ekki "sett til
viðgangs mannkyni", um það eru manneskjurnar fullfærar án hjónabands, auk þess
sem þá þyrfti að ógilda hjónaband ef enginn verður getnaðurinn."
Sjá fleiri umsagnir hér:
http://visir.is/segja-frumvarp-um-hjuskaparlog-andkristid/article/2010323122153>
Jóhanna Magnúsdóttir, 19.6.2010 kl. 11:15
Hvaða augum skyldi þessi prestur líta einhleypt fólk eða barnlaust? Ætli það sé guði þóknanlegt í hennar augum?
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.6.2010 kl. 11:49
Já, já, það hlýtur að vera..
Jóhanna Magnúsdóttir, 19.6.2010 kl. 13:29
Ég vil taka það fram að ég þekki Maríu aðeins og aðeins af góðu, en yfirlýsingar hennar undanfarið og eldmóður hennar í að "verja" hjónabandið sem einkaeign gagnkynheigðra og þá þessar yfirlýsingar hennar undanfarið get ég engan veginn sætt mig við, mannréttindi eru ekki einkamál ákveðinna hópa, þau varða okkur öll.
Jóhanna Magnúsdóttir, 19.6.2010 kl. 13:36
Takk fyrir þessa þörfu gagnrýni. Ummæli Maríu, og fordómarnir sem þau birta, koma mér ekki á óvart. Í upphafi ársins 2008 gagnrýndi ég hana í grein, sem birtist í Fréttablaðinu , vegna eftirfarandi ummæla: „Málið er ekki ‚bara‛ að elska Guð eða ‚bara‛ náungann, heldur er hvort um sig háð hinu. Án elskunnar til Guðs er erfitt að koma fram við fólk af kærleika“. Það vill svo til að Torfi Stefánsson var sammála gagnrýni minni.
Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 16:04
Það er í raun ekkert flókið að finna út hvort samlíf fólks af sama kyni sé andkristilegt/ókristilegt eða ekki .
Þú einfaldlega spyrð stórann hóp af andkristnu/ókristnu fólki, hvort þetta sambúðarform sé eðlilegt eða ekki . Ef flestir af þeim andkristnu/ókristnu segja formið eðlilegt, er þá vissulega hægt að túlka þetta sambúðarform sem andkristið/ókristið .
enok (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 18:00
Er köllunin í raun ekki til kristilegrar arfleifðar, þegar pari af sama kyni er neitað um hjónavígslu vegna trúarsannfæringar? Gott væri að heyra frá þeim sem geta skýrt hvaða kærleikur liggur að baki slíkum gjörning.
"Þess vegna yfirgefur maður föður sinn og móður sína og býr við eiginkonu sína, svo að þau verði eitt hold." 1.Mós.2:24.
Þetta er fyrsta boð Guðs eftir að konan er sköpuð og fyrsta hjónabandið sem Guð stofnsetti. Hjónabandið er gefið af Guði og ætlað karlmanni og kvenmanni.
Þessi orð sagði Jesús sjálfur:
"en frá upphafi sköpunar gjörði Guð þau karl og konu.
Fyrir því skal maður yfirgefa föður sinn og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður. Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja."
Páll Postuli talar um sömu hluti í Efesusbréfinu:
"Þannig skulu eiginmennirnir elska konur sínar eins og eigin líkami. Sá, sem elskar konu sína, elskar sjálfan sig. Enginn hefur nokkru sinni hatað eigið hold, heldur elur hann það og annast, eins og Kristur kirkjuna, því vér erum limir á líkama hans. Þess vegna skal maður yfirgefa föður og móður og búa við eiginkonu sína, og munu þau tvö verða einn maður. Þetta er mikill leyndardómur. Ég hef í huga Krist og kirkjuna."
Þetta skrifaði Páll einnig, í fyrra Korintubréfi 7. kafla
"Maðurinn gæti skyldu sinnar gagnvart konunni og sömuleiðis konan gagnvart manninum. Ekki hefur konan vald yfir eigin líkama, heldur maðurinn. Sömuleiðis hefur og maðurinn ekki heldur vald yfir eigin líkama, heldur konan."
Þetta skrifar Páll Postuli í fyrra Tímóteusarbréfi 1. kafla.
"Markmið fræðslunnar er að vekja kærleika af hreinu hjarta, góðri samvisku og hræsnislausri trú. Sumir hafa villst frá þessu og hafa snúið sér að innantómu orðagjálfri. Þeir vilja útskýra lögmálið þótt þeir hvorki skilji sjálfir hvað þeir segja né það sem þeir telja öðrum trú um. Við vitum að lögmálið er gott sé það rétt notað og þess gætt að það er ekki sett vegna réttlátra heldur fyrir lögleysingja og þverúðuga, óguðlega og syndara, vanheilaga og óhreina, föðurmorðingja og móðurmorðingja, manndrápara, saurlífismenn, karla sem hórast með körlum, þrælasala, lygara, meinsærismenn og hvað sem það er nú annað sem gagnstætt er hinni heilnæmu kenningu. Þetta er samkvæmt fagnaðarerindinu um dýrð hins blessaða Guðs sem mér var trúað fyrir."
Þetta er úr þýðingunni 2007, karlar sem hórast með körlum er orðað sem frillulífismenn í 1981 þýðingunni.
Eftirfarandi er tekið úr Speki Salómons 14. kafla, sem hefur yfirskriftina, afleiðing hjáguðadýrkunar. Ég geri mér grein fyrir að þetta rit tilheyrir Apókrýfar bókum Gamla Testamentisins, en sannleikurinn er augljós.
"áreitni við góða menn, vanþakklæti, saurgun sálna, kynvilla, hjónabandsriftingar, hórdómur og saurlífi."
Það er er hægt að halda lengi áfram:
Síðara Korintubréf 12:21
Ég er hræddur um að Guð minn muni auðmýkja mig hjá ykkur þegar ég kem aftur og að ég muni hryggjast yfir mörgum þeirra sem áður hafa syndgað og ekki hafa snúið sér frá saurlífi, frillulífi og ólifnaði sem þeir hafa drýgt.
Galatabréfið 5:19
Holdsins verk eru augljós: frillulífi, óhreinleiki, saurlífi,
Efesusbréfið 5:3
En frillulífi og óhreinleiki yfirleitt eða ágirnd á ekki einu sinni að nefnast á nafn meðal ykkar. Slíkt hæfir ekki heilögum.
Efesusbréfið 5:5
Því að það skuluð þið vita og festa ykkur í minni að enginn frillulífismaður eða saurugur eða ágjarn - sem er sama og að dýrka hjáguði - á sér arfsvon í ríki Krists og Guðs.
Hebreabréfið 13:4
Hjúskapurinn sé í heiðri hafður í öllum greinum og hjónasængin sé óflekkuð því að hórkarla og frillulífismenn mun Guð dæma.
Opinberunarbókin 9:21
Ekki létu þeir heldur af manndrápum sínum og töfrum, frillulífi sínu og þjófnaði.
Opinberunarbókin 21:8
En staður er búinn í díkinu sem logar af eldi og brennisteini hugdeigum og vantrúuðum, viðurstyggilegum og manndrápurum, frillulífismönnum og töframönnum, skurðgoðadýrkendum og öllum lygurum. Það er hinn annar dauði.“
Opinberunarbókin 22:15
Úti gista hundarnir og töframennirnir og frillulífismennirnir og manndrápararnir og skurðgoðadýrkendurnir og hver sem elskar og iðkar lygi.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að kærleikurinn(Guð) er grundvöllur alls þess sem við eigum að byggja allt okkar á. En að fólk sem telur sig Kristið skuli ekki sjá það hversu mikil afvegaleiðing það er að samþykkja hjónavígslu samkynhneigðra, er mjög alvarlegt og mun með tíð og tíma hafa ófyrirséðar afleiðingar.
Þetta hefur ekkert með það að gera að verið sé að mismuna ákveðnum hóp þjóðfélagsins og sýna þeim minni kærleika. Þetta snýst fyrst og fremst um það að það er verið að gera Orð Guðs að engu. Við vitum vel að það er fullt af fólki í þessum heimi sem hefur hatast út í kirkjuna og orð Guðs vegna þeirra texta sem snúa beint gegn samkynhneigðum og mörgum öðrum textum. Það er eðlilegt og það er löngu vitað. Jesús sagði: "Ef heimurinn hatar yður þá vitið að hann hefur hatað mig fyrr en yður."
Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
Hvergi stendur að kærleikurinn verði samþykkur syndinni, það þarf að opna augun fyrir því!
Nonni, 19.6.2010 kl. 18:27
Ég sjálfur vildi nú svona frekar giftast konu, kæmi gifting til umræðu á annað borð.
En þó það sé sagt verð ég að segja að ég hef aldrei skilið, og mun aldrei skilja hvernig trúarbrögð kærleikans bregðast endurtekið í þessu málefni.
Ekki skaðar það mig eða mína þó einverjir af sama kyni vilji gjarnan búa saman. Að kirkjan neiti fólki um kristilegan kærleik á stofnanaplani því ferli er bara órökrétt og óskiljanlegt.
Alveg sama hvaða gömlu kreddur má lesa út okkar annars ágætu biblíu.
Mundi telja mig kristin, en þetta er ekki nógu gott. Góð umræða hjá þér....
Jón Ásgeir Bjarnason, 19.6.2010 kl. 18:45
En þó það sé sagt verð ég að segja að ég hef aldrei skilið, og mun aldrei skilja hvernig trúarbrögð kærleikans bregðast endurtekið í þessu málefni.
Ég ætla mér ekki að vega að þér sem persónu, Jón Ásgeir, og skil vel athugasemd þína. En þú svarar þessum vangaveltum þínum sjálfur með þessari línu:
Alveg sama hvaða gömlu kreddur má lesa út okkar annars ágætu biblíu.
Þessi hugsun er einmitt ástæðan fyrir því að kirkjunnar menn bregðast endurtekið. Um leið og bókstafurinn (Orð Guðs) er felldur úr gildi með heimsspeki og mannasetningum er voðinn vís. Meira að segja orð Jesú Krists eru að engu gjörð.
Nonni, 19.6.2010 kl. 19:42
Það er hægt að sýna samkynhneigðum kærleika án þess að samþykkja lífsstíl þeirra. Að samþykkja hjónaband samkynhneigðra er, samkvæmt Biblíunni, synd og það er hægt að sýna samkynhneigðum kærleika án þess að samþykkja syndina.
Bryndís Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 21:38
Steindór takk fyrir þitt innlegg. Þú gagnrýnir setningu Maríu:
„Málið er ekki ‚bara‛ að elska Guð eða ‚bara‛ náungann, heldur er hvort um sig háð hinu. Án elskunnar til Guðs er erfitt að koma fram við fólk af kærleika“.
Það eru ekki kenningar og lögmálsboð sem gera okkur kristin ef dæmisaga Jesú af miskunnsama Samverjanur er höfð til hliðsjónar, heldur er það kærleikur, kærleikur í garð náunga okkar fyrst og fremst.
Ég trúi því jafnframt að þegar við gerum náunganum gott séum við að gera Guði gott (það sem þér gjörið mínum minnsta bróður gjörið þér mér o.s.frv. ) og vissulega sé Guð þá ekki undanskilinn sem náungi okkar (þ.e.a.s. ef við trúum á Guð).
Þeir sem ekki trúa að til sé neinn/nein eða neitt Guð eða guðir, eru jafn líklegir til að vinna kærleiksverk og þeir sem trúa á Guð.
Jóhanna Magnúsdóttir, 19.6.2010 kl. 21:46
Í framhaldi af þessu; Nonni þú vitnar í kærleiksóð Páls Postula, en það sem stendur þar um trú og kærleika skiptir veigamiklu máli varðandi það sem Steindór er að segja:
"Þótt ég talaði tungum manna og engla
en hefði ekki kærleika,
væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.
Og þótt ég hefði spádómsgáfu
og vissi vissi alla leyndardóma og ætti alla þekkingu,
og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað,
en hefði ekki kærleika,
væri ég ekki neitt. "
Það er skv. þessu ekki nóg að hafa takmarkalausa trú ef enginn er kærleikurinn.
Jóhanna Magnúsdóttir, 19.6.2010 kl. 21:50
Bryndís Sveinsdóttir, ég skora á þig að lesa viðtalið við Ragnhildi Sverrisdóttur um lífsstíl hennar og konur hennar og endurtaka að lífsstíll þeirra sé synd.
Það sem kemur fram sem "Guðs orð" í Biblíunni er margt svo ljótt og fordómafullt að það varðar við hegningarlög á Íslandi. Við megum ekki lesa þetta rit svona bókstaflega, við gætum hvort sem er aldrei farið eftir því öllu.
Ef að ritningargreinarnar þar væru spilastokkur, þá eru ritningargreinar um kærleikann ávallt tromp. Þannig er það líka í dag.
Orðin sem eru skrifuð í biblíunni eru dauð þar til við blásum lífi í þau. Það er okkar mannanna að greina hvað er gott og hvað er vont.
Biblían er sögulegt rit og vissulega trúarrit. Ekki lagasafn okkar tíma og ekki líffræði eða félagsfræði okkar tíma. Ekki rit til að nota sem grunn fyrir samfélagsfræði í nútímaþjóðfélagi.
Samkynhneigð kona hefur enga löngun í karl, samkynhneigður karl hefur enga löngun í konu. Eigum við að pína þau til að lifa lífi án kynlífs bara af því að einhverjum þótt kynlíf fólks af sama kyni ógeðslegt fyrir 2000 árum. Á þann hátt einan geti þau lifað á syndar?
Orð Guðs er ekki bók skv. Biblíunni, Orð Guðs er Jesús Kristur skv.Jóhannesarguðspjalli. Orð Jesú er kærleikur fyrst og fremst, viska en ekki fáfræði.
Og smá spakmæli úr annarri átt:
Voici mon secret. Il est très simple: on ne voit bien qu'avec le cœur. L'essentiel est invisible pour les yeux.
Antoine de Saint Exupéry - Le Petit Prince
"Hér er leyndarmálið mitt: það er mjög einfalt: maður sér ekki vel nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum."
Annað þessu líkt:
"Look at every path closely and deliberately,
then ask ourselves this crucial question:
Does this path have a heart? If it does, then
the path is good. If it doesn't, it is of no use."
Carlos Castaneda
Svo vísa ég bara aftur í bloggið mitt og spyr um kærleikann að baki því að neita pari, sem hefur gengið sinn veg í kirkjunni, skírn, ferming um giftingu þegar að henni kemur.
Að tína upp úr Biblíunni einhverjar bannfæringar á kynlífi þeirra er bara gamaldags hugsunarháttur sem vonandi deyr út, en á ekkert skylt við þann kærleika sem Jesús stendur fyrir.
Jóhanna Magnúsdóttir, 19.6.2010 kl. 22:14
Enok, fyrir mér dugar það ekki að fólk segist vera kristið, það þarf að koma fram við náungann af kristilegu siðgæði til að teljast kristið.
Ég þekkti einu sinni mann sem áttaði sig alveg á þessu. Hann var í sértrúarsöfnuði og las Biblíuna reglulega. Konan hans vildi ekkert koma nálægt þessu.
"Einn daginn sagði hann við mig, konan mín er svo góð og kærleiksrík manneskja hún er í raun miklu kristnari en ég."
Jóhanna Magnúsdóttir, 19.6.2010 kl. 22:21
Það er skv. þessu ekki nóg að hafa takmarkalausa trú ef enginn er kærleikurinn.
Það er alveg rétt og mótmæli ég því ekki, enda er ekkert af því sem ég sagði eða vitnaði í sem talar gegn þessu.
Samkynhneigð kona hefur enga löngun í karl, samkynhneigður karl hefur enga löngun í konu. Eigum við að pína þau til að lifa lífi án kynlífs bara af því að einhverjum þótt kynlíf fólks af sama kyni ógeðslegt fyrir 2000 árum. Á þann hátt einan geti þau lifað á syndar?
Það er enginn að pína einn né neinn til þess að lifa kynlífi gegn eigin vilja. Þú virðist ekki alveg skilja um hvað umræðan snýst. Ekki frekar en þeir sem samþykktu lögin. Það að umbera fólk hvernig sem það er og sýna því kærleika er ekki jafngilt því samþykkja gjörðir og lifnaðarhætti.
Væri eðlilegt að vígja í hjónaband karlmann og tvær konur eða fleiri, á þeim forsendum að sá hópur fólks fer ört stækkandi sem myndi vilja það? Ef því yrði hafnað væri þá ekki verið að vega að kærleiksboðskap Jesú Krists á sama hátt?
Að tína upp úr Biblíunni einhverjar bannfæringar á kynlífi þeirra er bara gamaldags hugsunarháttur sem vonandi deyr út, en á ekkert skylt við þann kærleika sem Jesús stendur fyrir.
Það er ekki verið að tala bara um einhverjar bannfæringar á kynlífi manna. Það er verið með þessum lögum að brjóta gegn Heilagri Ritningu og brjóta þvert gegn þeim grunni sem Guð lagði sjálfur í 1. Mósebók og helst óhaggaður allt til Opinberunarbókarinnar.
Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að orð Jesú Krist eru að engu gjörð. Við megum ekki gleyma því að við höfum þríeinan Guð. Föðurinn sem opinberast frá sköpun heimsins, Heilagan Anda sem blés lífi í allar bækur Biblíunnar og soninn Jesú Krist sem er uppfylling og upphaf alls.
Þegar Jesús gekk um á þessari jörð hafði hann ekkert annað rit en Gamla Testamenntið. Ekkert var afnumið, heldur uppfyllt í honum.
Þetta eru orð Jesú:
Matteusarguðspjall 5:17
Ætlið ekki að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema heldur uppfylla.
Matteusarguðspjall 5:18
Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu uns allt er komið fram.
Lúkasarguðspjall 16:17
En það er auðveldara að himinn og jörð líði undir lok en einn stafkrókur lögmálsins falli úr gildi.
Nonni, 19.6.2010 kl. 23:42
Ég þekkti einu sinni mann sem áttaði sig alveg á þessu. Hann var í sértrúarsöfnuði og las Biblíuna reglulega
Mér leikur forvitni á að vita hvað orðið sértrúarsöfnuður þýðir?
Mig langar að benda á að Lutherska kirkjan telur um 74 milljónir manna á heimsvísu en charismtiskar hreyfingar telja um 300 milljónir og fjölgar um 9 milljónir á ári.
Sumir eiga trú en vilja bara hafa hana fyrir sig og finnst engum koma það við hver trú þeirra er, er það persónulegur sértrúaröfnður?
Hver er þín túlkun á þessu orði?
Nonni, 20.6.2010 kl. 00:06
Nonni segir:
"Það er verið með þessum lögum að brjóta gegn Heilagri Ritningu og brjóta þvert gegn þeim grunni sem Guð lagði sjálfur í 1. Mósebók og helst óhaggaður allt til Opinberunarbókarinnar."
Mér leikur forvitni á að vita hvort að "reglurnar" sem lagðar eru fyrir í 3. Mósebók séu í dag jafn "heilagar" og þær sem lagðar eru fyrir í þeirri fyrstu ?
Ég nefnilega borða blóðmör og rækjur en í 3. Mósebók er lagt blátt bann við slíku:
7.22 - Bann við neyslu á blóð og mör
11.12 - Bann við neyslu lagardýra sem ekki hafa hreystur og sundugga
Eins hef ég lent í ótrúlegu basli með að átta mig á því hvort kona hafi á klæðum eða ekki og hef brugðið á það ráð að snerta aldrei konur því ekki vil ég vera óhreinn til kvölds sbr. 15 kapitula 3. Mósebókar
Er ég að syndga ef ég er óhreinn eða borða mat sem biblían segir að ég megi ekki borða ? ... eða verð ég kannski bara gerður burtrækur - og hvert þá ?
kv,
Jón Arnar
P.S. svo er eitt til viðbótar sem vefst alveg ótrúlega fyrir mér - eitt af boðorðunum segir að ég eigi að halda hvíldardaginn heilagann, og það er víst 7. dagurinn. Nú segja sumir að það sé Sunnudagur - en Sunnudagur er fyrsti dagur vikunnar, en Laugardagur sá sjöundi. Til vonar og vara ákvað ég bara að halda báða þessa daga sem hvíldardaga, en það er farið að bitna verulega á vinnu hjá mér :o(
Jón Arnar (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 00:32
Jón Arnar, flestar þær reglur er snúa að mat voru fyrst og fremst settar vegna hreinlætis og í varúðarskyni. Sama má segja um tíðir kvenna, handþvott og annað slíkt. Við erum ekkert undanskilin því að þurfa að huga að hreinlæti þó svo að við förum öðruvísi að með suma hluti.
