"Aaatsjúúú" ......

Þegar við hnerrum þá er vaninn að nærstaddir eða nærstaddur segi "Guð hjálpi þér"  Þetta er sagt, í flestum ef ekki öllum tilfellum,  hugsunarlaust og án þess að fólk sé sérstaklega að hugsa um Guð.

Sumir grípa til þýska orðsins "Gesundheit" sem þýðir heilsa.  Sumir sleppa Guði framan af blessunarósk og segja bara "Blessi þig" ..   og eftir þessar óskir nærstaddra þökkum við svo gjarnan  fyrir.  Sumir verða jafnvel móðgaðir ef að enginn segir neitt þegar þeir hnerra. 

Ég veit ekki hvort að það er rétt, en það sem ég hef heyrt frá því að ég var barn er að þessi viðbrögð við hnerra séu tengd því að fyrstu einkenni sjúkdómsins Svarta-dauða  hafi byrjað með hnerra. Þegar ég var barn var einhver sem sagði við mig, eflaust vinkona,  að ef ég hnerraði sex sinnum í röð myndi ég bókstaflega deyja!   Þessi siður virðist s.s. byggður á hjátrú. 

Ég hef að vísu lengi vel alltaf beðist afsökunar þegar ég hnerra því ég hnerra stundum gífurlega hátt. LoL

Hvað segja guðlausir?  Bara svona fyrir forvitni sakir, og þekkir einhver önnur viðbrögð við hnerra en ég hef talið upp hér? 

Bætt við síðar og leiðrétt: Auðvitað segir fólk oftast "Guð hjálpi þér" .. 

 

 sneeze-speed


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi alltaf guð hjálpi þér en ég átti hins vegar frænda sem var mikill kommúnisti og sagði alltaf Stalín styrki þig þegar einhver hnerraði

SH (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 10:36

2 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég segi alltaf "verði þér að góðu", því hnerri er sagður gefa 1/10 af fullnægingu og því afskaplega þægilegt fyrirbrigði að upplifa.

Nei, það er víst ekki einu sinni satt, né heldur að ég segi alltaf "verði þér að góðu". Það seg ég þó kannski ef hnerrinn er sérlega hávær, annars segi ég ekkert, ekki frekar en ég geri þegar fólk ropar eða rekur við.

En guð hjálp þér eða blessi þig þykir mér dálítið overkill. Er ekki talað um að leggja ekki nafn guðs við hégóma?

Kristinn Theódórsson, 14.6.2010 kl. 11:41

3 Smámynd: Arnar

Við illa innrætu og vondu trúleysingjar segjum auðvitað 'HAHAH, nú deyrðu úr berklum!  Fíflið þitt.".  En þessi 'hefð' er víst uppruninn úr berklum eða kannski svartadauða, þar sem hósti var eitt af fyrstu einkennunum og að fá veikina var nánast dauðadómur yfir fólki.  (Eða svo var mér amk. sagt)

Annars segi ég nú bara ekki neitt.  Svo ég taki eftir.  Stundum reyndar 'þegiðu!' við vel valda einstaklinga.

Fólk er líka hætt að segja 'guð hjálpi þér' við mig eftir að ég tók upp á því að svara 'já, kominn tími til, hann hefur ekki gert rassgat fyrir mig hingað til'.

Arnar, 14.6.2010 kl. 12:31

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef bara heyrt að þetta tengist Svarta-dauða eins og þú.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.6.2010 kl. 12:35

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mér finnst stundum fyndið þegar fólk hnerrar en leyfi mér samt ekki að að hlæja heldur segi bara "guð hjálpi þér" eins og gott uppeldið býður manni.

Karakter fólks kemur stundum á óvart þegar það hnerrar, sumar litlar, penar, prúðar og dömulegar konur hnerra stundum eins og heilt hús gæti fokið undan látunum. Stórir þunglamalegir karlar sem ÆTTU að geta feykt heilu húsi með hnerranum einum,  - hnerra svo bara eins og litlar tístidúkkur.

Þessi ósjálfráðu hljóð fólks koma stundum skemmtilega á óvart.

En það er víst mjög hollt að hnerra.

Marta B Helgadóttir, 14.6.2010 kl. 12:51

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hef heyrt að hnerri jafnist á við hluta fullnægingar þannig að það væri kannski athyglisvert að skoða tengslin á milli þess hvernig fólk hnerrar og hvernig það "kemur"..................

Hrönn Sigurðardóttir, 14.6.2010 kl. 16:37

7 Smámynd: Gunnlaugur H Gunnlaugsson

skemmtilegar paelingar hér á ferd, amma mín notadi mikid : óvinur satans sé med thér: auk thess sem ádur er komid fram hér ad ofan. Hér sudur á Spáni segir fólk yfirleitt ekki neitt, samt heyrir madur Jesús stöku sinnum. med AAAATJÚ kvedju

Gunnlaugur H Gunnlaugsson, 14.6.2010 kl. 18:07

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

þið eruð bráðskemmtileg!

Jóhanna Magnúsdóttir, 14.6.2010 kl. 18:52

9 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég hef heyrt þetta líka með svartadauða, ég held að þetta orðatiltæki hafi komið út frá honum.

Eyjólfur G Svavarsson, 15.6.2010 kl. 00:06

10 identicon

Eins og Arnar, þá byrsti ég mig og segi "þegiðu" við fólk í flokki 1.

Við fólk í flokki 2 segi ég í hneykslunartón: "Hvað gengur eiginlega á (fyrir þér)?"

Við einstaklinga í flokki 3 segi ég í spurnartón: "Nú? Þabbarasona?"

Í öðrum tilfellum þegi ég.

Vona að þið séuð öll fróðari.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 02:02

11 identicon

Faðir minn og ég tók það upp eftir honum að segja guð annist þig. Mágur minn sagði stundum guð reddi þér.

GKJ (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 13:36

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gaman að heyra af mismunandi viðbrögðum. Takk,takk!

Jóhanna Magnúsdóttir, 15.6.2010 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband