6.6.2010 | 22:13
Tíu góðar gönguferðir með nemendum
Í dag fór ég í vorgöngu með nemendum í Menntaskólanum Hraðbraut, en ég hef farið með þeim í göngur á hverju hausti og vori frá vori 2005, samtals tíu gönguferðir. Í dag naut aðstoðar Viðars, eðlis-og stærðfræðikennara sem hefur verið duglegastur starfsmanna við að koma með kellingunni. Ekki veitir af tveimur "stjórum" í svona göngu, en ég tek yfirleitt að mér að reka lestina og hvetja þau sem eru síðust (svona eins og í aðstoðarskólastjóradjobbinu!)
Í dag fórum við í Búrfellsgjána, en það er í 3. skiptið sem ég nota þá gönguleið fyrir nemendur. Við gengum líka á Búrfellið sem er ekki hátt en frábært útsýni þaðan samt sem áður og síðan gengum við inn að Kaldárseli þar sem rútan beið okkar.
Áberandi var askan í gróðrinum, en svörtu gönguskórnir mínir voru gráir við heimkomu. Veður var eins og best var á kosið og allir syngjandi glaðir með gönguna.
Ég rifjaði í gamni upp hvert við hefðum haldið og eru það eftirfarandi gönguleiðir (sú ferskasta fyrst):
Vor 2010 Búrfellsgjá Búrfell- Kaldársel
Haust 2009 Fjallið eina, Reykjanesi
Vor 2009 Búrfellsgjá Búrfell
Haust 2008 Helgafell í Mosfellsdal
Vor 2008 Keilir
Haust (vetur) 2007 Skálafell á Hellisheiði
Vor 2007 Esjan (smá þyrluævintýri)
Haust 2005 Búrfellsgjá Búrfell
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.