Varðandi matinn, þá lýsti Jesús alla fæðu hreina sbr.
Markúsarguðspjall 7:19
Því að ekki fer það inn í hjarta hans heldur maga og út síðan í safnþróna.“ Þannig lýsti hann alla fæðu hreina.
Það breytir þó ekki því að í upphafi sköpunarinnar var hvorki mönnum né dýrum ætlað að borða kjöt. Það voru allir bara grænmetis og ávaxtaætur. Það var ekki fyrr en eftir fall mannsins að fyrsta fórnin var færð, af Guði, og skinnklæði gerð fyrir Adam og Evu. Dauðinn var ekki til fyrr en eftir að syndin komst að.
Varðandi hvíldardaginn þá er það þér bara til blessunar að halda hvíldardaginn heilagan. Ég hef ekki áhuga á því að deila um það hvort það er Laugardagur eða Sunnudagur. En að taka frá dag og helga hann Guði getur bara verið til góðs fyrir þann sem það gerir.
Þetta eru orð Jesú: „Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins. Því er Mannssonurinn einnig Drottinn hvíldardagsins.“
Nonni, 20.6.2010 kl. 01:35
Takk fyrir þessi skrif Jóhanna. Þú ert ötul baráttukona fyrir mannréttindum.
Ég vil segja eitt við séra Maríu ef hún les þetta:
Þú ættir að skammast þín! Þú þyggur laun frá skattborgurum þessa lands og fyrst þú ert svona mikið á móti því að samkynhneigðir giftist, þá skaltu bara segja þig af launaskrá, þar sem samkynhneigðir eru líka skattgreiðendur. Þér ber að fara að lögum!!! Þú ert ekkert meiri manneskja en við hin, þótt þú hafir hlotið prestsvígslu. Þú ert ekki heilög og þú hefur engan rétt á því að ala á fordómum. Reyndu að vitkast og passaðu þig á stallinum sem þú hefur sett sjálfa þig á. Fallið getur verið slæmt.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.6.2010 kl. 01:37
Það var eins gott að Jesús tók af allan vafa með matinn - og sérstaklega það að ég þurfi jafnvel ekki að þvo mér um hendurnar áður en ég borða ;o)
En var hann búnn að fella það úr gildi að ég megi ekki sofa í sama rúmmi og konan mín þegar hún hefur á klæðum ? ... eða má ég bara líta fram hjá því af því að þar er verið að tala um hreinlætissiði sem voru viðhafðir fyrir nokkur þúsund árum síðan ?
Finnst þér það virkilega ekki tiltökumál að það sé mögulega búið að færa hvíldardaginn til. Mér finnst það nefnilega alveg stórmerkilegt að mögulega séum við bara að halda rangan dag heilagann, spurning hvort það megi þá sveigja önnur boðorð aðeins til líka ?
Þetta eru nú bara svona smá hugleiðingar hjá mér, kristnum manninum, sem hef aldrei áttað mig á því hvenær það sem stendur í gamla testamentinu eru lög sem eigi að gilda í dag og hvenær það ber að túlka það sem þar stendur m.t.t. þess tíma (og þess samfélags) sem biblían var skrifuð á.
kv,
Jón Arnar
Jón Arnar (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 02:41
Ég held ég hafi aldrei nokkurn tímann séð neinn mann vera jafn mótsagnakenndan eins og Nonna, og það bara í tveimur póstum.
Fyrst segir hann að Jesú hafi sagt: Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu uns allt er komið fram.
Ætlið ekki að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema heldur uppfylla.
En svo segir hann þveröfugt, og skrifar aðeins tveimur tímum eftir fyrsta póst! Segir að Jesú hafir lýst alla fæðu hreina og þess vegna þurfi ekki að fara eftir reglunum í GT, og líka að fólk megi bara VELJA sér hvíldardag!
Hvort er Jesú að afnema nokkra stafkróka þarna úr lögmálinu eða ekki? Hann hefði frekar átt að segja eitthvað í líkingu við:
Rebekka, 20.6.2010 kl. 10:35
Sæl, Jóhanna og þakka þér fyrir þennan góða pistil þinn. Þetta er virkilega góð viðbrögð og nauðsynleg.
það er mér undrandi hve margir, sem lesa Biblíuna á bókstafanlegan hátt, byrja að tala til máls með því að benda á hluta sköpunarsögunnar og segja "frá upphafi sköpunar gjörðiGuð þau karl og konu".
Hvers vegna fara þeir fram hjá ásetningu Guðs sen er á undan þess. "Guð agði: Eigi er það gott að maðurinn sé einn. Ég vil gera honum meðhjálp við hans hæfi"? Samsetning karls og konu er ekki grunnur hjónabands, heldur sú umhjggja Guðs, "maður skal vera með maka sínum".
bestu kveðjur,
Toshiki
Toshiki Toma, 20.6.2010 kl. 11:33
Jón Arnar, ég hef grun um að þú sért frekar að hæðast að skrifum mínum en að reyna að skilja þau. Þú ert ekki hólpinn fyrir verk, heldur fyrir trú og náð Guðs. Auðvitað þarf að skilja Gamla Testamentið í sögulegu samhengi.
Gyðingar fylgja enn lögmálinu og þeir eiga sama fyrirheit og við um eilíft líf, þrátt fyrir að meðtaka ekki Jesús sem Drottinn. Guð mun vera þeim trúfastur og standa við þau heit sem hann gaf þeim. Lögmálið er enn í fullu gildi fyrir þá sem fylgja því.
Rebekka, eftir því sem ég best veit þá ert þú trúlaus og hafnar algjörlega tilvist Guðs. Það er því ekki hægt að ætlast til þess að skilningur þinn sé mikill þegar kemur að Biblíunni. Heilagur Andi er besti kennari og leiðbeinandi sem völ er á. Á meðan þú hafnar starfskröftum hans þá mun skilningur þinn á orði Guðs ekki vaxa.
Ég vil gera honum meðhjálp við hans hæfi"?
Toshiki, hann skapaði konu handa manninum, vegna þess að hún var við hans hæfi. Það var frumskilyrði hjónabandsins. Ef Guði hefði þótt það við hæfi að gera honum annan karlmann sem meðhjálp, þá hefði Guð gert það og stofnsett hommabandið. Það var aldrei gert og hvergi samþykkt í allri Biblíunni.
Nonni, 20.6.2010 kl. 13:20
Ég vil þakka Nonna fyrir virkilega gott innlegg í þessa umræðu. Það er ekkert í Biblíunni sem bendir til þess að samkynhneigt hjónaband sé samþykkt af Guði og í rauninni ótrúlegt að hámenntaðir Guðfræðingar skuli yfir höfuð komast að þessari niðurstöðu.
Svo vil ég líka ítreka það sem margir hér hafa bent á: Þú getur sýnt samkynhneigðum kærleika án þess að samþykkja lífstíl þeirra.
Valur (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 13:50
Nonni, ég er trúlaus meðal annars vegna þess að ég fór að lesa í Biblíunni og pæla meira í hvað hún sagði í raun og veru. Nákvæmlega svona mótsagnir eins og þessi sem ég benti á (þær eru margar fleiri), hjálpuðu mér að missa trúna á að Biblían væri óskeikult orð guðs.
Ég skil ekki hvernig fólk getur neitað öðrum um jöfn mannréttindi. Þetta misrétti hefur þegar valdið samkynhneigðum miklum "óþægindum", svo vægt sé til orða tekið. Sums staðar fá þeir ekki að heimsækja maka sinn á sjúkrahús vegna þess að samband þeirra er ekki tekið gilt, þeir fá ekki erfðarétt eftir maka sinn, engar bætur, ekki líftryggingarrétt, geta ekki ættleitt börn maka síns eða frumættleitt o.s.frv. o.s.frv. Þetta er meira að segja með því meinlausara sem samkynhneigð pör þurfa að þola, mörg geta prísað sig sæla að verða ekki grýtt á almannafæri í sumum löndum því hatrið og fordómarnir eru svo mikil gagnvart samkynhneigðum.
Landslögin eru ekki ákveðin af neinum guði, heldur af mönnum. Þjóðkirkjan má gjöra svo vel að skilja sig frá íslenska ríkinu ef hún vill frekar fylgja eigin lögum.
Rebekka, 20.6.2010 kl. 16:09
Æ, ósköp er það takmakaður kærleikur til samkynhneigðs vinar, ef ekki fylgir virðing fyrir og viðurkenning á ástarsambandi, sambúð og fjölskyldulífi hans.
Ég elska þig vinur, en ég ber ekki virðingu fyrir ævilöngu ástarsambandi þínu og maka þíns, og vildi heldur að þið væruð einhleypir eða í það minnsta skírlífir, því þá liði mér betur!
Skeggi Skaftason, 20.6.2010 kl. 18:20
Rebekka, þú varst ekki að benda á mótsögn í Biblíunni heldur mótsögn hjá mörgum kristnum einstaklingum.
Ég er á því að það er ekki kærleiksríkt eða kristilegt að banna samkynhneigðum að giftast. Guð hefur gefið öllum mönnum valfrelsi og verðmæti þess er gífurlegt. Aftur á móti er það ógeðfeld frekja að biðja kirkju um að leggja blessun yfir það sem orð Guðs bölvar. Það er ekki af kærleiksleysi sem Biblían segir samkynhneigð vera synd heldur þekking á alvöru kærleika og afleiðingum gjörða fólks. Það fólk sem þykist vera kristið en þarf að hafa vit fyrir Guði í þessum efnum er ekki öfundsvert.
Sammála að þjóðkirkjan á að gifta samkynhneigða, á meðan hún er kirkja allra landsmanna þá getur hún ekki mismunað fólki.
Mofi, 20.6.2010 kl. 18:21
Æ, ósköp er það takmakaður kærleikur til samkynhneigðs vinar, ef ekki fylgir virðing fyrir og viðurkenning á ástarsambandi, sambúð og fjölskyldulífi hans.
Þessu er auðsvarað Skeggi minn og er það best gert með því að vitna í það sem hann Nonni segir í pósti sínum hér að ofan:
Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
Hvergi stendur að kærleikurinn verði samþykkur syndinni, það þarf að opna augun fyrir því!
Annað sem þú minntist á Skeggi minn og það var virðingin og að sjálfsögðu eigum við að sýna öðru fólki þá virðingu að leyfa því að kjósa sinn lífstíl. Við eigum víst líka að leyfa fólki að eiga sína sannfæringu og sína trú án þess að ráðast að því með óhróðri eins og gert er gagnvart henni Maríu hér í einhverjum af fyrstu athugasemdunum hér að ofan.
Jesús var reyndar mjög skýr hvað þetta varðar (það er að segja með valið). Hann gaf okkur tvennt til þess að velja um, annað hvort erum við með honum eða á móti honum. Þeir sem kjósa að snúa útúr Guðs orði sem er skrifað m.a. af samferðamönnum Frelsarans geta því varla talist fylgismenn hans en benda má á það að Postularnir kvöldust margir og dóu fyrir sannfæringu sína og trú.
Ég tek það fram að ég er ekki Guðfræðimenntaður þó svo að ég hafi lesið meginpart Nýja Testamentisins, en ég skil bara ekki þá sem eru Guðfræðimenntaðir, hafa tekið þá ákvörðun að þjóna og fylgja Frelsaranum en snúa svo útúr því sem einn af hans fyrstu og heitustu þjónum skrifaði, eða jafnvel líta á þann texta sem einhvern misskilning eða ósannindi. Hverslags Kristindómur er það?
Ef það er hægt að tala um árangur í trúnni hjá einhverjum þá getum við talað um Pál Postula sem nálgaðist málin af fullkominni Krisilegri auðmýkt sem er einmitt það sem þetta snýst allt um. Láta af sínum eigin skoðunum og treysta Drottni okkar Jesú Kristi.
Það hefur verið bent á það hér að það sé best að treysta sinni eigin tilfinningu því sumt í Biblíunni sé kannski ekki alveg rétt og svona out of date. Hvernig fór það hérna árin 2004 - 2008? Hverjum treystum við þá? Hver voru siðferðisviðmið heimsins? Eigum við tala um útrásarvíkingana sem voru lofsamaðir fyrir snilli sína í viðskiptum og viðskiptasiðferðið sem var viðurkennt af samfélaginu? Hér lofuðu menn Mammon sem er aldrei til heilla.
Segjum sem svo að pistlahöfundurinn Jóhanna hafi rétt fyrir sér varðandi þessi mál og Biblían sé ekki alveg rétt. Hvað er þá rétt í henni og hvað vitlaust? Hver á að setjast í dómarasætið með það? Eigum við að fá mennina sem allir lofuðu hér í góðærinu til þess? Hver yrði niðurstaðan? Eftirfarandi yrði trúlega tekið útúr nýrri ritningu:
Jakobs bréf 5.1-6
Hlustið á, þér auðmenn, grátið og kveinið yfir þeim bágindum, sem yfir yður munu koma. Auður yðar er orðinn fúinn og klæði yðar eru orðin möletin, gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið og ryðið á því mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur. Þér hafið fjársjóðum safnað á síðustu dögunum. Launin hrópa, þau sem þér hafið haft af verkamönnunum, sem slógu lönd yðar, og köll kornskurðarmannanna eru komin til eyrna Drottins hersveitanna. Þér hafið lifað í sællífi á jörðinni og í óhófi. Þér hafið alið hjörtu yðar á slátrunardegi. Þér hafið sakfellt og drepið hinn réttláta. Hann veitir yður ekki viðnám.
Eigum við að taka þetta út? Þetta er ekki kærleiksríkt orð til þeirra sem sköpuðu viðmiðin hér á góðærisárunum.
Valur (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 22:49
Þakka þér Valur fyrir þitt innlegg, ég tek undir hvert orð.
Nonni, 20.6.2010 kl. 23:11
Annað sem mér finnst vanta í textann minn:
Ég er trúi á Jesú Krist af einlægni, ég trúi því að Biblían hafi verið skrifuð af mönnum sem voru innblásnir af Heilögum anda. Það er mín sannfæring og mín trú.
Ég er ekki betri en aðrir sem í þessum heimi eru. Mér verður oft á í messunni. Ég á það til að hatast útí náungann og er honum ekki alltaf góður. En ég reyni með hverjum deginum að bæta mig, ég iðrast af sömu einlægni og ég trúi og sný mér frá syndinni. Ég er eins og þið, hvorki betri né verri og ég á rétt á því að eiga mína sannfæringu í friði án þess að vera úthúðað eins og hún María lenti í hér á þessu bloggi.
Ég á mjög erfitt með að sætta mig við hvernig þessi mál eru alltaf sett upp, ef þú ert ekki 100% fylgjandi einum hjúskaparlögum þá hatar þú samkynhneigða og ert fordómafullur. Þetta er bara svo fáránlegt og fjarri sannleikanum.
Hvað eru fordómar? Eftir því sem ég best veit eru það fordómar ef þú dæmir eitthvað án þess að þekkja það. Ég get ekki þekkt samkynheigð þar sem ég hef aldrei lifað samkynhneigðu lífi. Enda kemur kynhneigð fólks mér ekki við, það er ekkert sem ég þarf að vita varðandi kynhneigð fólks.
Við getum líka snúið þessu við, þar sem margir hér hafa talað gegn Biblíunni og sagt, eru þetta ekki bara fórdómar fyrir Biblíunni og Kristnu fólki? Hvernig bætum við úr slíkum fordómum? Orðið er fullt af visku, ég hvet ykkur til að lesa það.
Ég ætla svo að enda þetta með þessum orðum þó svo að þetta hljómi innantómt frá "Kærleikslausum" og "fordómafullum" manni:
Elska skalt þú náungan eins og sjálfan þig. Þetta kenndi Jesú okkur og þetta á að sjálfsögðu við um allt fólk. Hann elskar okkur öll, hvernig sem við erum og hvernig sem við hugsum, hvað sem við gerum og hvað sem við segjum. Og hann elskar okkur öll jafn mikið.
Takk fyrir mig!
Valur (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 23:19
Mikið hlýtur nú að vera ánægjulegt, svona sem "bókstafstrúaður" maður, að þurfa lítið annað en að bleyta á sér fingurgómana með tungunni og fletta nokkrum blaðsíðum í bókinni góðu til að vera með öll þessi vafamál á hreinu.
Samanber þetta: "Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi."
Sem er vissulega fallegt.
En þið, þessir wannabís í Kingdom come, lásuð þið það sem þið vitnuðuð í!?
Umber allt?
Þið eigið væntanlega við að umbera allt með því að hrakyrða það? Það er ykkar "umburðarlyndi", kölkuðu grafir!
bugur (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 00:16
Valur. Þú segir:
Það kemur málinu auðvitað ekkert við hvort fylgismenn hans hafi dáið fyrir trúna, menn hafa dáið fyrir ýmislegt misgáfulegt. Þar að auki eru elstu bækur NT ritaðar í allra fyrsta lagi um 20 árum eftir dauða Jesú, Markúsarguðspjall ekki fyrr en a.m.k. fimmtíu árum eftir dauða Jesú og hin guðspjöllin enn seinna. Það er ekki víst að ritarar NT hafi nokkurn tíma hitt Jesú.
Það er greinilega ekki vanþörf á að kenna "sögu Biblíunnar" í grunnskólum landsins. Heldurðu að Biblían hafi bara sprottið fullsköpuð fram úr persónulegum penna Guðs? Þú tekur það fram að þú sért ekki guðfræðingur, en það er nú lágmark að kynna sér aðeins sögu trúarbragðanna sem þú þykist aðhyllast, er það ekki?
Það voru menn sem skrifuðu ritin, menn sem ákváðu hvaða rit fóru í safnið, menn sem rifust fram og til baka um hvort Opinberunarbókin ætti heima í safninu (Marteinn Lúther var t.d. alls ekki viss um það)... menn geta breytt NT aftur. Þeir bjuggu það jú til.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.6.2010 kl. 01:01
Nonni, ég skil ekki Biblíuna eins yfirborðslega og þú gerir. það er ekki beint samband milli þess að Guð skapaði meðhjálpara og Guð skapaði konu eins og þú vilt skilja. Bókstaflega sagt, er engin lýsing eins og "Guð skapaði konu til þess að þau verða saman". Því skilningur þinn er nú þegar túlkun.
Til að gera það skýrara, fullyrði ég að það er engin "bókstaftrú" til staðar. Það er "exsactly speaking" "hluta-Biblíutrú".
Það er mikilvægra fyrir þig sjálfan, að skilja betur hvað er viðmið til að túlka Bibíuna. það mun hjálpa þér að skilja sjálfan þig.
Guð blessi þig og leiði þig.
Toshiki Toma, 21.6.2010 kl. 01:06
Nonni: Þú fullyrðir að samkynhneigð sé syndsamleg, en það kemur fram í Biblíunni eins og þú hefur sannað. En hvers vegna er samkynhneigð syndsamleg? Hvað er það við samkynhneigð sem er jafn syndsamlegt og raun ber vitni? Mér finnst eins og svar þitt hljóti að vera "af því bara", enda eru engin rök færð fyrir þessari afstöðu í Biblíunni. En ef þú svarar "af því bara", þá hefurðu ekki tekið upplýsta afstöðu sjálfur, sem er sorglegt.
Hvað varðar spurningu þína um hvað sértrúarsöfnuður sé, þá er henni fljótsvarað. Allir söfnuðir eru sértrúarsöfnuðir enda hafa þeir, hver og einn, sína sér trú. Hvort sem þeir telja nokkur þúsund sauði eða nokkrar milljónir skiptir ekki máli, hver þeirra hefur sína eigin sér útgáfu af trúnni.
Þú virðist t.d. ekki gefa mikið fyrir hvort hvíldardagurinn sé laugardagur eða sunnudagur meðan aðrir leggja mikið upp úr því að negla hann niður. Þeir myndu segja að þitt afbrigði af kristinni trú sé lakara en þeirra þar sem þú ert bersýnilega ekki nægilega staðfastur. Því líta þeir á þitt trúarafbrigði sem sértrú.
Þannig er trú hreinlega túlkuð út frá sjónarhóli hvers og eins hverju sinni. Þrír aðilar geta lesið sömu ritningargreinina og skilið hana á þrjá mismunandi vegu. Sumir kjósa svo að velja alltaf þrengstu og verstu túlkunina, þá fordómafyllstu og ljótustu. Túlkunina sem skilgreinir aðra sem syndara svo þeir sjálfir geti verið réttsýnir og upphafnir.
Jóhanna: Hafðu góðar þakkir fyrir þennan pistil!
Óli Jón, 21.6.2010 kl. 01:50
Nonni (Jón Aðalsteinn Norðfjörð) er virkilega góður nemandi í Heilögum Ritningum. Þakkarverð eru innlegg hans og málsvörn fyrir sannleika Biblíunnar.
"Enok, fyrir mér [= í mínum huga] dugar það ekki að fólk segist vera kristið, það þarf að koma fram við náungann af kristilegu siðgæði til að teljast kristið, skrifaði Jóhanna 19.6. kl. 22:21. En það er ekki kristilegt siðgæði, sem hún boðar á þessari síðu og öðrum þeim, sem næstar eru, heldur veraldlegt.
Og orð Tinnu Gígja um aldur guðspjallanna og ritendur eru einskis nýt, enda röng. Þau eru eldri en hun heldur fram, í kjarna sínum og í heild, fyrir utan Jóhannesarguðspjall, sem þó er ærið nærri Kristi sjálfum, með sjónar- og heyrnarvott sem frásagnarmann, og m.a.s. talið nákvæmara um ýmislegt en hin guðspjöllin, þegar ekki ber fyllilega saman. En í mannlegum "kerjum" eru guðspjöllin; andi þeirra og sannleikur er aftur á móti sá kjarni, sem tilgangurinn var að miðla mönnum, og hann er Guðs orð.
Jón Valur Jensson, 21.6.2010 kl. 03:55
http://redicecreations.com/article.php?id=11435
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 04:58
Ég skal reyna að svara þér eins vel og mögulegt er Tinna mín, þú segir:
Það er greinilega ekki vanþörf á að kenna "sögu Biblíunnar" í grunnskólum landsins. Heldurðu að Biblían hafi bara sprottið fullsköpuð fram úr persónulegum penna Guðs? Þú tekur það fram að þú sért ekki guðfræðingur, en það er nú lágmark að kynna sér aðeins sögu trúarbragðanna sem þú þykist aðhyllast, er það ekki?
Það voru menn sem skrifuðu ritin, menn sem ákváðu hvaða rit fóru í safnið, menn sem rifust fram og til baka um hvort Opinberunarbókin ætti heima í safninu (Marteinn Lúther var t.d. alls ekki viss um það)... menn geta breytt NT aftur. Þeir bjuggu það jú til.
Þetta er náttúrulega óþarfa skætingur og þú veist það. Ef þú hefðir lesið athugasemdina mína þá hefðir þú séð:
Ég er trúi á Jesú Krist af einlægni, ég trúi því að Biblían hafi verið skrifuð af mönnum sem voru innblásnir af Heilögum anda. Það er mín sannfæring og mín trú.
Ég get ekki sannað tilvist Guðs vísindalega, ef hann kærði sig um að sanna tilvist sína þá væri hann búin að því. Hann vill að við komum til hans vegna ástar en ekki af ótta eins og hann elskar okkur.
Og svo hitt. Það er ekkert lágmark eða hámark í þessu Tinna mín. Maður kynnir sér bara það sem stendur manni næst og maður hefur áhuga á annars sýnist mér að Jón Valur hafi svarað athugasemd þinni ágætlega.
Valur (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 09:50
Jón Valur hefur ekki svarað neinu, frekar venju. Hann er jafn blindaður af trú og þú og heldur því fram sagnfræðilega dúbíus hlutum.
Jóhannesarguðspjall var ritað um 90 m.o.t. og það eina sem bendir til þess að það sé ritað eftir frásögn sjónarvotts er ein lína í lok 21. kafla. Það er heldur ekki rétt að Jóhannesarguðspjall sé "nákvæmara" um neitt en samstofna guðspjöllin.
Mér sýndist á skrifum þínum að þú hefðir áhuga á kristinni trú. Mér, persónulega, finnst lágmark að þegar fólk tilkynnir það að það trúi X heitar en nokkru öðru og að X sé einhver ultimate sannleikur, að það kynni sér þetta X. Að kalla sig kristinn án þess að þekkja sögu kristninnar er eins og að taka upp á því að kalla sig kommúnista af því að Che var svo töff, en líta fram hjá allri sögu stefnunnar.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.6.2010 kl. 13:55
ég vil taka það fram að Jón Valur Jensson heitir Jón Valur Jensson líka í þjóðskrá.
einhverjir aðilar kannski sem vildu fá þessar upplýsingar, já og ég heiti Egill Vignir Stefánsson (kt 1812755969, gsm 8654024 og bý í 101 Reykjavík á Holtsgötu)
svona áður en ég er "sakaður" um að segja eitthvað hér án þess að allir viti allt um mig og geti, gert eitthvað?, ef þeir eru ósammála mér í einhverju.
úff hvað sumir mættu hætta þessu sjálfskipaða "ég er internet blog lögreglan" hlutverki sínu og snúa sér meira að sínu eigin rassgati.
t.d. svara Tinnu, það væri bót.
Egill, 21.6.2010 kl. 18:19
Tinna segir:
Mér, persónulega, finnst lágmark að þegar fólk tilkynnir það að það trúi X heitar en nokkru öðru og að X sé einhver ultimate sannleikur, að það kynni sér þetta X
Þetta er held ég skrítnasta setning sem ég hef séð. Er ég með tilkynningaskyldu gagnvart þér á minni trúarsannfæringu? Ef þetta er mín trúarsannfæring þá hlýtur þetta að vera hinn heilagi sannleikur fyrir mér, eða er það ekki? ég var ekki að biðja þig um að trúa því sama, eða var það? Eins og ég reyndi að útskýra fyrir þér í síðustu athugasemd þá var ég ekki að reyna að sanna tilvist Guðs vísindalega heldur benda einfaldlega á þá staðreynd að þú tekur afstöðu. Annað hvort ertu Kristinn eða ekki. Þvermóðska þín í þessu máli er með ólíkindum. Þú ert greinilega ekki Kristinn og hefur þar með tekið afstöðu sem er bara gott mál.
Tinna segir líka:
Að kalla sig kristinn án þess að þekkja sögu kristninnar er eins og að taka upp á því að kalla sig kommúnista af því að Che var svo töff, en líta fram hjá allri sögu stefnunnar.
Hvað er það í mínum skrifum sem fær þig til að draga þessa ályktun? Þú virðist hafa bitið það í þig að ég hafi á einhvern hátt haldið því fram að Guð sjálfur hafi skrifað Biblíuna og þar með þekki ég ekki sögu Kristninnar. Er þetta ekki rétt skilið hjá mér Tinna mín?
En nú ætla ég að segja þetta við þig einu sinni enn og athuga hvort þú skiljir þetta í þetta skipti (þetta hlýtur að fara að koma hjá þér):
ÉG TRÚI ÞVÍ AÐ BIBLÍAN HAFI VERIÐ SKRIFUÐ AF MÖNNUM SEM VORU INNBLÁSNIR AF HEILÖGUM ANDA
Var þetta nógu skýrt fyrir þig Tinna mín?
Annars sef ég alveg rólega þó svo að þú náir þessu ekki.
Valur (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 23:52
Kristnir á Íslandi skiptast í tvo hópa um þetta mál. Þeir verða aldrei sammála þótt lífið lægi við og þótt Jesús Kristur myndi sjálfur mæta á fund hjá þeim og skipa þeim að sættast. Ég hef engan prest eða guðfræðing heyrt segjast hafa "skilning" á afstöðu hins eða viðkomandi virði gagnstætt álit og segir það allt sem segja þarf um hinn meinta kærleik sem þeir sjálfir staglast á og segjast sjálfir vera uppfullir af. Enginn sáttahugur eða leiða leitað til að ná fram viðunandi lausn fyrir alla. Allir hafa einkarétt á að túlka kærleikann og það sem Jesús myndi hafa gert. Ég held að Jesú sárni fyrst og fremst sú sundrung og samstöðuleysi sem er innan kirkjunnar og margir prestar og guðfræðingar virðast ala á. Það VERÐUR hins vegar að nást einhvers konar sátt um þetta mál innan kirkjunnar, þ.e. kirkjan þarf að vera sammála um að vera ósammála og virða afstöðu hvors annars. Helmingurinn af því er að virða trúarsannfæringu þeirra sem ekki vilja gefa fólk saman af sama kyni en ekki neyða slíkt upp á presta með lagasetningu. Það hlýtur að vera í anda kristins kærleika að virða þá trúarsannfæringu eða hvað? Ef sættir nást ekki mun kirkjan líklega klofna út af þessu máli. Ábyrgð presta og guðfræðinga landsins er því mikil að koma í veg fyrir það. Því miður er varla hægt að vera bjartsýnn á að það takist miðað við hversu þrætugjarnir íslenskir prestar og guðfræðingar eru og sérmiðaðir í afstöðu sinni í þessu tiltekna máli a.m.k. Biskupsstofu og biskups bíður því gríðarlega erfitt hlutskipti að ná fram lausn. Það vantar Þorgeir ljósvetningagoða á svæðið. Hann hefði komið með flotta lausn. Já eða Salomón konungur.
Guðmundur St Ragnarsson, 22.6.2010 kl. 01:02
Oportet esse hæreses – ut etiam schismata!
Jón Valur Jensson, 22.6.2010 kl. 01:15
Guðmundur St.:
Lausnin blasir við: Leggjum niður Þjóðkirkjuna sem ríkisstofnun, sem hún óneitanlega er. Svo getur sá minnihluti sem aðhyllist bókstafstrú (þ.e. trúa því að biblían sé endanlegur sannleikur í þessum og öðrum efnum og skrifuð af mönnum "innblásum af heilögum anda") stofnað íhaldsamara trúfélag. Ósköp einfalt.
Einar Karl, 22.6.2010 kl. 08:38
Hvernig getur fólk trúað svona bókstaflega bók sem var rituð af fólki sem hafði ekki betri skilning á heiminum en að nornir væru til og að jörðin sé flöt.
Ekkert að því að trúa á boðskapin, hann er jú að reyna að gera heiminn betri.
En þið lesið upp einhverjar setningar úr bókina og túlkið þær og segið svo að vera samkynhneigður sé synd.
Predikiði boðskapin en ekki einhverjar línur voru skrifaðar af fólki sem hélt að jörðin væri nafli alheimsins.
Fólk hefur verið drepið í milljónatali út af fólki sem einmitt upphafði nokkrar setningar úr bókinni sem þeir trúa á og gleyma boðskapnum í henni.
Elskum náungan, þó honum finnist gott að leggjast með öðrum karlmönnum.
Tryggvi (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 12:21
Tryggvi, þetta eru engin rök í málinu, og kristnir trúðu því ekki, að jörðin væri flöt. Gúglaðu 'flatjarðarkenning'!
