8.6.2010 | 06:55
Tvær vikur liðnar af breyttu mataræði (blogg fyrir þá sem vilja fylgjast með þyngdartapi)
Það fór eins og mig grunaði, fyrstu kílóin hrynja hraðast af, en það fóru 3 kg fyrstu vikuna en nú er liðin vika 2 og ég var nú að vonast til að ná 1 kg en það voru 900 gr nákvæmlega. Það er mjög gott mál, en 1 kg á viku var upphaflegt markmið. BMI eða Body Mass Index eða þyngdarstuðull er núna 25.8 en þarf að fara niður í 24.9 til að teljast í kjörþyngd. Til þess að ná því vantar mig 3,1 kg í viðbót svo ég hætti ekkert fyrr en því markmiði er náð, reyndar ætla ég ekki að hætta heldur að halda mig við "Nýja lífið" og eiga einn nammidag í viku.
Þetta er skalinn yfir þyngdarstuðul:
- Undir kjörþyng = <18.5
- Kjörþyng = 18.5-24.9
- Yfir kjörþyng = 25-29.9
- Offita = BMI er 30 eða meira
Ef ég veit að upp er að koma afmæli, eða eitthvað spes, þá get ég notað þann vikudag sem nammidag. Að öðru leyti halda mig við að vanda mataræðið, því ekkert er leiðinlegra en að rjúka aftur upp í vigt þegar búið er að standa sig svona vel!
Í gærkvöldi fór ég á Thorvaldsen við Austurvöll, bauð börnunum mínum og tengdadóttur. Pantaði Ceasar Salat, sleppti flestum brauðteningunum og sósunni. Það er hægt að biðja um hana til hliðar. Ég hlakka mikið til að komast yfir 4 kg þröskuldinn, en það verður auglýst síðar!
Fyrir þá sem eru að lesa í fyrsta skipti set ég hér fyrir neðan lista yfir mataræðið mitt, reyndar ætla ég að gera tilraun þessa viku og bæta við Rego Slim dufti í morgunmat. Ég fór í svona Multi Level Marketing dæmi en hef aldrei drifið mig í að fá fleira sölufólk, og þá fær maður ekki "prósentur" en kaupi þetta fyrir sjálfa mig.
Ég get útvegað það á kostnaðarverði ef einhver vill, þarf ekki að "græða" á því og einnig Brokkolítöflur sem líka er hægt að lesa um á síðunni sem bæði systir mín og vinkona segi að sé töfralyf gegn mígreni og jafnvel timburmönnum. Það er í raun ekkert auglýst sem slíkt, heldur "yngingartöflur" en nánar má lesa um það á þessari síðu.
Svo á ekki að gefast upp, það er ekkert "normalt" að missa 3 kg á einni viku, en eflaust er það mataræði sem ég var á áður þess valdandi að ég hef safnað vökva og þess vegna fara fyrstu kílóin svona hratt. En niðurstaðan eftir 2 vikur sléttar er samtals 3.9 kg og ég er sátt. Nú er spennandi að vita hvernig vika 3 fer en partur af aðhaldinu mínu eru að sjálfsögðu að gera þetta svona "í beinni"
Það sem ég kalla "Síberíukúrinn" minn:
Svona lítur hann út í sinni einföldustu mynd:
Sleppa:
- öllum sætindum
- snakki
- öllu brauði nema spelt- og hrökkbrauði
- hvítu hveiti og hrísgrjónum
- allri mjólkurvöru
- majonessósum
- kaffi og gosi
- áfengi
- Ávexti
- grænmeti
- kjúklingabringur og fisk (allt kjöt ókey nema alls ekki unnar kjötvörur)
- baunir af öllum sortum og gerðum
- fræ
- hummus eða avocado í stað smjörs
- brún grjón
- grænt te
- vatn - lots of it
Ég hef haldið þetta svona 99% hef borðað 1 barnaís á tímabilinu og smá parmesan og feta ost sem óhjákvæmlilega er stundum í salati og öðru þegar farið er út að borða. Ein árshátíð í pakkanum en þar borðaði ég bara pent og sleppti eftirrétti.
Jæja, en áfram með smjörið (eða ekki smjörið reyndar).
Athugasemdir
Flott hjá þér Jóhanna mín, eftir að vera búin að tapa einhverjum kílóum fyrstu vinuna er talið gott að missa 1-2 kg. á mán, svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur.
Góðir hlutir gerast hægt
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.6.2010 kl. 09:18
Gangi þér vel darling
Ásdís Sigurðardóttir, 8.6.2010 kl. 12:58
Takk Milla, við erum bara sumar svo óþolinmóðar!
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.6.2010 kl. 22:58
Takk Ásdís, ég er ákveðin núna! ... og gott að gera þetta svona í "beinni" þá fellur maður/kona ekki í freistni.
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.6.2010 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.