Jón Valur Jensson, 22.6.2010 kl. 15:43
Óli Jón
Þannig er trú hreinlega túlkuð út frá sjónarhóli hvers og eins hverju sinni. Þrír aðilar geta lesið sömu ritningargreinina og skilið hana á þrjá mismunandi vegu.
Ég get svarað þessu með svipuðum hætti og ég svaraði öðrum á mínu bloggi.
Fólk sem er Kristið er á misjöfunm stað í trúinni, Guð talar til hvers og eins eftir þörfum og aðstæðum einstaklingsins og eftir þroska hans. Það er mikilvægt að átta sig á því að ekki er hægt að taka manneskju sem nýlega hefur tekið trú og ætlast til þess að sú manneskja verði um leið þroskaður Kristinn einstaklingur. Gangan með Guði er eilíf og hefst hér á jörðinni. Lítil börn læra ekki að hlaupa á fyrst degi eins og þú veist. Gangan með Guði er ekki ósvipuð. Guð leggur ekki á þig ánauðarok, hann veit hvað þú þolir.
það er óumflýjanlegt að túlkanir og skilningur manna á Biblíunni sé misjafn, fjöldi kristinna söfnuða er mikill um allan heim. Á hverjum degi fá yfir 325.000 manns að heyra um kristna boðskapinn í fyrsta sinn. Og um 174.000 manns taka þá ákvörðun að fylgja kristi á hverjum degi. Um 1,7 milljarðar manna hlusta á kristið útvarp eða horfa á kristið sjónvarpsefni reglulega. Í fjölmennustu múslimalöndum heims hafa um 10% innfæddra snúið sér að kristinni trú á einum áratug. Fyrrverandi sovétríkin voru undir harðstjórn kommúnista í 70 ár, í dag eru þar yfir 100 milljónir kristinna manna, fimm sinnum fleiri en kommúnistaflokkurinn hafði á sínu mesta vinsældarskeiði.
Sumir kjósa svo að velja alltaf þrengstu og verstu túlkunina, þá fordómafyllstu og ljótustu. Túlkunina sem skilgreinir aðra sem syndara svo þeir sjálfir geti verið réttsýnir og upphafnir.
Það að ég skuli benda guðfræðimenntaðri manneskju, sem fullyrðir að samkynhneigðir geti fengið blessun Guðs í hjónaband, á að það sé alls ekki rétt, er ekkert nema eðlilegt. Það er ekki flókið og reyndar mjög augljóst að það er farið þvert gegn boðun Biblíunnar í þetta skipti. Þú spyrð hvers vegna samkynhneigð sé syndsamleg. Samkynhneigð sem slík er ekki syndsamleg, ekki frekar en að vera óvirkur alkóhólisti. Öll misnotkun á líkamanum er synd. Þú getur eflaust fengið upplýsingar hjá læknum eða hjúkrunarfræðingum, ef þú ert ágengur, þess efnis að t.d. endaþarmsmök hjá bæði körlum og konum geta valdið því að fólk heldur ekki saur og þarf að notast við bleiu. Slíkt getur aldrei verið Guði þóknanlegt.
Ég er ekki að benda á þetta til þess að upphefja sjálfan mig og benda á aðra syndara. Sjálfur er ég syndari og hef eflaust brotið öll boðorð Guðs. En það þýðir ekki að það sé í lagi og að ég geti bara haldið því áfram og ætlast til þess að Guð muni horfa fram hjá því. Ég þarf sjálfur að horfast í augu við vandann og iðrast, snúa frá syndinni. Það er það sem gerir fólk að sterkari einstaklingum og færir það nær Guði. Það má ekki falla í þá gryfju að halda það að Guð muni blessa syndina, hver sem hún er, í skjóli kærleikans, eins og Jóhanna vill halda fram.
Jóhanna: Hafðu góðar þakkir fyrir þennan pistil!
Mér leikur forvitni á að vita hvers vegna þú ert þakklátur fyrir þennan pistil? Þú sem ert bæði guðlaus og berst fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Hvaða mannréttindi eru fólgin í því, í þínum huga, að fá blessun Guðs?
Nonni, 22.6.2010 kl. 19:33
Nonni: Þú dettur í sama pytt og Jón Valur þegar kemur að þessari spurningu minni og grípur til hálmstráa. Sannleikurinn er sá að þú getur aldrei gefið annað en 'af því bara' svar við þessari spurningu og er það afar leitt. Hins vegar er það eina svarið sem hægt er að gefa því þessi geðþóttafulla afstaða höfunda Biblíunnar gagnvart samkynhneigðum er algjörlega órökrétt og sem slík óverjandi. Þetta er því glórulaus staðhæfing og glórulaus vörn.
Hvað varðar mismunandi trúarafbrigði þá áréttarðu bara það sem ég sagði að sérhvert trúarafbrigði er sértrú og eru allir söfnuðir því sértrúarsöfnuðir. Allir þykjast hafa höndlað hinn endanlega sannleik og telja aðra á mismuandi miklum villigötum.
Ég er þakklátur Jóhönnu fyrir pistilinn hennar því hún lýsir í honum manneskjulegri nálgun að trú en þá meirihluti trúaðra boða. Ástæða þess að ég fagna því er sú að þrátt fyrir allt, og því miður, er trú enn viðvarandi í einhverjum mæli í þessum heimi þótt á fallandi fæti sé. Ég kýs því frekar manneskjulegri túlkun á trú í stað harðlínustefnu fordóma og haturs, enda getur slíkt af sér betri heim.
Það breytir þó ekki því að ég tel heiminn betur kominn án trúar! Að mínu mati elur trú af sér sundurlyndi sem erfitt er að uppræta. Hins vegar má hver maður hafa sína trú í friði fyrir mér ef viðkomandi getur haft af henni eitthvað gaman og jafnvel gagn.
Óli Jón, 23.6.2010 kl. 01:12
Óli Jón, lesendur Biblíunnar fá þar ekkert loforð um að sjá þar svart á hvítu raunvísindalegar (t.d. læknisfræðilegar) sannanir fyrir því, að það sem Drottinn Guð boðar okkur og býður að gera, í hlýðni við heilagan vilja hans, sé á einn eða annan hátt affarasælast fyrir okkur, heilsu okkar eða hag að öðru leyti, þ..m.t. frambúðar-velferð og jafnvel eilífa velferð okkar. Við verðum að TRÚA, þetta er kristin og biblíuleg TRÚ, ekki raunvísindaformúlur. En sá, sem trúir, fer ekki á mis við ávextina, og síðar mun hann skilja allt.
Þetta er svipað og góð móðir: Hún gerir það, sem er barni sínu fyrir beztu, og leiðbeinir því rétta vegu með það sama að leiðarljósi, en getur kannski ekki tilreitt á staðnum fyrir vantrúaða efasemdarmenn strangvísindalega sönnun fyrir því, hvernig (nákvæmlega) góð breytni hafi sínar margvíslegu afleiðingar til góðs.
Jón Valur Jensson, 23.6.2010 kl. 01:35
Munur Guðs og móðurinnar er vitaskuld margvíslegur og óendanlegur í raun, og um eitt eru þau t.d. gerólík: Guð getur útskýrt allt, þó að móðirin geti það ekki. En hann kýs að gera það ekki, því að við erum kölluð til trúar, okkur er ekki ætlað að fá sannanir fyrir öllu og alls ekki með þeim augljóslega opinberandi hætti, sem gerir eiginlega trú í reynd ómögulega.
Jón Valur Jensson, 23.6.2010 kl. 01:39
Annars er yfirleitt gersamlega vonlaust að ræða guðfræði við Óla Jón, þannig að lesendur mega allt eins búast við því, að ég geri ekki meira af því hér, enda hef ég nógu öðru að sinna.
Jón Valur Jensson, 23.6.2010 kl. 01:41
Hér hefur ýmislegt ljótt verið sagt um Maríu Ágústsdóttur, einhverja mætustu konu innan Þjóðkirkjunnar og sanna trúkonu. Það er þér ekki til sóma, Jóhanna, þú ættir að biðja hana afsökunar.
Svo máttu til með að hugleiða betur sannindin í 23. kafla Jeremíaritsins, til dæmis 16. versi og áfram:
"16 Svo segir Drottinn allsherjar: Hlýðið ekki á orð [fals]spámannanna, sem spá yður; þeir draga yður á tálar. Þeir boða vitranir, sem þeir sjálfir hafa spunnið upp, en ekki fengið frá Drottni."
17 Sífelldlega segja þeir við þá, er hafa hafnað orði Drottins: Yður mun heill hlotnast! Og við alla sem fara eftir þverúð hjarta síns, segja þeir: Engin ógæfa mun yfir yður koma!
18 Já, hver stendur í ráði Drottins? Hver sér og heyrir orð hans? Hver gefur gaum að orðum mínum og kunngjörir þau?
19 Sjá, stormur Drottins brýst fram reiði og hvirfilbylur hann steypist yfir höfuð hinna óguðlegu.
20 Reiði Drottins léttir ekki fyrr en hann hefir framkvæmt og leitt til lykta fyrirætlanir hjarta síns. Síðar meir munuð þér skilja það greinilega. [Óli Jón taki eftir þessari seinni setningu!]
21 Ég hefi ekki sent spámennina [hann á við falsspámennina, aths. jvj], og þó hlupu þeir. Ég hefi eigi talað til þeirra, og þó spáðu þeir.
22 Hefðu þeir staðið í mínu ráði, þá mundu þeir kunngjöra þjóð minni mín orð og snúa þeim frá þeirra vonda vegi og frá þeirra vondu verkum.
23 Er ég þá aðeins Guð í nánd, segir Drottinn, og ekki Guð í fjarlægð? [Guð er svo sannarlega ekki bara innra með sjálfum manni, Jóhanna!]
24 Getur nokkur falið sig í fylgsnum, svo að ég sjái hann ekki? segir Drottinn. Uppfylli ég ekki himin og jörð? segir Drottinn.
25 Ég heyri hvað spámennirnir segja, þeir sem boða lygar í mínu nafni. Þeir segja: Mig dreymdi, mig dreymdi! [Takið vel eftir þessu! – þetta getur líka vísað til ýmislegs tilfinningahjals, sem menn telja eða lýsa þó af guðlegum rótum.]
26 Hversu lengi á þetta svo að ganga? Ætla spámennirnir, þeir er boða lygar og flytja tál, er þeir sjálfir hafa upp spunnið, 27 hvort hyggjast þeir að koma þjóð minni til að gleyma nafni mínu, með draumum sínum, er þeir segja hver öðrum, eins og feður þeirra gleymdu nafni mínu vegna Baals? ..."
– Engar eigin "vitranir" eða "sýnir", draumar eða tilfinningalegar ímyndanir presta eiga að koma í stað Guðs orðs. Þeim ber ekki að boða heill þar sem Guð hefur boðað andstæðuna.
Jón Valur Jensson, 23.6.2010 kl. 04:39
"Þótt ég talaði tungum manna og engla
en hefði ekki kærleika,
væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla."
Jóhanna Magnúsdóttir, 23.6.2010 kl. 07:51
Vitna hér í sjálfa mig:
Síðan textar Biblíunnar voru skrifaðir hafa verið gerðar endalausar uppgötvanir, menn hafa til dæmis áttað sig á því að rödd Guðs er ekki þrumuveður, heldur er þrumuveður náttúrulegt fyrirbrigði.
Við (mannkyn) höfum gengið langan veg og á þessum vegi lært einhver ósköp. Sköpunarverum Guðs; samkynhneigðu fólki er EKKI fyrir bestu að vera félagslega einangrað. Líða fyrir kynhneigð sína eða fá ekki eðlilega útrás fyrir ást, félagsskap og kynhvöt sína.
Það veit góð móðir og það veit GUÐ
Það vitum við í dag og höfum lært, þó menn vissu þetta ekki þá.
María Ágústsdóttir er góð kona og eflaust ert þú góður maður Jón þó ég þekki þig aðeins af skrifum þínum, EN hvorki þú né María getið sannfært mig um það að Guð vilji samkynhneigðum að vera 2. flokks þjóðfélagsþegnar og það sé þeim fyrir bestu. Að þeir fái ekki sömu mannréttindi og gagnkynhneigðir.
Fordómar eru ekki byggðir á mannvonnsku, þeir eru byggðir á fáfræði.
Jóhanna Magnúsdóttir, 23.6.2010 kl. 07:56
Jóhanna, Guð varar þetta fólk einfaldlega við þessari hegðun því að hún mun skaða það sjálft og eins og allar syndir, leiða fólk til tortýmingar. Að þú skulir halda að þinn kærleikur er meiri en kærleikur Biblíunnar... fyrir mig þá afskrifar það þig sem kristna manneskju. Ég trúi að þú meinar vel en sá sem telur sig vita betur en Guð gengur ekki á Guðs vegum heldur sínum eigin vegum.
Mofi, 23.6.2010 kl. 11:04
Þetta þrumutal þitt, Jóhanna, kemur hér eins og þruma úr heiðskíru lofti og á ekki við i þessari umræðu.
Og samkynhneigðu fólki er EKKI fyrir beztu að vera hjálpað til að velja aðrar brautir en skapari okkar hefur boðið okkur að ganga.
Ennfremur eru samkynhneigðir ekki félagslega einangraðri en ýmsir aðrir hópar (hvernig væri nú að fara að hugsa um aðra?).
Þeir njóta allra borgararéttinda á við aðra. Þeir höfðu líka fengið staðfesta samvist samþykkta, og hún var farin að fela í sér öll þau lagalegu réttindi (erfðir, búskipti, barnauppeldi, forræði barna, ættleiðingu, tæknifrjóvgun o.m.fl.) sem venjulegt hjónaband hefur – og þannig voru þeir t.d. með mun meiri réttindi en pör (karl og kona) í staðfestri sambúð.
Þeir leita ennfremur í ótrúlega litlum mæli eftir kirkjulegum vígslum og blessunum.
Merkilegt að snúa öllu á haus til að Þjóðkirkjan verði lögð kylliflöt fyrir þeim sem leita svo í nánast engum mæli eftir þessari meintu helgiþjónustu.
En ekki fara villuprestar með umboð Guðs né veita af gjöfum hans þegar þeir brjóta þar þvert gegn vilja hans.
PS. ÓLI JÓN, kaþólska kirkjan er ekki sértrúarsöfnuður. Henni tilheyra 51% kristinna manna, og ásamt orþódoxu kirkjunni, sem er henni svo nálæg í kenningunni, að þar er intecommunion á milli (meðlimir mega neyta sakramentanna í báðum kirkjusamfélögunum), nær þessi fjöldi kristinna yfir um 64% allra kristinna trúsystkina. Að þessu sögðu er ég þó ekki að gera lítið úr "sértrúarsöfnuðum".
Jón Valur Jensson, 23.6.2010 kl. 11:36
Jón Valur: Kaþólska kirkjan er sértrúarsöfnuður eins og öll önnur trúarbrot. Hún hefur sína sértrú sem ekki samræmist trúarskoðunum annarra sértrúarsöfnuða. Eini munurinn er að hún er bara ögn stærri sértrúarsöfnuður en margir aðrir.
Til að setja smæð kaþólsku kirkjunnar í ágætt samhengi má benda á að hún hefur 17% fylgi á heimsvísu, sem er helmingur af fylgi Besta flokksins í síðustu kosningum í Reykjavík. Þannig hefur hún helmings fylgi borið saman við ómarktækt grínframboð. Svo reytist umtalsvert af þessari tölu kaþólskunnar sem farið er að grisja úr hópnum alla þá sem raunverulega fylgja henni ekki að málum heldur sauðast með sökum þess að þeim var innrætt kaþólskan með móðurmjólkinni.
Þannig er kaþólskan í raun snautlega lítill sértrúarsöfnuður m.v. hversu mikið hún belgir sig og reigir við ólíklegustu tækifæri!
Óli Jón, 23.6.2010 kl. 14:30
Já, er kaþólska kirkjan "ögn stærri" en "margir aðrir" sértrúarsöfnuðir?!
Hverjir aðrir fara nærri því að vera rúmlega 1,1 milljarður manna?
Gerðu þig ekki fáránlegri er þörf er á, Óli Jón, eða er t.d. indverska þjóðin "bara ögn stærri" en aðrar þjóðir?
Svo berðu kaþólsku kirkjuna, stofnun sem hefur haldizt við í nær 2000 ár, saman við stærð afar tímabundins grínframboðs i einni af minnstu höfuðborgum heims!
Jú, endilega haltu áfram að vera fáránlegur, Óli Jón!
Jón Valur Jensson, 23.6.2010 kl. 15:19
Og kaþólska kirkjan er fyrst og fremst andlegt SAMFÉLAG.
Hvaða samfélag veiztu um, sem langlífara hefur verið?
Jón Valur Jensson, 23.6.2010 kl. 15:21
Jón Valur: Kaþólska kirkjan snýst reyndar helst um að vernda skutinn á sjálfri sér og hylma yfir með vondum prestum, skipta sér af kynlífi annarra og sanka að sér peningum.
Þú spyrð hverjir fara nærri því að vera rúmlega 1,1 milljarður manna og er því fljótsvarað. Yfirlýstir trúlausir eða vantrúaðir eru 1,1 milljarður og eru þá ótaldir allir þeir sem nú eru skráðir í trúfélag án þess að vera í raun trúaðir, en sá hópur fólks er stór. Þín og þín gífuryrði hitta þig sjálfan því fyrir berrassaðan þegar þú talar um örveruhópinn sem telur vantrúaða :) Kaþólskir eru í versta falli því jafn margir trúlausum, en í besta falli mun fámennari hópur.
En auðvitað verðurðu að sætta þig við að þú tilheyrir sértrúarsöfnuði. Þannig er það bara, greyið mitt :) á sama hátt og þú telur aðra vera í sértrúarsöfnuðum, enda iðka þeir sýna trú með öðrum hætti en hin feita og glysi prýdda kaþólska kirkja gerir. En það er ekkert að því að vera í sértrúarsöfnuði, heillakarlinn! Fyrir utan það, auðvitað, að það merkir að þín trú er ekkert merkilegri en trú annarra. En þannig er það auðvitað bara :)
Óli Jón, 23.6.2010 kl. 17:14
Óli Jón, hvaða heimildir hefur þú fyrir því að guðleysingjar eða vantrúaðir eru 1,1 miljarður?
Mofi, 23.6.2010 kl. 20:52
Mofi: Ég hef þessar upplýsingar héðan, frekar upplýsingar er hægt að finna hér. Hins vegar trúi ég því að þessi tala sé gróflega vanmetin, enda eru trúaðir iðulega stórlega oftaldir í opinberum staðtölum og þarf ekki að leita lengra en í íslenska þjóðskrá til að sjá skelfilegt dæmi þess. Þegar upp er staðið trúi ég því að þessi tala sé lágmark 50% og hækki stöðugt með aukinni upplýsingu.
Óli Jón, 23.6.2010 kl. 21:18
Trúleysingjar eru EKKI samfélag, Óli Jón.
En haltu áfram að hjala um þetta sjálfum þér til ánægju.
Þú kemur mér annars fyrir sjónir sem einn mesti fordómasmiður samtímans. Þér er algerlega fyrirmunað að koma auga á, um hvað kaþólska kirkjan snýst, í daglegri Guðsdýrkun sinni, helgihaldi, bænrækni og þjónustuverkum af margvíslegu tagi, þ. á m. í lækningum (rekur ótal spítala og heilsustofnanir; rak m.a. til skamms tíma þrjú sjúkrahús hér á landi og ekkert þeirra lítið – í Reykjavík, Hafnarfirði og Stykkishólmi) og í menntunarmálum (kirkjan rekur mikinn fjölda háskóla, í mörgum löndum, hvað þá annað).
Þér er jafn-fyrirmunað að koma auga á þetta eins og manni, sem stendur utan við gamla dómkirkju, að sjá bjarta fegurð steindu glugganna. Sú fegurð sést INNAN FRÁ. En vitaskuld ertu hræddur við að skyggnast um í kaþólskri kirkju innan frá – þú dæmir hana, staddur utan hennar, í öruggri fjarlægð, svo að hún togi þig ekki til sín!
Jón Valur Jensson, 24.6.2010 kl. 03:16
Jón Valur: Það er hentugt hvernig þú sneyðir alltaf hjá því að nefna syndaregistu kaþólskunnar sem er löng og ljót. En það er ekki við öðru að búast af sauði Ratzinger páfa. Sættu þig við að kaþólskan, þótt telji nokkra sauði, er sértrú, rétt eins og öll önnur afbrigði trúar. Hún er ekkert merkilegri en önnur afbrigði, en um margt mun verri.
Hvað varðar steindu gluggana þína, þá er hún líklega réttari líkingin um að fegurðin stafi inn til kaþólskunnar utan frá, meðan steindu gluggarnir eru gráir og litlausir í raunheimum. Þannig kemur kaþólskan mér fyrir sjónir; hún er böðuð í fegurð heimsins en nær samt ekki að endurvarpa nema gráum ólundardumbungi. Þessi lýsing á næstum því við eitt skelfilegasta fyrirbæri í alheiminum, svarthol, og á afar vel við í þessu tilfelli.
Ég hygg að ég haldi áfram að láta sírenusöng kaþólskunnar sem vind um eyrun þjóta fyrst aðgangseyririnn er greiddur með því harðneskjulega og vonda viðhorfi sem þú og þín sanntrúuðu systkini hafið til margra hluta, s.s. samkynhneigðra. Það að hvíla í faðmi hinnar feitu kaþólsku kirkju er örugglega ekki þess virði, jafnvel þótt steingerðir gluggarnir séu álitlegir þegar horft er innan frá.
Nema fyrir suma, augsýnilega.
Óli Jón, 24.6.2010 kl. 11:08
Óli Jón, ég tel að þessi síða hérna er nær sannleikanum, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Demographics_of_atheism
Varðandi Kaþólsku kirkjuna þá þarf að aðgreina fólkið frá stofnuninni sjálfri. Það ætti ekki að vera neinn ágreiningur um að það er margt gott fólk sem tilheyrir henni og vinnur óeigingjarnt og kærleiksríkt starf. En síðan sem stofnun með langa sögu þá hafa komið upp margir menn sem hafa gert hræðilega hluti, það eru einfaldlega alltaf slæm epli inn á milli.
Hvernig er það, hatar þú eiturlyfja neitendur? Finnst þér fólk sem varar við notkun eiturlyfja fólk sem er að ala á fordómum og hatar það fólk sem notar eiturlyf?
Mofi, 24.6.2010 kl. 13:06
Ertu að líkja samkynhneigð við eiturlyfjaneyslu, Mofi?
Myndirðu segja að sá sem segðist elska svart fólk, svo lengi sem það léti bleikja á sér húðina, væri fordómafullur?
Varðandi kaþólsku kirkjuna, þá er það auðvitað rétt að hún er full af góðu fólki. Það breytir því ekki að stofnunin sjálf, allt valdakerfið og stjórnsýsla innan hennar, er rotin. Þegar yfirmenn hafa þá stefnu að vernda sjálfa sig frekar en börn sem verða fyrir nauðgun er eitthvað að.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 24.6.2010 kl. 14:31
Mofi: Þessi samlíking er ekki svara verð eins og þú veist sjálfur. Þú berð ekki saman eiturlyfjafíkn og samkynhneigð. En það er áhugavert að þú skulir nota sögnina 'hatur' þarna. Er hún lýsandi yfir viðhorf trúaðra í garð samkynhneigðra?
Hvað varðar fjölda trúleysingja og vantrúaðra þá benti ég einmitt á þessa síðu í innleggi mínu ofar. Hins vegar er áhugavert að skoða það hér í örheimi bloggsins, sem hlýtur að endurspegla þann veruleika sem hann hrærist í, að fjöldi trúaðra og trúleysingja virðist nokkuð jafn. Ef eitthvað er, þá hallar á hina trúuðu í flest öllum þráðum.
Segir það ekki nokkuð um fjöldann í hvorum hópi fyrir sig úti í þjóðfélaginu? Báðir hópar, trúaðir og trúleysingjar, eru nokkuð jafnir að stærð og á milli þeirra er fjöldi fólks sem gæti ekki verið meira sama?
Óli Jón, 24.6.2010 kl. 16:18
Tinna, ég er að líkja því að vara við fíkniefnum við það að vara við samkynhneigð. Einn trúir að fíknaefnaneysla er skaðleg þeim einstaklingum sem nota fíkniefni og aðrir trúa að samkynhneigð er skaðleg þeim sem hana stunda.
Nei, alls ekki. Ég notaði þetta orð af því að þetta er það sem þeir sem gagnrýna kristna saka þá um; að hata samkynhneigða. Lestu aftur þessa samlíkingu, þú virðist algjörlega hafa misst af þeim einfalda punkti sem ég kom þarna með.
Mofi, 24.6.2010 kl. 18:44
Mofi: Punkturinn er afar skýr og því kaus ég að svara ekki. Ef þú hefðir t.d. notað líkinguna 'ljóshærðir' eða 'hávaxnir', þá hefði ég svarað, enda eru það eiginleikar sem fólk er fætt með á sama hátt og samkynhneigð. Svarið hefði verið að það er í senn fáránlegt og kjánalegt að vara við ljósum lokkum eða miklum vexti. Fíkniefnaneysla er hins vegar ekki meðfædd, hún er sjúkdómur sem hægt er að lækna. Samkynhneigð er ekki 'ástunduð', hún bara er ... eins og t.d. ljósu lokkarnir. Það þarf ekkert að vara við henni!
Óli Jón, 24.6.2010 kl. 19:43
Óli Jón, gott að þú skildir punktinn og vonandi fleiri. Það sem Biblían segir vera synd er kynlíf milli aðila af sama kyni, það þarf að ástunda til að það sé eitthvað.
Mofi, 24.6.2010 kl. 20:32
Aumt er ástandi á þér í affrægingarmálum, Óli Jón, en ég ver að svara þér o.fl. seinna, hef orðið að láta mér nægja það nú að veita andsvör á nýjasta umræðuþræðinum hennar Jóhönnu.
Jón Valur Jensson, 25.6.2010 kl. 02:21
Jón Valur: Ég held niðri í mér andanum uns svarið berst ... eða ekki :)
Óli Jón, 25.6.2010 kl. 19:19
Er það þá jafn mikil synd Mofi, ef að samkynhneigð manneskja stundar kynlíf með maka sínum og að mannekja sprauti sig með eiturlyfjum? ...
Eigum við að koma með STOP skilti "in the name of love" á heimili hinna samkynhneigðu og fara að skipta okkur af þeirra kynlífi? ... Er það sambærilegt í þínum huga og að stöðva eiturlyfjaneytanda???? ..
Jóhanna Magnúsdóttir, 25.6.2010 kl. 23:21
Jóhanna, það var ekki samanburðurinn sem ég var að gera heldur hvort að þeir sem vara við eiturlyfjum eru að gera það í einhverju hatri og fordómum. Ef að einhver trúir að samkynhneigð er slæm fyrir þann sem hana stundar, að þá er ekki eins og hann er að vara við henni af vondum hug, hatri og fordómum.
Þetta er síðan samviska hvers og eins, alls ekki þannig að maður á að skipta sér eitthvað af nema að fá að tjá sínar áhyggjur og vara við en viðkomandi hefur fullan rétt á að hegða sér eins og hann vill í þessum efnum. Þess vegna er ég einmitt hlynntur að ríkið leyfi giftingu samkynhneigðra og tel að þjóðkirkjan hefur ekki rétt til að neita þeim giftingu af því að þetta er kirkja þjóðarinnar og meðan svo er hefur hún ekki rétt á að mismuna fólki.
Mofi, 27.6.2010 kl. 14:23
Mofi: Þú getur bara ekki notað þessa líkingu vegna þess að hún er svo kolröng á öllum sviðum. Það er nauðsynlegt og réttmætt að vara við skaðsemi eiturlyfja á meðan það er engin ástæða til þess að vara sérstaklega við samkynhneigð.
Samkynhneigð er náttúrulegt ástand fjölda fólks á meðan eiturlyfjaneysla er lærð hegðun. Þú gætir allt eins varað við freknum eða bláum augnlit, það er jafn gáfulegt.
Óli Jón, 28.6.2010 kl. 14:32
Óli Jón, líkingin er aðeins á þann hátt að einn aðili trúir að þessi hegðun er skaðleg viðkomandi.
Mofi, 28.6.2010 kl. 14:55
Mofi: Hvernig og hvers vegna er samkynhneigð skaðleg annars vegar samkynhneigðum sjálfum og hins vegar gagnkynhneigðum?
Óli Jón, 30.6.2010 kl. 20:12
Óli Jón, ég aðalega trúi að samkynhneigð er skaðleg þeim sjálfum vegna vitnisburðar Biblíunnar. Það er samt frekar ljóst að kynlíf tveggja karlmanna er ekki í samræmi við það sem er náttúrulegt og þannig getur það skaðað viðkomandi einstakling. Kynlíf tveggja kvenna, ekki ljóst og síðan þá fjallar Biblían ekkert um lesbíur, að ég best veit.
Mofi, 1.7.2010 kl. 14:21
Mofi: Þannig að svarið er 'af því bara'?
Þín trú segir að þú eigir að vera á móti hommum, en ekki samkynhneigðum almennt? Eru lesbíur þá undanþegnar þessum fordómum? Mega lesbíur þá ekki giftast í kirkju með blessun Guðs?
Óli Jón, 1.7.2010 kl. 20:49
Óli Jón, nei, Biblían og líffræðin... ég trúi að ákveðin hegðun er synd en það er auðvitað aðeins samvisku mál sérhvers. Ég vil ekkert skipta mér meira af en að útskýra mína afstöðu fyrir hvern þann sem vill hlusta.
Eins og ég sagði þá bara veit ég ekki með lesbíur...
Mofi, 2.7.2010 kl. 11:21
Nei Óli Jón (segi ég vegna innleggs þíns 1/7 kl. 20:49), hjónabandið er að vilja Guðs og samkvæmt orðum Krists fyrir mann og konu (Mt. 19, Mark. 10), þetta áttir þú að vita. Ennfremur er það ekki rétt sem Mofi segir ítrekað þarna um lesbíur, og þykir mér sú vanþekking hans enn undarlegri. Þekkir hann ekki orð Páls postula um þetta í Rómverjabréfinu? "Því hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg [gr. para phýsin, lat. contra naturam, Vulg.] og eins hafa karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn hafa framið skömm með karlmönnum og tóku svo út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar." (1.26-27; af orðum og samhengi sést, að í fyrra versinu ræðir hér um lesbísk mök.)
Kristin stjórnmálasamtök, 3.7.2010 kl. 01:58
Þetta innlegg var frá mér, ekki samtökunum! Ég hafði verið með þessa síðu opna á þessum stað, með hálfkarað innleggið og þá loggaður inn á eigin nafni; lauk því nú og ýtti á 'senda', en var þá búinn að logga mig inn á Kristbloggið í millitíðinni á annarri síðu, og þá kom þetta svona út! –Býttar engu, þetta voru mín orð.
Jón Valur Jensson, 3.7.2010 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.